Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 5 Naflaskoðun ráðuneytanna númer tvö, frá því að Ijárlög voru kynnt, er lokið. Málið kynnt fyrir þingflokkum í gær: 915 M. KRÓNA NIDUR- SKURÐUR í 50 LIDUM Tillögur ríkisstjórnarinnar um niðurskurð á fjárlögum ríkissjóðs til að mæta auknum halla í kjölfar kjarasamning- anna voru teknar til umfjöllunar í fjárveitinganefnd í gær. Síðdegis var niðurskurðarplaggið kynnt í þingflokkum stjórn- arflokkanna, en þar er gert ráð fyrir að fjárframlög verði skorin niður á rúmlega fimmtíu liðum fjárlaganna. Þetta er í annað skipti sem gripið er til róttæks niðurskurðar frá því að fjármálaráðherra kynnti frumvarpið í haust, en alls hafa útgjöld ríkisins á fjárlögum verið lækkuð um þrjá milljarða frá samþykkt frumvarpsins. milljóna króna niðurskurð, en af þeim eru 50 milljónir sem skornar eru af fjárveitingu til endurbóta á Bessastöðum og 20 milljónir eru teknar af rekstrarfé Alþingis. Niður- skurður innan menntamálaráðu- neytisins nemur rúmlega 120 millj- ónum samkvæmt tillögunum. Fram- lag til Háskólans á Akureyri lækkar úr 20 milljónum í 15, rannsóknar- Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra kynnti tillögur um niðurskurð upp á 1.300 milljónir fyrir nimri viku. Niðurstaðan er hins vegar sparnaðartillögur frá ráðherr- um ríkisstjórnarinnar upp á 915 milljónir og hugmyndir um lántökur innanlands allt að 200 milljónum króna. Yfirstjórn ríkisins tekur á sig 70 sjóður tekur á sig tíu milljóna króna skerðingu og framlög til bygginga framhaldsskóla eiga að lækka um 30 milljónir. Gert er ráð fyrir að fram- lög til héraðsskóla lækki um tíu milljónir og framlög til íþróttafélaga um sömu upphæð. Ekki er gert ráð fyrir skerðingu á framlögum til endurbóta á Þjóðleikhúsinu, en upp- gjör til sveitarfélaganna á þessu ári lækka um 10%, eða 30 milljónir króna. Félagsmálaráðuneytið tekur á sig 100 milljóna króna skerðingu á fram- lagi til Byggingarsjóðs ríkisins, en samkvæmt heimildum Tímans er samkomulag um það innan ríkis- stjórnarinnar að skerða ekki fé til Framkvæmdasjóðs bygginga fyrir fatlaða og mun ráðherra hafa heim- ild til að fjármagna slíkar fram- kvæmdir með innlendu lánsfé ef til þess kemur. Ráðuneyti landbúnaðarmála tek- ur á sig 28 milljón króna skerðingu. Þar af eru framlög til Framleiðni- sjóðs og jarðræktar og búfjárræktar sem munu lækka um tíu milljónir á hvorn lið, eða tuttugu milljónir króna samtals. Eins og komið hefur fram var ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar um hve mikla skerðingu Samgöngu- ráðuneytið skyldi taka á sig. Sam- kvæmt þessum tillögum sem nú hef- ur náðst samstaða innan stjórnarinn- ar um er gert ráð fyrir að útgjöld til vegamála lækki um 70 milljónir, Skipaútgerð ríkisins verði gert að skera niður um fimm milljónir, hafn- arframkvæmdir verða skornar niður um 30 milljónir, en annar niður- skurður á vegum ráðuneytisins nem- ur fjórum milljónum. Utanríkisráðuneytið sker niður um fimm milljónir, Sjávarútvegs- ráðuneytið um átta milljónir, Iðnað- arráðuneytið um tuttugu milljónir, Fjárlaga- og hagsýsiustofnun um tvær milljónir og niðurskurður á vegum fjármálaráðuneytisins nemur 90 milljónum, en það fé er aðallega tekið af framkvæmdalið. Langstærsti liðurinn í niðurskurði heilbrigðis- og tryggingarmálaráðu- neytisins er framlag til atvinnuleysis- tryggingarsjóðs, sem lækkar úr 1.300 milljónum króna í 1.100 milljónir. Þá er lagt til að stofnkostnaður við Borgarspítalann lækki um tíu millj- ónir, viðhald sjúkrahúsa og fjárveit- ing til tækjakaupa á sjúkrahúsum lækkar um sömu upphæð. Bygging- arframkvæmdir annarra sjúkrahúsa lækka samtals um 17 milljónir króna og fjárveiting til framkvæmdasjóðs aldraðra lækkar um 15 milljónir. -ÁG Shirley Temple Black, sendi- herra Bandaríkjanna í Tékkóslóv- akíu og fyrrverandi bamastjarna, kemur til íslands næstkomandi laugardag. Sendiherrann kemur hingað með Václav Havel, forseta Tékkóslóvakíu, en hann kemur hingað sem kunnugt er til að vera viðstaddur hátíðarsýningu á leik- verki sínu, Endurbyggingunni. Shirley Temple Black er ekki í fylgdarliði Havels, en kemur hing- að í sömu flugvél og forsetinn. Þau fara síðan saman vestur um haf á sunnudagsmorguninn. Talið er að frú Temple ætli að bregða sér í Þjóðleikhúsið og horfa á Endur- bygginguna með Havel. -EÓ HSI kynnt hand- boltahöllin í gær Forráðamenn Handknattleiks- sambands fslands áttu fund með bæjarstjóra Kópavogs og formanni Breiðabliks í gær þar sem formlega voru kynntar hugmyndir um bygg- ingu skólamannvirkis og fjölnota íþróttahúss sem nýta mætti fyrir Heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik árið 1995 hér á landi. Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSÍ sagði í samtali við Tímann í gær að HSÍ litist mjög vel á hugmyndir Kópavogsbúa og teldu þær uppfylla allar kröfur Alþjóða handknattleiks- sambandsins. Sagðist Jón Hjaltalín vona að niðurstaða myndi fást í þessu mál á allra næstu dögum þannig að HSÍ gæti gefið svör varð- andi heimsmeistarakeppnina 1995 í keppninni sem hefst í Tékkóslóvak- íu í lok mánaðarins. Stjórn Kópavogsbæjar mun fljót- Utanríkisráðherrar Nató og Varsjárbandalagsins hittust í fyrsta skipti á sameiginlegum fundi um opna lofthelgi: Stuðningur við hugmynd ina um afvopnun á höfum Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði á fundi utanrík- isráðherra Atiantshafsbandalagsins Mg Varsjárbandalagsins í Ottawa í Kanada að ekki gengi til lengdar að höfin ein stæðu utan við allar af- vopnunartiiraunir. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra íslands, ítrekaði á fundinum fyrri afstöðu íslendinga um nauðsyn af- vopnunar á höfunum. Engin endanleg niðurstaða varð um sjálft fundarefnið, þ.e. opnun lofthelgi. Málið verður næst rætt á fundi í Búdapest í maí næstkomandi. Jón Baldvin sagði í samtali við Tímann að ljóst væri að samningar um opna lofthelgi muni að öllum líkindum takast. Á fundi utanríkisráðherra stór- veldanna, Bakers og Sévardnadzes, náðist samkomulag um fækkun í herliði ríkjanna í Evrópu utan landa- mæra þeirra. Bandaríkjamenn munu hafa 225.000 hermenn í Evr- ópu og Sovétmenn 195.000. Bæði ríkin munu hafa 195.000 hermenn á skilgreindu svæði í Mið-Evrópu. Samkomulag náðist milli fjórveld- anna svokölluðu, þ.e. sigurvegar- anna í seinni heimsstyrjöldinni og þýsku ríkjanna um að taka upp formlegar viðræður um þá þætti sameiningar Þýskalands er varðar ytri mörk þess og kunna að hafa áhrif á öryggismál annarra ríkja í Evrópu. Jón Baldvin sagði að þar með væri kominn skriður á formleg- ar viðræður um sameiningu þýsku ríkjanna og reikna mætti með að sameinað Þýskaland verði orðið staðreynd fáum vikum eftir kosning- arnar í A-Þýskalandi. Á fundinum staðfestu allir utan- ríkisráðherrarnir með sameiginlegri viljayfirlýsingu að ríkisstjórnir þess- ara 22 landa væru staðráðnar í því að ljúka afvopnunarsamningunum í Vín fyrir áformaðan leiðtogafund Gorbatsjovs og Bush í júní næst- komandi. Jón Baldvin sagði að ekki væri reiknað með að öllum þáttum samninganna yrði lokið í júní, en ákveðið var að leiðtogamir undirrit- uðu og staðfestu með formlegum hætti þann hluta samningsins sem þá verður búið að ná samkomulagi um. Jón Baldvin sagði að það hefði Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra. þótt nokkrum tíðindum sæta í upp- hafi fundarins þegar Sévardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, vék að afvopnun í höfunum í fram- haldi af umræðum um opna loft- helgi. Ráðherrann sagði það ekki ganga til lengdar að höfin væru ein utan við allar afvopnunartilraunir. Hann varpaði síðan fram þeirri hug- mynd hvort ekki væri rétt að koma á svipuðu fyrirkomulagi varðandi höfin og geiminn eins og verið er að ræða um í sambandi við opna loft- helgi. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna hafnaði alfarið þessari hugmynd. Jón Baldvin tók hins vegar undir hugmynd sovéska utanríkisráðherr- ans í framsöguræðu sinni á fundinum og ítrekaði það sem hann hefur áður sagt um takmörkun vígbúnaðar á höfunum „Opnun á lofthelgi þýðir fyrst og fremst að verið er að semja um gagnkvæmt eftirlitskerfi með flugi. Að því er varðar höfin þurfum við fyrst að semja um efnisatriði, traust- vekjandi aðgerðir og afvopnun. Því næst verður að snúa sér að erfiðasta þætti málsins sem er eftirlit með samningnum. En það verður að byrja á að semja um afvopnun á höfunum áður en kemur að því að semja um eftirlit með samkomulag- inu,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði umræðu um afvopnun á höfunum vera að aukast meðal ráðamanna austan hafs og vestan og búast mætti við að hugmyndin yrði enn frekar rædd á næstunni. _EÓ lega funda með ríkisstjórninni um þetta mál, en ef af verður mun kostnaðurinn við bygginguna skipt- ast á milli Kópavogsbæjar og ríkis- ins. „Að loknum þeim fundi munum við væntanlega fá formlegt tilboð um að Kópavogur verði aðalkeppn- isstaður heimsmeistarakeppninnar á íslandi 1995,“ sagði Jón Hjaltalín. Spurður um hvort Reykjavík væri ekki með þessu búin að missa af möguleikanum á að halda keppnina sagði Jón Hjaltalín: „Þegar sótt var um keppnina og ljóst var að slíkt húsnæði þyrfti að vera fyrir hendi var leitað til Reykjavíkurborgar og borgarstjórinn samþykkti að við myndum gera tillögu að slíku húsi við hlið Laugardalshallarinnar án frekari skuldbindinga. Við lögðum fram hugmyndir að fjölnota sýning- arhúsi en við höfum ekki fengið nein formieg viðbrögð frá Reykjavíkur- borg um áhuga þeirra á þessu máli. “ „Ef Kópavogsbúar hafa áhuga á að byggja stórt íþróttahús, þá gera þeir það bara. Um það er ekkert nema gott að segja,“ sagði Júlíus Hafstein, form. íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, þegar hann var spurður hvernig honum litist á þá hugmynd að byggja stóra íþrótta- höll í Kópavogi. Júlíus var spurður af hverju hug- myndum stjórnar HSÍ um nýja íþróttahöll í Laugardal hefði aldrei verið svarað. „Handknattleikssamband fslands ætlar sér ekki að byggja neitt hús. Það er ekki Handknattleikssam- bandsins að ræða við Reykjavíkur- borg um byggingu stórs húss. Það hlýtur að vera þeirra sem lofuðu að byggja þetta hús. Handknattleiks- sambandið er bara íþróttasamband sem stjórnar íþróttakeppnum en byggir ekki 500-1000 milljón króna íþróttahús." Hefur ríkisvaldið eitthvað rætt við Reykjavíkurborg um málið? „Ekki svo ég viti.“ Hefur þessi ákvörðun Kópavogs- bæjar einhver áhrif á fyrirhugaðar framkvæmdir í Laugardal? „Nei, það verður haldið áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja í Laugardalnum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær það verður gert,“ sagði Júlíus. - SSH/EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.