Tíminn - 16.03.1990, Side 4
4 Tíminn
Föstudagur 16. mars 1990
UTLOND
Gaddafi telur Vestur-Þjóðverja hafa framið skemmdarverk á efnaverksmiðjunni í Rabat í Líbýu:
Meint eiturefnaverk-
smiðja logaði glatt
- ■ ■ ■ • -.
Efnaverksmiðjan í Rabat í Líbýu. Ef fréttir ABC sjónvarpsstöðvarinnar eru réttar þá er verksmiðjan brunnin tii
grunna, en Ijóst er að stórskaði varð í eldsvoða þar. Verksmiðjan er mjög umdeiid og hafa Bandaríkjamenn
sakað Líbýustjóm um að framleiða eiturvopn í verksmiðjunni.
FRETTAYFIRLIT
MOSKVA - Fulltrúaþing
Sovétríkjanna telur fullveldis-
yfirlýsingu Litháa ómerka og
samþykkti þingsályktunartil-
lögu sem kveöur á um aö
þingið telji sovésk lög enn í
fullu gildi í Litháen. 1463 full-
trúar greiddu atkvæöi með til-
lögunni en einungis 94 greiddu
atkvæði á móti.
MOSKVA - Mikhaíl Gor-
batjsof sem nú situr í forseta-
stól með margfalt meiri völd en
fyrri forseíar Sovétríkjanna
sagðist ætla að nota völd sín
til að standa fyrir miklum um-
bótum á skipulagi sovéska
hersins. í fyrstu ræðu sinni eftir
að fulltrúaþingið kaus hann
forseta hét Gorbatjsof einnig
að hann myndi aldrei beita
sovésku hervaldi utan landa-
mæra Sovétríkjanna án sam-
þykkis þingsins, nema á
Sovétríkin yrði ráðist.
ULAN BATOR -Hinirnýju
leiðtogar mongólska kommún-
istaflokksins gagnrýndu for-
vera sína harðlega fyrir að
hafa staðið í veginum fyrir
lýðræðisþróun í Mongólíu og
hétu því að lýðræðislegar
kosningar yrðu haldnar bráð-
lega.
AUSTUR-BERLÍN -Hinn
austurþýski hægriflokkur, Lýð-
ræðislega vakning, kaus kierk-
inn Rainer Eþþelmann sem
leiðtoga sinn. Er hinum geist-
lega manni ætlað að ná aftur
trausti kjósenda á flokkinn, en
það mun eitthvað hafa brogast
Str i Ijós kom að fyrri for-
ur flokksins hafði unnið
fyrir hina illræmdu leynilög-
reglu Stasi. Frjálsar þingkosn-
ingar fara fram í landinu á
sunnudag.
VÍN - Líbýumenn hvöttu til
þess að olíuverð OPEC ríkja
yrði hækkað um 10% nú
þegar.
VATÍKANIÐ - Vatíkanið
tók upp stjórnmálasamband
við Sovétríkin og var þannig
bundinn endi á sjö áratuga
togstreitu þessara merku ríkja
sem barist hafa um sálu fólks
í austurvegi.
Mummar Gaddafi leiðtogi Líbýu
gaf í skyn að leyniþjónusta Vestur-
Þýskalands ætti sök á miklum elds-
voða sem varð í gær í hinni um-
deildu efnaverksmiðju í Rabat þar
sem Bandaríkjamenn staðhæfa að
framleidd séu eiturvopn, en verk-
smiðjan var byggð með hjálp vest-
urþýskra fyrirtækja. Tveir menn
fórust i eldsvoðanum.
-Ef nánari rannsókn í upptökum
eldsins bendir til þess að vesturþýska
leyniþjónustan taki þátt í aðgerðum í
Líbýu, þá mun veru Vestur-Þjóðverja
í Líbýu Iokið, sagði Muammar Gadd-
afi
í yfirlýsingu sinni í gær vegna brun-
ans, en Líbýumenn telja líkur á að
bruninn sé af völdum skemmdar-
verks.
Það voru Bandaríkjamenn sem fyrst
sökuðu Líbýumenn um þann ásetning
að framleiða eiturgas í efnaverk-
smiðjunni í Rabat, en Líbýumenn
fullyrða að þar séu einungis fram-
leidd lyf. Hins vegar hafa borist frétt-
ir frá leyniþjónustu Vestur-Þýska-
lands um að 50 tonn af sinnepsgasi
hafi verið framleitt í verksmiðjunni
frá því um mitt ár í fyrra. Þær fregnir
hafa hins vegar ekki verið staðfestar.
Að minnsta kosti þúsund Líbýu-
menn söfnuðust saman utan við
sendiráð Vestur-Þýskalands í Trípólí
höfúðborg Líbýu í gær þegar fréttist
af eldsvoðanum í Rabat.
Hins vegar hafa áður óþekkt líbýsk
andspymusamtök gefið út yfirlýs-
Regnskógar Amazon gætu horfið
með öllu í náinni framtíð verði ekki
gripið til róttækra verndunarað-
gerða nú þegar. Þetta er niöurstaða
nýrrar rannsóknar á þessum vold-
ugasta regnskógi heims sem sér um
framleiðslu á stórum hluta þess
súrefnis sem svífur um loftin blá.
-Niðurstöður okkar sýna að ef skóg-
areyðingin í Amazon heldur áfram af
sama hraða og í dag, þá munu óaftur-
kræfar breytingar verða á loftslagi
sem geta gert endurlífgun hitabeltis-
skógana mjög erfiða, sagði Jagadish
Shukla landfræðingur einn þeirra er
unnu að rannsóknunum sem skýrslan
býggir á.
Aætlað er að um 12% af regnskóg-
um Amazon hafi þegar orðið eyði-
leggingunni að bráð og um það bil 36
þúsund ferkílómetrar skóglendis eyð-
ist á árí hverju. Samkvæmt skýrsl-
unni gæti regnskógamir verið horfnir
eftir 50 ár.
Hópur sérfræðinga hefur unnið eftir
sérstöku líkani sem byggir á fyrri
rannsóknum á þróun loftslag í regn-
skógunum. Samkvæmt því munjarð-
vegurinn í regnskógunum hitna eftir
að skógurinn hverfur og úrkoma á
svæðinu minnka stórkostlega.
-Afleiðingin er minnkandi rigning,
hærra hitastig, lengri þurrkatímabil
ingu um að menn á þeirra vegum hafi
kveikt í. Maður hringdi til evrópskrar
sjónvarpsstöðvar frá Kaíró og sagði
að Þjóðararmur Líbýska hersins hafi
staðið að íkveikjunni til að koma í
veg fyrir ffamleiðslu eiturefha og
kjamorkutengdra efna í Líbýu. Var
ríkisstjóm Vestur-Þýskalands for-
og aukin hætta á skógareldum, segir í
skýrslunni.
Hins vegar taka sérffæðingamir
fram að ítarlegri rannsóknir séu
nauðsynlegar til að ákvarða áhrif
skógareyðingarinnar á loftslag í
Norður-Ameríku.
Bandaríska geimferðastofnunin fjár-
magnaði rannsóknir sérffæðinganna
sem byggjast mjög notkun gervi-
tungla við upplýsingaöflun.
ísraelska þingiö
veitir stjórninni
náöarhöggiö:
fsraelska þingið veitti ríkistjórn
Yitzhak Shamir náðarhöggið í gær
þegar samþykkt var vantrauststillaga
Verkamannaflokksins. Verka-
mannaflokkurinn gekk út úr stjórn-
inni á mánudaginn vegna tregðu
Shamirs við að ganga til friðarsamn-
inga við Palestínumenn í samræmi
við tillögur Bandaríkjastjórnar.
dæmd í yfirlýsingunni.
Miklar skemmdir virðast hafa orðið
í verksmiðjunni því að í ffétt Jana
hinnar opinbem fréttastofu Líbýu
sagði að skemmdir hefðu orðið á
gmndvallarbúnaði verksmiðjunnar.
Þá hefur bandaríska sjónvarpsstöðin
ABC staðhæft að verksmiðjan hafi
Atkvæðagreiðslan er talin sigur
fyrir Verkamannaflokkinn og for-
manns hans Shimon Peres, en að
sama skapi ósigur fyrir Likudbanda-
lagið, Yitzhak Shamir formanns þess
og andstæðinga viðræðna við Palest-
ínumenn. Er þetta í fyrsta sinn sem
ríkisstjórn í ísrael fellur á van-
trauststillögu.
bmnnið til gmnna.
Bæði Israelar og Bandaríkjamenn
gáfu út yfirlýsingu um að ríkin hafi
ekki staðið í íkveikju í Rabat, en bæði
þessi ríki hafa áskilið sér rétt til að
eyðileggja efnaverksmiðjuna ef
sannast að þar séu ffamleidd efna-
vopn.
Ekki er Ijóst hvort Verkamanna-
flokkurinn nær að laða til samstarfs
smáflokka í vinstri væng ísrealskra
stjórnmála og einhverra þeirra
flokka sem aðhyllast strangtrúnað til
að mynda nýja meirihlutastjórn, en
útséð þykir um það að Shamir nái að
mynda slíka stjórn.
Ný svört skýrsla um afleiðingar skógareyðingar í Suður-
Ameríku verði ekki gripið snariega til verndaraðgerða:
Regnskógar Amzon
hverfa skjótt af
yfirboröi jarðar
Grimmileg framkoma íraka:
Hengja breskan
blaöamann fyrir
meinta njósnir
írösk stjómvöld hengdu í gær
breskan blaðamann af írönskum ætt-
um og skiluðu sendiráði Breta í
Baghdad líki hans um hádegisbil.
Maðurinn Farzad Bazoft að nafni
var sakaður um njósnir fyrir Breta
og ísraela og virtu írakar að vettugi
beiðnir breskra stjómvalda um að
lífi mannsins yrði þyrmt. Auk
breskra stjómvalda höfðu leiðtogar
víða um heim beðið honum griða.
-Frú Thatcher vildi hann á lífi. Við
afhentum henni líkið, sagði Latif
Nassif Jassem upplýsingamálaráð-
herra Iraka eflir að líki Bazoft hafði
verið ekið til breska sendiráðsins.
írakar staðhæfa að Bazoft hafi hlot-
ið réttlát réttarhöld, en flestir aðrir
em á öðra máli. Félagar Bazofts á
breska blaðinu Observer sögðu að
Bazof hefði verið mjög áhugasamur
blaðamaður sem ætíð heíði lagt mik-
ið á sig til að sanna sig sem blaða-
mann og koma fyrstur með fréttim-
ar. út í hött væri að ætla að hann hafi
verið njósnari og þó svo væri réttlæti
slíkt ekki grimmilegan dauðadóm.
Bazoft var handtekinn í september-
mánuði þegar hann reyndi að afla
sér upplýsinga um sprengingu sem
varð í verksmiðju í írakskri herstöð
suður af Bagdhad. Hann dulbjó sig
sem indverskan lækni og fékk hann
breska hjúkranarkonu Daphne Pa-
rish í for með sér. Parish sem vann á
einkasjúkrahúsi í Baghdad hlaut 15
ára fangelsisdóm.
Bazoft hafði komið fram í sjón-
varpi í írak og játað að hafa stundað
njósnir en síðar dró hann þá játningu
til baka. Er talið víst að játningin
hafi verið þvinguð ffam með pynt-
ingum, en samkvæmt skýrslum Am-
nesty Intemational era pyntingar á
pólitískum fongum daglegt brauð í
Irak.
Vantraust á Shamir