Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.02.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 24. febrúar 1990 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfólögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 „Þjóðleg íhaldssemi“ Utanríkisráðherra landsins hefur áhyggjur af því að stjórnarkreppan í Svíþjóð muni verða til þess að viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu og Evrópubandalagsins um sameiginlegt efnahags- svæði dragist á langinn. Ráðherrann bendir á að sænsk stjórnvöld hafi öðru að sinna en Evrópumál- efnum á meðan leitað er lausna á stjórnarkreppu heima fyrir. Fótt þessi ummæli verði réttilega til þess að minna á myndarlega framkomu íslenska utanríkis- ráðherrans meðan hann gegndi formennsku í ráðherrastjórn Fríverslunarsamtakanna og að á þeim mánuðum stóð ekki á neinu sem varðaði undirbúning EFTA-EB viðræðnanna, er ekki þar með sagt að hraðinn í slíkum viðræðum sé það sem öllu máli skiptir. Stjórnarkreppan í Svíþjóð gerir sennilega hvorki til né frá um niðurstöðu slíkra viðræðna. Ef þetta málefni er svo mikilvægt, sem af er látið og almannarómur bergmálar eftir forystuliði heimsstjórnmálanna, þá er síst ástæða til að óttast að stórmarkaðsmál Evrópu verði ekki keyrð áfram af nægilegum hraða. Ákveðið er, og þykir ekki annað viðeigandi, en að íslendingar taki þátt í þessum EFTA-EBE viðræðum, ekki sem drífandi fundarstjórar í undir- búningsaðgerðum eingöngu, heldur sem meðráða- menn um samningsgerðina sem fullgildir aðilar að EFTA. Þótt svo sé að formi til liggur fy.rir að íslendingar ganga til viðræðnanna klyfjaðir af fyrirvörum um efni slíkra samninga og fullkomlega meðvitaðir um sérstöðu sína gagnvart fyrirhuguð- um ríkjabandalögum og stórmarkaðssmíðum meg- inlandsþjóðanna. Þótt það verði það síðasta sem við Tímamenn gerum, að sverja af okkur og öðrum íslendingum evrópskt ætterni og langfeðgatal, þá sjáum við ekki að neinu sé spillt, þótt íslendingar haldi sér sem mest utan við hinar ýtrustu ráðagerðir um stjórn- skipunarheildir evrópskra iðnvelda. Við getum látið okkur nægja að laga hagi okkar að „framtíð- arríki Evrópu“ eða efnahagsbandalögum megin- landsins með fullri gætni, þ.e.a.s. þjóðlegri íhalds- semi, sem enn á djúpar rætur hjá þjóðinni. Ef til vill ber þar að undanskilja Verslunarráðið og Alþýðublaðið, sem virðast engjast í miklum ótta um einangrun íslendinga úti í Átlantshafi, sem er þó ekki meiri en svo að viðskiptaheimur íslendinga hefur aldrei verið stærri og opnari en á líðandi misserum og almennar samgöngur til og frá landinu eftir því. Má furðulegt heita hvað sumir menn geta þjáðst af einangrunarfóbíu og ímyndun- um um aðþrengsli, þegar ástandið í viðskipta- og samgöngumálum er ekki verra en það er. íslensku þjóðarvandi felst ekki í viðskiptalegri einangrun á neinn hátt. Ráðamenn í stjórnmálum ættu síst að fara að kaupa sig inn í markaðs- og efnahagsbandalög með pólitískum afarkostum fyr- ir ímyndanir einar saman. Þeir ættu fremur að hafa „þjóðlega íhaldssemi“ að leiðarljósi. N -L ^ ÚNA Á sunnudaginn er öld liðin frá fæðingu Vigfúsar Guðmundssonar, veitinga- manns, sem lengst hefur verið kenndur við Hreðavatnsskála. Hann fæddist á Eyri í Flókadal 25. febrúar 1890 og ólst þar upp í hópi þriggja bræðra og einnar systur. Vigfús kom mikið við sögu Tímans, og var einn þeirra sextíu manna, sem lagði krónu af mörkum til að hleypa Tíman- um af stokkunum. Úpp frá því átti hann margt handtakið til stuðnings blaðinu og flokknum. Þótt hann yrði aldrei kjörinn á þing var hann margra manna maki í áhugastarfi sínu fyrir blað og flokk, en til þess notaði hann veturna, þegar hlé varð á veitingastörfum. Vigfús var eld- hugi, minnugur og sögufróður og skemmtinn þegar sá gállinn var á honum. I Edduhúsi í gamla daga voru það einkum hann og Guðbrandur Magnús- son sem sungu hugsjónafræðin yfir okkur blaðamönnum, og þá gat oft orðið glatt á hjalla. Vigfús var svo nátengdur Fram- sóknarflokknum og blaðinu, að engum datt í hug að hann þyrfti öðru að sinna. En það var mikill misskilningur. Hann var virtur og viðurkenndur veitingamað- ur, sem kom best fram í því, að flestir landsmenn þekktu hann undir nafninu Vigfús vert. Það var heiðursheiti sem enginn hef- ur fengið nú á dögum mikils veitingareksturs. Morgunbað í Blöndu Fyrr á öldinni dvaldi hann um árabil vestan hafs og sagði sögur af fjárgeymslu sinni á þeim slóðum. Þegar fór að hægjast um hóf Vigfús að skrifa og gefa út minningar sínar af sama eld- móðinum og hann gekk að öðr- um störfum. Hann skrifaði bækurnar Æskuárin og Þroska- árin, stórskemmtilegar frásagn- ir, þar sem farið er mjúkum orðum um fólk, og sveitungar virtir að verðleikum, einkum ungu stúlkurnar. Það mun vera sagt frá því í Þroskaárunum, þegar Vigfús fór í kaupavinnu norður í Laufás og gisti á Geita- skarði. Árni á Geitaskarði var þá að gifta dóttur sína og sat Vigfús brúðkaupsveisluna. Vig- fús var mikill ungmennafélagi, vildi hvítbláinn fyrir þjóðfána og stundaði íþróttir til að herða líkamann svo sálinni væri búinn sem bestur bústaður. Hann hafði fyrir sið að baða sig í Flóku, sem rennur við túnfót- inn. Því var það, að þegar hann vaknaði eldsnemma á Geita- skarði eftir brúðkaupsveisluna og sá allt þetta glampandi bað- vatn fyrir neðan Geitaskarð, að hann hljóp undan brekkunni og steypti sér í Blöndu. Nú höfðu Húnvetningar aðra reynslu af Blöndu en þá, að hún þætti viðunandi baðvatn. Þegar Árni á Geitaskarði leit yfir tún sitt og nágrenni sá hann mannshöfuð standa upp úr Blöndu og bjóst ekki við öðru en þarna væri maður að drukkna. Hann lét kalla út björgunarlið. Enginn varð meira hissa á þeim mann- safnaði en ungmennafélaginn úr Flókadal. Einn af brautryðjendum Vigfús Guðmundsson var mikill aðdáandi Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu og þurfti margt við hann að tala bæri svo við að Jónas leitaði gistingar hjá hon- um á meðan hann rak gistihús í Borgarnesi. Frá Vigfúsi er kom- in sagan af Jónasi, sem skrifaði grein í Tímann, skrifaði fjöl- mörg sendibréf og talaði við tvo tugi manna á skammri morg- unstund í Borgarnesi frá því hann vaknaði og þangað til að áætlunarbílinn norður lagði af stað. Þá var Vigfús í miklu vinfengi við aðra forystumenn flokksins, m.a. Hermann Jónas- son. Samband þeirra var ekki eins bundið við pólitíska alvöru og sambandið við Jónas. En þeim lét vel að tala saman. Hermann sá hinn ötula mann og ofurhuga til allra verka í Vigfúsi, og hafði stundum uppi söguna af Vigfúsi, er þeir voru við laxveiði í Norðurá, að þar hefði hann náð taki á laxi, og heldur en sleppa veiðinni, hefði hann látið sig vaða með laxinn fram af fossi í ánni. Þannig var Vigfús; hugdjarfur og hreystilegur að hverju sem hann gekk. Hin síðari ár lagðist hann í heimsreisur og skrifaði bækur um þær. Á þeim reisum hitti hann stundum íslendinga erlendis, ágæta menn sem ýmist voru við störf eða nám. Suma þessa menn miklaði hann mjög þegar hann kom heim. Þeir voru hávaxnir, grannir og ljóshærðir. Og þótt Vigfús segði það ekki beinlínis fundu viðmælendur að hann var að tala um víkinga. Það sést líka á texta heimsreisu- bókanna, að Vigfúsi fannst gott að vera íslendingur. Þeim voru allir vegir færir. Hann fyllti þann flokkinn með prýði, eins og hann fyllti flokk pólitískra bræðra sinna hér heima. Tíminn getur ekki annað en minnst Vigfúsar með þakklæti. Hann var einn af brautryðjendum blaðs og flokks, og var þannig gerðar að hann ætlaðist aldrei til neins í staðinn. Háir vextir - sprúttsala Ef sá sem alla ævi var félags- hyggjumaður án þess það skerti sjálfsbjargarviðleitni hans, liti nú upp úr gröf sinni og vildi meta ástandið, er hætt við því að honum fyndist sem draumar aldamótamanna hefðu ekki ræst sem skyldi. Vigfúsi Guðmunds- syni myndi ekki lítast á frjáls- hyggjuna, og hann myndi hafa nokkrar áhyggjur af verslun samvinnumanna í landinu. Á hans dögum voru einstaka menn þekktir fyrir að taka háa vexti, og var eiginlega litið á það eins og sprúttsölu. Nú er fjöldi fyrir- tækja kominn í þessa „sprútt- sölu“ og njóta virðingar fyrir. Bankar hafa dansað með í þess- um leik, þar sem haldast í hend- ur mikil verðbólga og háir nafn- vextir. Skammt hefur verið öfg- anna á milli í þessum efnum. Áður þurftu húsbyggjendur varla að gera meira en sofa í íbúðum sínum til að eignast þær skuldlausar innan ákveðins tíma. Nú verða menn öreigar á því að sofa heima hjá sér. Það versta við þetta er, að allt eru þetta mannasetningar. Svo gerð- ist það núna, fyrir atbeina aðila vinnumarkaðarins og ríkis- stjórnar, að samið var um kyrrt verðlag, lækkun verðbólgu og lækkun vaxta. En þá er eftir að láta það takast. Við höfum verð- lagseftirlit, en það er ekki ein- hlítt og einstök verkalýðsfélög hafa ákveðið að taka upp verð- lagseftirlit. Nú þegar hefur hækkun byggingarvísitölu orðið meiri en búist var við. Það er m.a. vegna viðauka í mælinga- töxtum iðnaðarmanna. Eru þeir reiðubúnir til að taka upp verð- lagseftirlit? Ópíum fátæklinga Græðgi og þroski takast hér á og tvísýnt um úrslitin. Enn sem fyrr byggjast vandamálin á mannasetningum sem verið er að reyna að sannfæra okkur um að séu lögmál. Lengi vel hefur félagshyggjufólk verið við- kvæmt fyrir því sem kalla mátti hina endanlegu Iausn. Þar ægði að vísu öllu saman án skiljanlegs samhengis. Kommúnisminn sagði að trúarbrögðin væru bara ópíum handa fólkinu. Svo kom í ljós að kommúnisminn, sem átti að koma í staðinn fyrir trúarbrögðin, var ópíum fátæk- linga. En þrátt fyrir þetta álit á trúarbrögðunum skirruðst áróð- ursmenn ekki við að taka kenn- ingar Jesú Krists og heimfæra þær upp á kenningar kommún- ismans. Það fór jafnvel að fjölga í guðfræðideild háskólans. Fé- lagshyggjufólk, sem stóð utan við staðreyndir málsins, og bjó við félagshyggju, eins og hún er framkvæmd í lýðræðislöndum Vestur-Evrópu, taldi sig gera rétt með því að fylgja kommún- istum að málum, eða flokkum, sem eiga sögulegar rætur í kommúnisma. Svo kom reiðar- slagið. Fjallræður kommúnista stóðu ekki fótum á jörð, heldur voru þær samsuða og glassúr til að hylja glórulausa áþján al- mennings og jafn glórulaust bí- lífi valdhafanna. Kommúnism- inn var ekki alræði öreiganna heldur forræði „nomenklatúra". Félagsmálafólk á Vesturlöndum hafði verið svikið um fyrirmynd- arríkin. Dauðaóskin frá Smolensk Hér á landi hafa einstakir aðilar, sem tengst hafa hinum gömlu austantjaldsríkjum með einum eða öðrum hætti lent í erfiðleikum, þegar á daginn hef- ur komið, að almenningur í þessum löndum hefur varpað af sér einræði kommúnismans og neitað að elta villuljósin. Reikn- að hafði verið með að „alræði öreiganna" yrði við lýði að minnsta kosti í eina og hálfa öld. Það hrundi hins vegar á sjötíu árum og endalokin urðu bæði snögg og óvænt. Jafnvel í Rúss- landi er nú talað um fjölflokka- kerfi í salarkynnum, þar sem ógnarstór mynd af Lenín blasir við á einum veggnum. Ýmsir forboðar hafa svo sem verið að birtast á Vesturlöndum um það niðurlag, sem kommúnisminn hefur hlotið. Ekki er langt síðan birtur var sænskur sjónvarps- þáttur um mannlíf í Smolensk. Tvær gamlar manneskjur voru spurðar, innan um fábrotin eld- húsáhöld sem talin mundu ösku- haugamatur á Vesturlöndum en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.