Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASfMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Trvggvogölu, g 28822 SAMVINNUBANKINN Í BYGGÐUM LANDSINS A , « i A NORÐ- AUSTURLAND , f \ PÓSTFAX TÍMANS 687691 Mulakaffi ALLTAF 'I LEIÐINNI Q 37737 38737 Tíminn FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1990 Borgarfulltrúar kynna breytingartillögur við fjárhagsáætlun Davíðs og meirihlutans: Framlög til ráðh ússins fari til sami ieys lunnar - Framkvæmdageta borgarinnar umfram skylduverkefni er mjög mikil. Tekjur borgarinnar á föstu verðlagi, -verðlagi fjárhagsáætlunarinnar, hækkuðu milli áranna 1987 og 1988, þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp, um 20% eða um 2,1 milljarð króna. Þrátt fyrir þessa miklu tekjuaukningu hefur borgin sinnt verr en efni standa til ýmsum þáttum í þjónustu og aðhlynningu við íbúa sína á kjörtímabilinu. Þau kynntu breytingartillögur minnihlutafulltrúanna í borgarstjórn. Frá vinstri; Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi framsóknarmanna, Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags, Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalags og Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi Alþýðuflokks. Timamynd Árni Bjama Þetta kom fram á fundi fulltrúa minnihluta borgarstjórnar þegar þeir kynntu breytingartillögur sín- ar við fjárhagsáætlun sjálfstæðis- manna. Breytingartillögurnar verða lagðar fram við síðari um- ræðu um fjárhagsáætlun borgar- innar á fundi borgarstjórnar í kvöld. Breytingartillögur minnihluta- fulltrúanna fela ekki í sér hækkun á fjárhagsáætluninni eða hækkaðar álögur á borgarbúa, heldur er um að ræða tillögur um gjörbreytta forgangsröðun verkefna þar sem fjárveiting til félagslegra þátta og samneyslu borgarbúa er stóraukin. Á móti er gert ráð fyrir að verulega verði dregið úr stórframkvæmdum sem ekki munu nýtast hinum al- menna borgara Reykjavíkur en gleypa lungann af framkvæmdafé borgarinnar. Minnihlutafulltrúarnir bentu á að þegar yfirstandandi kjörtímabil er útrunnið hefur núverandi meiri- hluti notað 2.586 milljónir kr. á verðlagi dagsins í dag í ráðhúsið og veitingahúsið uppi á Öskjuhlíð. í allt annað hafa verið notaðar 2.040 milljónir króna, þar á meðal sjúkrahús, heilsugæslu, íþrótta- og æskulýðsmál, málefni aldraðra, skóla og dagvistarmál. Borgarfull- trúar minnihlutans lögðu áherslu á þann stefnumun sem felst í fjár- hagsáætlun Sjálfstæðismeirihlut- ans og þeirra breytingartillögum. „Það vantar enn margar dagvist- arstofnanir fyrir börn, íbúðir, dval- arheimili og hjúkrunarheimili fyrir aldraða og einnig vantar aðstöðu fyrir æskufólk þrátt fyrir þessar miklu tekjur og þrátt fyrir mikla framkvæmdamöguleika," sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi. Borgarfulltrúarnir bentu á þau ummæli sem Davíð Oddsson borg- arstjóri viðhafði þegar hann kynnti fjárhagsáætlun sína í Höfða á dögunum. Þá sagði hann m.a: „Er nú svo komið að engin höfuðborg á Norðurlöndum, að Kaupmanna- höfn einni undanskilinni, getur boðið foreldrum fleiri dagvistarúr- ræði og jafn skjótvirka þjónustu og Reykjavíkurborg gerir.“ Hann sagði jafnframt að Reykjavík væri því í hreinni forystusveit hvað dagvistun snerti ef litið væri til alls hins vestræna heims. Fulltrúar minnihlutans hafa kannað sannleiksgildi þessara orða borgarstjóra og í ljós hefur komið að fullyrðing hans er ósönn. Hlut- fall barna á forskólaaldri sem kost eiga á heilsdagsvistun er aðeins 14% í Reykjavík. { Þórshöfn er það 28%, Helsinki 34%, í Osló 41% og í Stokkhólmi 60%. Sjálfstæðismenn ráðgera að í lok kjörtímabilsins verði búið að opna fimm ný barnaheimili fyrir rúmlega 500 börn. Hefði hins vegar stefna minnihlutans ráðið hefðu risið 14 ný heimili fyrir um 1400 börn. Þegar núverandi borgarstjórn- armeirihluti náði völdum árið 1981 var biðtími helsta forgangshópsins, barna einstæðra foreldra, rúmir þrír mánuðir. Sá tími er nú um 12 mánuðir. - En hvert ætlar minnihlutinn að sækja það fé sem hann vill nota til að auka þjónustu á sviði dagvistar- mála, öldrunarmála, bættra al- menningssamgangna svo eitthvað sé nefnt? Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi framsóknarmanna benti á að í tillögum borgarfulltrúanna væri lagt til að skera niður áætlað fram- lag til ráðhúsbyggingarinnar um helming. Pað fari úr 520 milljónum á árinu niður í 270 milljónir. Auk þess væri lagt til að breikkun Sætúns yrði frestað og sparaðar 102.500 þús. kr. auk annarra smærri liða. Því fé sem þannig sparaðist yrði varið til félagslegra þarfa. Ýmist væri lagt til að hækka framlög til liða í fjárhagsáætlun meirihlutans eða gerðar tillögur um nýja. Borgarfulltrúarnir skýrðu ein- stakar tillögur sínar. í þeim felst verulegur munur á stefnu minni- hlutans og Sjálfstæðismeirihlutans. Sigrún Magnúsdóttir benti í því sambandi á ályktunartillögu um umferðaröryggismál og um að kannaðar verði nýjar leiðir í al- menningssamgöngum. f umferðaröryggistillögunni er m.a. gert ráð fyrir að sérstök áhersla verði lögð á að lagfæra þekkta slysastaði í borginni; svo- kallaða svarta bletti. Þá eigi að setja upp fleiri gangbrautarljós og gerð verði á þessu ári tvenn undir- göng undir Miklubraut; móts við Rauðagerði og austan Tónabæjar. Einnig verði gert sérstakt átak í að leggja hitaleiðslur í götur og gang- stéttir. I tillögu um að kanna nýjar leiðir í almenningssamgöngum er lagt til að athuguð verði lagning rafknúins lestarkerfis um borgina sem fari bæði um loftbrýr og jarðgöng. Þá eru tillögur um einsetna grunnskóla í borginni og að upp verði tekin heimilisþjónusta við sjúka og aldraða auk heimsending- arþjónustu matar um helgar og á hátíðisdögum en nú er engin slík þjónusta veitt í Reykjavík. Borg- arfulltrúarnir bentu á að sjúkir og aldraðir þyrftu ekki síður á slíkri þjónustu um helgar en virka daga. í tillögum minnihlutans er gert ráð fyrir að útgjöld til þjónustu og framkvæmda í þágu aldraðra, for- skólabama og grunnskólabama verði aukin um 428 milljónir en í heild gera tillögurnar ráð fyrir að útgjöld til félagslegra þátta verði aukin um 550 milljónir. - sá Flateyri: Enn ffalla snjóflóð sem liggur við hlið Skollahvilftar er talin mest hætta á að snjóflóð falli á hús við Ólafstún, en þar hafa fallið þrjú snjóflóð á síðustu dögum. Eins og fram hefur komið féll eitt þeirra alveg niður að húsum við Ólafstún. Á mánudag var norð-vestan átt og slydda, en að sögn Steinars Guð- mundssonar, formanns almanna- vamamefndar, er mest hætta á snjóflóðum í þeirri veðurátt. Frá Eínarí Hardarsyni á Flateyrí Tvö snjóflóð féllu rétt fyrir innan Flateyri í gærmorgun. Vom þetta lítil flóð úr Miðhryggsgili og Litla- hryggsgili, en þau liggja rétt fyrir innan Sólbakka og Sólvelli en þar býr bjargvættur þjóðarinnar, Einar Oddur Kristjánsson. Ekki hefur ver- ið talin stafa vemleg hætta af snjó- flóðum sem falla úr þessum giljum, en þó hafa flóð fallið þétt að Sól- bakka og tekið með útihús. Á mánudaginn sl. var aftur lýst yfir neyðarástandi á Flateyri vegna aðvörunar sem barst frá Veðurstofu. Urðu fjölskyldur sem búa við Ólafs- tún að flytja úr húsum sínum. Þann dag féll snjóflóð úr Skollahvilft sem er fyrir ofan kirkjugarðinn á milli Ólafstúns og Sólvalla. Fólkið fékk að snúa aftur til húsa sinna í fyrra- dag, þriðjudag. Úr Innra-Bæjargili, Tillögu Friðriks var vísað frá í gær var haldinn fundur í banka- ráði Landsbanka íslands þar sem Friðrik Sophusson, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu, bar fram tillögu um að engar vaxtagreiðslur yrðu greiddar til Sambands ís- lenskra samvinnufélaga vegna þess dráttar sem varð á kaupum Lands- bankans á hlut þess í Samvinnu- bankanum. Friðrik hafði óskað sérstaklega eftir fundinum þar sem hann sætti sig ekki við að ákvörðun um að vísa þessu vaxtagreiðslumáli til bankastjórnar var samþykkt á fundi bankaráðsins í síðustu viku að honum fjarstöddum. Borin var fram dagskrártillaga um að vísa tillögu Friðriks frá. Sú dagskártil- laga var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. -EÓ t I- 1 I I » t : -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.