Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 16. mars 1990 Alþýðuflokkur mun bjóða fram á nýjum vettvangi til borgarstjórnarkosnina: Nýtt framboð um mál- efni gömlu flokkanna í gær var tilkynnt um stofnun samtaka um nýtt framboð til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Þetta framboð kallast „Samtök um nýjan vettvang“ og verður formlegur stofnfundur haldinn í Reykjavík á laugardag. Þegar liggja íyrir drög að stofnsam- þykkt og segir þar m.a. að samtökin hafi „það markmið að ná meirihluta- valdi í Reykjavik ásamt pólitískum samheijum. Nýr vettvangur vill virkja fólk utan flokka og þá Reyk- víkinga sem ekki sjá valkost í hefð- bimdnum flokkaframboðum." Þeir sem að þessu framboði standa eru Alþýðuflokkurinn ásamt óflokks- bundnum einstaklingum og nokkrum félögum úr Birtingararmi Alþýðu- bandalagsins. Alþýðubandalags- mennimir segja þó að þeir taki þátt í Nýjum vettvangi sem einstaklingar en ekki sem fúlltrúar flokka sinna. Talsmenn úr undirbúningshópi fyrir stofnun samtakanna viðurkenna að málefnaleg sérstaða þessa framboðs sé ekki fyrir hendi. Stefnumál þeirra og áhersluatriði séu í aðalatriðum þau sömu og þeirra flokka sem verið hafa í minnihluta í borgarstjóm und- anfarin ár. Áhersla er lögð á félagslega þjón- ustu, fyrir böm og gamalmenni, um- hverfisvemd og umferðaröryggi, fé- lagslegt húsnæði o.fl Undirbúningur við 20. landsmót UMFÍ, sem haldið verður í Mosfellsbæ í sumar í fullum gangi. Hugmyndasamkeppni um nafn á tákn mótsins: Hvað á fugl lands- mótsins að heita? Nú er að hefjast hugmyndasam- keppni meðal grunnskólanema á landinu, þar sem auglýst er eftir nafni á tákn 20. Landsmót UMFÍ, sem fram fer í Mosfellsbæ í sumar. Tákn mótsins er fugl, sem Ragnar Lár og Halldór Baldursson teikn- uðu. Hverjum nemanda er heimilt að senda inn fleiri en eina tillögu og er skilaffestur til 1. apríl. Fyrstu verðlaun em 25.000 krónur, en auk þess munu veitt 50 aukaverðlaun. Undirbúningur landsmótsins er nú í fúllum gangi. Nú eru rétt rúmir fjórir mánuðir þar til mótið verður sett, en það verður haldið i Mos- fellsbæ dagana 12. - 15. júlí í sum- ar. Ungmennasamband Kjalamess heldur mótið að þessu sinni og í samvinnu við Mosfellsbæ. Að sögn forsvarsmanna mótsins er stefnt að því að þetta verði glæsilegasta landsmót, sem haldið hefúr verið hingað til. Gera má ráð fyrir allt að 3.000 keppendum á þessu 20. landsmóti UMFÍ, sem er mikil aukning ffá síðasta móti er ffam fór á Húsavík sumarið 1987. Keppt verður í 74 greinum og meðal nýrra keppnis- greina má nefna fimleika kvenna, golf og hestaíþróttir. Þetta mun verða í fyrsta skiptið, sem keppt verður í hestaíþróttum á vegum iþróttahreyfmgarinnar á Islandi. I næsta mánuði mun fara ffam for- keppni að skólahlaupi, en þar geta um 800 nemendur á aldrinum 11 til 14 ára unnið sér rétt til að taka þátt í úrslitum þessa hlaups á landsmót- inu. Nokkrir dansleikir verða haldnir sérstaklega í tengslum við 20. landsmót UMFI og nú er í athugun hvort ffamkvæmanlegt sé að halda sérstaka rokkhátíð í tengslum við þennan íþróttaviðburð. Meðal ann- arra nýjunga má nefna að sýndur mun leikur í amerískum fótbolta (ruðningsbolta), stefnt er að sér- stakri spjótkastkeppni á milli þriggja innlendra og þriggja er- lendra kastara við setningu mótsins og þá er ákveðið að starfsmenn mótsins klæðist sérstökum ein- kennisklæðnaði, eins og tíðkast á stærri mótum erlendis. Þegar hafa verið gerðir samningar við nokkur fyrirtæki og stofnanir um samvinnu og kynningu á vörum og þjónustu í tengslum við mótið. Gengið hefúr verið frá áætlun varð- andi sjónvarpsútsendingar ffá mót- inu og mun sent út ffá 13.00 til 18.00 fostudag, laugardag og sunnudag. - ÁG Hins vgar telja forsvarsmenn Nýs vettvangs sérstöðu sína felast í skipu- lagsformi samtakanna og því að framboðið bijóti hlekki staðnaðs flokkakerfis. Hin skipulagslega sér- staða felst m.a. í því að ekki er ætlun- in að koma á fót flokksstofhunum öðrum en 7 manna stjóm, og þeir fúlltrúar sem kjömir yrðu í borgar- stjóm fyrir ffamboðið yrðu ekki ábyrgir gagnvart samtökunum sem slíkum heldur einungis gagnvart kjósendum, en eitthvað á þessa leið var þessi sérstaða orðuð á blaða- mannafúndi sem undirbúningshópur- inn hélt í gær. Er það skoðun hópsins að með þessu móti náist fram virkara lýðræði í samtökunum um leið og nýr farvegur myndast fyrir stjóm- málabaráttu utan gömlu flokkanna. Á blaðamannafúndinum í gær kom fram að aðstandendum samtakanna þykir eðlilegt að Framsóknarflokkur- inn, Alþýðubandalag, og Kvennalisti dragi framboð sín til baka og fylki sér um hinn Nýja vettvang, þó hófleg bjartsýni einkenndi raunar þá von. Alþýðuflokkurinn verður sem kunn- ugt er ekki með sérstakt ffamboð og er einn gömlu flokkanna aðili að Samtökum um nýjan vettvang. Stefnt er að því að halda prófkjör fyrir páska um fúlltrúa á lista Sam- takanna. Þrátt fyrir umleitanir virðist nú ljóst að þeir sjálfstæðismenn sem rætt hefúr verið við í þessu sam- bandi, Jón Magnússon og Ellert Schram, munu ekki hafa áhuga á að taka þátt í slíku prófkjöri, þó trúlegt sé að ræðumannalisti á stofnfúndin- um gefi vísbendingu um hveijir eru hér á ferðinni. Ólína Þorvarðardóttir, fyrrum sjónvarpsfféttamaður verður fundarstjóri á laugardag og gefúr hún kost á sér á þennan lista. Aðrir ræðu- menn verða Ragnheiður Davíðsdótt- ir, Einar Heimisson; Aðalsteinn Hallsson Kristín Á. Ólafsdóttir og Svanur Kristjánsson. Allt bendir því til að ffamboðin til borgarstjómar verði jafn mörg eða fleiri í vor en í síðustu kosningum. Grænmgjar munu verða með fram- boð og þó Alþýðuflokkurinn verði ekki með sjálfstætt ffamboð býður hann ffam á Nýjum vettvangi. Hinir hefðbundnu flokkamir verða allir með sín ffamboð. - BG Ráðist var á sjómanninn á þessu homi, þ.e. homi Óðinsgötu og Skólavöröustígs eftir að hann haföi tekið dræmt I koma með fólkinu f einhvem kiúbb sem starfræktur átti að vera í nágrenninu. Tímamynd Pjetur. Sparkað í maga 26 ára gamals sjómanns og hann rændur í miðbæ Reykjavíkur: Strákurinn sparkaði, konumar rændu hann 26 ára gamall sjómaður var barinn og rændur á homi Skólavörðustígs og Óðinsgötu um hálf tvö í íyrrinótt. Þau er frömdu verknaðinn, einn mað- ur og tvær stúlkur komust undan, með 4 til 5 þúsund krónur í peningum og gráa íþróttatösku sem í vora föt. „Eg var að ganga upp Skólavörðu- stíginn á leið heim á hótel Óðinsvé,“ sagði sjómaðurinn sem ekki vildi láta nafns síns getið, þegar Tíminn ræddi við hann í matsal Óðinsvé um hádeg- isbil í gær. Hann var í stuttu stoppi í landi, en fór til veiða á ný í gær- kvöldi. Hann sagðist hafa heyrt í einhveij- um fyrir aftan sig, skömmu áður en komið var að homi Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis, en þá hafi fólkið tekið sig tali og gengið með sér að næstu gatnamótum, þ.e. að homi Óð- insgötu og Skólavörðustígs. „Þetta var einn strákur og tvær stelpur, lík- legast um tvítugt. Þau vom að reyna að fá mig í partí, í einhvem klúbb sem átti að vera þama í nágrenninu og ætluðu að fá mig til að gefa þeim í glas, fyrsta hringinn, ef ég vildi koma með,“ sagði sjómaðurinn. Hann sagði að þegar hann hafi tekið dræmt í þessa ósk þeirra hafi pilturinn allt í einu slegið til sín, síðan sparkað mjög fast í magann á honum og hann þá fallið saman. „Þá greip önnur stelpan veskið mitt úr hægri jakka- vasanum og hin tók töskuna. Síðan hentu þau veskinu í mig eftir að hafa tekið peningana úr því, eitthvað um 4 til 5 þúsund krónur," sagði sjómaður- inn, annað í veskinu létu þau vera. I töskunni, sem er grá íþróttataska var jakki, vinnuskyrta og buxur. „Ég sá ekki hvert þau fóm, enda hugsaði ég um það eitt að hlaupa á hótelið.“ Að- spurður hvort hann hafi barið eitt- hvað ffá sér, sagðist hann bara hafa varið sig, „ég slæ aldrei fólk og sé lít- ið hvað maður hefúr upp úr því,“ sagði sjómaðurinn. Hann sagðist lík- lega hafa lagt í strákinn ef hann hefði vitað að hann væri ekki vopnaður. „Maður veit það aldrei hvað fólk get- ur haft á sér, en þau beittu engum vopnum," sagði sjómaðurinn. Þegar á hótelið var komið hringdi hann á lögreglu sem kom og fóm með hann um hverfið, til að athuga hvort sæist til þeirra. Sú leit bar ekki árangur. Því næst var tekin skýrsla af honum. . „Ég tók nú ekki mikið eftir þeim, þau vom ósköp venjuleg, líklega um tvítugt. Þau vom dökkklædd, strákur- inn var ljóshærður og önnur stelpan dökkhærð. Ég mundi þekkja hana affur, ef ég sæi hana aftur.“ Aðspurður hvort þau hafi verið und- ir áhrifúm áfengis, sagðist hann ekki hafa tekið eftir því. „Eg var hins veg- ar aðeins búinn að fá mér í glas,“ sagði sjómaðurinn. „Ég sé að það borgar sig ekki að spara leigubíla milli staða, það er ekki óhætt að vera einn á ferð úti. Það er ákaflega slæmt að ekki sé hægt að ganga óhultur um götumar,“ sagði sjómaðurinn sem kemur norðan úr landi og er á bát gerðum út ffá Suður- nesjum. Tíminn fór með manninum á vett- vang þar sem hann lýsti atburðarás- inni. Hann sagðist ennþá finna til ónota í maganum eftir sparkið. —ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.