Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.02.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. febrúar 1990 Tíminn 9 VIÐSKIPTALÍFIÐ Vestur-Þýskaland: Mikil og vaxandi gagnrýni á starfsemi banka og lánastofnana Hlœgilega lágir vextir af sparifé og ósvífnir vextir af út- lánum, óskiljanlegur frumskógur gjalda og þjónustu- gjalda, möndl með fœrslur reikninga og veðlána — þetta er mörgum viðskiptavinum þýskra banka þyrnir í augum. Þeir standa í þeirri meiningu að af þeim sé verið að bafa fé. Gagnrýni á viðskiptavenjur í fjármálastofnunum fœr- ist sífellt í aukana í Þýskalandi og frá því segir í nýlegu tölublaði „Der Spiegel“. Hér er sitthvað tínt til úr þeirri grein og getur það sumt komið íslendingum kunnuglega fyrir sjónir. Ófagrar lýsingar Brigitte Ratz, kennslukona, hafði þegar í nokkur ár skipt við sparisjóðinn þegar hún fékk einn góðan veðurdag skorinort fjölritað bréf frá peningastoíhuninni. Þar var henni tjáð að hún œtti að lýsa því yfir að hún samþykkti að bankinn varðveitti persónulegar upplýsingar um hana hjá upplýsingastofúnni Schufa. Brigitte Ratz féllst ekki á þessa tilhögun og yfirmenn spari- sjóðsins tóku til við að beita á hana þumalskrúfúnum. Þeir sviptu hana bankakortinu og yfirdráttarheimild- inni. Hún reiddist og kvartaði und- an hefhigjamri meðferð á sér. Klaus-Dieter Weisheit, nuddari, naut fjármálaráðgjafar sparisjóðs- ins síns þegar hann byggði hús yfir fjölskylduna. Bankastjóramir vom ósparir á lánin til nýbyggingarinnar. Fimm ámm síðar tvöfölduðu þeir svo vaxtaprósentuna, upp í 13%. Þá gat húseigandinn ekki lengur staðið undir vaxtagreiðslunum og skuld- bindingar hans fóra langt fram úr virði hússins. Nú segir hann að sparisjóðurinn hafi rúið hann og fjölskyldu hans inn að skyrtunni. Jurgen Matthes var mjög ánœgður með þjónustu bankans síns i Berlín sem veitti fyrirtœki hans yfir 400,000 marka lánarétt. En skyndilega, alveg að óvömm og ástœðulausu að því er hann segir, afsögðu bankastjóramir lánaheim- ildimar og neituðu að leysa út ávís- anir ffá honum og víxla. Fyrirtœki Matthes varð gjaldþrota og hann segir bankann hafa rúið sig öllum eignum á ósiðlegan hátt. Erich Dittus fór alltaf með sparifé sitt f Deutschen Bank. Hann leit svo á að sterkur, ríkur banki byði upp á öryggi. Bankamennimir vom duglegir að kaupa hlutabréf fýrir peningana. Með þessum dugn- aðarlegu tilfcerslum tókst banka- mönnunum að tapa um hálfri millj- ón marka af sparifé Erichs. Hann segir nú að vera kunni að hans til- felli eigi erindi til rikissaksóknara. Er hér um að rœða fjóra nöldur- seggi af því tagi sem alltaf hafa uppi kvartanir? Fjórir úr þeim hópi manna sem aldrei tekst að gera rétt, hvorki sem sjálfstœðir atvinnurek- endur né launþegar? Þannig vildu stjómendur fjár- málastofnana Vestur-Þýskalands geta litið á, en málið er ekki svo einfalt. Gagnrýni á viðskiptavenjur lánastofnana er ekki undantekning heldur því sem nœst venja. Viðskiptavinimir em gramir, margir vonsviknir og bitrir. Þeir kvarta undan of háum gjöldum, þeir hafa fjármálastofnanir granaðar um að ákveða vesœldarlega hungur- vexti á innistœður sparisjóðsbóka, en hins vegar taka til sín okurvexti af smálánum. Viðskiptavinimir kvarta undan ráðgjöfúm bankanna, sem halda að þeim vafasömum lán- veitingum til húsbygginga eða reka þá í áhœttusamar fjárfestingar. Undrandi standa viðskiptavin- imir fyrir framan hinar risavöxnu bankabyggingar, sem alltaf teygja sig lengra og lengra í átt til himins. Agndofa lesa þeir um ágóða bank- anna sem skipta milljörðum marka. í desember sl. máttu dagblöðin bara álykta að ágóði flestra fjármála- stofhana hefði nú náð „metupp- hœðum“. Viðskiptavinunum fínnst ffamhjá sér gengið. Gagnrýnin komin inn á þing Gagnrýni á viðskiptahœtti bankanna verður œ hávœrari í vest- ur- þýskum blöðum, jafnvel þau sem hliðhollust em bönkunum segja frá því að óánœgja viðskipta- vinanna fari stómm vaxandi. Og þessi gagnrýni er líka sett fram á œðstu stöðum í stjómmálaflokkun- um. Sósíaldemókratar komu á ffarn- fœri í þinginu „óánœgju" og „gremju“ viðskiptavinanna, þar sem einstakir viðskiptamenn finni greinilega vanmátt sinn gagnvart hinni voldugu bankamaskínu. í nóvember sl. urðu sérffœðingar að gera grein fyrir starfsvenjum bank- anna í opinberri yfirheyrslu. Þar kom ffam að lánastofnanir nýttu alla möguleika til að ná sér í fé, við- skiptavinimir fengju á tilfinninguna að þeir vœm vanmáttugir og háðir peningastofnunum. Því er ekki að neita að þeir sem höndla með fé hafa alltaf verið litn- ir homauga. Þegar allt kemur til alls stunda þeir viðskipti sín með við- kvœmasta gjaldmiðil í þróuðu efna- hagslífi — með einmitt þeim miðli sem hrœrir meira en nokkur annar í ímyndunaraflinu, miðli sem gerir líf og velmegun mögulega í vinnu- sömu efhahagslífi, tryggir öryggi og viðurkenningu samfélagsins. En trúlega hafa banka- menn aldrei áður fyrr orðið að sœta þvílíkri tortryggni sem nú. í þjóðfé- lagi sem varla þekkir annað gildi en það efhalega, sem tilbiður mamm- on nú eins og guðina áður — í slíku samfélagi verða þeir sem ávaxta fé og útdeila því að reikna með því að með störfum þeirra sé nákvœmlega fylgst. Bankamir eiga erfitt með að aðlaga sig breyttu viðhorfi viðskiptavina Umffam allt er ungt fólk orðið gagnrýnna á starfsemi bankanna. Sumir bankar sem alltaf hafa haft heilbrigða eigin'stöðu eiga augsýni- lega í erfiðleikum að laga sig að þessu nýja viðhorfi. Starfsmaður Deutschen Bank, sem um árabil hefúr haff viðskipti við einstaka viðskiptamenn kvartar sáran undan því að í stað þess að bankamir hljóti þakklœti og viður- kenningu, „mega þeir nú búast við að fá eingöngu neikvœða gagn- rýni“. Bankabyggingar í Frankfurt eru reisulegar enda grœða þessar stofnanir vel. En hver er réttur viðskiptavinarins? Fjármálasérfrœðingar líta enn í dag á sig sömu augum og þeir lœrðu á sínum tíma í kennslubókum þegar þeir lœrðu til bankastarfa. Þar stóð t.d. að bankastjórar séu „vitrir, virðulegir, göfúgir, örlátir, sam- viskusamir og mœlskir kaupmenn“. Þessi ímynd bankastjóranna, frá 1717, hefur auðvitað alltaf verið fegmð. I eina tíð tók hún á sig áþreifanlega mynd, þegar myndir fjármálamanna skipuðu virðingar- sess i súlnaskreyttum peningamust- eram, lán vom veitt af náð og mis- kunn og jafhvel fúrstar urðu að betla um penrnga. Peningamusterin em nú orðin að sjálfsafgreiðslulúgum, en opn- unartímamir em reyndar ónothœfir sérhveijum vinnandi manni. I lok sjötta áratugarins og upphafi þess sjöunda opnuðu peningastofnanim- ar dyr sínar fyrir almenningi. Millj- ónir venjulegs fólks vom taldar á að opna gíróreikning, auðvitað sér að kostnaðarlausu. Samtímis mátti því sem nœst hver og einn dœla peningum út úr bankanum. Bankastjómendumir fundu upp „persónulegt smálán" og nú er þjóðin lengi búin að vera um- vafin alls konar bankareikningum. Bankamir hafa almenning í greip- um sér. Bankamir takmarka sig ekki lengur við að taka við sparifé manna og veita lán. Nú em bankar snúningsskifúmar sem því sem nœst allar greiðslur og innborganir snúast á. Sá sem ekki á banka- reikning er eitt stórt núll Sá sem ekki á bankaviðskipti fœr hvorki prósentur né rentur, af bankareikningnum er leigan og tryggingariðgjaldið tekið. Banka- reikningurinn heyrir til gmndvall- arútbúnaði borgarans. Atvinnulaus unglingur segir að sá sem ekki eigi bankareikning sé eitt stórt núll, hann fái ekkert starf, ekki einu sinni atvinnuleysisbœtur. Osjálfstœði viðskiptavinanna gagnvart bankanum er afleiðing af þýsku kerfi. Skv. því mega bankar annast því sem nœst öll fjármála- viðskipti. Þeir mega versla með hlutabréf, gjaldeyri eða gull. Þeir geta selt tryggingar og gert samn- inga um húsbyggingasparifé, mega leggja fé í vafasama oliuleit eða til hœgfara þróunarlanda. Viðskiptavinunum er erfitt að losa sig úr svona nánum bankasam- böndum. Bankinn veit allt um hagi kúnnans — kúnninn ekkert um bank- ann Nútímamaðurinn skiptir ekki eins auðveldlega um viðskipta- banka og bílaverkstœði eða fata- búð. Bankinn er í reynd hluti af nánasta lífi mannsins, margar fjár- málastofnanir hafa nánari upplýs- ingar um fjármál viðskiptavina sinna en þeir sem annast skattaráð- gjöf til þeirra. En þetta á ekki við á hinn veg- inn. Að miklum hluta stafar tor- tryggni borgaranna af þeirri áráttu bankanna að hjúpa alla starfsemi sína algerri leynd. Sálfrœðingur einn hefúr rannsakað tengsl banka og viðskiptavina þeirra. Niðurstað- an var sú að að vísu merki veldi það sama og öryggi, þegar bankinn „virðist traustur og alvarlegur". Hins vegar snúist þessi tilfinning fljótlega í vanmátt, þegar viðskipta- vinurinn trúi því að valdið sé mis- notað á hans kostnað. Vitneskju um raunvemlega skulda- og eignavexti, kostnað og þóknun er mörgum viðskiptavinum ómögulegt að fá. Þeir em leiddir á villigötur í ófœmm frumskógi gmndvallarverðs, bókunargjalda, útsendingarkostnaðar eða útborg- unargjalda. Sérhver útskrift, sér- hver fœrsla, sérhver úttekt, allt kostar þetta peninga. Sá sem stofh- ar til varanlegra reglubundinna við- skipta, breytir eða bindur enda á þau borgar, borgar í hvert einasta sinn. Bankar og sparisjóðir leggja á einkennilegan hátt á þóknunar- gjöld, eins og þeir vœm rikið sjálft. Nokkrir tugir mismunandi aðferða við að hala inn fé em í heiðri hafð- ar. Sums staðar em ávísanaeyðu- blöð seld í stykkjavís. Annars stað- ar taka bankar til sín 1,5 promille af hverri innfœrslu. Sums staðar er fast mánaðargjald fyrir reilpiings- fœrslumar. Rannsóknarhópur sem hefúr kynnt sér hinar mismunandi aðferð- ir bankanna við að hafa fé af við- skiptavinum sínum segir gjalda- stefnu þeirra því sem nœst algerlega óskiljanlega. Þeir nefna öfgafyllsta dœmið að ákveðið reikningsform kosti við sparisjóð í Ltibeck 706,90 mörk á ári en sam- svarandi reikningur kosti 10 mörk í Kaiserslautem. Hin holla samkeppnil Auðvitað era fjármálafyrirtœki engar góðgerðastofnanir. Þau reka viðskipti sín á þann veg að við árs- lok geti þau sýnt góðan gróða. En það sem fer fýrir bijóstið á við- skiptavinunum em hversu mikil leynd hvílir yfir þeim aðferðum sem beitt er til að komast yfir þenn- an gróða, og sá hálfsannleikur sem talsmenn bankanna réttlœta aðferð- ir sínar með þegar að þeim er geng- ið. Yfirmenn bankanna vísa gjama í sjálfsréttlœtingunni til hins heil- nœma afls samkeppninnar. Þeir segja að til séu Iitlir bankar og stór- ir bankar, samkeppni riki milli sparisjóða og almennra banka, hlutabréfafýrirtœkja í einkaeign og ríkisfýrirtœkja. Öll eigi þau í inn- byrðis samkeppni. Þetta er rétt í orði, en á borði er reyndin sjaldnast sú. Þá leggja öll þessi fýrirtœki sig fram um að Ieiða viðskiptavinina á villigötur. Og þá notfœra þau sér öll það hversu háð- ur viðskiptavinurinn er bankanum. Verst verða þeir úti sem leita til fjármálastofhana til að fá lán. Sá sem er í þörf fyrir lán er yfirlcitt ekkert að gaumgœfa hlutina. Og það notfœra bankamir sér með ýmsum klókindabrögðum. Hœttu- legastir lántakendum em svokallað- ir „ráðgjafar", sem í reynd em hreinir og klárir sölumenn sem hafa það eitt í huga að selja viðskipta- vininum sem allra mest. Viðskipta- vinurinn á hinn bóginn þyrfti að hafa stúderað bankastœrðfrœði og bankalögin í ofanálag, auk þess sem hann þyrfti að hafa með sér tölvu, ef honum œtti að vera kleift að bera saman tilboðin. Bankamenn í hlutverki freistarans Samkvœmt lögum ber bönkum og sparisjóðum að upplýsa almenn- ing um þau gjöld sem þeir taka en þeir fara í kringum lögin með því að fela gjöldin á bak við óskiljanleg og glœsileg orð. Sérfrœðingar bank- anna geta „svindlað svo á kúnnun- um í útreikningum að þeir vita ekki lengur sitt rjúkandi ráð,“ segir einn vonsvikinn viðskiptavinur. Þegar hafa margir verið reikn- aðir til fátœktar, jafnvel allsleysis. Bankamir fá almenning til að taka neyslulán, sem oft em fjarri því að hann geti endurgreitt þau, með fal- legum hvatningarorðum eins og „Við bjóðum aukinn kaupkraft“ eða „Fljótt cg einfalt“. Auðvitað ber hver sá sem nœr sér í meira fé en hann er borgunar- maður fýrir, sjálfúr ábyrgð á hóf- leysinu. Það er líka rétt að yfirfljót- andi ffamboð á vamingi freistar ístöðulausra til að lifa umffarn eigin möguleika til að afla fjár og þeir fara ekki svo nákvœmlega í saum- ana á lánunum sem þeir taka. Það er ekki hœgt að gera bankamennina ábyrga fýrir þessari nútímatilhneig- ingu. En þegar fjöldi gjaldþrota skuldara vex stöðugt á timum þegar þýskur almenningur aflar meiri fjár en nokkm sinni fýrr, er það líka af- leiðing starfsaðferða lánadrottn- anna. Bankamennimir em alltof fúsir að gegna hlutverki ffeistarans. Annað hvert heimili í Þýska- landi hefur tekið yfir 15,000 mörk að láni hjá bönkum og sparisjóðum. Sífellt fleiri neytendur bera þunga byrði vegna gjalda og uppgreiðslu skulda. Alitið er að yfir 400,000 skuldara geti ekki borgað lánin sin. Margir þeirra em „lœstir í nútíma- skuldaturni" eins og þeir taka til orða sem vinna að hagsmunagœslu neytenda. Þetta fólk borgi og borgi bankanum, œvilangt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.