Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. febrúar 1990 Tíminn 3 Samstaða í ríkisstjóminni um hverjir eigi fulltrúa í stjórn aflamiðlunar. Forsætisráðherratelur að í þessu felist lausn: „TRUIEKKIOÐRU EN ÞESSU VERÐI TEKID“ Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun var staðfest að full samstaða væri innan ríkisstjórnarinnar um þá tillögu forsætis- ráðherra, utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra að stjóm aflamiðlunar verði þannig skipuð að einn aðiU komi frá hverjum aðila. Þar sem utanríkisráðherra fer með málið, kemur hann til með að flytja formlega þessa tillögu. Þetta þýðir að einn fulltrúi kemur frá hverjum eftirtalinna aðila, LÍÚ, sjómönnum, fiskverkafólki og fisk- vinnslu. Þessir aðilar eiga síðan að koma sér saman um formann, að sögn Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Steingrímur sagði að ákveðið hafi verið að áfram yrði unnið að þessari lausn. Aðspurður um hvort gefa þyrfti út reglugerð vegna þessa, sagði Steingrímur svo ekki vera, heldur væri þetta á valdi þess ráð- herra sem færi með útflutningsleyfin og nóg að hann tilkynnti um það bréflega að þessi háttur skyldi hafður á. Aflamiðlunin kemur til með að heyra undir utanríkisviðskiptaráðu- neytið að minnsta kosti til að byrja með að sögn Steingríms. Forsætisráðherra sagðist telja að í þessari skipan fælist vissulega lausn og sagðist ekki trúa öðru en að þessu yrði tekið, þar sem ekki væri um mikla breytingu að ræða frá fyrri tillögum. „Ég held að allir aðilar sem náðist í hafi verið jákvæðir í garð þessarar niðurstöðu," sagði Steingrímur. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins lagði til að tveir fulltrúar kæmu frá LÍÚ og enginn aðili valinn sameiginlega. „Með þeirri breytingu sem þarna hefur verið gerð, er verið að koma til móts við Verkamanna- sambandið, að það verði einn frá hverjum aðila, en síðan valinn odda- maður sameiginlega," sagði forsætis- ráðherra. Landssamband smábátaeigenda sendi í gærmorgun bréf til utanríkis- ráðherra þar sem farið var fram á að fulltrúi frá landssambandinu yrði skipaður í stjórn aflamiðlunar. Steingrímur sagði að eflaust væru mjög margir ósáttir með að fá ekki fulltrúa í í þennan hóp sem stýrir aflamiðlun. „Því miður, þetta er viðkvæmt mál, og ef svo færi þá óttast ég að þetta geti haldið lengi áfram," sagði Steingrímur. I bréfinu segir að Landssamband smábátaeigenda geti alls ekki sætt sig við að í stjórn aflamiðlunar verði enginn fulltrúi sem gæta mun hags- muna smábátaeigenda, og á það bent að á síðasta ári öfluðu smábátar 12% heildarþorskafla þjóðarinnar. Þórður Friðjónsson formaður yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins sagði í samtali við Tímann að þeir yrðu að ræða málin og skoða þessa niðurstöðu ríkisstjórnarinnar. Hvenær fundur yrði boðaður í yfir- nefnd sagðist Þórður ekki vera viss um en líklega yrði það gert á morgun. Aðspurður hvort þetta væri sú niðurstaða sem menn gætu sætt sig við í yfirnefnd, sagði Þórður að væri ekki frágengið ennþá. „Við höfum farið yfir þetta á óformlegum fund- um og það hefur ekki náðst endan- legt samkomulag. Þó svo að segja megi að lausn sé í sjónmáli, þá er ekki búið að ganga endanlega frá málinu og ekki komin niðurstaða. Fyrr er málið ekki afgreitt og menn geta ekki verið vissir um að þetta komist á með þessu hætti,“ sagði Þórður. Um önnur atriði sem yfirnefnd tekur á, sagði Þórður að ekki hafi verið búið að ganga frá neinu sam- komulagi. „Hins vegar held ég að segja megi sem svo, að þessu máli frágengnu, þ.e. með aflamiðlunina, þá held ég að allir aðilar hafi metið það þannig að allt annað væri leysan- legt,“ sagði Þórður. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja samþykkti á stjórnarfundi á fimmtudag að BSRB styddi eindreg- ið þau sjónarmið Verkamannasam- bandsins að við skipan aflamiðlunar verði haft til hliðsjónar að fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar allrar. Því sé eindregið vísað á bug að þröngur hagsmunahópur útgerð- armanna geti ráðstafað þessari sam- eign að eigin geðþótta. -ABÓ Framsóknarflokkurinn: Hrossahlátur í Reykjavík Veðurblíða var á höfuðborgarsvæðinu í gær og notuðu hestaeigendur tækifærið og viðruðu hesta sína. Þessir tveir kunnu vel að meta góða veðrið og hlógu hrossahlátri. Tímamynd pjetur _i!_ _íL _L _L K _JL er þ|ónusta sem gerir fjórmálastjórum, gjaldkerum og landsbankans sendimönnum fyrirtækja lífið léttara. Með því að tengja tölvu fyrirtækisins við BOÐLÍNUNA opnar fyrirtækið í raun sína eigin bankaafgreiðslu sem opin er frá kl. 8:00-19:00 alla virka daga. Með BOÐLÍNUNNI er hægt að millifæra af eigin reikningi á hvaða reikning sem er í hvaða banka sem er, og greiða þannig t.d. alla gíróseðla, víxla, skuldabréf og laun án þess að fara í banka. Jafnframt á fyrirtækið aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um stöðu sína í bankanum og ýmiskonar annarri þjónustu. Hugaðu strax að BOÐLÍNU Landsbankans og mánaðamótin verða léttari. Allar nánari upplýs- ingarfást í bæklingi sem liggurframmi í næsta Landsbanka. L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna UMFERÐAR RÁÐ Prófkjör 3 Selfossi Eins og greint var frá í Tímanum í gær verður Framsóknarflokkur- inn á Selfossi með opið prófkjör um skipan sæta á B-listanum við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Kosið verður að Eyrarvegi 15 á laugardaginn eftir viku og eftir því sem næst verður komist er þetta eina prófkjör framsóknarmanna fyrir kosningarnar. Frambjóðend- ur í stafrófsröð eru þessir: Ása Líney Sigurðardóttir, hús- móðir og nemi, Bergur Pálsson vélvirki, Grétar Jónsson húsasmið- ur, Guðmundur Búason, fjármála- stjóri K.Á., Guðmundur Kr. Jóns- son framkvæmdastjóri, Gylfi Guðmundsson húsasmiður, Krist- ín R.B. Fjólmundsdóttir, húsmóð- ir og skrifstofumaður, Kristján Einarsson, húsa- og húsgagnasmið- ur, Páll Guðmundsson landpóstur, Sólrún Guðjónsdóttir fulltrúi, Svanur Kristinsson lögregluþjónn, Vilborg Helgadóttir framhalds- skólakennari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.