Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 15. mars 1990 Esa Sariola rithöfundur Norræna húsið: Timo Karisson sendikcnnari kynnir finnskar bækur 1989 og Esa Sariola les úr verkum sínum Laugardaginn 17. marskl. 16:00 veröur kynning á finnskum bókum í Norræna húsinu. Þar kynnir Timo Karlsson sendi- kennari finnskar bækur 1989 og Esa Sariola rithöfundur les úr verkum sínum. í tilkynningu frá Norræna húsinu segir m.a.: „Á 9. áratugnum komu út í Finn- landi margar bækur sem fjölluðu um eðli hins illa, enda virtist þetta yrkisefni hugstætt mörgum rithöfundi. Að margra BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar DAGBÓK mati er Esa Sariola (f. 1951) hreinræktað- asti fulltrúi þessarar stefnu. Hann hefur í verkum sínum lagt allt kapp á að lýsa illskunni í öllum hennar myndum, eink- um því illa í mannssálinni. Esa Sariola hefur fengið áhrifamikla stuðningsmenn, en einnig gallharða andstæðinga,... “ Margrét Zóphoníasdóttir sýnir í Ásmundarsal Laugardaginn 17. mars kl. 14:00 opnar Margrét Zóphóníasdóttir sýningu á verk- umsínum í Ásmundarsal, Freyjugötu41. Margrét er fædd 1953. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1975-1977 og við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn 1977- 1981. Þetta er fyrsta einkasýning Margrét- ar og eru öll verkin máluð í akrýl. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 alla daga og henni lýkur 25. mars. Sýning í Norræna húsinu f sýningarsal: Laugardaginn 17. mars kl. 15:00 hefst sýning í Norræna húsinu á verkum Krist- ins G. Harðarsonar, Sólveigar Aöal- steinsdóttur, Eggerts Péturssonar og Ing- ólfs Arnarsonar. Þau sýna þar skúlptúra, málverk, teikn- ingar o. fl. Sýningin stendur til 1. apríl. Opið er kl. 14:00-19:00 alla dagana. f anddyri: Teikningar eftir WILLIAM HEINE- SEN og Ijósmyndir úr ævi hans. Sýningin kemur frá Listasafninu og bæjarsafninu í Þórshöfn. Kvikmyndasýningar fyrir börn: Sunnud. 18. mars kl. 14:00 verða tvær kvikmyndasýningar fyrir börn í fundarsal Norræna hússins. Fyrri myndin er sænsk og heitir „IJIme“ og segir frá víkinga- drengnum Úlma, sem býr á Eylandi. Sýningartíminn er um 50 mínútur. Scinni myndin er norsk og heitir „Sommer- jubel", sýningartími er 43 mínútur. Myndirnar eru fyrir börn á skólaaldri og er aðgangur ókeypis. Frá Kjarvalsstöðum í vestursal Kjarvalsstaða stendur yfir sýning á formleysiverkum úr safni Riis, sem er eitt stærsta einkasafn t Noregi. Verkin eru eftir ýmsa heimsþekkta lista- Auglýsing frá utanríkisráðuneytinu Auglýst er eftir umsækjendum um þátttöku í hæfnisprófi sem haldið verður á vegum Samein- uðu þjóðanna 10.-11. maí 1990 fyrir þá sem vilja sækja um störf hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði hagfræði. Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og fæddir eftir 1. janúar 1958. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir verða að berast ráðuneytinu sem allra fyrst. Reykjavík 15. mars 1990 Utanríkisráðuneytið i • «nr Ragnhetður Akurnesingar - Borgnes- ingar - Nærsveitamenn Námskeið á Hvanneyri laugardaginn 17. mars frá kl. 9.00-17.00 í almennum fundarsköpum. Leiðbeinandi Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. öllum heimil þátttaka, konum og körlum. Upplýsingar gefur Gerður, Hvanneyri. L.F.K. Framsóknarfélag Seltjarnarness Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 19. mars n.k. í húsakynnum félagsins að Eiðistorgi kl. 20.30. Á dagskrá verða framboðsmál. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. menn og eru verkin frá árunum 1950- 1970. í vesturforsal eru verk eftir Svavar Guönason, sem eru í eign Reykjavikur- borgar. í austursal og austurforsal er sýning Guðjóns Bjamasonar á málverkum og skúlptúr. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Markmið göngunnar er samvera, súr- efni, hreyfing og bæjarrölt í góðum félagsskap. Nýlagað molakaffi. Félagsvist Húnvetningafélagsins Félagsvist verður laugardaginn 17. mars í Húnabúð, Skeifunni 17, hefst kl. 14:00. Fyrsti dagur í keppni. Allir vel- komnir. NONAGINTA í Hafnarborg Nýlega var opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar, sýningin NONAGINTA. Þátttakendur eru: Bjöm Roth, Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Kjartan Guðjónsson og Ómar Stefánsson. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Sýningin stendur til 19. mars. Pennavinir: Bréf frá fötluðum skólanemendum í Frakklandi Borist hefur bréf, skrifað á ensku, frá hópi nemenda í sérskóla fyrir fatlaða. Skólinn er á Bretagne-skaga í Frakklandi. 1 bréfinu segir m.a., að þau geti séð eyjuna Groix (15 ferkm. og íbúatala 2727) úti á hafinu, og farið þangað í ferðir. Því hefur vaknað áhugi þeirra á eyjum. Á umslagi frá frönsku nemendunum var teiknaður fallegur fíll, en þau kenna féiagsskap sinn við „Litla fílinn" Nú eru nemendurnir að vinna að verk- efni, þar sem unnið er að upplýsingum á 10 eyjum víðs vegar um heiminn - og í hópi þessara eyja er ísland. Nemendur hafa áhuga á að skrifast á við unglinga á íslandi og fá upplýsingar um landslag, sögu, listir, gróður, dýralíf og fólkið á íslandi og um íslenska siði. Verkefnið um eyjarnar kallast „ENTRE CIEL ET MER, 10 ILES, 10 SOEURS- (Milli himins og hafs, 10 eyjar, 10 systur). Póstkort væru vel þegin, segir síðast í bréfinu. Utanáskriftin er: Coopérative Scolaire LE PETIT ELEPHANT ecole du Centre de KERPAPE BP 2126 56321 LORIENT CEDEX France Vinningshöfum afhent tækin 108 skilvísir greiðendur afnotagjalda Ríkisútvarpsins duttu í lukkupottinn á dögunum er þeir fengu sjónvarpstæki, myndbandstæki eða útvarpstæki að gjöf þegar dregið var úr nöfnum allra þeirra er gerðu full skil á réttum tíma. Við útsendingu gíróseðla fyrir afnota- gjaldið í febrúar var auglýst að dregið yrði úr nöfnum þeirra er greiddu fyrir eindagann, 15. febrúar, og fengju 100 manns útvarpstæki, 5 myndbandstæki og 3 sjónvarpstæki. Varð þetta til þess að skil afnotagjalda jukust mjög. Frá afhendingu sjónvarps- og mynd- bandstækja til vinningshafa Á myndinni eru forráðamenn RÚV að afhenda þeim, sem fengu sjónvarps- og myndbandstækin, en þeir 100 sem fengu útvarpstæki fá þau send næstu daga. Vinningshafar eru um land allt. Eitt sjónvarpstækið fór til Neskaupstaðar, en hin tvö til notenda í Reykjavík. Mynd- bandstækin fóru til Akureyrar, Eskifjarð- ar, Kópavogs og tvö tæki til Hafnarfjarðar. llllllllllllllllllllllllll MINNING llllllllllllillllillllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllll Eggert Tómasson Elskulegur frændi minn, Eggert Tómasson, er látinn. Hann fæddist í Hofsósi 6. sept- ember 1904 og lést 4. mars sl. Eggert var sonur hjónanna Ólafar Þorkels- dóttur og Tómasar Jónassonar, sem þá var kaupfélagsstjóri þar. Þau hjónin eignuðust 10 börn og var Eggert næstyngstur þeirra. Nú eru fjögur þeirra látin. Eggert ólst upp á mannmörgu og gestrisnu æskuheimili í Hofsósi fram á unglingsár, en þá lést faðir hans. Við það urðu miklar breytingar á högum fjölskyldunnar. Eggert flutti þá með móður sinni, föðurömmu, Guðrúnu Tómasdóttur, og systrum sínum, þeim Guðrúnu og Margréti, út í Miðhól í Sléttuhlíð í Skagafirði. Voru hin systkinin þá flutt að heim- an. Foreldrar hans áttu þessajörðog höfðu ætlað sér að búa þar á efri árum. Hann varð því strax á unglingsár- um að standa fyrir búi á Miðhóli ásamt móður sinni. Það má nærri geta að þetta hafi verið erfitt fyrir ungling sem var algerlega óvanur sveitastörfum og hafði átt mjög góð æskuár í Hofsósi. Auk þess voru heimilishagir frekar erfiðir. Móðir hans hafði skilað drjúgu dagsverki er hér var komið sögu, amma hans háöldruð og eldri systirin mikið fötluð. En hann var í miklu uppáhaldi hjá móður sinni og ömmu og má segja að þær hafi sett allt sitt traust á hann og brást hann þeim ekki. Guðrún, amma hans, lést á Miðhóli árið 1956, Guðrún systir hans nokkrum árum síðar og móðir hans dó hér í Reykja- vík árið 1963. Frá 1959 bjó hann einn á Miðhóli því hann var ókvænt- ur og barnlaus. Hann einbúi gnæEr svo langt yfír lágt, að lyngtætlur stara á hann hissa og kjamiðinn sundlar að klifra svo hátt og klettablóm táfestu missa. Þó kalt hfjóti nepjan að næða hans tind svo nakinn, hann hopar þó hvergj. Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilnin, klöppuð úr bergi. Þetta ljóð eftir Stephan G. Step- hansson á eflaust alltaf eftir að minna mig á Eggert frænda því hann bóndi, Miðhóli hélt svo mikið upp á það. Merking ljóðsins höfðaði svo sterkt til hans. Undirrituð átti því láni að fagna að fá að dvelja hjá Eggerti mörg sumur - allt frá því ég man fyrst eftir mér og fram á unglingsár, vegna þess að móðir mín, Margrét Tómas- dóttir, heimsótti bróður sinn svo til hvert einasta sumar eftir að hún flutti að heiman. Einnig dvöldu flest systkinabörnin hans hjá honum í lengri eða skemmri tíma. Einhverjar bestu æskuminningar mínar tengjast Miðhóli. Það var mjög hollt fyrir mig að fá að dvelja á Miðhóli, langt frá skarkala borgar- lífsins. Hjá Eggerti frænda og Ólöfu ömmu fann ég það öryggi sem ég þurfti á að halda. Ég minnist þess ekki að þar hafi verið háreysti eða rifrildi. Alltaf skyldi reynt að fara að öllu með gát. Sem betur fer fengu bæði börnin mín að kynnast þessum barngóða frænda sínum. Við heimsóttum frænda alltaf með vissu millibili. Við hjónin höfðum í fyrstu áhyggjur af því hvernig borgarbörnin brygðust við svo frumstæðum heimilisaðstæð- um, einsog þærvoru orðnarseinustu árin. En slíkt reyndist algjör óþarfi. Börnin fundu nefnilega hversu vel- komin þau voru og frjáls. Frændi laðaði börnin að sér á sinn hógværa hátt eins og gerst hafði er ég var á þeirra aldri. Sumarið 1986 dvöldum við hjá honum í u.þ.b. vikutíma. Þá sá ég hann nær þrotinn að kröftum í leik með syni mínum 4 ára. Greinilegt var að þeir höfðu báðir gaman af. Slík var barngæska frænda míns. Ég sá að hún hafði lítið breyst. Eggert Tómasson var meðalmað- ur á hæð og samsvaraði sér vel. Hann var eðlisgreindur og fróðleiks- fús, hvort sem um var að ræða þjóðlegan fróðleik, fréttir erlendis frá eða tækninýjungar. Hann var ákaflega handlaginn og var oft gam- an að sjá hvernig hann beitti hugviti sínu og handlagni. Mig grunar að hann hafi haft meiri áhuga á smíðum en búskap. En atvikin höguðu því þannig til að búskapur varð ævistarf hans. Það sem mér finnst hafa einkennt frænda minn öðru fremur var heiðar- leiki, hógværð og hversu barngóður hann var. Hann vildi engum skulda neitt og helst vera engum háður, en síðustu 10-15 árin hrakaði heilsu hans stöðugt, þannig að líkamlegir kraftar hans fóru smám saman þverr- andi og máttleysi jókst að sama skapi, en andlegri heilsu hélt hann til æviloka. Hann tók örlögum sínum af mikilli karlmennsku. Hann var stoltur, hann brotnaði ekki og lagði aldrei árar í bát. Það tók hann sárt að verða jafnt og þétt háðari ná- grönnum sínum og ættingjum. En hann var svo lánsamur að eiga einstaklega góða og tillitssama ná- granna. Þeir voru alltaf tilbúnir að hjálpa honum og líta til með honum. Við ættingjarnir vitum ósköp vel að það var oft erfitt að brjótast út eftir til hans í ófærð og vondu veðri. Hann vildi helst fá að lifa og deyja þar sem hann hafði búið sl. 50 ár. Hann hafði heldur aldrei gert víð- reist um dagana, svo þetta er nú ef til vill skiljanlegt ef litið er í eigin barm. Að lokum vil ég fyrir hönd okkar nánustu þakka öllum nær og fjær sem hjálpuðu honum eða glöddu hann með heimsóknum. Blessuð sé minning Eggerts Tóm- assonar. Ólöf S. Jóhannsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.