Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. mars 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Gunnar Dal: Árásir á trú og trúarbrögð í raun neitar Marx öllum trúarlegum veruleika og útskýrir trúna sem klókskap hinna ríku og vopn þeirra í baráttu um veraldleg gæði eins og fyrr segir. Hugmyndir af þessu tagi virðast nú vatn undir brúnni. Trúmenn telja enga þörf á að ræða þær frekar. Þær snerta ekki grundvöll trú- arinnar. Til eru menn sem trúa ekki á tilveru guðs en styðja samt kirkjuna á þeim forsendum að trú sem stofhun bæti siðferði manna og láti margt gott af sér leiða. Ekki eru allir sammála um þetta. Hinir eru miklu fleiri sem ráðast gegn trú og trúarstofnunum. Kröftugustu andstæðingar kristinn- ar kirkju og raunar allra trúarbragða eru sennilega Ludwig Feuerbach (1804-72) og lærlingur hans Karl Marx. Feuerbach rökstyður nei- kvæða afstöðu sína eitthvað á þessa leið: „Trú mín á guð gerir það hættulegt að vera vinur óvinar guðs, því að þeim verður varpað út í ystu myrkur. En gallinn við þetta er sá að þeir sem trúa á aðra guði álykta nákvæmlega eins. Þannig magnast óvinátta milli manna og jafnvel stríð milli þjóða.“ Karl Marx (1818-1883) hefur á okkar tíð mótað trúarhugmyndir meira en hálfs mannkynsins. Trúar- brögð, segir hann, eru kúgunartæki, vopn rikjandi stétta til að halda „al- múganum“ niðri. Trúin er ópíum íyrir fólkið og vegna vímunnar er auðveldara að komast í vasa þess. I stað mannsæmandi launa er lág- stéttarfólki boðin borgun á himnum þegar það deyr. Þegar ráðist er að trúnni af heimspekingum og stjóm- málamönnum þá eru það einkum talsmenn hinna trúarlegu stofnana sem snúast til vamar. Þess vegna hefur kirkjan sem stofnun reynst ómissandi vöm fyrir hið innra líf trúarinnar. Karl Marx og fylgjendur hans litu ekki svo á að trúin væri skapandi afl sem skilaði manninum til hærri til- vera. Þeir álitu að trúin stafaði af óánægju manna með heiminn. Sú óánægja hinna trúuðu breyttist ekki í baráttu fyrir betri heimi. Trúin, sögðu þeir, er lífsflótti hinna hug- lausu og ekkert annað. Ahangend- um marxismans, einkum skáldum hans og bókmenntaskýrendum, hefur til þessa verið tamt að tala um trúleysingja sem heiðarlegt fólk með „karlmannlega" lífsskoðun, en sýna hina trúuðu sem veiklundaða menn sem blekkja sjálfa sig og aðra. Karl Marx hélt því fram að í „stéttlausu þjóðfélagi" hlyti trúin að hverfa. Ekki er hægt að sjá að sú hafi orðið raunin í Póllandi og öðr- um austantjaldslöndum. I raun neitar Marx öllum trúarleg- um veraleika og útskýrir trúna sem klókskap hinna riku og vopn þeirra í baráttu um veraldleg gæði eins og fyrr segir. Hugmyndir af þessu tagi virðast nú vatn undir brúnni. Trú- menn telja enga þörf á að ræða þær frekar. Þær snerta ekki grandvöll trúarinnar. A 20. öld hafa margir heimspek- ingar orðið til þess að ráðast gegn trúnni. Árásir þeirra beinast ekki eins og hjá Karli Marx aðallega að kirkjunni eða trú sem stofnun. Árásimar beinast gegn hinum raun- veralega trúmanni og huglægri og persónulegri trú hans. Rökgreining- ar- og orðgreiningarheimspekingar hafa sýnt fram á að samkvæmt þeirra leikreglum hafi t.d. orðið guð enga merkingu. Ræða þeirra gæti verið eitthvað á þessa leið: „Rök- fræðilega séð veit trúmaðurinn ekki á hvað hann trúir. Trúartilfmning er óljóst hugtak. Og fyrst trúmaðurinn veit ekki hvað staðhæfmg hans merkir, þá er ekki hægt að staðfesta hana. Það er ekki hægt að finna sauð nema menn viti hvemig sauð- ur lítur út. Og maður sem ekki veit hvað sauður er getur ekki gert sér grein fyrir að hann hafi fúndið hann jafnvel þó að hann rækist á hann. Vita menn hvað þeir eiga við með orðum eins og guð, eilífúr eða ótak- markanlegur? Nei, orðin era merk- ingarlaus, tóm.“ Auðvitað verður öll umræða um trú á þessum forsendum merkingar- leysa. En hvaða vit er í því að reyna að sanna eða afsanna eitthvað sem liggur handan mannlegrar skyn- semi og mannlegrar rökhyggju? Ef tra lægi ekki handan mannlegrar rökhyggju þá væri hún ekki trú. Að neita henni er að neita trúarlegum veraleika og staðhæfa að allur vera- leiki felist í hugtökum sem hægt er að sanna eða afsanna eftir ákveðn- um reglum sem rökfræðingar smíða sér. Heimspekingur er ekki annað en takmarkaður módelsmiður og rökgreiningartæki. Hann á engan einkarétt á að skilgreina veraleika þó að framlag hans sé mikilvægt. Mannlegur veruleiki er örlítið brot af veraleikanum og hugtök era að- eins brot af veraleika mannsins. Og jafnvel þetta brot getum við ekki að öllu leyti fest niður á mynd með flatarmálsfræðilegri hugsun. Svæð- in á útjöðram mannlegrar vitundar era stór. Og allur veraleiki okkar er á hreyfingu. Nýr veraleiki er alltaf í sköpun. Og nýr veraleiki í sköpun lifir í manninum sem tilfinning, hugboð og trú, jafnvel löngu áður en hann getur birst skynsemi mannsins sem hugtakaveraleiki. Fiskvegir á Norðurlandi eystra og Austurlandi Á sínum tíma var hér í þættinum gerð grein fyrir fískvegagerð á Vestur- landi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Er því komið að Norðurlandi eystra og Austurlandi að þessu sinni. Nokkrir fiskvegir eða laxastigar hafa verið byggðir í straumvötnum á Norðurlandi eystra til að opna laxi og öðram göngufiski leið í efri hluta ánna. Elsta mannvirki af þessu tagi er fiskvegur sem gerður var í Fnjóská hjá Laufásfossum (1938) og frekari umbætur við hann síðar (1970). Ann- ar fiskvegur var byggður þar (1978) og frekari umbætur gerðar þar síðar (1985). Hins vegar er mesta mann- virkið hér á landi laxastiginn sem byggður var fyrir nokkram áram í Brúargljúfúr í Laxá til að gera laxi kleift að ganga upp í Efri-Laxá. Þá var gerður laxastigi í Þverárfossa í Reykjakvísl (Mýrarkvísl) (1970) er kom í stað eldri stiga sem var orðinn ónýtur. Á vatnasvæði Skjálfanda- fljóts hefúr mikið fiskræktarstarf ver- ið unnið, m.a. var byggður fiskvegur neðst í Djúpá (1974) svo lax komst úr Fljótinu í ána. Þá vora gerðir skurðir, vamargarðar og stíflumann- virki í Fljótið til að greiða fyrir ftsk- för upp á svæðin fyrir ofan Ullarfoss og Bamafoss. Fiskvegir á Austurlandi Laxastigi var gerður í Lagarfoss f Lagarfljóti árið 1932 og má segja að með honum hafi byrjað eiginleg fisk- vegagerð hér á landi. Á sama ári var byggður fiskvegur við raforkustíflu í Laxá við útrennslið úr Laxárvatni. Austum'skur líffræðingur hafði verið hér á ferð nokkram áram áður og kannað vatnasvæði Lagarfljóts. Hann lagði til að fiskstigi yrði byggður í Lagarfoss. En því miður reyndist þessi framkvæmd ekki skila þeim árangri sem vænst var og virtist sem að stiginn hafi verið of stuttur til þess að fiskur gæti komist yfir þann þröskuld sem fossinn er fiski. Það var svo ekki fyrr en árið 1975 að byggð- ur er fúllkominn fiskvegur á vegum orkuyfirvalda í tengslum við mann- virkjagerð við Lagarfoss. Tveir aðrir fiskvegir era í ám á Austurlandi, annar er í Selá, hjá Sel- árfossi, í Vopnafirði og var byggður 1967 og opnaði laxi leið inn á langt svæði í ánni. Hinn stiginn er á vatna- svæði Breiðdalsár, við fossinn Belj- anda. Hann var gerður 1977 og gerði laxi og öðrum göngufíski kleift að komst inn á hagstætt uppeldissvæði fyrir fiskinn. Hér á landi hafa til þessa verið byggðir tæplega 50 fiskvegir víðs vegar um land sem hafa verið steypt- ir upp, eins og sagt er. En auk þess hefúr í 13 skipti verið greitt fyrir fisk- för með því að sprengja burt hindran eða lagfæra árfarveg svo fiskur kæm- ist ffekar um ána. - eh. Vatn til Witwatersrand í Suður-Afríku var 1988 hafin lögn 1500 km langrar vatnsleiðslu frá Lesotho til árinnar Ash sem fellur í uppistöðulón við Vaal-stíflu. 70 km sunnan Jóhannesarborgar. Alla þá leið mun vatnið falla fyrir náttúrlegan halla en mjög víða um jarðgöng. (Þótti sá kostur betri en að taka vatnið úr ánni Sequ sem fellur frá Lesotho í Orangeá því þá þyrfti að dæla vatninu mestalla leið.) Framkvæmdir munu standa yfir til 2020 og verða í þremur áföngum. Við fyrsta áfanga verður væntanlega lokið 1995, hinn annan 2008 og hinn þriðja 2020. Munu framkvæmdir kosta 2 milljarða dollara að áætlað er. Án þessa vatns-viðauka þrengdi að vaxtarskilyrðum byggðar á Wit- watersrand og grannsvæðum en á þeim standa borgirnar Jóhannesar- í Lesotho er verið að reisa mikla stíflu, allt að 170 m háa, Katzestífl- una, til að venda um áaflæði þess. í tengslum við hana, 45 km norðar, verður reist 70 mw raforkuver við Muela sem lokið verður við á fyrsta áfanganum. Á öðrum áfanganum verða reist tvö önnur raforkuver 75 km norðan Katsestíflunnar, við Monale og Mashai, og mun þá rafmagnsvinnsla orkuveranna þriggja verða samtals 100 mw. Hing- að til hefur Lesotho fengið rafmagn sitt frá Suður-Afríku. Suður-Afríka mun bera 85% af kostnaði við framkvæmdir þessar, en Lesotho 15%. Gagnvart útlend- um lánardrottnum gengur Suður- Afríka í ábyrgð fyrir Lesotho. Þá mun Suður-Áfríka á næstu 50 árum greiða Lesotho 316 milljónir punda fyrir vatnstökuna. Stígandi borg, Pretoría og Vereeniging. í lok úndu 18 rúmmetrar vatns í ána Ash, fyrsta áfangans, 1995, munu um en í Iok þriðja áfangans, 2020, 70 leiðsluna frá Lesotho berast á sek- rúmmetrar á sekúndu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.