Tíminn - 17.02.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 17. febrúar 1990
Tíminn 15
MINNING
Jóhanna Björg
lllugadóttir
Gautlöndum
Fædd 16. mars 1891
Dáin 1. febrúar 1990
Vorið 1917 komu þrjár glæsilegar
konur af Suðurlandi í kaupavinnu
norður í Mývatnssveit. Þá var
„lengra“ milli Mývatnssveitar og
Reykjavíkur en nú er. Ein þessara
kvenna hvarf ekki aftur til síns
heima heldur settist að hjá Önnu
Jakobsdóttur og Jóni Gauta á Gaut-
löndum, sem þá voru nýgift og að
hefja búskap. Þessi kona var Jó-
hanna Björg Illugadóttir sem í dag
er borin til grafar að Skútustöðum í
Mývatnssveit.
Jóhanna Björg fæddist 16. mars
1891. Foreldrar hennar voru: Illugi
Jóhannsson, Eiríkssonar frá Vöglum
í Eyjafirði og Bjargar Eiríksdóttur
frá Litlutungu í Bárðardal. í svokall-
aðri Mýrarætt (kennd við Mýri í
Bárðardal) komu saman ættir Jó-
hönnu og beggja foreldra minna.
Illugi flutti ásamt foreldrum sínum
suður að Haga í Hreppum með
Ásmundi á Stóruvöllum. Móðir Jó-
hönnu hét Guðbjörg Gísladóttir
bónda að Bitru í Flóa. Illugi og
Guðbjörg bjuggu fyrst að Höfða í
Oddgeirshólahverfi. Þegar Jóhanna
var tveggja ára fluttu foreldrar henn-
ar að Laugum í Flóa og þar ólst hún
upp. Sex böm Guðbjargar og Illuga
komust til fullorðinsára: Gísli, f.
1887. Hann dó á besta aldri frá konu
og ungri dóttur, Guðbjörgu, sem nú
býr á Selfossi. Sigurveig, f. 1888,
Jóhanna, f. 1891, Margrét, f. 1892,
Anna Jóna, f. 1895 og Sigurgeir, f.
1898. Hann dó ungur. Systurnar
giftust ekki og eiga ekki afkomend-
ur. í>ær eru nú allar látnar.
Illugi á Laugum var efnalítill
bóndi með stóran barnahóp. Hann
stundaði því sjóróðra jafnframt
búskapnum svo sem algengt var,
bæði frá Eyrarbakka, Stokkseyri og
Suðurnesjum og var langdvölum
fjarri heimili sínu. Guðbjörg og
börnin sáu um búskapinn með til-
styrk afanna. Jóhanna minntist
þeirra sérstaklega. Hún dvaldi
stundum hjá Gísla í Bitm. Hann var
fróður og bókhneigður og gaf syst-
kinunum bækur. Heima á Laugum
naut hún umhyggju Jóhanns afa síns
* er þar bjó hjá þeim. Hann kenndi
henni kornungri að lesa og fóðraði
hana á ljóðum og sögulegum fróð-
leik. Ómæld lestrarlöngun og fróð-
leiksfýsn fylgdu henni æ síðan. Öll
vom þau systkinin bráðvel gefin en
þau fengu ekki svo mikið sem barna-
skólamenntun hvað þá meira. For-
eldrar þeirra, sem bæði vom gáfuð
og fróð, kenndu þeim og fræddu
sífelldlega. Jóhanna og systur henn-
ar töldu þó að mest hafi kennt þeim
Jóhann afi þeirra. „Kennsla“ hans
fór fram við dagleg störf, t.d. í fjósi,
svo sem lestur, reikningur og skrift.
„Kennslubækur“ vom Eddukvæði,
íslendinga- og Biskupasögur, Ár-
bækur Espólíns, annálar og fleiri
þess háttar bókmenntir. Jóhanna
var jafnan fáorð um sinn hag og
enginn leyfði sér að ganga nærri
henni um það efni eða önnur. Hún
lét aldrei orð falla í þá vem, að hún
hefði nú kannski verið hæf til
mennta. En við sem þekktum hana
vissum að það var hún. Hraðnæm á
allt þekkingarefni er bar fyrir augu
hennar og eym og varðveitti það í
óbrigðulu minni. Hún hafði efnivið
og hneigð til hárra mennta en lífstími
hennar léði ekki slíkum kostum
kvenna færi á að njóta sín. Jóhanna
vann heimili sínu fyrir lítið eins og
flestir unglingar gerðu og einnig
utan þess eftir þörfum. Ég minnist
þess ekki að hafa heyrt hana nefna
hvaða ár hún fór nokkurn veginn
alfarin að heiman. En hún var þá
ung að árum, 16 eða 17 ára. Hún fór
í vist til Reykjavíkur eins og margar
stúlkur fyrr og síðar.
Hún vann hjá Klemens Jónssyni
landritara og einnig hjá Önnu dóttur
hans og Tryggva Þórhallssyni. Hún
bar langvarandi tryggð til þeirra.
Hún minntist einnig á veru sína hjá
frú Finsen, ekkju Finsens póstmeist-
ara í Reykjavík.
Illugi, faðir Jóhönnu, og Klemens
Jónsson voru systkinasynir. Ég býst
við að Jóhanna hafi í einhverju notið
þeirrar frændsemi. Þess þurfti raun-
ar ekki við, því Jóhanna naut sjálfrar
sín og mannkosta sinna hvar sem fór
alla ævidaga. Guðrún Borgfjörð,
systir Klemensar, gerði sér títt um
Jóhönnu, gaf henni eftirminnilegar
gjafir og rækti við hana frændsemi.
Það hafa einnig gert sumir afkom-
endur Klemensar Jónssonar.
Heimili Klemensar landritara og
Önnu Maríu Schiöth, seinni konu
hans, var talið til heldri og betri
heimila í Reykjavík. Jóhanna minnt-
ist þess jafnan með hlýju og virð-
ingu. Þar voru húsgögn fögur og
vönduð. Þegar sólskin var sterkast
um hádaginn lét húsfreyjan breiða
dagblöð yfir húsgögnin til þess að
verja þau upplitun. Þetta voru dönsk
dagblöð og af þeim lærði Jóhanna að
lesa dönsku og það svo vel að fram
á efri ár var hún nokkurn veginn
jafnvíg á íslenskt og danskt ófaglegt
lestrarefni. Með svipuðum hætti afl-
aði hún sér nokkurrar lestrargetu í
ensku en glataði henni vegna æf-
ingarleysis. Jóhann Iét ekki framhjá
sér fara þá menningarviðburði er
gerðust í Reykjavík. Hún sá allar
leiksýningar, hlýddi á þá fáu tónleika
er fram fóru, sótti opinbera fyrir-
lestra, er þá voru helstu „uppákomur
f Reykjavík, og las obbann af því
Iestrarefni er gefið var út. Þannig
gerði þessi fluggáfaða kona lífið að
samfelldum skóla þótt hún settist
aldrei á skólabekk. Jóhanna fylgdi
tísku síns tíma í klæðaburði. Hún
átti peysuföt sniðin samkvæmt
henni, þau gengu ýmist úr eða í tísku
með árunum, og vandaðan upphlut
með tilheyrandi kvensilfri. Hún var
í rauninni skartkona og bjóst mjög
vel. Seinna, er við systurnar vildum
bögglast við að sauma á hana kjóla,
Iét hún enga meinbugi þeirra á sig
fá, svo fremi sem ermamar sneru
rétt í handveginum, og sagði að þeir
mundu lagast í þvotti. Svona fráleit
var hún því að láta aðra hafa fyrir
sér. Við sættum okkur auðvitað ekki
við slíkt. Við vildum hafa hana
skartkonu eins og fyrrum.
Það hefur sumum þótt það spurn-
arefni hvers vegna Jóhanna tók sig
upp frá Reykjavík vorið 1917 og
réðst í vinnu norður í Mývatnssveit
ásamt kunningjakonum sínum Sig-
ríði Magnúsdóttur og Viktoríu
Guðmundsdóttur. Það er reyndar-
ofur skiljanlegt. Þær voru allar gáf-
aðar atgerviskonur er viidu sjá sig
um í landinu og kynnast nýju fólki.
Einasta leið efnalítilla kvenna, og
raunar einnig karla, til þessa var að
fara til vinnu sem víðast um landið
enda var það alsiða fram undir síðari
heimsstyrjöld.
Það er mér ráðgáta hvað olli því
að Jóhanna settist að hjá foreldrum
mínum á Gautlöndum. Hún var
fáorð eða eiginlega þögul um það
eins og svo margt annað er hana
sjálfa varðaði.
Mér dettur í hug að henni hafi
runnið til rifja það hlutskipti foreldra
minna að vera að hefja skuldum
vafinn búskap og faðir minn svo
heilsulaus að hann gat sjaldnast
gengið að vinnu og var sífellt undir
læknis hendi og hún hafi viljað
styðja móður mína eftir föngum.
Það væri líkast Jóhönnu og í sam-
ræmi við orð hennar og gerðir æ
síðan. En eitt veit ég með vissu: Að
meiri gæfa gat ekki hlotnast neinu
heimili eða einstaklingi en að eiga
hana að. Ég veit að ég má mæla
þetta fyrir hönd látinna foreldra
minna svo og okkar systkinanna og
enn fremur vegna einkareynslu
minnar. Árið sem ég varð fjögurra
ára og næsta systir mín ársgömul var
faðir minn að mestu á sjúkrahúsi og
móðir mín hjá honum allan vetur-
inn. Jóhanna sá um heimilið og
okkur ásamt móðursystur okkar. Þá
lagði hún grunninn að lestrargleði
minni. Mest af þeim þulum og
ljóðum, er hún las og kenndi mér,
kann ég enn. Tveimur árum síðar,
eða sex ára gömul, veiktist ég og lá
við dauðans dyr frá því snemma vors
og fram á vetur, fyrst heima og síðan
á sjúkrahúsinu á Akureyri. Vegna
umsýslu móður minnar á sínu stóra
annasama heimili og fæðingar þriðja
barns kom það í hlut Jóhönnu að
annast mig bæði heima og á sjúkra-
húsinu. Hún vék aldrei frá mér að
nauðsynjalausu, hvorki á nóttu né
degi. Ég hef alltaf verið þess fullviss
að ég á henni og Steingrími Matthí-
assyni lækni líf mitt að iauna. Ég veit
einnig með vissu að þessi ómetan-
lega umhyggja Jóhönnu var ekki
bundin við mig eina. Hún hefði
verið hin sama við hvert okkar
systkinanna sem er og ég held alla
menn. Þannig var hún.
Jóhanna gerði sér ekki tíðförult af
bæ, hún lét aðra um það. Hún
eignaðist marga góða vini, bæði
meðal heimafólks, kaupafólks og
gesta, er jafnan héldu spurnum fyrir
um hana og einnig meðal sveitafólks-
ins, er virti hana vel. Haustið 1929
fór hún að heimsækja ættingja og
sína gömlu tryggu vini í Reykjavík
og á Suðurlandi eftir ellefu ára
aðskilnað. Ég man að allan veturinn
lá í loftinu kvíðafull óvissa, sem
enginn fékk sig tirað orða, um það
hvort hún kæmi aftur. Hún kom
aftur um vorið og loftið fylltist
fögnuði. Þannig var það er hún kom
heim eftir langa eða skamma fjar-
veru. Ég minnist m.a. í því efni orða
Hildar Ásvaldsdóttur, mágkonu
minnar, þegar Jóhanna fór í tveggja
mánaða dvöl til Akureyrar misseri
eftir að Hildur flutti í Gautlönd.
Þegar við höfðum kvatt Jóhönnu
sagði hún: „Ég er strax farin að
hlakka til þegar hún kemur aftur.“
Þetta segir æði mikið um þær báðar.
Öll mín bernskuár var fjölmennt
starfslið á heimili foreldra minna.
Ég veit að þau litu á Jóhönnu sem
kjölfestu þess þótt ekki væru höfð
um það mörg orð. Það hefði henni
ekki líkað.
10. febrúar 1934 andaðist móðir
mín. Banamein hennar var lungna-
bólga. Á deyjanda degi bað hún
Jóhönnu fyrir börn sín og heimili og
tók hún það allt að sér orða- og
æðrulaust. Þá og æ síðan.
Þá vorum við systkinin 7, 8, 11 og
14 ára.
Á Gautlöndum var, eins og fyrr
getur, mannmargt, gestkvæmt og
erilsamt. Mér er og mun ætíð verða
óskiljanlegt hvernig Jóhanna fór að
því að anna daglegum og langvinn-
um kvöðum og kröfum þessa stóra
heimilis, er varð að vera sjálfu sér
nóg um flesta hluti, eins og þá
gerðist, þó að hún hefði oft stúlku
sér til aðstoðar áður en við systumar
komum til skjalanna. Fas Jóhönnu
var svo stillt og hreyfingar fumlausár
að maður tók ekki eftir hröðum og
hiklausum handtökum hennar við
verk fyrr en því var lokið. Þetta var
eflaust lykillinn að afköstum hennar.
Það gefur auga leið að Jóhanna
átti sér fáar frístundir. Með einhverj-
um hætti bjó hún sér þó ætíð ráðrúm
til þess að hlusta á útvarp, lesa og
fræðast. Enda var hún svo fjölfróð
og minnug að til fádæma mátti telja.
Á heimilinu var það jafnan viðkvæð-
ið, ef einhvern hlut vantaði, vísu til
að kveðast á, ætt að manni, fangtal
kúnna eða jafnvel heiti á tónverki:
„Við skulum spyrja Jóhönnu." Það
taldist til tíðinda ef stóð á svari.
Jóhanna var hlédræg og óhlutdeil-
in um annarra ráð. Ég hygg að henni
hafi fundist sér vera ábótavant um
mennt og verðleika til þess að hlutast
til um svokallað uppeldi þeirra barna
er hún var kvödd til að annast eða
hafa á einhvern hátt hönd í bagga
með. Þau voru við systkinin, síðar
einnig systkinabörn mín svo og öll
dvalarbörnin í Gautlöndum bæði
sumur og vetur. Eigi að síður finnst
flestum í þessum stóra hópi að
háttsemi og áhrif Jóhönnu séu snar
þáttur í uppeldi þeirra. Hún gaf án
skilyrða. Hún virti sannleikans orð.
Hún lagði engum illt til og lítilsvirti
engan. Hún hampaði ekki skoðun-,
um sínum eða þröngvaði þeim^pp
á aðra. En léti hún í ljós álit sitt á
einhverju tilteknu atriði var það
umyrðalaust tekið til greina.
Þegar við systurnar uxum upp til
heimilisstarfa lagði Jóhanna ekki á
okkur sérstakar verkkvaðir eða
kröfur. Hún lét okkur sjálfar um að
finna þær. Við lærðum það líka
smám saman og það var dýrmætur
skóli. Hún hvatti og studdi okkur
systkinin til náms, leikja og félags-
starfa frá bernsku til fullorðinsára,
jafnvel þótt umsvif á heimilinu af
þeim sökum og fjarvistir okkur
gengju út yfir hana sjálfa. Við eigum
margar minningar um það.
Ein er minnisstæðust: Við bróðir
minn vorum nánast „lögst út“ vegna
leikstarfsemi. Þegar henni átti að
vera lokið var skyndilega ákveðin
leikför í næstu sveit, með engum
fyrirvara, og vera þar um nótt.
Aldrei þessu vant þótti mér erfitt að
minnast á þetta við Jóhönnu. Ég
vissi að hún yrði ein heima, pabbi
var fjarverandi eins og oft á vetrum.
Þegar til kom fannst henni þetta
sjálfsagt. Við værum búin að hafa
svo mikið fyrir þessu leikstandi að
við yrðum að hafa eitthvað upp úr
því. Þarna var hún lifandi komin.
Svo fórum við að útbúa nesti til
fararinnar.
'Jóhanna varð mjög sjaldan veik,
e.t.v. á eins til tveggja áratuga fresti.
En ef hún veiktist urðu veikindin
löng og þung. Þar var ekki hálfvelgja
fremur en annars staðar.
Þrátt fyrir langan starfsdag og
annir ríkti jafnan sálarró og friður í
umhverfi Jóhönnu. Þangað leituðu
börnin, s.s. systkinabörn mín, þegar
þeim þótti nóg um ys og þys heimilis-
ins. Bróðursonum mínum ungum,
er ólust upp við hönd Jóhönnu, var
ekki rótt sæist hún ekki þegar þeir
komu inn. Þá var hafin leit til þess
að fullvissa sig um að hún væri á
vísum stað.
Á sínum því nær sjötíu og þremur
árum á Gautlöndum hefur Jóhanna
tengst þremur kynslóðum og reynd-
ar fjórum, þ.e.a.s. börnum systkina-
barna minna og þ. á m. alnöfnu sinni
fjögurra ára Jóhannsdóttur á Gaut-
löndum. Við höfum öll slegið eign
okkar á hana. í vitundinni er hún og
verður Jóhanna okkar bæði lífs og
liðin. Hún eignaðist líka okkur og
mér er kunnugt um það að henni
þótti það góð eign og væn fósturlaun.
Hún var heima á Gautlöndum hjá
Böðvari bróður mínum og Hildi
konu hans og naut hinnar bestu
umhyggju þeirra, sonanna og
tengdadætra er við systurnar gátum
kosið henni og er þá mikið sagt. Hún
var aldrei einmana og henni leiddist
aldrei því hún lifði og hrærðist í
störfum og viðgangi heimiiisins og
öllu því sem Böðvar tók sér fýrir
hendur. Heimilisfólkið, ekki síst
Hildur mágkona mín, gerði sér allt
far um að láta hana fylgjast með
gangi Kfsins.
Síðústu þrjú árin hennar heima á
Gautlöndum var hún bundin við
göngugrind á efri hæð hússins nema
þegar hún var borin niður til hátíða-
brigða. Þá fylgdist hún með veðri og
störfum gegnum gluggana og harm-
aði sáran að geta ekki haldið áfram
að styðja heimilið með vinnu sinni.
Þrátt fyrir árvekni Hildar og
Böðvars bæði nætur og daga varð
henni fótaskortur um nótt og
sprunga kom í lærlegginn. Þá varð
hún að fara á sjúkrahús gegn eigin
vilja og annarra og hefur verið þar
síðan um miðjan júní síðastliðinn og
notið góðrar umhyggju starfsfólks-
ins. Við erum því þakklát fyrir hana.
Við fengum hana heim í Gautlönd
nú um jólin í tvær vikur. Þrátt fyrir
fjarlægð var reynt að láta hana
fylgjast með lífinu á Gautlöndum
þar sem hugurinn dvaldi löngum og
urðu ýmsir til þess.
Frá því snemma vetrar hefur dreg-
ið hægt af henni þar til hún andaðist
1. febrúar sl. tæpra 99 ára.
Við kveðjum Jóhönnu okkar
minnug þess að hlutskipti allra
manna er að missa, mest um vert er
þó að hafa átt.“ (Byron).
Ásgerður Jónsdóttir
Þakka innilega heillaóskir og kveðjur í Ijóðum og
lausu máli, blóm og aðrar góðar gjafir á 75 ára
afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Ármann Kr. Einarsson.
Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð, vinarhug og
styrk með kveðjum, heimsóknum í veikindum við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa
Ólafs Inga Þórðarsonar
mjólkurfræðings
Borgarbraut 45, Borgarnesi
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deild A Sjúkrahúsi
Akraness, Krabbameinsfélags Borgarfjarðar og Skúla Bjarnasonar
læknis Borgarnesi.
Guðbjörg Ásmundsdóttir
Hólmfríður Sólveig Ólafsdóttir Guðjón Ólafsson
Jóna Sólveig Ólaf sdóttir Sigurgeir Sigmundsson
Þórður Ólafsson Gréta Marfa Dagbjartsdóttir
Jón Róbert Rósant
Ásmundur Ólafsson
Brynja Ólafsdóttir
Einar Ólafsson
Ólafur Ingi Ólafsson
Ragnheiður Ólafsdóttir
Guðmundur Ólafsson
Ósk Ólafsdóttir
Þorleifur Ingólfsson
Svanhildur Skúladóttir
Ingibjörg Sólveig Bragadóttir
Gyrðir Elíasson
Rannveig Sigurjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn