Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 9
Oskabarn þjóðarinnar orðið fullorðið. 75. aðalfundurinn haldinn í gær: Eftir Stefán Ásgríms- son EIMSKIP AÐALFUNiJr 1990 8 Tíminn Föstudagur 16. mars 1990 Föstudagur 16. mars 1990 Tíminn 9 Eimskipafélag íslands tútnar út ferðaþjónustu og á þegar stóran hluta í Flug- leiðum sem fyrr segir auk hluta í ferðaskrif- stofum. Stjómarformaðurinn sagði í ræðu sinni að nú kæmu um 10% af gjaldeyristekj- um þjóðarinnar inn frá ferðaþjónustu og gera mætti ráð fyrir því að þetta hlutfall gæti hækkað enn frekar. Á síðasta ári hefði Eimskip látið gera frumteikningar að fyrsta flokks 200 her- bergja hóteli á alþjóðlegan mælikvarða á lóð félagsins við Skúlagötu. Þar sem félagið hefði ekki bolmagn til að standa eitt í þvílík- um framkvæmdum hefðu viðræður staðið yfir að undanfomu við alþjóðlega hótel- rekstraraðila um samstarf í hótelrekstri. Halldór sagði að hagkvæmnisathugun á rekstri hótelsins fyrirhugaða stæði nú yfir og ef hún leiddi í ljós að slíkt hótel sem hér um ræðir gæti borið sig, yrði farið í það að leita að meðeiganda þegar á þessu ári. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika í hótelrekstri væri ekki ástæða til að ætla annað en að full þörf yrði fyrir aukið gistirými í Reykjavík innan tíðar, ekki síst ef vel tækist til með að mark- aðssetja ísland sem áhugavert ferðamanna— og ráðstefnuland. Skipulagsbreytingar Á síðasta ári vom gerðar skipulagsbreyt- ingar á Eimskipafélaginu. Starfsemi þess var skipt upp í þrjú svið; flutningasvið, fjármála- svið og þróunarsvið. Þá fækkaði starfsmönn- um um 62 milli ára hjá félaginu og dótturfyr- irtækjum þess. Að meðaltali störfúðu 768 manns hjá félaginu 1989. Fram kom í máli Harðar Sigurgestssonar forstjóra að á fyrsta ljórðungi ársins 1989 reyndist um 100 millj- ón króna tap á rekstrinum. Þá var gripið til margs konar aðhalds og hagræðingaraðgerða. Þær aðgerðir fólust meðal annars í að fækka starfsmönnum, að gæta aðhalds í reksturskostnaði sem leiddi til lækkunar á rekstrargjöldum vömafgreiðslu. Auk þess var aðhaldi beitt í auglýsingum og kynningarstarfsemi og fleiri þáttum. Eimskipafélagið stofnaði tvö ný dóttur- fyrirtæki erlendis 1989. Þau heita Coast Line Shipping Company Ltd. og Frost Inc. og eiga bæði fyrirtækin heimili og vamarþing á eyjunni Antiqua í karabíska hafinu. Tilgangurinn með stofnun þessara fyrir- tækja var sá að skrá þrjú skip félagsins; Eyr- arfoss, Álafoss og Goðafoss á Antiqua og reka skipin utan Islands. Skipin þrjú voru seld þessum dótturfélögum og fengu síðan erlend nöfn og vom að mestu mönnuð með erlendúm áhölhum utan þess að nokkrir yfir- menn þeirra vom íslenskir. Margir muna efaiaust að talsverður hvell- ur varð af þessu tilefni á síðasta ári og meðal annars hafði Sjómannasambandið ýmislegt við þessa ráðstöfun að athuga. Jlalldór H. Jónsson sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að rekstur skipanna á alþjóðamarkaði hefði verið ómögulegur án þess að manna skipin með þessum hætti þar sem launakostnaður hefði orðið alltof mikill, hefðu skipin verið mönnuð íslendingum. Burt með íslenska far- menn Halldór boðaði jafhframt að áfram yrði haldið á þeirri braut að manna skip félagsins erlendum áhöfnum og sagði af því tilefhi eft- irfarandi: „Á síðasta aðalfúndi félagsins rakti ég þær breytingar sem hafa orðið á afstöðu Evr- ópuþjóða til samkeppni á alþjóðamarkaði. Aðalfúndur Eimskipafélags íslands gekk tíðindalítið fyrir sig í gær og hófst með því að Halldór H. Jónsson stjómarformaður fé- lagsins setti fundinn, þann 75. í röðinni. Fundarstjóri var kosinn Davíð Oddsson borgarstjóri og ritari Sveinn Kr. Pétursson. Úr stjóm áttu að ganga þeir Indriði Páls- son, Hjalti Geir Kristjánsson, Benedikt Sveinsson, Thor Ó. Thors og Gunnar Ragn- ars og vom þeir allir endurkjömir, enda barst ekki ein einasta uppástunga um nýja stjóm- armenn í stað þeirra. Skrifleg tillaga lá hins vegar fyrir fundinum um endurkjör fimm- menninganna. Eimskipafélagið er fyrst og fremst flutn- ingaskipafélag nú sem fyrr og jukust flutn- ingar félagsins um 5% á árinu Keypt vom tvö ný skip; Brúarfoss og Laxfoss og sigla þau milli Islands og Evrópuhafna. En Eim- skip er stöðugt að auka hlutdeild sína í öðr- um starfsgreinum en sjóflutningum: ..Ekkí á sjóflutningum ein- um saman í fyrra fjárfesti félagið stórlega í hluta- bréfum í öðmm fyrirtækjum, eins og fram hefur komið áður í fjölmiðlum. Alls keypti Eimskip hlutabréf í öðmm fyrirtækjum fyrir 226 milljónir króna. Mestur hluti þessarar upphæðar fór til að kaupa hlutabréf í Flug- leiðum; Sjóvá— Almennum og Verslunar- banka Islands h.f. Þá var fjárfest í fasteignum, tækjum og búnaði fyrir 158 milljónir króna á árinu. Samtals námu fjárfestingarnar 384 milljón- um sem er 366 milljónum minna en meðaltal fjárfestinga síðustu fimm ára sem er hvorki meira né minna en 750 milljónir kr. Eign fé- lagsins í dótturfyrirtækjum þess er nú bók- færð á 430 milljónir. Halldór H. Jónsson sagði að hlutabréfa- kaup félagsins undanfarin ár væru gerð með það að markmiði að leita arðbærra fjárfest- inga í bæði flutningastarfsemi sem öðrum rekstri. Þannig væri leitast við að félagið tæki þátt í ýmsum rekstri sem flokka mætti undir nýjungar í íslenskum atvinnurekstri. Ekki gat Halldór þess hvaða nýjungar það væru sem Eimskip stýddi við bakið á með þessum hætti eða hygðist taka þátt i. Hlutabréfaeign Eimskips í öðrum fyrir- tækjum nemur nú 619 milljónum króna að nafhverði og fer stöðugt vaxandi sem fyrr er sagt. Því var í nóvember s.l. stofnað fjár- haldsfyrirtækið Burðarás h.f. sem ætlað er að kaupa og selja hlutabréf Eimskips í öðr- um fyrirtækjum. Burðarás yfirtók hlutafjár- eign Eimskjps í öðrum félögum og eftir því sem komist verður næst, hlutafjáreign Eim- skips í sjálfú sér. Það er nýlega stofnað þró- unarsvið Eimskips sem annast daglegan rekstur Burðaráss h.f. / Hótel og ferðaþjónusta Eimskip hyggur nú á landvinninga í r Aðalfundur Eimskipafélags fslands fórfiram í gær undir merkjum eindrægni og samhygðar. Fundurinn minnti á vel æfða skrautsýningu. Stjómarformaðurinn, Halldór H. Jónsson sem hérflytur ræðu sína lýsti starfsemi og afkomu félagsins í fýrra, forstjórinn skýrði reikningana. Engar umræöur fóru firam. Enginn spurðist fyrir um reikninga félagsins og engar breytingar urðu á stjóm félagsins. Hefúr það leitt til þess að þær hafa nú komið upp eigin skipaskrám, þar sem gilda í aðalat- riðum sömu kjör og reglur og hjá svokölluð- um hentifánum. Sem dæmi má nefha Norðmenn og Dani, sem hafa komið upp slíkum skipaskrám, sem hafa nú yfirtekið lang stærstan hluta af kaupskipastól þessara landa. Þjóðverjar hafa nú fýlgt í kjölfarið og skylda stjómvöld út- gerðarmenn sem hafa notið ríkisstyrkja við skipasmíðar, að skrá skip sín í nýrri þýskri skipaskrá, þar sem manna má skipin að hluta með erlendum áhöfnum. Sjómenn sumra þessara landa, sem skráðir eru á viðkomandi skip, greiða enga tekjuskatta og kostnaður útgerðanna lækkar að sama skapi. Þetta fyrirkomulag er orðið almennt viðurkennt af stjómvöldum og stétt- arfélögum í fjölda landa, en hér á landi búum við enn við óbreytt fyrirkomulag. Þegar breytingar verða í kjölfar innri markaðar Evrópubandalagsins árið 1992, verðum við að tryggja það að við séum sam- keppnisfærir. Það verður ekki viðunandi fyr- ir Islendinga að búa við allt annað fyrir- komulag og dýrarar en aðrar þjóðir í þessu efni. Er félagið að athuga hvemig bregðast skuli við þessari þróun.“ Fjárhagsafkoman Rekstrartekjur Eimskips og dótturfélaga þess; Burðaráss h.fi, Coast Line Shipping, Eimskip USA, Eimskipafélags Reykjavíkur, Frost Inc., Hafnarbakka h.f. og Skipaaf- greiðslu Jes Ziemsen, námu alls 6.136 millj- ónum kr. en vom 4.827 milljónir kr. árið áð- ur. Hækkunin nemur 27% í krónum talið. Á sama tíma hækkaði byggingavísitala um 22% og sé miðað við hana hækkuðu tekjur félagsins um 4% að raunvirði. Hörður Sigurgestsson forstjóri skýrði reikningana og sagði að fyrir fimm ámm hefðu tekjur félagsins af öðmm rekstri en skiparekstri numið um 12% af heildinni. Þetta væri nú breytt heldur betur því að nú em þessar tekjur orðnar um 20%. Hann sagði að þetta sýndi að vaxtarbroddur félags- ins lægi nú orðið annars staðar en í hefð- bundnum vömflutningum milli íslands og útlanda. Rekstrargjöld félagsins jukust að krónu- tölu milli ára um 19% en að raunvirði minnkuðu þau um 2,3% Þau náum 5.641 milljón króna. Hagnaður af skiparekstrinum varð 44 milljónir króna eða 0,8% af rekstrar- tekjum. Hins vegar varð hagnaður af sölu skipa 497 milljónir króna og rekstrarreikn- ingur því jákvæður um 189 milljónir en það er 3% af rekstrartekjum. Eigið fé félagsins var í árslok 2.836 millj- ónir og hlutfall eigin ljár 42% en stelha fé- lagsins er að eigið fé sé jafnan ekki lægra en 35- -40% Hagnaður af allri starfsemi félags- ins varð 189 milljónir eða 3,2% af heildar- rekstrartekjunum. Heildarskuldir em 3.988 milljónir en vom 3.583 milljónir árið áður. Skuldimar hafa vaxið um 11% á sama tíma og eignir hafa vaxið um tæp 20%. Frá árinu 1980 hafa flutningar Eimskips aukist úr 663 þúsund tonnum í 950 þúsund tonn árið 1989. Á þessum sama tíma hefúr starfsmönnum fækkað úr 900 í 700 og skip- um úr 25 í 15. Flutningsmagn á starfsmann hefur á þessum tíma aukist úr 700 í 1300 tonn og úr 25 þúsund tonnum á skip í 68 þús- und tonn. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.