Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 14. febrúar 1990 Fimmtudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 11 . , r Aflakaupa- banka ýtt úr vör með kaupum tindabikkju Aflakaupabanki tók til starfa um síð- ustu áramót, en tilgangurinn með honum er að reyna að nýta vannýttar fisktegund- ir, sem slæðast með um borð og bjóða skipum upp á örugga og einfalda leið til að losna við fisk sem lítið veiðist af og ekki þarf að pakka í dýrar umbúðir. Hér er einkum um að ræða fisktegundir sem til þessa hefur ekki verið talið hagkvæmt að hirða og má í því sambandi m.a. nefna tegundir eins og tindabikkju, skrápflúru, öfugkjöftu, gulllax, keilu og háf. Fyrstu tonnin eru þegar farin að berast í bankann og vinnsla á tindabikkju hefst í næstu viku. Áætlað er að bankinn verði starfræktur í þeirri mynd sem hann nú er í þrjú til fjögur ár og ef reynslan sýnir að bankinn getur staðið undir sér, er gert ráð fyrir að aðrir taki bankann yfir þegar brautin hefur verið rudd. Verkefnísstjóri aflakaupabanka er Einar Þór Bjarnason, hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, en Rannsókna- stofnunin hefur umsjón með starfsemi bankans. Að sögn Einars Þórs hófst undirbúningur að stofnun bankans í nóvember og hófst starfsemin síðan um áramót, eða þegar fyrstu skipin fóru út. „Þannig að þetta er rétt að skríða af stað,“ sagði Einar Þór í samtali við Tímann. Aðspurður hvort búið væri að taka á móti miklu magni af fiski, sagði hann svo væri ekki og að þeir væru að þreifa sig áfram. „Við höfum í fyrstu einungis samstarf við mjög fá frystiskip, þá hér á suðvesturhorninu," sagði Einar Þór. í framtíðinni er ætlunin að fá öll frystiskipin sem eru um 25 talsins til að leggja inn afla í bankann. I fyrstu er eingöngu um að ræða fisk frá frystiskipum, en ef reynslan af starf- semi bankans verður góð má gera ráð fyrir að starfsemi hans verði útfærð fyrir önnur skip og báta. Aðdragandinn að stofnun aflakaupa- bankans er sá, að mjög hefur verið gagnrýnt hversu mikið af fiski fer ónýtt fyrir borð hjá frystitogurum. Þegar málið var skoðað nánar kom í ljós að frysti- togarar eru eins misjafnir og þeir eru margir, en á sumum frystitogurum er allur sá fiskur hirtur sem menn telja sig geta selt, en á öðrum er öllu hent sem ekki telst til hefðbundinna fisktegunda. Á það hefur verið bent að einfaldlega sé ekki hægt fyrir einn einstakan aðila með takmarkað magn af hverri tegund, af því sem kalla mætti aukaafla, að standa í því að reyna að selja fiskinn. Það var því að tilhlutan Aflanýtingarnefndar sjávarút- vegsráðuneytisins að aflakaupabankan- um var komið á fót. Með þessu vinnst að skipin geta gengið að því vísu að losna við allan fisk strax á ákveðnu verði og fá greiðslur fljótt og vel. Aflakaupabank- inn myndi síðan safna saman fiski af öllum frystitogurum og þar með hafa úr miklu magni að spila til að standa undir Eftir Agnar Óskarsson sölu- og vinnslukostnaði. Mikið affiskin- um má heilfrysta og þíða upp í landi og vinna. Til þess að slíkar aðgerðir séu hagkvæmar þarf að vera um nokkurt magn að ræða. Þá væri einnig möguleiki með aflakaupabanka að bíða með að selja afurðirnar þar til verð væri hagstætt. Nú eru fimm frystiskip í samstarfi við aflakaupabankann, en þar sem þau eru sum hver rétt að skríða inn úr fyrsta túrnum eftir áramót, er aflamagnið ekki ennþá búið að ná tveggja stafa tölu í tonnum talið. Búast má við að búið verði að fylla fyrsta tuginn í næstu viku. Bankinn mun starfa þannig að fast verð verður greitt fyrir aflann, en hugsanlegt er að borguð verði verðuppbót eftir að búið er að greiða allan kostnað af vinnslunni. Ekki er ætlunin að letja menn til að selja fiskinn sjálfir, ef þeir finna markað jiar sem betra verð fæst Markmiðið er að bjóða sjómönnum tryggan markað fyrir fiskinn sem hvetur þá til að safna honum saman þannig að þeir þurfi ekki að óttast að sitja uppi með fiskinn ef hann er hirtur. Um peningahliðina og heildarmagnið sem veiðist á ári er erfitt að gera sér grein fyrir að sögn Einars Þórs. „Ef við gefum Einar Þór Bjarnason verkefnisstjóri Aflabankans sést hér með eina blokk af skrápflúru, en starfsemi bankans er þessa dagana að komast á skrið. okkur að hver togari veiði um 50 til 60 tonn af fiski sem hann nýtir ekki á ári og að bankinn greiði um 15 kr. fyrir hvert kíló, eru tekjur togarans um 750 til 900 þúsund á ári. Ef haldið er áfram að leika sér með tölur og reiknað er með að bankinn geti unnið og selt þetta magn fyrir 50 til 60 krónur í skilaverð, þá skipa tuttugu togarar þúsund til tólfhundruð tonnum upp samtals á ári, sem gefa af sér 50 til 70 milljónir króna,“ sagði Einar Þór. Fyrsta salan til bankans var um miðjan janúar, um 600 kíló af tindabikkju. Aðrar tegundir sem líklegt er að eigi eftir að skila sér inn, eru flatfisktegundir eins og öfugkjafta og skrápflúra, og tegundir eins og gulllax, háfur og keila. „Það er óvíst hvort tegundir sem þessar komi upp í það miklu magni að hægt sé að hirða þær yfir höfuð," sagði Einar Þór. Enn sem komið er virðist tindabikkja slæðast mest með, en hins vegar fer það einnig eftir árstíma og hvar er verið að veiðum, hvaða tegundir koma upp. „Hingað til hefur ekki borist nægjanlegt magn að landi til að hægt sé að gera markaðs- eða vinnslukönnun. Okkar hugmynd er sú, t.d. með tindabikkjuna, að ef við fáum hana í nægjanlegu magni til að geta unnið hana og jafnframt leitað markaða, þá sé hugsanlega hægt að koma upp einhverri hefð með að vinna og veiða. Hlutverk bankans er einnig það að vera sá aðili sem safnað getur að sér aðföngum frá mörgum stöðum, þann- ig að fiskurinn safnist á einn stað þar sem vinnsla færi fram,“ sagði Einar Þór. Ætlunin er að bankinn starfi í þrjú til fjögur ár. Á þeim tíma ætti hann að vera búinn að ryðja leiðir fyrir einhverjar nýjar tegundir og hagsmunaaðilar, hvort sem það eru útgerðarmenn, sjómenn eða söluaðilar, sjái sér hag í því að yfirtaka rekstur bankans og fara að vinna að þessum málum sjálfir. Eins og áður sagði er hugmyndin að greitt sé fast verð fyrir allan aflann, meðan verið er að koma bankanum af stað. Hann fær ákveðið áhættufé, til að byrja kaupin af togurunum og til rann- sókna, en hann á síðan að standa undir sér með fisksölu. Um söluhorfurnar sagði Einar Þór að þær ættu að vera góðar og hvað magnið varðaði, þá gæfi það til kynna að horfa yrði til erlendra markaða. „Þetta eru tegundir sem marg- ir hafa ekki haft áhuga á að sinna. Hins vegar hefur áhugi vaknað hjá sölusam- tökum, auk þess sem einstök fyrirtæki eru að vinna sér markaði fyrir nýjar fisktegundir, sem ekki hafa verið nýttar hingað til, svo einhverju nemi,“ sagði Einar Þór. Nokkur veitingahús hafa haft tinda- bikkju á matseðlinum um nokkurt skeið og munu veitingamennirnir vera fullir áhuga að koma fleiri vannýttum tegund- um á matseðilinn. Að sögn Rúnars Marvinssonar matreiðslumanns og eig- anda veitingahússins Við Tjörnina hefur hann haft tindabikkju á boðstólum sl. þrjú ár, auk annarra sjaldgæfra fiskteg- unda. „Þetta líkar mjög vel og margir af mínum föstu viðskiptavinum eru til í að prófa það sem er á boðstólum hverju sinni,“ sagði Rúnar. Hann sagðist hafa prófað flestar tegundir þessa svokallaða aukaafla og nefndi hann sérstaklega öfugkjöftuna og tindabikkjuna, sem hann sagði að væri mjög góður matur. Rúnar sagði það enga spurningu að íslendingar væru farnir að borða fjöl- breyttari fisktegundir, þó ýsan væri alltaf í miklu uppáhaldi. Hann sagðist hafa farið að skipta við aflakaupabankann eftir að honum var komið á fót og væri stofnun hans mjög þarft framtak. Áður sagðist hann hafa skipt m.a. við trillu- karla og eftir að út spurðist að hann væri á höttum eftir sjaldgæfari tegundum var ekki vandkvæðum bundið að verða sér úti um fiskinn. Einar Þór sagði að þegar meiri yfirsýn væri komin og þeir hefðu eitthvað meira áþreifanlegt í höndunum, myndu þeir áreiðanlega kynna þessar fisktegundir frekar fvrir veitingahúsum og fisksölum. Aðspurður hvort eitthvað hafi þegar verið selt til útlanda, sagði Einar Þór svo ekki vera, en þeir væru farnir að þreifa fyrir sér og óvíst hverju það skilaði. Áthugað er með markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og sendar hafa verið fyrirspurnir til Asíu. Hvort aflakaupabankinn gæti haft það í för með sér þegar fram liðu stundir að fiskneysla íslendinga tæki breytingum, sagði Einar Þór að glöggt mætti sjá merki þess nú þegar. „Það sést á matseðl- um veitingahúsa og á því sem er á boðstólum í fiskborðum verslana, að fisktegundirnar sem boðið er upp á, eru þegar orðnar fjölbreyttari en áður var,“ sagði Einar Þór. Guðrún Lárusdóttir útgerðarmaður, sem gerir út frystitogarann Ými sagði í samtali við Tímann að hér væri um athyglisverða og virðingarverða tilraun Tímamynd: Árai Bjaraa að ræða. „Með þessu er verið að reyna að finna markað fyrir aukategundir sem ekki veiðist mjög mikið af, en koma samt með,“ sagði Guðrún. Hún sagði að útilokað væri að útgerðarmaður einn og sér gæti gert þetta upp á eigin spýtur. „Það er útilokað mál. Þetta er í það litlu magni hjá hverju skipi að það yrði allt of dýrt að leita markaða," sagði Guðrún. Hún sagði að hins vegar, þegar markaður væri kominn þá væri mögulegt að standa í þessu. Aðspurð sagðist hún ekki telja að sjómenn þyrftu að leggja á sig mikla vinnu aukalega vegna þessa, enda væri fiskurinn settur í poka, helst tegundar- flokkaður og síðan frystur. „Þessi starfsemi er ekki stór í sniðum. Við förum hægt af stað og vonum að sígandi lukka sé best. Því höfum við reynt að vera í nánu samstarfi við þá hagsmunaaðila sem þetta skiptir máli og vonum að það gefi bestu raunina," sagði Einar Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.