Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. mars 1990 TIMINN3 Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að halda áfram hertum innheimtuaðgerðum á opinberum gjöldum, sem þegar hefur skilað verulegum upphæðum í ríkissjóð: Hert innheimta skilaði 400 milljóna tekjuauka Hertar innheimtuaðgerðir í söluskatti skiluðu um 400 millj- óna kr. tekjuauka í ríkissjóð á s.l. árí að mati Ríkisendurskoð- unar. Jafnframt telur hún brýnt að þeim innheimtuaðgerðum verði haldið áfram og að aðhald fjármálaráðuneytisins sé mikil- vægt í því sambandi. Og ekki mun af veita, því gjaldfallnar eft- irstöðvar opinberra gjalda voru taldar um 15 milljarðar króna um s.l. áramót, sem er nær 50% hækkun frá fyrra árí. Hætta er talin á að um 15% af þess- um eftirstöðvum, eða um 2.000 milljónir króna kunni að tapast. M.a. kemur fram að fyrirtæki sem eru í gjaldþrotaskiptum eða hafa hætt störfum skulda um 500 millj.kr. staðgreiðsluskatt, sem þau hafa inn- heimt af starfsmönnum sínum. En alls voru rúmlega 2 milljarðar óinn- heimtir af staðgreiðsluskatti í árslok. Ógreiddar eftirstöðvar söluskatts námu um 2 milljörðum króna um áramót. Arangur hertra innheimtu- aðgerða er ráðinn af því að hækkun- in var „aðeins“ 12% frá árinu á und- an, borið saman við 64% hækkun milli 1987-88. Hins vegar er bent á að söluskattsskil virðist hafa versnað aftur á síðustu mánuðum ársins. T.d. hafi innheimtur söluskattur í desem- ber s.l. (vegna sölu í nóvember) ver- ið 250 m.kr. lægri en álagning fyrir sama mánuð. Önnur útistandandi gjöld skiptast þannig að 3,7 milljarðar eru þing- gjöld félaga, hverra innheimta versnaði á árinu. Aftur á móti batn- aði innheimta á þinggjöldum ein- staklinga nokkuð, en af þeim átti ríkissjóður 2,7 milljarðar útistand- andi í árslok. Um þriðjungur af útistandandi skattaskuldum ríkissjóðs eru dráttar- vextir, alls um 5.2 milljarðar króna. Um 2/3 hlutar þeirrar upphæðar eru vegna vanskila á gjöldum sem lögð voru á 1987 eða fyrr, hvar af um 2,4 milljarðar voru ennþá ógreiddir um síðustu áramót. Þar af voru skuldir einstaklinga um 700 milljónir kr., en félaga um 1.700 millj.kr., þinggjöld, söluskattur og launaskattur. - HEI Frá kynningu á niöurstöðum gerlakönnunar í kjötfarsi. Talið f.v. Þorlákur Helgason stjórnarmaður í Neytendasam- tökunum, Jóhannes Gunnarsson formaður NS og María E. Ingvadóttir varaformaður NS. Timamynd Pjetur Gerlainnihald kjötfars rannsakað: Sex verslanir með ósöluhæft kjötfars Aðalfundur Osta- og smjörsölunnar: Heildarsala jókst um 17% [ könnun sem Neytendasamtökin stóðu fyrir á geriainnihaldi í kjötfarsi kom í Ijós að af 41 sýni sem tekin voru, reyndust 32 söluhæf eða 78%. Þijú sýni reyndust gölluð, þ.e. geriaQöldi meiri miðað við þann staðal sem farið er eftir og sex sýni reyndust ófúllnægjandi og ósöluhæf þar sem kólígeriar fúndust í farsinu. I einu þeirra sex sýna er reyndust ósöluhæf fundustsaurkólígeriar. Þessar niðurstöður eru mun betri en niðurstöður samskonar könnunar sem gerð var í fyrra af Neytenda- samtökunum, en þá voru aðeins 53% sýna söluhæf. í fyrra var 25% af kjötfarsinu ósöluhæft vegna of mikils Qölda kólígerla og saukól- ígerlar fimdust þá í átta sýnum. Jó- hannes Gunnarsson formaður Neyt- endasamtakanna sagði að samtökin væru tiltölulega ánægð með niður- stöður þessara rannsókna, þar sem þær væru mun betri en könnunin í fyrra leiddi í ljós. Hann vildi árétta að niðurstöðurnar gæfu til kynna ástand vörunnar þann dag sem sýnin voru keypt í viðkomandi verslun. Sýnin voru keypt af fulltrúum Neytendasamtakanna á tímabilinu 6. til 9. mars 1990. Tveir gerlasérfræð- ingar hjá Hollustuvernd ríkisins rannsökuðu kjötfarsið og segir í greinargerð þeirra að sýnin hafi ver- ið í góðu ásigkomulagi og vel kæld við móttöku á rannsóknarstofúnni. í greinargerðinni kemur fram að tilvist kólígerla sé talin óæskileg í flestum matvælum, þar sem þeir gefi til kynna mengun, sem ýmist er af sauruppruna eða frá umhverfinu. Þeir benda einnig til hugsanlegrar mengunar af völdum sjúkdómsvald- andi gerla sem tengdir eru saur manna og dýra. Samkvæmt heildarniðurstöðum reyndust sýni tekin úr eftirtöldum verslunum ósöluhæf. Kjöthöllin Reykjavik, Sparkaup Reykjavík og Vörðufell í Kópavogi, Vöruval ísa- firði, HN búðin ísafirði og Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum. —ABÓ Heildarsala Osta- og smjörsölunnar nam tæpum 3 milljörðum króna á ár- inu 1989 og er það um 425 milljón króna aukning, eða 16,9% ffá árinu á undan. Þetta kom fram á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar sem haldinn var 9. mars sl. í tilkynningu sem fýrirtækið hefur sent frá sér kemur fram að rekstur þess hafi gegnið vel árið 1989 og skil- aði Osta- og smjörsalan 65 milljón króna tekjuafgangi aftur til mjólkur- búanna. Þá gekk innheimta hjá við- skiptamönnum mun betur á síðasta ári en árið 1988 og mun minna var um vanskil og gjaldþrot viðskiptavina. Útflutningur fyrirtækisins á síðasta ári var mun minni en árin á undan, ef ffá eru taldar undanrennuafúrðir. Það má rekja til þess að mjólkuriðnaður- inn er ekki lengur aflögufær sökum minni mjólkurframleiðslu. í fyrra voru flutt út 390 tonn, sem er 325 tonnum minna en árið 1988. Af þess- um 390 tonnum vegur undanrennu- ostur þyngst, en af honum voru flutt út 290 tonn, sem er 112 tonnum meira en árið 1988. I tilkynningunni kemur ffam að inn- anlandsneysla mjólkur og mjólkuraf- urða hafi verið heldur meiri en inn- vegin mjólk til samlaganna árið 1989. Þetta þýðir að ffamleiðslan var heldur minni en neyslan og eru mjólkurvöru- birgðir í algjöru lágmarki. Miðað við núverandi aðstæður þyrfti mjólkur- framleiðslan að aukast um 3,2% í ár til að haustbirgðir dugi á komandi vetrar- og vormánuðum. Sala á ostum jókst í fyrra um 2% eða 51 tonn og var meðalneysla á íbúa tíu og hálft kíló. Söluaukningin var nær einvörðungu í aukinni neyslu á brauð- osti og Gouda 26%. Sala á smjöri minnkaði hins vegar um 7,5% á árinu 1989, en sala á smjörva jókst hins vegar um 10,5% og sala á Léttu- og laggóðu jókst um 3,5%. Hlutdeild Osta og smjörsölunnar á feitmetis- markaðnum hefúr aukist jafnt og þétt, úr 30% 1986 í 39% í fyrra. Heildar- salan á viðbiti nam í fyrra 1639 tonn- um og jókst um 24 tonn á milli ára. Verulega gekk á smjörbirgðir í land- inu á árinu og höfðu þær minnkað um 149 tonn, þar af smjör um 90 tonn og smjörvi um 54 tonn. Smjörbirgðir eru nú 222 tonn og birgðir af smjörva eru 56 tonn. í stjóm OSS voru kjömir Þórarinn E. Sveinsson, formaður, Birgir Guð- mundsson, Þórólfur Gíslason, Vífill Búason og Magnús Ólafsson. Fram- kvæmdastjóri er Óskar H. Gunnars- son. 2% gjald á plöntur ? Nú liggur fyrir Alþingi stjómar- frumvarp, þar sem lagt er til að heimilt verði að innheimta sérstakt gjald af öllum innfluttum plöntum, til þess að standa straum af kostnaði við eftirlit vegna innflutningsins. Skal gjaldið verða tiltekin krónu- tala á hverja þyngdareiningu, eða hlutfall af tollverði vörunnar. Þó má eftirlitsgjaldið aldrei verða hærra en sem nemur 2% af tollverði vörann- ar. Heimild til sérstakrar gjaldtöku vegna effirlits, hefur hingað til ekki verið til staðar í lögum um vamir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum.' - AG —ABÓ Haukur Þorleífs- son er látinn Haukur Þorleifsson, fyirurn aðal- bókari í Búnaðarbankanum lést á Landakostsspítala í gærmorgun. Haukur var fæddur 31. des. 1903 að Hólum 1 Homafírði. Hann nam hagfræði og stærðfræði í Þýska- landi á ámnum 1928-32. Hann hóf störf í Búnaðarbankanum haustið 1932. Hann var aðalbókari í bank- anum frá 1939 til ársloka 1973. Haukur Þorleifsson, aðalbókari

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.