Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728123
    45678910

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Hans Jörgensson: Aldraðir hafðir að féþúfu? Svar við ásökunum í garð Samtaka aldraðra í grein með þessari fyrirsögn í Tímanum 31. janúar 1990. Haft er eftir Marís Haraldssyni, Dalbraut 20, nokkur athyglisverð ummæli um meint svik frá Samtökum aldraðra sem mér þykja furðuleg og hefði ekki trúað að óreyndu að kæmu þaðan. Marís segir: „Samtök aldraðra seldu okkur þessar íbúðir með loforði um fullkomna þjónustu, en síðar kom í Ijós að borgaryfirvöld höfðu ekki lofað neinu slíku.“ unnar hafði þau áhrif að fólkið neitaði að sækja annað til þjónust- unnar, sagðist ekki sækja þangað sem annars flokks einstaklingar eða aldraðir þurfalingar. Þar með var farið að gera ráð- stafanir um meiri nýtingu á eigin húsrými, eða til fleiri nota en sem borðsali. Ég skildi þessa afstöðu fólksins mjög vel og hef reynt með aðstoð samtakanna að styðja þær fram- kvæmdir sem gerðar hafa verið í því máli, t.d. með lítils háttar fjárframlögum. Matur hefur verið til staðar frá þjónustumiðstöðinni undir eins og fólkið flutti inn og pantanir fóru að berast. Og Marís heldur áfram: „Þetta er allt að komast í lag núna, en það er ekki samtökunum að þakka.“ Þarna er átt við tengibyggingu milli húsanna, sem nú er í smíðum og verður síðar aðalþjónustumið- stöð fyrir húsin Dalbraut 18 og 20. í upphafi var gert ráð fyrir því að e.t.v. yrði byggður samkomusalur eða a.m.k. gangur sem tengdi hús- in saman, þess vegna voru borðsal- irnir látnir standast á sem möguleg- ur gegnumgangur milli húsanna ef af þessu yrði og útihurðir hvor á móti annarri. Frá því fyrsta að ágreiningur og óánægja komu fram viðkomandi þjónustumiðstöðinni og hafist var handa við að nýta eins og hægt var eigið húsnæði, þá kom fram hug- myndin um þessa tengibyggingu. Ég gekkst í það, í samráði við stjórn húsfélagsins, að fá arkitekt- ana sem teiknuðu húsin til að teikna þessa viðbót og gera kostn- aðaráætlun til að leggja fyrir borg- aryfirvöld. Þetta leystu arkitekt- arnir vel af hendi og teiknuðu mjög smekklega tengibyggingu. Hverjum sérstaklega ber að þakka að borgin samþykkti að byggja þetta vil ég ekki fullyrða um, þó að Marís vilji þakka sér það. Ég hef fylgst mjög vel með þessu máli frá upphafi og ég mundi þakka þennan árangur fyrst og fremst skilningi borgarstjóra og Þetta er harkaleg ásökun á borg- aryfirvöld að þau úthluti lóð undir þjónustuíbúðir fyrir aldraða og þar sé ekki gert ráð fyrir neinni þjón- ustuaðstöðu. Þetta sjá allir, sem fylgst hafa með störfum „bygginga- nefndar aldraðra" sem starfar á vegum borgarinnar, að þessi full- yrðing er fjarstæða. Þegar okkur var úthlutað þessari lóð með áætlaðri þjónustumiðstöð að Dalbraut 27 var þetta talinn allgóður kostur. Reyndar var sá ljóður á að vegna þrengsla yrðum við að sækja hluta þjónustunnar að Norðurbrún, svo sem föndur og félagsaðstöðu (spil og skemmti- samkomur) en Norðurbrún 1 er um 10 mínútna gangur frá Dal- brautinni. Frá þessu var kaupendum sagt strax í upphafi og engum, hvorki kaupendum né öðrum, kom til hugar að þetta gæti ekki orðið viðunandi lausn á þessum þjón- ustumálum. Strax eftir að fólkið var flutt í fyrra húsið, Dalbraut 20, fara hjón ein að kynna sér þjónustuna og m.a. spurðu þau um búðina sem þarna er starfrækt, hvar hún væri til húsa og hvenær hún væri opin. Sá sem varð fyrir svörum sagði þeim að þau fengju mjög takmark- aðan aðgang að því sem þarna væri til staðar og fengju t.d. ekki að versla í þessari búð. Þetta kom okkur óneitanlega undarlega fyrir sjónir en það var greinilegt að ráðamenn þarna hræddust einhvers konar innrás og höfðu hugsað sér að takmarka aðgang þessa aðkomufólks, a.m.k. fyrst um sinn. Ég brá strax við og fór, ásamt Marís, að tala við forstöðukonuna. Hún tók okkur vel og taldi að flest af því sem þjónustumiðstöðin hefði upp á að bjóða stæði okkur til boða, nema það sem um væri talað að við yrðum að sækja að Norður- brún 1, en samt taldi hún ekki mögulegt að þetta fólk fengi að nýta sér læknaviðtalið í þjónust- unni. Þessi afstaða til læknaþjónust- AMagrandi 40, síðasti byggingaráfangi Samtaka aldraðra. byggingarnefnd aldraðra eða a.m.k. hluta hennar á nauðsyn úrbóta vegna breyttra viðhorfa, því að ég veit að frá byggingar- nefndinni kom mikill og ákveðinn stuðningur við það að leysa þetta mál á farsælan hátt með þessari tengibyggingu, gera þarna góðan hlut til úrbóta. Og f.h. samtaka aldraðra færi ég þeim sem studdu þessa lausn kærar þakkir. „Óvart 300 þúsund kr. auka- lega,“ hefur blaðamaðurinn eftir Marís. Þegar verið var að undirbúa byggingarnar við Dalbraut var talið mjög líklegt að framlag fengist úr Framkvæmdasjóði aldraðra til greiðslu á nauðsynlegu þjónustu- rými, svo sem húsvarðaríbúð og borðsölum, sem þarna yrði að vera. En þar sem þetta var ekki alveg öruggt var eftirfarandi grein sett inn í kaupsamning fólksins, svo að ekkert kæmi á óvart ef þetta brygðist: „Áætlað kostnaðarverð íbúðar- innar er kr. xxxxxx og er þá miðað við að framlag fáist úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra til sameign- ar hússins sem svarar til kr. 200.000 á íbúð. Verði um hærra framlag að ræða lækkar verð íbúðarinnar um tilsvarandi fjárhæð en fáist framlag ekki hækkar verð hennar sem þessu nemur." Þetta framlag fékkst ekki áður en íbúðirnar voru gerðar upp, en það kom engum á óvart hvernig útkoman varð, úr því framlagið fékkst ekki. Við uppgjör koin byggingavísi- talan á þessa greiðslu eins og aðrar. Nú eru íbúar Dalbrautar aftur á móti búnir að fá úr Fram- kvæmdasjóðnum kr. tvær milljónir og Marís verið afhentar þær til endurgreiðslu á hluta þessarar „óvart greiðslu" til íbúanna. Hvers vegna minnist hann ekki á það? Þetta eru nú aðalatriðin sem ég tel mig þurfa að svara af dylgjum og óvönduðum málflutningi Marís- ar í þessari blaðagrein. En vegna stóryrða um svik og pretti finnst mér ég þurfa að segja með nokkr- um orðum hvernig þessi bygg- ingamál okkar hafa gengið fyrir sig. Fyrsti byggingaráfangi okkar var við Akraland 1 og 3. Tæknideild húsnæðisstjórnar teiknaði þau hús og sá um allan undirbúning, út- reikning og verklýsingu til útboðs og reyndist okkur í.alla staði mikil hjálparhella í sambandi við þær framkvæmdir. Verkið var svo boðið út og tekið lægsta tilboði en það reyndist 2,5% hærra en útreikningur tæknideild- arinnar. (Kannski hafa verktakar ckki talið það fýsilegt að byggja fyrir svo eignalaust félag sem við vorum.) Síðan hafa svo allarokkar byggingar verið gerðar í samvinnu við Ármannsfell hf. og ein ástæðan fyrir því var og er sú að þeir hafa getað lánað okkur fyrst fyrir lóðar- gjaldinu, sem við greiðum eins og aðrir við lóðaúthlutun. Fyrir síð- ustu byggingu okkar að Aflagranda 40 var þetta gjald rúmar 11 milljón- ir. Og einnig hafa þeir séð um greiðslu til arkitekta fyrir að teikna húsin, gert verðútreikningog verk- lýsingu og annað sem að undirbún- ingi lýtur. Greiðslu fyrir þetta má telja að nokkru sem áhættufé, sem greiðast á með fyrstu greiðslum kaupenda, því að það getur dregist að íbúðir seljist. Þeir hafa einnig útvegað banka- lán, að vissri upphæð, til þeirra sem þurft hafa á láni að halda meðan á byggingu stendur til að geta staðið í skilum samkvæmt samningi. Ég veit að verðáætlanir þeirra hafa verið svolítið hærri en verð- útreikningur tæknideildarinnar, en ég legg líka mikið upp úr því að vera öruggur um að bæði verð og áætlaðurafhendingartímistandist. Ég vil taka það fram að mér hefur reynst samstarfið með Ár- mannsfelli vel. Og þegar á heildina er litið tel ég að við höfum ekki tapað á viðskiptunum. IIHHIBU.I: LEIKLIST IIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^^ Leikfélag Akureyrar: Heill sé þér, þorskur Höfundur: Guðrún Ásmundsdóttir Leikstjóri: Viðar Eggertsson Lýsing: Ingvar Björnsson Leikm. og bún.: Anna G. Torfadóttir Söngstjóri: Ingólfur Jónsson Dansahöfundur: Lára Stefánsdóttir Nýtt íslenskt leikverk eftir Guð- rúnu Ásmundsdóttur verður frum- sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar laug- ardaginn 10. febrúar. Leikverkið heitir „Heill sé þér, þorskur" og er texti þess annars vegar unninn upp úr smásögu Jóns Árnasonar „Tíð- indalaust í kirkjugarðinum" og hins vegar fjölda ljóða, sönglaga og dæg- urlaga um sjómenn og sjómennsku. Um er að ræða ljóð og lög eftir 30 frumsýning 10. februar höfunda, allt frá Hallgrími Péturs- syni til Bubba Morthens. „Heill sé þér, þorskur11 er gaman- verk með alvarlegu ívafi. Það fjallar í stórum dráttum um sjómenn og sjómennsku og margir gamlir og nýir sjómannaslagarar eru kyrjaðir. Aðalpersóna verksins er gamall sjó- rnaður sem er að smíða sér grafhýsi í kirkjugarðinum í Reykjavík. Draumur hans er að hafa grafhýsið stærra en grafhýsi útgerðarmanns- ins. Verkið gerist í kirkjugarðinum og gamli maðurinn rifjar upp gamla tíð með gestum sem heimsækja hann í ýmsum erindagjörðum. Gestum sem eru bæði þessa heims og annars. Saman magna fólk og verur með tali og tónum ósvikna sjómanna- stemmningu. Persónur sem koma við sögu í sýningunni eru fjölmargar og skipta tíu leikarar hlutverkum þeirra með sér. Þeir eru Árni Tryggvason, sem leikur gamla sjómanninn, og aðrir leikendur eru: Þráinn Karlsson, Sig- urþór Albert Heimisson, Steinunn Ólafsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson, Guðrún Þ. Stephensen, Sóley Elíasdóttir, Jón Stefán Kristjánsson og Lára Stefánsdóttir ballettdansari. Þá taka tveir hljóðfæraleikarar þátt í sýning- unni, þeir lngólfur Jónsson sem leikur á píanó og harmónikku og Haraldur Davíðsson sem leikur á gítar. „Heill sé þér, þorskur" var upp- haflega samið sem bókmennta- og tónlistardagskrá fyrir ncmendur í Lciklistarskóla íslands og var verkið flutt í þeim búningi í Norræna húsinu fyrir um áratug. Guðrún hefur nú endurunnið verkið frá grunni fyrir Leikfélag Akureyrar og var það því frumsýnt í nýjum og skemmtilegum búningi. HIÁ - Akureyri Heill sé þér þorskur! Margrét Kristín Pétursdóttir í hlut- verki Möggu frystihússtelpu, og Árni Tryggvason í hlutverki Eiríks, gamla sjómannsins sem er að byggja sér heljarmikið grafhýsi í kirkjugarð- inum.

x

Tíminn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8459
Tungumál:
Árgangar:
79
Fjöldi tölublaða/hefta:
17873
Gefið út:
1917-1996
Myndað til:
28.08.1996
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 32. Tölublað (15.02.1990)
https://timarit.is/issue/280765

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. Tölublað (15.02.1990)

Aðgerðir: