Tíminn - 10.03.1990, Síða 8

Tíminn - 10.03.1990, Síða 8
8 Tíminn Laugardagur 10. mars 1990 Þróun r iunávöxtuuar skuidabréfa 1989 (%) pjtiy |AN. APKÍl |Úll OKT. 1490 )AN. IAN.1989 Ureyting (AN.19 Spun&kirteini 7.3-0,0 6.0-7.3 5.5-6.0 5.5-6 3 6.0 -1.3 til -2.0 tí.mkabrét 0.5-9.0 7.8-9.0 7.0-7.5 7.0-7.5 t .6-7.5 -1.5 til -1.7 Tuust fyiirtæki .. 10 6—11.5 11.0-11.2 9.1-10.0 8.0-10.1 8.0-10 0 -1.5 til -2.6 Veöskuldabréf , ... 11.5-14.5 12.0-15.0 10.0-15.0 10.0-15.0 10.0-15.0 -0.5 til -1.5 Veröbréfasjóöir': Kjarabréf 12.3 10.2 8.9 9.0 6.0 -6.3 Markbref 16.4 10.2 8.8 8.1 8.4 -8.0 Tekjubréf 12.2 10.2 9.9 0.8 7.3 -4.9 Skyndibréf 9.9 0.4 7.5 6.3 6.0 -3.9 Einingubréf 1 12.6 11.5 10.0 8.3 8.1 -4.5 tmingabréf II . . . . 7.7 6.6 6.9 7.0 6.0 -1.7 tiningabref III . ... lö.O 13.4 9.4 10.4 9.4 -8.6 Skummtimabréí 0.2 8.6 8.3 7.1 6.0 -2.2 Sjóösbréf 1 10.0 10.0 9.5 9.1 9.3 -1.5 Sjóösbréí II 12.7 11.8 11.3 10.2 9.6 -3.1 ■ Sjóðöbrei III . . . . 9.6 9.1 8.5 7.6 7.7 -1.9 Vaxturbref 14.1 1 1.8 1U.2 9.9 9.0 -5.1 ll Ht'imild. Mui^unblaöiö, (<cniu^amarkaöur. Fer ávöxtum hjá verðbréfasjóðum niður fyrir vexti spariskírteina? Raunvextir lækkað Skipta þarf um stálplötur í stefni Bessa ÍS 410 sem eru knúsbeyglaðar. Bessi er nýtt skip og plöturnar í stefni hans eru svo þunnar að þær hafa beyglast undan álagi sjávar. Tímamynd; pjetur. Togarinn Bessi ÍS á leið í viðgerð Togarinn Bessi ÍS 410 frá Súðavík hafði stutta viðkomu í Reykjavíkur- höfn í gær en skipið var á leið í siglingu til Englands en þaðan fer það til viðgerðar í Flekkefjord skipa- smíðastöðina í Noregi þar sem það var smíðað. Bessi er nýtt skip en þarf að fara til viðgerðar vegna þess að í ljós hefur komið að plötur í stefni þess eru of þunnar og skipta verður um þær. Eins og sjá má af myndinni er stefni Bessa knúsbeyglað. Það er vegna þess að plöturnar í því hafa hreinlega dældast undan álagi sjávar og öldugangs. Að sögn Halldórs Jónssonar skrif- stofustjóra Frosta h.f. á Súðavík sem gerir Bessa út hefur eitthvað farið úrskeiðis hjá norsku skipa- smíðastöðinni við smíði Bessa en öll fyrri verk hennar fyrir Frosta h.f. og önnur íslensk fyrirtæki hafa ætíð verið til fyrirmyndar með þessari einu undantekningu. Halldór sagðist gera ráð fyrir að viðgerðin á stefni Bessa tæki um hálfan mánuð. -sá um allt að helming Algengt virðist að raunvextir á hlutdeildarbréfum sumra stærstu verðbréfasjóðanna hafi lækkað um 4-5% og allt upp í 8% frá ársbyrjun 1989 til sama tíma á þessu ári. Raunvaxta- lækkunin er í mörgum tilfellum tvöfalt til þrefalt meira heldur en á þeim bréfum sem fé sjóðanna er gjarnan ávaxtað í, þ.e. spariskírteinum ríkissjóðs, bankabréfum og veðskuldabréfum. Virðist athyglivert að ávöxtun sumra verðbréfasjóðanna ekki orðin hærri heldur en á á spariskírteinum ríkissjóðs í byrjun þessa árs og þar með í sumum tilfellum lægri heldur en á ríkistryggðum bankabréfum. Fréttabréf Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans vakti í apríl í fyrra athygli á töluverðri raunvaxta- lækkun á bréfum verðbréfasjóðanna í ársbyrjun 1989. Varpað er fram spurningum um ástæður lækkandi raunávöxtunar: Vaxandi kaup á öruggari bréfum með lægri vöxtum? Hafa sjóðirnir þurft að afskrifa meira af eignum sínum en ráð var fyrir gert? Og hvert stefnir næstu mánuði? í nýju frétta- bréfi kemur glöggt fram að þessi þróun hélt áfram út árið, eins og að framan greinir. Og samkvæmt nýj- ustu auglýsingum í Morgunblaðinu hafa vextir margra sjóðanna enn farið lækkandi frá áramótum. Kjarabréf eru glöggt dæmi, en í þeim var ríflega þriðjungur af sam- tals 9 milljarða kr. eign landsmanna í hlutdeildarbréfum verðbréfasjóð- anna um síðustu áramót. í janúar 1989 báru þau 12,3% raunvexti (um- fram verðtryggingu) miðað við næstu 3 mánuði á undan. í janúar í ár höfðu þeir lækkað um meira en helming, niður í 6% (en höfðu aftur þokast upp í 6,8% þann 1. mars sbr. peningamarkað Morgunblaðsins). SKIPULAGSBREYTINGAR I MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi og starfsháttum menntamálaráðuneytisins, sem þegar eru komnar til framkvæmda eða eru í undirbúningi. Þær lúta að því að styrkja stjórnþætti er varða rekstur ráðuneytisins, færslu afgreiðsluverkefna út úr ráðuneytinu eftir því sem kostur er og auka svigrúm þess til að sinna stefnumörkunar- og þróun- arhlutverki sínu. í þessu sambandi hafa m.a. eftir- farandi breytingar verið gerðar. Stofnuð hefur verið sérstök skrif- stofa er kallast almenn skrifstofa til að sinna málum er varðar rekstur ráðuneytisins og sameiginlega þjón- ustu. Með tilkomu hennar skiptist ráðuneytið í fjórar skrifstofur, en auk almennu skrifstofunnar er fjármálaskrifstofa, háskóia- og menningarmálaskrifstofa og skóla- málaskrifstofa. Skrifstofustjórar þeirra hafa verið ráðnir. Þá hafa verið gerðar ráðstafanir til að flytja út úr ráðuncytinu ýmis verkefni er varða undirbúning og afgreiðslu starfsmannaráðninga við skóla og aðrar stofnanir á stjórn- sýslusviði ráðuneytisins. Fræðslu- stjórum verður falið að annast mörg þessara verkefna í umboði ráðuneyt- isins, allt frá því að auglýsa í lausar Menntamálaráðherra Svavar Gestsson kynnir skipulagsbreytingarnar á blaðamannafundi. Til vinstri situr Árni Gunnarsson starfandi ráðuneytisstjóri og til hægri við ráðherra situr Gerður G. Óskarsdóttir. Tímamynd Pjetur stöður og hafa á sinni hendi ráðning- ar eftir umfjöllun lögmætra umsagn- araðila. Þá fá skólameistarar fram- haldsskólanna hliðstæð verkefni, auk þess sem til Háskóla íslands verða færð ýmis afgreiðsluverkefni er tengjast ráðstöfun starfa í há- skólanum og stofnum hans, eftir því sem lög heimila. í þriðja lagi verðu deildaskipan innan ráðuneytisins breytt. Starfs- mannahaldsdeild verður komið á fót, en samfara breytingum á skipan ráðningarmála verða þau afgreiðslu- verkefni á því sviði sem eftir verða í höndum ráðuneytisins sameinuð í þeirri deild. Jafnframt verður skóla- þróunardeild og grunnskóladeild sameinarðar undir heiti þeirrar síðarnefndu. Þriðja deildin verður framhaldsskóladeild en hún kemur til eftir sameiningu framhaldsskóla- deildar og verk- og tæknimenntunar- deildar, og til viðbótar verðu stofnað til nýrrar deildar er fjallar um mál- efni fullorðinsfræðslu. Þá var fyrir hendi deild er nefnist leikskóladeild. Menntamálaráðherra segir að þessar ráðstafanir ættu ekki að leiða til aukins kostnaðar. Miðað sé við að hann haldist svipaður. Skrifstofur menntamálaráðuneyt- isins sem verið hafa til húsa á fimm stöðum í Reykjavík flytjast í húsið að Sölvhólsgötu 4 og hefur húsinu verið gefið nafnið Sölvhóll. -ABÓ Á þessu sama eins árs tímabili lækkuðu raunvextir Markbréfa úr 16,4% niður í 8,4, Einingabréfa I úr 12,6% niður í 8,1% og Einingabréfa III úr 18% niður í 9,4%. Lækkun raunvaxta á nefndum bréfum hefur því verið á bilinu 4,5 til 8,6% á sléttu ári. Á sama tímabili lækkuðu raun- vextir spariskýrteina aftur á móti aðeins um 1,3 til 2%, vextir banka- bréfa heldur minna og raunvextir veðskuldabréfa og bréfa traustra fyrirtækja mest um 1,5 til 2,6%. Þetta er athyglivert í ljósi þess að eignir verðbréfasjóðanna eru að stórum hluta ávaxtaðar í fyrrnefnd- um verðbréfum. Sjóðirnir gefa út og selja svonefnd hlutdeildarbréf/skírt- eini (t.d. Kjarabréf, Einingabréf, Sjóðsbréf). Fyrir söluandvirði þeirra kaupa sjóðimir að mestu verðbréf (spariskýrteini, bankabréf, veð- skulabréf og kröfur svo dæmi séu nefnd). Þeir raunvextir sem eigendur hlut- deildarbréfanna fá (við innlausn þeirra) ráðast af ávöxtun þeirra verðbréfa sem sjóðirnir kaupa fyrir andvirði þeirra. Ávöxtunin ræðst m.a. af því hvernig tekst til um innheimtu þessara verðbréfa. Þurfi sjóðirnir t.d. að afskrifa keypt verðbréf í einhverjum mæli (t.d. vegna ónógra trygginga) kemur það fram sem lækkun á ávöxtun hlut- deildarbréfa í viðkomandi sjóðum. Kunnugir menn í þessum efnum benda t.d. á að veð sem þóttu góð, t.d. í atvinnuhúsnæði, fyrir tveim árum væri í mörgum tilfellum orðið mun ótryggara í dag eftir að verð slíks húsnæðis hafi í krónum talið nánast staðið í stað þann tíma auk þess sem það sé jafnvel illseljanlegt. Svipað getur átt við um bréf með sjálfskuldarábyrgð sem þótti góð og gild fyrir 2-3 árum, en ekki lengur. (Fyrirtæki sem voru í uppgangi fyrir nokkrum árum eru nú t.d. sum komin á hausinn.) Tekið skal fram að framangreindir raunvextir verðbréfasjóðanna (á bil- inu 6-9%) eru af flestum talin hin ágætasta ávöxtun á fjármunum, þ.e. ef þeir lækka ekki að mun úr þessu (og fara t.d. undir ávöxtun ríkis- tryggðra spariskírteina sem bera fasta vexti). Sú allt að helmings lækkun raun- vaxta á einu ári sem nú hefur átt sér stað er hins vegar glöggt dæmi um það hve varlega verður að fara í að reikna sér svo og svo mikinn „vaxta- gróða" langt fram í tímann (að ekki sé talað um milljónalífeyri eftir 30 eða 40 ár) út frá háum vaxtaprósent- um sem kannski eiga aðeins við um nokkurra mánaða skeið. í verð- bréfakaupum fellst alla jafnan þeim mun meiri áhætta sem hærri vextir eru í boði. - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.