Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. febrúar 1990 Tíminn 7 Hreðavatnsskáli í dag. Vigfús reisti fyrstur veitingaskála í landi Hreðavatns 1933, en 1946 reisti hann skála þann sem hér stendur upp undir Grábrók. Tin.amynd ej. voru væntanlega afrakstur langr- ar ævi, hvernig þeim líkaði lífið í fyrirmyndarríkinu. Þær voru báðar sammála um að líf þeirra væri ósköp snautt og þeirra helsta ósk væri að fá að deyja. Vogrek harðstjórnar Það var alveg nýtt að fá þær upplýsingar úr táradal öreig- anna, að þar væri fólk, sem ætti þá ósk heitasta að fá að deyja. Brátt kom í ljós að fólk um alla Austur-Evrópu lét sig einu gilda hvort skotið yrði á það ef það mótmælti yfirráðum foréttinda- stéttarinnar með sérverslanirn- ar. Það var reiðubúið að mæta dauða sínum. Það dó í Timiso- ara, í Bukarest, en bjargaðist naumlega í Leipzig af því fyrir- skipun um manndráp var ekki hlýtt. Heiftin var orðin slík, að fólk með annars góðan málstað féll í þá gryfju að sverta enn frekar andskota sína, kommún- istana, með því að draga út á götur Timisoara krufin lík úr líkhúsum borgarinnar og kalla þau vogrek harðstjórnarinnar. Það voru mikil mistök, en sýnir betur en margt annað þá miklu heift sem búið hafði um sig meðal hinna undirokuðu, sem undu ekki lengur við ópíum kommúnismans. Árið 1971 fór sendinefnd af íslandi til Rúmeníu til að heilsa upp á flokksbræður sína þar í landi. Fyrir þeirri ferð var Svav- ar Gestsson, ungur maður sem numið hafði í Austur-Þýska- landi. Hann er nú menntamála- ráðherra landsins, og einn þeirra í Alþýðubandalaginu, sem vill enga fortíð. Það er skiljanlegt, en spurning er hvort fortíðin vill sleppa honum og félögum hans í Alþýðubandalaginu. Hún sæk- ir nú fast á bandalagið, sem hefur að vísu tekið breytingum, en ekki þó meiri en það, að enn veit það eitt flokka allan sann- leikann í öllum málum, og telur sig þess fullbúið að hafa forystu fyrir þeim sem teljast félags- hyggjufólk, þótt ljóst sé að fé- lagshyggjan sat síður en svo í fyrirrúmi í fyrirmyndarríkjum kommúnismans á heimsókna- tímanum mikla. Kannski það eitt hafi breyst að enginn Brynjólfur Bjarnason kallar lengur saman fund upp úr þurru til að tilkynna, að nú þurfi af pólitískum ástæðum að efna til verkfalla, samanber minnis- nótur Áka Jakobssonar. Við sáum öndverðu þeirrar stefnu einmitt núna á dögunum, þegar launþegar og vinnuveitendur sneru bökum saman við að semja um raunhæfar aðgerðir í þágu almennings. Með fætur úti í mýri Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar var í Rúmeníuferðinni 1971. Hann hefur gert grein fyrir ferðinni í viðtali í Tímanum, en hann hefur verið þekktur að því að fara sínar eigin leiðir í pólitík og kaupsamningum. Ekki er langt síðan hann var knúinn út af þingi af flokksbræðrum sínum, kannski mest vegna þess, að eftir notkun hins margfræga pólitíska ópíums snerist hann til skynsemistrúar, sem þykir ekki kunna góðri lukku að stýra hjá hinum fortíðarlausu í bandalag- inu. í stuttu máli skýrir Guð- mundur J. frá því að sendinefnd- in hafi verið kölluð fyrir mikla höfðingja, þar sem strax lenti í orðaskaki milli hans og höfuð- paursins, sem sat fyrir borðsend- anum með vopnaða verði í hverri gátt, og lét ekki af að spyrja þennan gamla hafnar- verkamann hvort hann hefði lesið Lenín. Guðmundur J. lét í ljós litla trú á því að rúmenskir hefðu gengið syngjandi inn í drauma- lönd samyrkjubúanna. Þá var hann minntur á að Lenín hefði sagt, að bændur hefðu annan fótinn í framtíðinni en hinn í fortíðinni. Við þessa setningu kannaðist Guðmundur J., en bætti við að neðanmáls í ís- lensku þýðingunni stæði að sá fóturinn sem væri í fortíðinni væri sokkinn upp fyrir hné í mýri og þaðan mættu þeir sig vart hræra til framtíðar. Höfuð- paurinn efaðist um að Guð- mundur J. hefði lesið Lenín. Efi hans skiptir engu máli, enda er maðurinn kominn í fangelsi. Bændur Leníns Séu menn hins vegar að leita að nútíðinni hjá bændum Leníns, þá liggur í augum uppi að hún er á milli fóta þeirra, vel varin og vel falin ef miða á við sovéskan landbúnað. Öðru máli gegnir um bændur á Vesturlönd- um. Evrópubandalagið stynur undan landbúnaðarvörum og niðurgreiðir þær með þeim hætti, að ritstjóri og fjölspeking- ur í Reykjavík hefur haldið því fram í langan tíma, að við eigum að flytja inn landbúnaðarvöru, væntanlega á meðan niður- greiðsla EB stendur yfir. Svo eigum við víst að byrja landbún- að aftur ef EB vörur hækka. íslenskir bændur hafa unnið sér það til óhelgi að vera ekki eins og bændur Leníns, annað hvort í fortíð eða framtíð; hvað þá með fortíðarfótinn fastan í mýri. Þeir hafa verið í nútímanum og þróað atvinnugrein sína svo vel, að afköstin hafa farið fram úr þörfum. Um tíma var því haldið að þeim að framleiða til útflutn- ings. Það er lokuð leið vegna þess að landbúnaðarverð er hvergi á réttu gengi vegna niður- greiðslna. Ingólfur Jónsson frá Hellu var landbúnaðarráðherra á meðan gert var út á stærstu drauma um útflutning. Þegar þeir draumar gengu ekki eftir kom Lúðvík Jósepsson til sög- unnar, og boðaði það, sem Len- ín gat aldrei, að fólk skyldi borða meira. Það hét að éta sig út úr vandanum. Nú hefur fram- leiðslan dregist saman. Væntan- lega kemst framleiðsla bænda á það stig, eftir að stefnu Ingólfs Jónssonar gætir ekki lengur, að bændur fái sannvirði fyrir fram- leiðslu sína án stórra kvaða eða opinberra afskipta. Gagnslaust patentlyf í því umróti sem nú ríkir í Evrópu eiga íslendingar engan þátt. Við erum nánast áhorfend- ur. Hins vegar erum við forvitnir áhorfendur, einkum vegna þess að í Iandinu starfa pólitísk samtök, sem voru alfarið hluti af kommúnismanum. Þótt hann væri eins og margsagt hefur verið, og nú er komið í ljós og viðurkennt er af kommúnistum sjálfum, heldur eitthvað af fé- lagshyggjufólki eflaust enn, að leiðina til betra lífs fyrir almenn- ing sé að finna í Lern'n. Frá því að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks komst til valda 1934, hefur stöðugt verið unnið að eflingu margvíslegra umbóta í þágu almennings. Ekki hefur alltaf tekist að gæta þess hófs, sem nauðsynlegt er, vegna þess að forsjárþjóðfélagið krefst allt- af meira og meira, en tekjur marka möguieikana. Þetta hefur einna skýrast komið fram í sparnaðaraðgerðum, sem nú- verandi ríkisstjórn telur sig verða að gera, svo sem í heil- brigðisþjónustunni. Skoði menn fjárlögin sést að þar er varla að finna borð fyrir báru, þ.e. að sáralítið er eftir til almennra framkvæmda, þegar búið er að greiða helstu tilkostnaðarliði forsj árþ j óðfélagsins. Lánsfj ár- lög eru íátin standa undir brýn- um framkvæmdum. íslendingar eru frjálslyndir en ekki frjáls- hyggjufólk. Þeir leggja mikið upp úr félagslegum lausnum en hafna kreddum. Þeim er annt um land sitt og velferð nágrann- ans. Komið er á daginn að patentlyfið að austan kom engu góðu til leiðar. í langan tíma bar á því að patentlyfið væri mest notað til að skapa margvíslegan óróa og verkföll í pólitísku skyni. Hafi eitthvað gott skinið af því, hefur það étist jafnharð- an upp vegna þess hvað okkur gekk og grátlega seint að komast áfram þangað sem heppilegur jöfnuður ríkti án þess að það skerti um of framkvæmdahug hinna framsæknu. Við höfum sótt langt á þessari öld, risið úr öskustó og orðið fyrirmyndar- ríki um margt. Á sama tíma hafa þeir, sem töldu að ríkið sýndi aldrei nóga forsjá, orðið að horfa upp á heimspatentin í austri verða myglunni að bráð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.