Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 3 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra um vísi- tölubindingu fjármagns: Afnumin arinu Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir að gangi endur- skoðuð verðbólguspá Þjóðhags- stofnunar eftir muni vísitölubind- ingar á lánum verða afnumdar um mitt þetta ár. Viðskiptaráðherra seg- ir aftur á móti enn of snemmt að nefna tímasetningar í þessu sam- bandi og vísar til málefnasáttmála ríkisstjórnarinnar. Framangreind ummæli lét forsætisráðherra falla á fundi á Hótel KEA á Akureyri s.l. fimmtudag, sem haldinn var á vegum Framsókn- arfélags Akureyrar. Tekið er fram í málefnasáttmálanum að fari verðbólgan niður fyrir tíu prós- ent miðað við sex mánaða tímabil, muni ríkisstjórnin beita sér fyrir því að afnumdar verði allarvísitölubind- ingar á fjármagnsskuldbindingum. - ÁG Þýðing eða afskræming? Stjórn Félags kvikmyndagerðar- manna hefur sent menntamálaráðu- neytinu bréf þar sem skorað er á ráðuneytið að endurskoða reglu- gerðir er varðar þýðingar áerlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum til að tryggja að þýðingar lendi ekki í höndum fúskara, eins og segir í tilkynningu frá félaginu. í áskoruninni segir að nú sé ástandið þannig að nærri láti að þriðja hver mynd sem sýnd er á Islandi búi yfir alvarlegum þýðingar- villum og þegar verst láti geti heilu atriðin og stundum sjálft inntak myndanna farið fyrir ofan garð og neðan. „Þegar svona stendur á er ekki um þýðingu að ræða heldur afskræmingu eða fölsun." Segir i tilkynningu frá stjórn Félags kvik- myndagerðarmanna. Telur félagið að skýringin á þessu sé augljós þar sem núgildandi reglugerð geri ráð fyrir að erlendar kvikmyndir skuli vera textaðar en ekkert ákvæði sé til um það hverjir skuli ábyrgjast sjálfar þýðingamar. SSH Miklar endurbætur hafa verið gerðar á City Hotel. Endurnýjad City Hotel í tilefni af 30 ára afmæli City Hotel á síðasta ári hefur hótelið verið endurnýjað. Herbergin voru tekin í gegn og skipt um öll húsgögn. Einnig var sett upp ný móttaka og nýr veitingasalur. Á hverju herbergi er bað, mini- bar, útvarp, sími og sjónvarp tengt gervihnattamóttakara með mörgum valrásum. Vegna tímamótanna mun City Hotel bjóða gistingu á sérstöku kynningarverði. 15. febrúar 1990 BREYTING Á REGLUGERÐUM Læknaþjónusta Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni. 0 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis á dagvinnu- tíma þ.e. á milli kl 0800 og 1700. Inni- falin er ritun lyfseðils. 500 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis utan dag- vinnutíma og á helgidögum. Innifalin er ritun lyfseðils. 400 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings á dag- vinnutíma. 1000 kr. - Fyrir vitjun læknis til sjúklings utan dagvinnutíma. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp og komur á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkrahúss. 900 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamót- töku sjúkrahúss. 300 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja komu til sérfræðings, á göngudeild, slysadeild og bráðamóttöku sjúkra- húss. Greiðslur fyrir rannsóknir og röntgengreiningu. 300 kr. - Fyrir hverja komu. 100 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja komu. Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu aldrei greiða samanlagt hærri fjár- hæð en kr. 3000 á einu almanaksári fyrir sérfræðilæknishjálp, komu á göngudeild, slysadeild, bráðamót- töku sjúkrahúss, rannsóknir og röntgengreiningu. Allir eiga að fá kvittanir fyrir þessum greiðslum. Ofangreindar greiðslur eru hámarksfjárhæðir. Innifalinn í greiðslu er kostnaður vegna hvers kyns einnota áhalda, umbúða og þess háttar. Lyfjakostnaður Greiðslur fyrir lyf. 550 kr. - Fyrir lyf af bestukaupalista. 170 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir hverja lyfjaafgreiðslu af bestukaupalista. 750 kr. - Fyrir önnur lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum. 230 kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar fyrir önnur lyf sem greidd eru af sjúkratryggingum. Eitt gjald greiðist fyrir hvern 100 daga lyfja- skammt, eða brot úr honum. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis í lyfja- búð fást ókeypis ákveðin lyf, við tilteknum langvarandi sjúkdómum. Læknar gefa vottorð til Tryggingastofnunar ríkisins í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann að vera fyrir hendi. SKÝRINGAR Á FRAMKVÆMD REGLUGERÐAR NR. 62/1990 UM GREIÐSLUÞÁTTTÖKU SJÚKRATRYGGÐRA í LÆKNISHJÁLP O.FL. Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis Koma til heimilis- eða heilsugæslulæknis á dagvinnutfma er sjúkl- ingi ætíð að kostnaðarlausu. Það skiptir ekki máli hvort um er að ræða bráðakomu eða komu skv. tímapöntun. Vegna komu til heimilis- eða heilsugæslulæknis utan dagvinnu- tíma greiðir sjúklingur kr. 500 nema læknir hafi beinlínis sjálfur ákveðið að sinna læknisstarfinu utan dagvinnutíma. Sjúklingur greiðir fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rann- sóknastofu heilsugæslustöðvar (ef sérstakur starfsmaður sér um rannsóknastofuna). Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu. Koma til sérfræðings Fyrir komu til sérfræðings og endurteknar komur til sérfræðinga greiðir sjúklingur í hvert skipti kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega). Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rannsóknastofu ef um það er að ræða. Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) í hverri komu. Fari sjúklingur í aðgerð og svæfingu greiðir hann aögerðarlækni kr. 900 og svæfingalækni kr. 900 (kr. 300 + 300 fyrir elli- og örorkulíf- eyrisþega). Koma á slysavarðstofu Sjúklingur greiðir kr. 900 (kr. 300 fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) vegna komunnar. Til viðbótar komugjaldi greiðir sjúklingur fyrir röntgengreiningu og rannsóknir á rannsóknarstofu ef um það er að ræða. Sjúklingur greiðir þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 300 fyrir hvort (kr. 100 fyrir hvort fyrir elli- og örorkulífeyrisþega) i hverri komu. Rannsóknir á rannsóknarstofu Sjúklingur greiðir kr. 300 (elli og örorkulífeyrisþegar kr. 100) fyrir hverja komu til rannsóknar á rannsóknastofu heilsugæslustöðvar, sjúkrahúss eða annarrar stofnunar. Þótt hluti rannsóknarsýnis sé sendur annað til rannsóknar greiðir sjúklingur ekki viðbótargjald vegna þess. Sendandi sýnis skal gera grein fyrir þvi á rannsóknar- beiðni hvort sjúklingur sé þegar búinn að greiða vegna rannsókn- ar, sem fram fór á sýnistökustað. Röntgengreining Vegna hverrar komu til röntgengreiningar, á heilsugæslustöð eða annars staðar, skulu sjúklingar greiða kr. 300 (kr. 100 fyrir elli- og örorkulifeyrisþega). Ekki skiptir máli hvaðan sjúklingur kemur, þ.e. frá heilsugæslulækni, heimilislækni eða sérfræðingi. Hvers kyns önnur innheimta hjá sjúklingum en að framan greinir, þ.m.t. vegna einnota vara, umbúða o.þ.h., eróleyfileg. 3 HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.