Tíminn - 17.02.1990, Síða 13

Tíminn - 17.02.1990, Síða 13
Laugardagur 17. febrúar 1990 Auglýsing frá Tölvunefnd Þann 1. janúar 1990 tóku gildi lög nr. 121 frá 28. desember 1989 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, en lög þessi leysa af hólmi lög nr. 39/1985 um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Samkvæmt 30. gr. laga nr. 121/1989 hefur dómsmálaráðherra skipað nefnd fimm manna, tölvunefnd, til þess að hafa eftirlit með framkvæmd laganna og reglna settum samkvæmt þeim, veita leyfi þau og heimildir sem kveðið er á um í lögunum og úrskurða ágreiningsefni. I. Tölvunefnd vekur athygli á því, að samkvæmt hinum nýju lögum er starfsemi eftirtalinna aðila óheimil án sérstaks starfsleyfis, sem tölvunefnd veitir: a) Þeirra, sem annast söfnun og skráningu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga og lögpersóna í því skyni að miðla öðrum upplýsingum um það efni, sbr. 15. gr. laganna. b) Þeirra, sem selja úr skrám eða afhenda með öðrum hætti nöfn og heimilisföng tiltekinna hópa einstaklinga, stofnana, fyrirtækja eða félaga, sbr. 21. gr. laganna. c) Þeirra, sem annast um fyrir aðra áritanir nafna og heimilisfanga svo sem með límmiðaáritun eða aðra útsendingu tilkynninga til tiltekinna hópa einstaklinga, stofnana, félaga eða fyrirtækja, sbr. 21. gr. laganna. d) Þeirra, sem í atvinnuskyni annast markaðs- og skoðana- kanpanir um atriði, sem falla undir ákvæði laga nr. 121/1989, sbr. 24. gr. laganna. e) Þeirra, sem annast tölvuþjónustu fyrir aðra, sbr. 25. gr. laganna. Er öðrum en starfsleyfishöfum skv. 25. gr. óheimilt að varðveita eða vinna úr upplýsingum, sem falla undir ákvæði 1. mgr. 4. gr. laganna (viðkvæmar persónu- upplýsingar); upplýsingum, sem falla undir ákvæði V. kafla laganna (fjárhagsmálefni og lánstraust) og upplýsingum, sem falla undir ákvæði 3. mgr. 6. gr. laganna (samtengingu skráa). Samkvæmt 37. gr. laga nr. 121/1989 getur það varðað refsingu að hafa með höndum slíka starfsemi, sem að framan greinir, án starfsleyfis frá tölvunefnd. Þeim sem nú hafa ofangreinda starfsemi með höndum er hér með veitturfrestur til 7. mars nk. til þess að sækja um starfsleyfi til tölvunefndar. f umsókn skal greina nafn umsækjanda, starfssvið, starfsstöð og aðrar upþlýsingar sem máli skipta. Umsóknir sendist til ritara nefndarinnar, Jóns Thors, skrif- stofustjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, sem einnig veitir nánari upplýsingar í sima 609010. II. Þá vekur tölvunefnd athygli á því að samkvæmt lögum nr. 121/1989 er eftirtalin starfsemi almennt óheimil hafi ekki verið fengin heimild nefndarinnar til hennar: a) Að safna og skrá upplýsingar þær um einkamálefni einstaklinga sem nánar eru taldar í 1. mgr. 4. gr. laganna. Tekur þetta til upplýsinga sem m.a. varða heilsuhagi, trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir, áfengis- og vímuefna- notkun og veruleg félagsleg vandamál. b) Að skýra frá þeim upplýsingum sem nefndar eru í 1. mgr. 4. gr. laganna, og taldar eru ( ll-a) hér að framan, sbr. 5. gr. laganna. c) Að tengja saman skrár, sem hafa að geyma persónuupp- lýsingar í skilningi laga nr. 121/1989 ef um er að ræða skrár sem ekki eru í eigu sama skráningaraðila, sbr. 6. gr. laganna. d) Að annast markaðs- og skoðanakannanir þegar um er að ræða aðila, sem ekki hafa fengið til þess starfsleyfi, sbr. I- d) hér að framan, sbr. 24. gr. laganna. e) Að safna og skrá kerfisbundið persónuupplýsingar til geymslu eða úrvinnslu erlendis skrá eða frumgögn sem geyma upplýsingar þær sem taldar eru í 1. mgr. 4. gr. sbr. II- a) hér að framan, sbr. 27. gr. laganna. f) Að varðveita í skjalasöfnum, svo sem Þjóðskjalasafni, afrit eða útskriftir úr skrám sem annars skal afmá þar eð þær hafa glatað gildi sínu, sbr. 28. gr. laganna. Þeir sem óska eftir heimild til þeirrar starfsemi sem talin er í liðum a)-f) hér að ofan skulu sækja um það til tölvunefndar. III. Nefndin vekur athygli þeirra sem fengið hafa útgefin starfsleyfi og aðrar heimildir samkvæmt lögum 39/1985 að þau leyfi og heimildir féllu úr gildi um sl. áramót. Reykjavík, 14. febrúar 1990. Tölvunefnd: Þorgeir örlygsson, formaður Jón Ólafsson, varaformaður Bjarni K. Bjarnason Bjarni P. Jónasson Hilmar Þór Hafsteinsson Tíminn 13 SPEGILL Carrie rukkar „Playboy-kónginn“ - Hún vili að Hefner borgi sér 35 milljónir dollara sem „eftirlaun“ eftir 6 ára sambúð þeirra! „Playboy-kóngurinn" Hugh Hefner hefur nú breytt um lífs- hætti. Hann er kvæntur maður og verðandi faðir, - og tengdamamma hans er meira að segja líka á heimilinu og er sögð stjórnsöm. Það var öðruvísi hér áður þegar hann hafði um sig hirð fallegra stúlkna, og þeim þótti hinn mesti heiður þegar hann tók einhverja þeirra sem kærustu um tíma. Þær hafa sjálfsagt ekki tapað á vistinni hjá Hefner. Hann kom þeim á framfæri með því að birta af þeim myndir og létta þeim fyrstu sporin sem fyrirsætur ljósmyndara eða sýningarstúlkur. En nú hefur ein þeirra, Carrie Leigh, 25 ára gömul, farið í mál við Hugh Hefner og krefst 35 milljón dollara framfærslueyris sem fyrrv. ástkona og sambýliskona hans. Carrie segist hafa verið saklaus 19 ára fyrirsæta þegar Hefner flek- aði hana og notaði sér hana sem ástkonu þegar honum sjálfum sýndist á milli annarra ævintýra. Loks gafst Carrie upp á þessari meðferð og yfirgaf „Playboy- setrið“, og hún segir að þá hafi Kimberley Conrad, núverandi eig- inkona Hefners, notað sér tækifær- ið meðan hann var í sárum og uppfullur af söknuði eftir Carrie. Carrie Leigh segir, að á meðan hún bjó hjá Hefner hafi hún verið eins og fangi. Hann hafi látið einkaspæjara elta sig um allt, svo hún hafi aldrei verið frjáls. Hugh hafi líka gert sér lífið óbærilegt með hinu óhemjulega kynlífi sem hann vildi stunda, - hvar og hvenær sem var, segir Carrie, og bætti því við, að henni hafi verið farið að þykja sem hún væri einhver „sex- maskína“. Enginn veit enn hvernig mála- ferlin við „Playboy-kónginn“ koma til með að ganga. Vitað er að hann hefur hina færustu lögfræðinga á sínum snærum. Sagt er að Carrie sé ekki í neinni neyð og hún hafi lifað lúxuslífi þessi ár og ekki litið út fyrir annað en henni hafi líkað það allvel. Þá er stúlkan nýgift forríkum fornsala í New York, og kom kæran frá henni nokkrum dögum eftir að þau gengu í hjóna- bandið. Vinur Hefners segir: „Hugh gaf henni bestu ár ævi sinnar, - og hún launar honum svona!“ Carrie er glæsileg sýningar- dama svo sem sjá má á mynd- inni Hugh Hefner með eiginkonu sinni, Kimberley Conrad, en hann hallaði sér að henni þegar Carrie yfirgaf hann. Nú eiga þau Kimberley og Hugh von á barni og allt virðist í lukkunnar velstandí Á meðan allt lék í lyndi. Hér sýnlr Hugh Hefner Carrie Leigh ástaratlot, en hún var orðin „leið á þessum látum“ eftir 6 ára sambúð

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.