Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 2
í‘ r r i.'r V 2 Tíminn Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í pípuundirstöður. Um er að rséða 275 pípuundirstöður og 27 pípustýringar fyrir 500 mm og 600 mm pípu i steyptan hitaveitustokk. Samtals 18 tonn af stáli. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 13. mars 1990 kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 I Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vatnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í: 1. 4.200 m af ductile iron pípum, stærð 150-600 0. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 28. mars n.k., kl. 11,00. 2. Ductile iron fittings. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 28. mars n.k., kl. 14,00. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, á ofangreindum tíma. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð H! Veitinga- 'V aðstaða Leitum að aðila til að reka veitingasölu í skiptistöð Strætisvagna Reykjavíkur í Mjódd. Um er að ræða 121 m2 aðstöðu fyrir skyndibitastað á 1. hæð, sölubúr í aðalsal og skrifstofuherbergi á 2. hæð. Umsóknum skal skilað til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, í síðasta lagi þriðjudaginn 6. mars n.k. Nánati upplýsingarveitir HörðurGíslason í síma82523 kl. 10-12f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 ^ . W VATRYGGWGAFELAG VS* ÍSLANDS HF ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Lada Rover R90 árgerð 1988 Suzuki Swift GL 1000 árgerð 1988 Lada 1200 árgerð 1988 Mazda 323 1600 árgerð 1987 Lada station árgerð 1987 Lada station árgerð 1987 Honda Accord árgerð 1986 Peugeot 205 GL árgerð 1985 Subaru Justy J10 árgerð 1985 Fiat 127 Panorama árgerð 1985 Toyota Corolla MR 2 árgerð 1985 Suzuki Fox árgerð 1983 Honda Civic árgerð 1983 Datsun Stansa árgerð 1982 Subaru 1800 árgerð 1981 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykj- avík, mánudaginn 26. febrúar 1990, kl. 12-17. Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands, Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 17 sama dag. Vátryggingafélag íslands h.f. - ökutækjatryggingar - [ i ItiOUSJ Laugardagur 24. febrúar 1990 Umskipti til hins betra hafa orðið í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar: Þjóðin hætt að safna skuldum Á síðustu misserum hafa orðið mikil umskipti til hins betra í viðskiptum okkar við önnur lönd. Þannig var tæplega 8 milljarða króna afgangur á vöruskiptajöfnuði á síðasta ári, eða sem svarar til um 2,5% af landsframleiðslu. Spáð er svipuðum afgangi á vöruskiptajöfnuði á þessu ári. Frá 1980 hefur einungis einu sinni verið jafn mikill afgangur og nú, en það var árið 1986. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Verðbréfaviðskipta Samvinnubanka íslands. Þótt vöruskiptajöfnuður sé orðinn töluvert hagstæður er enn halli á viðskiptajöfnuði. Þetta stafar af miklum vaxtagreiðslum af erlendum lánum. Vaxtajöfnuðurinn, þ.e. vaxtagreiðslur umfram vaxtatekjur, var neikvæður um nálægt 13 mill- jarða króna á síðasta ári. Þjónustu- jöfnuðurinn án vaxta hefur verið nálægt jafnvægi á undanförnum árum. Að öllu samanlögðu er talið að hallinn á viðskiptajöfnuði hafi verið um 2% af landsframleiðslu á síðasta ári. Halli á viðskiptum við önnur lönd hefur einkennt íslenskan þjóðarbú- skap um langt skeið. Þannig hefur hallinn í hlutfalli af landsframleiðslu verið 3,5-4% að jafnaði frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu tutt- ugu árum hefur halli verið samtals 18 sinnum en einungis tvisvar sinn- um afgangur, þ.e. árin 1978og 1986. Þessum hallabúskap hefur fylgt mikil erlend skuldasöfnun. Þjóðin hefur mætt eyðslu umfram aflafé með erlendum lántökum. Þessi breytta þróun í utanríkisviðskiptum hefur stöðvað erlenda skuldasöfnun. Sé hallinn á viðskiptajöfnuði ekki meiri en 2% af landsframleiðslu aukast erlendar skuldir ekki að raun- gildi. Þetta stafar af því að u.þ.b. helmingur vaxtagreiðslnanna er verðbólguleiðrétting en ekki raun- vextir. Erlendir skuldir hafa aukist allan þennan áratug ef árið 1986, 1989 og árið í ár eru undanskilin. Þetta verður að telja umtalsverð- an árangur í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar, ekki síst í ljósi erfiðra skilyrða í þjóðarbúskapnum að undanfömu. Á fyrri samdráttar- skeiðum hefur viðskiptahallinn haft tilhneigingu til að aukast, sbr. erfið- leikaárin 1974-75 og 1967-68. Ein meginorsök verðbólgu hér á landi er sú að þjóðarútgjöld hafa að jafnaði verið meiri en þjóðartekjur. Betra jafnvægi milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna er því forsenda árangurs í viðureigninni við verð- bólguna. - EÓ Frá vinstri: Níels Árni Lund deildarstjóri, Steingrímur Sigfússon landbúnaðarráðherra, Álfhildur Ólafsdóttir aðstoðarmaður hans, Halla Aðalsteinsdóttir formaður nefndarinnar og Elín Líndal varaþingmaður. Timamynd Pjetur Dulið atvinnuleysi er meðal kvenna í sveitum Nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði til að kanna stöðu kvenna í landbúnaði telur að verulegt at- vinnuleysi sé meðal kvenna í sveitum landsins og mun meira en atvinnu- leysisskrár gefa til kynna. í könnun sem nefndin lét gera kemur fram að 87,5% kvenna telur að auka þurfi atvinnu fyrir konur sem sinna land- búnaðarstörfum. Nefndin gekkst fyrir mjög um- fangsmikilli könnun á stöðu kvenna í landbúnaði. f henni kemur m.a. fram að 35% kvennanna vinna laun- aða vinnu utan búsins. Hins vegar höfðu 51% áhuga á slíkri vinnu. Konur taka mun minni þátt í félags- málum landbúnaðarins en karlar. Konurnar eru samt ekki fylgjandi því að taka upp kynjahlutfall í félagskerfi landbúnaðarins. Þá telja um 74% að góð afleysingaþjónusta bænda myndi styrkja búsetu í sveit- um. Fram kemur að yngri konur sætta sig illa við að njóta ekki einhverra fría eins og aðrar stéttir. Með fækkun heimilisfólks á býlum fækkar þeim möguleikum enn frekar. í könnuninni kemur fram veruleg- ur áhugi meðal kvennanna á fræðslu t. d. í bókfærslu, skógrækt, garðrækt, ferðaþjónustu, rekstri og stofnun fyrirtækja. Einnig er talsverður áhugi á listmunagerð, minjagripa- gerð og þjóðlegum hannyrðum. Flestar konur óskuðu eftir árstíða- bundinni vinnu. Konur í sveitum hafa litla trú á nýjum búgreinum, en vilja gjarnan geta aukið tekjur sínar með því að fá aukinn kvóta í hefðbundnum búgreinum. 1 niðurstöðum nefndarinnar segir að samdráttur í landbúnaði á undan- förnum árum hafi leitt til þess að stór hluti búa sé nú af þeirri stærð að jafna megi við eitt ársverk. Nefndin leggur til að á hverju búnaðarsambandssvæði verði komið á starfshópi sem vinni markvisst að uppbyggingu atvinnu í sveitum. Einnig verði haldin námskeið í ýms- um greinum m.a. með það að mark- miði að stofna fyrirtæki á einstökum sviðum. Þá leggur nefndin áherslu á að stutt verði við bakið á heimilisiðn- aði og minjagripagerð í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda og Ferða- málaráð. Nefndin segir að aðeins með sam- stilltu átaki heimamanna og stjóm- valda sé unnt að stöðva þá fólksflutn- inga til þéttbýlissvæðanna sem nú eiga sér stað. Elín Líndal, sem átti sæti í nefnd- inni, lagði áherslu á að það sem konur í sveitum landsins þyrftu á að halda væri vinna sem gæfi auknar tekjur. Nefndin væri ekki að leggja fram tillögur um hvernig konur gætu eytt tíma sínum. Auk Elínar áttu Halla Aðalsteinsdóttir og Lísa Thomsen sæti í nefndinni. Halla var formaður nefndarinnar. - EÓ Smyglið geymt í fiskikössum Við komu flutningaskipsins Is- bergs til Hafnarfjarðar í fyrradag fundu tollverðir úr rannsóknadeild tollgæslunnar tvö hundruð kassa af bjór og 435 kíló af skinku. Varn- ingnum hafði verið komið fyrir í gámi á þilfari skipsins, en það var að koma frá Noregi. Fimm skip- verjar hafa gengist við að eiga smyglvarninginn. Við komu skipsins til landsins var ákveðið að leita í öllum gámum skipsins. í þeim gámi sem smyglið fannst í voru tómir fiskikassar fremst og voru tollverðir búnir að bera út fjöldann allan af kössum þegar komið var að kössum sem smyglinu hafði verið raðað í. Um var að ræða tvö hundruð kassa af bjór, aðallega Tuborg og 87 dósir sem hver innihélt fimm kíló af skinku. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.