Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 14. febrúar 1990 FRÉTTAYFIRLIT tsjof forseti Sovétríkjanna varö fyrir nokkru áfalli þegarfulltrúa- þing Sovétríkjanna hætti við atkvæðagreiðslu sem nauð- synleg var til að hæat væri að breyta stjórnarskrárakvæðum. Fyrir lá að breyta stjórnar- skránni í samræmi vio þær umbótahugmyndir Gorbatsjofs sem samþykktar voru á mið- stjórnarfundi kommúnista- flokksins á dögunum, þar á meðal hugmyndir sem auka vald forsetans. BONN - Viðræður um jþýskt peningabandalag enduðu í fússi þeaar Hans Modrow for- sætisráðherra Austur-Þýska- lands lýsti sig óánægðan með niðurstöður fundar efnahags- ráðherranna og frammistöðu síns eigin efnahagsráðherra. Sakaði Modrow Vestur-Þjóð- verja um að reyna að stöðva efnahagsaðstoo þá sem þeir hafa heitið Austur-Þjóðverjum. Ástæðan er að Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands hefur ekki enn reitt af hendi 15 milljarða marka aðstoð sem heitið var. OTTAWA - Eduard Sévard- nadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna sagðist geta séð fyrir sér hlutverk bæði ■ NATO og Varsjárbandalagsins í sameinuðu Þýskalandi. Sagði Sévardnadze að ákjósanleg- ast væri að sameinað Þýska- land yrði hlutlaust. WASHINGTON - Tals- maður Hvíta hússins sagði að George Bush forseti myndi ekki þrýsta á leiðtoga þeirra ríkja sem liggja að Andesfjöll- um að taka við bándarískri hernaðaraðstoð í baráttunni við eiturlyfjasmyglara. PARÍS - Franska fyrirtækið Source Perrier hefur ákveðið að afturkalla allt það vatn sem til sölu er í búðum heimsins eftir að í Ijós kom að vatnið inniheldur eiturefni langt um- fram leyfileg mörk. BÚKAREST - Fjölmennir mótmælafundir gegn rúm- ensku ríkisstjórninni voru haldnir víðsvegar um Búkar- est. Þá er órói innan hersins að aukast og lögðu hundruð óbreyttra hermanna niður störf veana óánægju með ríkis- stjorn Þjóðfrelsisfylkingarinn- ar. JERUSALEM - Einn hæst setti herforinqi Israela varaði þingmenn við að reyna að beita hernum af fullum krafti til að brjóta á bak aftur uppreisn Palestínumanna og sagði að slíkt myndi kljúfa herinn. Illlllllllllllllll útlönd .................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. Árangur loftferðaráðstefnu NATO og Varsjárbandalagsins í Ottawa ótrúlegur: Mikil fækkun í herjum stórveldanna í Evrópu George Bush Bandaríkjafor- seti er talinn hafa unnið mikinn sigur á fundi NATO og Varsjár- bandalagsríkja í Ottawa, en þar var samþykkt veruleg fækkun í herlíði hernaðarbandalaganna í Evrópu. Samþykkt var að Bandaríkjamenn fengju að hafa 30 þúsund fleirí hermenn stað- setta í Evrópu en Sovétmenn. Þrátt fyrir það verður gífurleg fækkun í herliði beggja aðila í Evrópu. Þá var samþykkt á fundinum í Ottawa að komið verði á fót sér- stakri nefnd fjórveldanna, Sovét- ríkjanna, Bandaríkjanna, Breta og Frakka, og þýsku ríkjanna tveggja til að ræða og undirbúa sameiningu Þýskalands. En í þeim efnum er strax komið babb í bátinn þar sem Pólverjar krefjast þess að fá að taka þátt í störfum nefndarinnar, enda hafa þeir í gegnum aldirnar haft slæma reynslu af þýskum herjum. Einnig náðist víðtækt samkomu- lag um „himnaopnun“, en ráðstefn- an í Ottawa var einmitt haldin til þess að ná samkomulagi um eftirlits- ferðir óvopnaðra herflugvéla beggja hernaðarbandalaganna yfir ríki Bandarískur hermaður vísar skriðdreka heim. Hið sama munu þeir sovésku gera. þeirra. Gert er ráð fyrir að embættis- menn gangi frá loftferðasamningum á næstu tveimur vikum. Eins og áður sagði er samkomu- lagið um fækkun hermanna í Evrópu talinn mikill sigur fyrir Bush. Fyrir hálfum mánuði lagði hann fram tilboð um að Bandaríkjamenn og Sovétmenn myndu fækka í herliði sínu þannig að í Mið-Evrópu mættu bæði stórveldin hafa 195 þúsund hermenn, en að auki mættu Banda- ríkjamenn hafa 30 þúsund hermenn staðsetta annars staðar í Evrópu. Þessu tilboði hafnaði Mikhaíl Gor- batsjof nú síðast á föstudaginn og vildi að tala hermanna Bandaríkja- manna og Sovétríkjanna yrði sú sama, annað hvort 195 þúsund eða 225 þúsund. f þessu gáfu Sovétmenn eftir, en rök Bandaríkjamanna voru þau að ef spennuástand skapaðist hefðu Sovétríkin mun betri aðstöðu til að koma liðsauka frá Sovétríkjun- um til annarra hluta Evrópu, þar sem Atlantshafið skilji að Bandarík- in og Evrópu. Sovétmenn þurfa því að fækka í herliði sínu í Evrópu um allt að 405 þúsund hermenn, en Bandaríkja- menn þurfa að kalla heim 90 þúsund hermenn. Stjómvöld í Suður-Afríku: EFNAHAGSSTEFNA AFRÍSKA ÞJÓÐAR- RÁDSINS VONLAUS Ríkisstjórn hvítra í Suður-Afríku réðst harkalega að efnahagsstefnu þeirri sem Afríska þjóðarráðið segist ætla að koma á í Suður-Afríku takist að brjóta stjórn hvítra manna á bak aftur og segir ríkisstjórnin að efnahagsstefnan sé algerlega úrelt. Þróun mála í Austur-Evrópu sanni það. Á sama tíma sagði Nelson Mand- ela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins sem losnaði úr fangelsi á sunnudag- inn eftir 27 ára innilokun, að stofn- anir ríkisins væru réttmæt skotmörk skæruliða samtakanna á meðan hvít- ir menn fara með völd. Nelson Mandela hefur lagt blessun sína yfir efnahagsáætlanir Afríska þjóðar- ráðsins. Það er greinilegt að stjórn hvítra manna ætlar að hamra á öllum þeim veikleikum sem stefna Afríska þjóð- arráðsins hugsanlega hefur, eftir að starfsemi samtakanna hefur verið lögleidd. Hófst áróðursherferðin í fjölmiðlum í gær, en þar er bent á að Afríska þjóðarráðið hyggist þjóð- nýta allar námur landsins, alla banka og öll helstu iðnfyrirtæki. Benda stjórnvöld á að Afríska þjóðarráðið sæki fyrirmyndina að þessari þjóð- nýtingu til kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu, sem nú rambi á barmi gjaldþrots og hafi snúið sér frá þjóðnýtingu og áætlanabúskap yfir í blandað hagkerfi. De Klerk forseti Suður-Afríku sagði einmitt í viðtali í fyrradag að þróun mála í Austur-Evrópu hefði óbeint gert Suður-Afrfkustjóm kleift að leyfa starfsemi Afríska þjóðarráðsins og leysa Mandela úr haldi. Mandela er hins vegar enn herskár, þó hann hafi hvatt blökku- menn að halda stillingu sinni og reyna að koma aðskilnaðarstefnunni fyrir kattarnef án valdbeitingar. Hann sagði í viðtali við BBC að ef með þyrfti ættu skæruliðar Afríska þjóðarráðsins að beita vopnavaldi til að koma ríkisstjórn hvítra frá og sagði að ef til vopnaðra átaka kæmi, þá myndi óneitanlega saklaust fólk falla þegar skæruliðar og stjórnarher hvítra skiptist á skotum. 90 farast á Indlandi Níutíu manns fómst þegar tveggja mánaða gömul Airbus A- 320 farþegaþota í eigu Indian Air- lines fórst í lendingu við flugvöllinn í Bangalore á Indlandi í gærmorg- un. Fimmtíu og sex manns, þar af tveir hvítvoðungar, björguðust úr brennandi flakinu. „Efri hluti þotunnar rifnaði af og limlest lík hmndu úr flakinu. Ég og tveir aðrir náðum átta lifandi mönnum úr brakinu," sagði Law- maiah Reddy, sem var á ferð á vélhjóli sínu á leið til flugvallarins þegar þotan skall til jarðar skammt frá honum. Þeir sem komust lífs af úr flug- slysinu voru fluttir á tvö nærliggj- andi sjúkrahús. Fréttir herma að eldur hafi kom- ið upp í vélinni rétt áður en hún átti að lenda og hún því skollið til jarðar, en ekki er þó enn ljóst hver orsök slyssins er. Einn farþegi er komst lífs af sagðist hafa fundið skjálfta í þot- unni er hún hóf sig á loft í Bombay. Svipaður titringur varð síðar í ferðinni og bað flugstjórinn þá farþegana að spenna beltin. Sami titringur varð síðan rétt fyrir slysið. Kynþattaatökin magnast i Tajik istan: Herlið skýtur á fólk í Dushanbe Sovéskir hermenn hófu skothríð án aðvörunar á óeirðaseggi í Du- shanbe höfuðborg Tajikistan í gær og féllu að minnsta kosti átta manns. Þá hafa hátt á fimmtíu manns fallið í átökum í Tajikistan frá því mót- mæli gegn Armenum hófust þar á laugardag. Þau mótmæli hafa nú beinst gegn yfirráðum Kremlverja yfirleitt. Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovét- ríkjanna boðaði að óeirðir í sovét- lýðveldunum yrðu brotnar á bak aftur af fullri hörku. Sagði hann að setja þyrfti ný lög svo hægt yrði að berja óeirðir sem þessar niður. Lagði hann áherslu á að lögum verði komið yfir undirróðursmenn sem koma óeirðum af stað. „Við verðum að beita öllu afli laganna gegn þessu fólki sem undir fölsku flaggi þjóðemishyggju fær almenning til að berjast fyrir þeirra eigin markmiðum," sagði Gorba- tsjof á fulltrúaþingi Sovétríkjanna í gær. í gærmorgun hafði útvarpið í Du- shanbe skýrt frá því að hermenn á brynvörðum vögnum og skriðdrek- um myndu halda inn í borgina til að fylgja eftir neyðarástandslögum og var fólk beðið um að rýma götumar til að koma í veg fyrir harmleik. Svar óeirðaseggja var að ráðast á verslan- ir, strætisvagna og bíla. Þá hafa hópar ungmenna ráðist á fólk sem ekki eru Tajikar, sérstaklega þó á Rússa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.