Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 13
Föstudagur 16. mars 1990
Tíminn 13
Sigrún Magnúsd. Áslaug Brynjolfsd.
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur aöalfund laugardaginn
17. mars kl. 15.00 að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Borgarstjórnarkosningarnar
3. Önnur mál.
Mætið vel.
Stjórnin
Kópavogur - Opið hús
Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, ki. 17-19.
Alltaf heitt á könnunni.
Framsóknarfélögin.
Framsóknarvist
verður haldin sunnudaginn 18. mars n.k. í Dans-
höllinni (Þórscafé) kl. 14.00.
Veitt verða þrenn verðlaun karla og kvenna.
Hallur Magnússon blaðamaður flytur stutt ávarp í
kaffihléi.
Framsóknarfélag Reykjavíkur
Hallur Magnusson
Námskeið fyrir ungt fólk
á erlendri grund
Samband ungra framsóknarmanna stendur til boða að tilnefna ungt
fólk á aldrinum 18 til 30 ára á námskeið sem haldin eru víðs vegar í
Evrópu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þennan möguleika eru
beðnir að hafa samband við Egil Heiðar á skrifstofu Framsóknar-
flokksins í síma 91-24480.
Framkvæmdastjórn SUF.
Opinn stjórnarfundur SUF
Samband ungra framsóknarmanna heldur stjórnarfund laugardaginn
17. mars n.k. í húsakynnum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 í
Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 10.00 og er opinn öllum ungum
framsóknarmönnum.
Framkvæmdastjórn SUF
Rangæingar - Spilavist
Komum saman og spilum félagsvist í Hvolnum sunnudagskvöldið 18.
mars kl. 21.00
Góð kvöldverðlaun.
Framsóknarfélag Rangæinga.
Borgarnes - Félagsvist
Félagsvistinni sem vera átti 9. mars hefur verið frestað. Þriggja kvölda
keppni hefst 23. mars kl. 20.30 í Félagsbæ.
Framsóknarfélag Borgarness
Framsóknarfólk Norðurlandi vestra
Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár-
króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga
og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757.
Norðurland eystra
Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla
virkadagafrá kl. 16-19, sími 96-21180.
Keflvíkingar -
Suðurnesjamenn
Hádegisverðarfundur um stóriðju verður hald-
inn laugardaginn 17. mars á Glóðinni og hefst
kl. 12.00. Frummælandi verður Guðmundur
G. Þórarinsson alþingismaður.
Mætið stundvíslega og takið með ykkur gesti.
Allir velkomnir.
Guðmundur G. Björk, félag framsóknarkvenna í Keflavík
Þórarinsson og nágrenni
Bo Derek er mikil hestakona og saknar hestanna sinna þegar hún er langdvölum í burtu frá heimili sínu í Kalífomíu,
— en hér fær hún að fara á bak einum fegursta gæðing í heimi í Spænska reiðskólanum í Vín
Bo Derek skrapp á bak í
„Spænska reiðskólanum"
í Spænska reiðskólanum í Vín er
það ekki venja að leyfa gestum að
fara á bak sýningarhestunum, en
undantekning var þó gerð þegar hin
fagra leikkona Bo Derek kom þang-
að í heimsókn.
Dr. Jaromir Olella er forstöðumað-
ur Spænska reiðskólans. Hann sagði
blaðamönnum við þetta tækifæri, að
það væri mjög óvenjulegt að gestum
væri boðið að skreppa á hestbak, en
þeir hefðu með gleði brotið allar
reglur til að leyfa Bo Derek að prófa
einn gæðinginn.
Bo sagði: „Við hjónin eigum 10
hesta heima í Kalifomíu og ég hef
alltaf verið hrifin af hestum og
stundað mikið hestamennsku. Það
hefur verið draumur minn frá því ég
var lítil stelpa að koma á þennan
fræga stað, Spænska reiðskólann í
Vín, og nú hefúr sá draumur ræst,
— og meira en það ég fékk að fara
á bak snjóhvítum gæðingi!"
Hún sagði reyndar, að það hefði
verið langt frá því að vera nokkurt
sýningaratriði hjá sér þegar hún reið
um sviðið, því að hún hefði greini-
lega haft vitlaust taumhald á hestin-
um. Reiðmennska sín væri í „kú-
rekastíl“, en þessir hestar væm van-
ir allt öðm.
Bo Derek er í Vín til að kynna nýju
kvikmyndina „Ghosts Can’t Do It“,
en þar leikur hún aðalhlutverkið og
leikstjóri er John Derek, maður
hennar. Bo leikur ekkju, en eigin-
maður hennar birtist henni sem vofa
og vill taka upp fyrra samband
þeirra. Myndin er tekin í Hong
Kong og í Karabíska hafinu.
Bo var spurð hvemig hcnni hefði
líkað að leika á móti hinum þekkta
leikara Anthony Quinn. Hún svar-
aði: „Það var vissulega erfitt. Hann
er sérvitur og hefúr sínar ákveðnu
skoðanir á hlutunum. Hann hefúr
líka mikla reynslu og mér fannst ég
geta lært mikið af honum.“
Þá var það gert að umtalsefni, að
auðkýfingurinn Donald Tmmp
kemur fram í myndinni. Blaðamað-
ur spurði hvort ekki hefði verið erf-
itt að fá milljarðamæringinn til þess.
„Nei,“ sagði Bo. Hún sagði að hann
væri góður vinur þeirra hjónanna og
hefði þótt gaman að taka þátt í þessu
með þeim.
— En hvers vegna fmmsýning
myndarinnar í Evrópu en ekki í Am-
eríku, spurði blaðamaður. Var
myndin of „djörf‘ fyrir ameríska
áhorfendur. Það fengust lítil svör
við því, nema að þau John hefðu
betri reynslu af evrópskum gagn-
rýnendum.
Þegar Bo Derek lék í myndinni
„10“ var hún kölluð „hin fúllkomna
kona“ (með einkunina 10 í öllul).
Þegar hún var spurð, hvaða karl-
maður — að hennar mati — væri
„hinn fnllkomnir karlmaður" var
hún fljót til svars: „Fyrir mér er að-
eins einn „hinn fúllkomni karlmað-
ur“ og það er eiginmaður minn,
John Derek."
Anthony Quinn leikur hinn framliðna
eiginmann, sem kemur aftur til konu
sinnar, en „Ghosts Can’t Do It"
(Draugar geta ekki sofið hjá) heitir
myndin, svo að iíklega verður lítið
spennandi hjónalífið hjá þeim