Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 14. febrúar 1990 Fjöldaflutningur sovéskra Gyðinga til ísrael veldur vandkvœðum A nýbyrjuöu ári reikna ísraelsmenn með a.m.k. 100.000 nýjum innflytj- endum frá Sovétríkjun- um. ,Áfýrri helmingi janúarmánaðar komu fleiri „olim“ (innflytjend- ur) en á öllu árínu 1989,“ segir Yitzak Shamir forsœtisráð- herra fagnandi. ísrael, hið fýrírheitna land Gyðinga, á von á meira en 100.000 innflytjendum frá Sovétríkjunum á árínu 1990. Það er hins vegar meira en lasburða efnahagur ríkisins getur ráðið við. Og þessum fjöldainnflutningi fýlgja líka pólitísk vandamál. Der Spiegel fjallar um málið. Vanabundin móttökuat- höfn á flugvellinum í morgunsárið standa þau þreytt, fol og guggin en hamingjusöm und- ir skœrum ljósum í Ben Gurion flughöfninni við Tei Aviv. Karlam- ir standa þama með stríðsorðumar sínar og heiðursviðurkenningar nœldar í jakkakragann og horfa á ísraelsku þjóðlagahópana sem fagna þessu nýkomna fólki með söng og blómum. Móttökuathöfnin er fyrir löngu orðin íost í viðjum vanans, nú orðið koma á hveijum degi sovéskir Gyðingar svo hundr- uðum skiptir til sinna nýju heim- kynna. Þeir koma með flugvélum rúm- enska flugfélagsins Tarom eða hinu ungverska Malév, ferðast með Aeroflot eða lciguflugvélum El Al. Sovéski andófsmaðurinn fyrrver- andi Anatoly Scharansky hefúr þegar gert því skóna að innflytj- endastraumurinn frá Sovétríkjun- um sé fólksflutningar í svo stómm stíl að sögulegur megi teljast. „Mestu flutningar Gyðinga frá því þeir vom reknir frá Spáni 1492,“ segir hann. Margir þeirra yfírgefa gamla landið vegna ótta. Samfara nýlega vakinni þjóðemiskennd hefur Gyð- ingahatur líka aukist í lýðveldum Sovétríkjanna. Stórrússneska fas- istahreyfingin Pamjat kyndir opin- berlega undir Gyðingahatrinu. „Embœttismennimir vom ófœrir um eða vildu ekki blanda sér í mál- ið,“ segir Kogan-Qölskyldan, sem komin er til fyrirheitna landsins frá Kisjinev, höfúðborg Moldavíu, með böm og bum, ásamt púðlu- hundi. „Gijóti var kastað í húsið okkar og það var œpt á eftir okkur „Megi Gyðingamir farast", segja þau.“ Þegar áður en átökin í Kákasus- lýðveldunum blossuðu upp í borg- arastyijöld, óttuðust Gyðingar þar að þjóðemisdeilumar gœtu fengið útrás í árásum á Gyðinga. „Nœstum allir þeir 45.000 Gyðingar sem bú- settir era í Aserbadjan vilja komast þaðan burt,“ segir Natella Bardal- ishwili, sem fyrir rúmum tveim mánuðum fluttist til ísrael frá Bakú ásamt foreldmm sínum. Bandaríkin skelltu í lás en galopnar dyr í ísrael Áður fengu sovéskir Gyðingar ekki leyfi til að yfirgefa lítt elskað land sitt fyrr en eftir áralanga bið, en nú hefúr Gorbatsjov gefið þeim leyfi til að flytjast brott f stórum stil. Á árinu sem leið fengu 71.196 þeirra leyfi til að yfirgefa Sovétrik- in. Á nýbyijuðu ári reikna ísraels- menn með a.m.k. 100.000 nýjum innflytjendum frá Sovétríkjunum. „Á fyrri helmingi janúarmánaðar komu fleiri „olim“ (innflytjendur) en á öllu árinu 1989,“ segir Yitzak Shamir forsœtisráðherra fagnandi. Framtíðarhorfúr í fyrir- heitna landinu em hins vegar síður en svo rósrauðar. Á nýliðnum ámm sóttust fœstir sovésku Gyðinganna eftir því að setjast að í Israel, allt að því 90% þeirra vildu heldur fara til Bandaríkjanna. Það var ekki fyrr en yfirvöld í Bandaríkjunum tóku þá ákvörðun í október sl. að taka að- eins á móti 50.000 sovéskum inn- flytjendum ári, að dœmið snerist við. Nú er það Israel sem sovésku Gyðingamir flykkjast til. Sovésku Gyðingarnir koma fullir bjartsýni til fyrirheitna landsins. Þar er sœlan vegna móttakanna með blómum og tónlist fljótlega á bak og burt. Gleðin vegna endur- fúndanna — meira en helmingur nýju innflytjendanna á fjölskyldu eða vini í ísrael — víkur fljótlega fyrir bláköldum raunvemleikanum. Israelskir embœttismenn leysa yfirleitt flest þau efnalegu vanda- mál sem fylgja því að koma til landsins. Þar sem flestir komumenn vilja ekki dúsa í búðum aðkomu- manna svo mánuðum skiptir, kjósa þeir heldur að fá stuðning í bein- hörðum peningum. Strax á flugvell- inum fá þeir um 36.000 fsl. kr. í reiðufé. Síðan verða þeir sjálfir að sjá um að útvega sér íbúð, þó að greitt sé fyrir leigu, vatn, rafmagn og gas að hluta. Rikið tekið að sér að sjá þeim fyrir sjúkratryggingu og nám- skeiði f hebresku, greiðir fyrir nauðsynlegustu húsmuni, rúmfatn- að og borðbúnað. Það kostar rikið a.m.k. 30.000 dollara að taka á móti hveijum innflytjanda. Kostnaður ísraelska ríkisins vegna innflytjendanna 3 milljarðar í ár Þó að Chaim Herzog forseti fagni innflutningnum sem „hinu mikla undri" verður álagið á efna- hag landsins, sem er bágborinn fyr- ir, óbœrilegt þar sem innflytjenda- straumurinn á þessu ári kemur til með að kosta rikið þijá milljarða dollara. Bara húsnœðisráðuneytið gerir kröfú til þriðjungs þessarar upp- hœðar til að reisa 20.000 íbúður, en hefur enn sem komið er aðeins fengið 80 milljónir dollara. Nú eiga sjóðir gyðinglegra hjáiparstofhana að fylla upp í þetta fjárhagsgat og yfirvöld i Jerúsalem gera sér vonir um að fá lán til viðbótar ffá sjóði í Washington sem œtlaður er til að stuðla að alþjóðlegri þróun. En það er enn meiri skortur á störfúm en íbúðum. Atvinnuleysi í ísrael er yfir 9% og hefur aldrei verið meira. í ofanálag em þar fleiri háskólamenntaðir menn en not em fyrir í ísraelska ríkinu, um 11.000 náttúrufrœðingar og verkfrœðingar og 3000 lœknar. Margir fá ekkert starf 1 samrœmi við menntunina. „Án þess að hafa tryggingu fyrir að fá starf við hœfi verða þeir ný- komnu að flytjast áfram til Banda- ríkjanna, Kanada eða Suður- Afr- íku,“ segir nýborgarinn Alexander Jofle, sem hreppti stöðu stœrð- frœðiprófessors við tœkniháskól- ann í Haifa. Til að byrja með sœtta flestir innflytjendanna sig við nœstum því hvaða starf sem er. Þeir puða í birgðageymslum, vefnaðarverk- smiðjum og í byggingavinnu. Nú þegar hefúr Uriel Lin þingmaður vakið máls á því að það œtti að ráða „olim“ og aðra ísraelska atvinnu- Ieysingja í staðinn fyrir þá um 100.000 arabisku verkamenn frá hemumdu svœðunum sem starfa í ísrael. En verst launuðu störfin vill varla nokkur ísraeli vinna. Ekki allir ísraelar jafn- ánœgðir með þessa fólks- fjölguní landinu Fyrsta orðið sem nýborgaramir verða að lœra er oftast „sawlanut" - - þolinmœði. Þolinmœði er bráð- nauðsynleg vegna þess að innflutn- ingurinn krefst margra tuga heim- sókna á opinberar skrifstofúr. Skriffœðið í landinu segja andvarp- andi margir þessara nýju ísraelsku borgara vera rétt eins og f Sovét- rikjunum. Það era ekki allir ísraelar jafn- sœlir með þennan straum nýrra landa sinna. Sérstaklega fmnst fá- tœkum austurlenskum Gyðingum sér mismunað. Þeir segja að meira knýjandi sé að fella þá inn í þjóðfé- lagið „eftir 40 ára þjáningar" en að veita sovésku nýborgumnum for- réttindi. Einn formœlandi þeirra, Jemin Suissa úr fátœkrahverfinu Katamon í Jerúsalem, leitaði liðsinnis Gor- batsjovs í svohljóðandi símskeyti: „Leyfðu Gyðingunum ekki að fara“. Aðrir sem vilja ekki sitja að- gerðalausir hvetja til uppreisnar í þjóðfélaginu í stíl við „intifada" Ar- aba. „Það gœti leitt til sprengingar í þjóðfélaginu,“ segir verkalýðsfor- ingi einn. „Við þörfnumst stórs ísraels fyrír alla þessa nýju innflytjendur" Hörkutólið Shamir forsœtisráð- herra spáir því áhyggjulaus að „Nú verður allt betra, stœrra, sterkara. Við þörfnumst stórs ísraels fyrir þessa fjölmörgu nýju innflytjend- ur.“ Þessi ummœli komu arabisku nágrönnunum í uppnám svo og yf- irvöldum í Washington. Þar lýsti talsmaður utanrikisráðuneytisins því yfir að af þeim þrem milljörð- um dollara sem Bandaríkin veita Israelsmönnum í aðstoð árlega, skuli ekki veita einn einasta til landnáms á hersetnu svœðunum. En það er ekki heldur nauðsyn- legt, því að þar styðja öfgasinnuðu trúarsamtökin „Hópur hinna tryggu" (Gusch Emunim) aðflutn- ing nýrra innflytjenda. Til að styrkja sitt eigið þjóðrembutilkall til svœðisins œtla þeir að byggja 2500 landnemaþorp til viðbótar við þau sem fyrir em á vesturbakka Jórdans fyrir mitt þetta ár. Síðan eiga 45.000 sovéskir Gyðingar að taka upp búsetu þar og þar með gera Gyðingabyggð þar að pólitísk- um raunveruleika. „Fjöldainnflutningur kemur í veg fyrir að við hörfúm frá svœðun- um,“ segir öfgasinnaði þingmaður- inn Geula Cohen sigri hrósandi. Shamir forsœtisráðherra fagnar hinum fjölmörgu innflytjendum frá Sovétríkjunum og er hér á tali við einn þeirra, sem ekki hefur enn fundið sér vinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.