Tíminn - 17.02.1990, Page 6
6 Tíminn
Tímirm
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDtS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrimurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. ágúst hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
VACLAV HAVEL
Forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Havel, hefur
stutta viðdvöl á íslandi um helgina. Hann er á leið
vestur um haf í stjórnmálaerindum og ferðast með
fríðu föruneyti samstarfs- og aðstoðarmanna, fer
fjölmennur eins og sæma þykir valdamanni í háu
embætti á hans heimaslóð.
Þótt forsetinn Vaclav Havel fari ekki einn þegar
hann gerir þjóðhöfðingjum og ríkisstjórnum heim-
sókn hefur hann þó vanist hinu fremur á ævinni að
hafa fátt í kringum sig. Honum hefur ekki einasta
verið haldið í þjóðfélagslegri einangrun og atvinnu-
banni vegna skoðana sinna á tékkneskum stjórn-
málum um áratuga skeið heldur hefur hann þolað
fangelsisvist fyrir að vera í stjórnarandstöðu, því
að hegningarlög hins leniníska sósíalisma Tékkó-
slóvakíu sem annarra alþýðulýðvelda eru ströng
gagnvart andófsmönnum kerfisins. Slíkt gat varðað
brimarhólmsvist og búslóðarmissi. Allt mæddi
þetta á Vaclav Havel, því að hann hefur setið mörg
ár í fangelsi og er meðal kunnustu pólitískra fanga
á síðari tímum. Varla getur félagsleg einangrun
orðið augljósari en að vera læstur bak við fangels-
ismúra vegna skoðana sinna. Síðast fyrir einu ári
var Vaclav Havel dæmdur til margra mánaða fang-
elsisvistar fyrir stjórnmálaafskipti sín. Hann hefur
haft fangelsisdyrnar fyrir augunum allt fram til þess
að hann er valinn til að gegna virðingarmesta emb-
ætti þjóðar sinnar.
Havel forseti hefur að vísu verið afskiptamikill
af stjórnmálum um ævina án þess að vera stjórn-
málamaður í venjulegum skilningi þess orðs. Hann
er rithöfundur og skáld, leikhúsmaður og leikrita-
höfundur. Vafalaust hefði hann getað selt sig undir
valdakerfið með því að gerast leigupenni þess og
komist í góðar stjórnunarstöður í menningarstofn-
unum sem útvalinn flokksgæðingur, ef hann hefði
tekið þá stefnu. Slíkt var þó svo fjarri eðli hans og
sannfæringu, að hann lét sér ekki nægja að verða
aðeins þumbaralegur hlutleysingi í þessu ósveigj-
anlega stjómkerfi, heldur virkur andstæðingur þess.
Hér hefur þess verið getið að Vaclav Havel galt
fyrir stjórnmálaafskipti sín með fangelsisvist. Það
er hart hlutskipti. En í reynd var það þó ekki síður
strangur dómur fyrir rithöfundinn að vera settur
undir ritskoðun í sínu eigin landi. Þótt hann væri
afkastamikill og góður leikritahöfundur og kunn-
áttusamur leikhúsmaður voru leikhúsin í ættlandi
hans honum lokuð árum saman.
Vaclav Havel er ekki kominn til íslands í stjórn-
málaerindum. Hann kemur sem skáld og leikrita-
höfundur. Hann verður viðstaddur sýningu á eigin
verki í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Það verk hefur
aldrei verið fært upp í ættlandi hans. Honum hefur
ekki auðnast að sjá það á sviði fyrr en hann sér það
nú í íslenskri túlkun, svo víðs fjarri heimahögum
sínum, sem þetta verk er þó fyrst og fremst
tileinkað.
íslendingar bjóða forseta Tékkóslóvakíu vel-
kominn til landsins, en ekki síður rithöfundinn og
frelsishetjuna Vaclav Havel.
Laugardagur 17. febrúar 1990
i TÍMABREFI í dag munu
tveir þjóðkunnir menn leggja til
lestrarefnið í beinni ræðu og án
frekari útleggingar á því sem
þeir hafa að segja. Annars vegar
verður gripið ofan í hugleiðingu
dr. Þóris Kr. Þórðarsonar próf-
essors á ráðstefnu hug- og félags-
vísindadeildar Vísindaráðs 28.
okt. sl., hins vegar birtur hluti af
ræðu Halldórs Ásgrímssonar,
þáverandi dóms- og kirkjumála-
ráðherra, á Skálholtshátíð 23.
júlí 1989. Það á við um erindi
beggja að þau eru hvorki stað-
né tímabundin. Þótt nokkuð sé
liðið frá flutningi þeirra njóta
þau sín jafnvel fyrir því. Þau
málefni sem þeir ræða eru að
vísu ekki nákvæmlega hin sömu
en þau eru nægilega skyld til
þess að þau mynda eðlilega
lestrarheild og íhugunarefni.
í upphafi ræðu sinnar á ráð-
stefnu Vísindaráðs sagði dr.
Þórir að vandi íslensku þjóðar-
innar væri miklu frekar andlegur
en tæknilegur og fjárhagslegur.
Hann hélt því fram að hversu
merkur þáttur sem verk-
menningin væri í hverju þjóðfé-
lagi þá byggði hún ekki á tækni
og verkfræði einni saman. „Góð
verkmenning grundvallast á
skilningi fólks á vinnunni, sið-
fræði vinnunnar."
Og dr. Þórir heldur áfram:
Maðurinn og náttúran
f öllum umhverfisfræðum eru
maðurinn og náttúran í brenni-
depli. Þar kemur í ljós að einmitt
tæknin er stórfelld hætta náttúr-
unni. Allt veltur á ábyrgð
mannsins gagnvart umhverfi
sínu. Um það fjalla tæknivísind-
in ekki, en í heimspekilegri og
guðfræðilegri siðfræði er það
hlutfall kannað.
Rannsókn er fjallar um um-
hverfismál er því þverfagleg.
Þar mætast náttúruvísindi og
verkfræði annars vegar og
mannleg fræði (humaniora) hins
vegar.
Þegar rætt er um manninn og
líf hans í umhverfi sínu í náttúr-
unni beinist athyglin að því hlut-
verki vísindarannsókna að efla
skilning okkar á sjálfum okkur,
þ.e. á manninum. Hlutverk vís-
indarannsókna er að þessu leyti
heimspekilegs eðlis. Mannleg
fræði eru í forgrunni, því að þau
fjalla um sjálfsskilninginn, þau
fást við spurninguna „Hver er
ég? Hver erum við?“ Hér kom-
ast því í brennidepil rannsóknir
á sögu landsins, á tungu, trú og
lífsgildum íslendinga í aldanna
rás og í nútíðinni. Á liðnum
öldum héldust í hendur verk-
menning og andleg menning. Sú
firring sem orðið hefur í þessum
efnum á síðustu öldum hefur
kippt manninum úr sambandi
við náttúruna sem umhverfi
mannsins og úr sambandi við
sjálfan sig. Maðurinn sjálfur og
maðurinn við störf í náttúrunni
eru í eðli sínu eitt og sama
rannsóknarverkefnið.
Hlutverk vísindarannsókna er
að efla skilning á sjálfum okkur,
menningu okkar og þjóðfélagi.
Komast þá í brennidepil þjóð-
félagsfræðin og önnur félagsleg
vísindi, svo sem lögfræði og
hagfræði.
Ivíðasta skilningi er umhverfi
mannsins geimurinn allur og
jarðarkringlan. En í sértækara
skilningi er hið nánasta umhverfi
mannsins náttúran, þjóðfélagið,
fjölskyldan og aðrar stofnanir
samfélagsins, og verður einstak-
lingurinn ekki skilinn án tillits til
þessa umhverfis. Lífskjör al-
mennings, bæði efnaleg og
andleg, markast af því hvernig
fólki tekst að vinna bug á innri
og ytri erfiðleikum og eignast
heill og farsæld.
Frá þessu sjónarhorni fá rann-
sóknir vísinda á þjóðfélagi okk-
ar og menningu mikið vægi.
Efnalegar framfarir lenda fljótt
í blindgötu, styðjist þær ekki við
mannrækt og þjóðfélagslega
uppbyggingu sem grundvallast á
þekkingu og hæfninni til þess að
skoða fyrirbærin af djúpsýn.
Gagnsemi hugvísinda
og félagsvísinda
Allir vita að í iðnaði og at-
vinnulífinu öllu skipta orkulind-
irnar höfuðmáli. Mesta orkulind
landsins er samt mannfólkið.
Maðurinn er partur náttúrunn-
ar, en um leið sker hann sig úr
henni sem andleg vera (hann er
„transcendent11, þ.e. hann rýfur
mörk náttúrunnar; hann einn
getur spurt spurningarinnar:
Hver er ég? Hvert stefni ég?).
Hugsun mannsins, tilfinningalíf
hans og aðrir andlegir þættir eru
því nauðsynleg forsenda allrar
tilveru hans. Það er köllunar-
starf allra hugvísinda, og þar
með tel ég félagsvísindin, að
fjalla um og efla allt efnalegt og
andlegt líf mannsins, menningu
hans, verkmenningu og félags-
legan velfarnað.
Sjálfstæði íslands hvílir á
mörgum undirstöðum. Sjálf-
stæði þjóðar er ekki aðeins það
að vera laus undan yfirráðum
annarra þjóða, heldur einnig að
vera bundinn, að vera skuld-
bundinn heilbrigðu lífi á öllum
sviðum, er mótast af siðrænu og
ábyrgu viðhorfi sem er í sam-
ræmi við eðli þjóðarinnar.
Sjálfstæði íslensku þjóðarinn-
ar er því undir því komið að hún
rækti þennan skilning og þessar
dyggðir með sjálfri sér. Vinni að
dýpri skilningi á landinu og fólk-
inu. Þetta tvennt, landið og
fólkið, fór ætíð saman í huga
eins þekktasta náttúruvísinda-
manns þjóðarinnar, Sigurðar
Þórarinssonar jarðfræðings, sem
ég kem að hér á eftir.
En hér kemur fleira til. Pólit-
ískar ákvarðanir þarf til ef
hrinda skal umbótum í
framkvæmd. Og þær eru óhugs-
andi án pólitísks vilja almenn-
ings og siðgæðisstyrks fólksins í
landinu.
Hið pólitíska almenningsálit
á íslandi er mjög bundið stund-
arhag hvers og eins og hags-
munahópum. Hjá oss skortir
mjög á gagnrýna hugsun og
röklega hæfni meðal almennings
og þar af leiðandi einnig meðal
stjórnmálamanna, sem eiga allt
sitt undir fylgi kjósenda og draga
því dám af okkur öllum.
Heimspekin fæst við að rann-
saka hvað gagnrýnin hugsun er
og hvað þurfi til að beita henni.
Siðfræðin fæst við þá ábyrgð
sem hugsunin leiðir til. Það er
því höfuðnauðsyn að efla vís-
indalega hugsun og ályktunar-
hæfni meðal almennings. Þá
fyrst, þegar hún er til staðar, má
vænta þess að stjórnmálamenn
beiti vitrænum leiðum til upp-
byggingar þjóðlífs. Ella snýst
almenningur gegn slíkum fram-
tíðarlausnum í skammsýni sinni.
Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur ræddi eitt sinn um
„andlegar auðlindir íslenskrar
náttúru," sem kenna þurfi fólki
að njóta, „ef við viljum halda
andlegu sjálfstæði og tryggð við
það land sem hefur fóstrað
okkur.“ Og hann bætir við:
„Það er eitt af frumskilyrðum
þjóðarheillar og hamingju ein-
staklinga, að þjóðin sé í sátt við
sitt umhverfi.“ Og hann mælti:
„Að aðlaga sig þessu landi, læra
að lifa í sátt við það og njóta
þess sem það hefur upp á að
bjóða, á að vera snar þáttur í
uppeldi hvers íslendings, honum
til hamingjuauka og þjóð hans
til heilla."
Hér talar hinn merki náttúru-
vísindamaður um andlegar auð-
lindir og andlegt sjálfstæði sem
grundvöll þjóðlífsins. Hann
beitir trúarlegu málfari: landið
hefur fóstrað okkur og við erum
skuldbundin. Að lifa í sátt er
takmarkið.
Hér drepur Sigurður á það
sem er einna næst rótum þess
efnis sem fjallað var um hér að
ofan. Vísindin leggja sinn skerf
til þess starfs sem farsælir land
og þjóð. En ekki vísindin ein.
Hér kemur fleira til: lífsskilning-
ur, skólar og börn.“
Þetta voru orð dr. Þóris Kr.
Þórðarsonar.
Halldór Ásgrímsson gerði
m.a. að umtalsefni í Skálholts-
ræðu sinni ásókn öfgakenninga
um heimssýn og þjóðfélagsmál
gegn þeim mannúðar- og hóf-
semdarviðhorfum sem samrým-
ast trúar- og siðaboðskap krist-
indómsins. - Honum fórust svo
orð:
Gegn mannúð og
kristindómi
„Fyrir fáum árum ríktu ýmsar
öfgastefnur á Vesturlöndum
sem birtust m.a. í stjórnmálum
ýmist til hægri eða vinstri. Þær
tóku á sig margvíslegar myndir
með margháttuðum áhrifum allt
fram á okkar dag.
Stefnur þessar áttu a.m.k.
tvennt sameiginlegt. Annars
vegar létu fylgismenn þeirra í
veðri vaka, að unnt væri að
skapa eitthvert það „fyrirmynd-
arríki“, sem þá dreymdi um, ef
einungis væri unnið af nægilegri
einsýni, jafnvel hörku og vægð-
arleysi, þegar slíkum aðferðum
yrði við komið. Hins vegar höfn-
uðu þær ýmsum þeim þáttum úr
arfleifð evrópskrar menningar,
sem kenndir eru við mannúðar-
stefnu, meðalhóf og kristindóm.
Þar með vógu þær reyndar að
lífinu sjálfu, eins og það birtist
okkur í hversdagslegri skynsemi
og íhugun venjulegs fólks. Hefð-
bundnar siðareglur hlutu og að
víkja fyrir „málstaðnum“, hver
sem hann nú var hverju sinni.
Fylgismenn þessara hug-
myndakerfa þóttust hafa öll rök
í hendi sér. Þar af leiðandi