Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.03.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 16. mars 1990 Timinn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason Skrifstofun Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning ogumbrofcTæknideildTfmans. Prentun: Blaðaprent h.f. Mánaöaráskrift f kr. 1000,-, verð f lausasölu f 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kirkjumál Fyrir efri deild Alþingis liggur frumvarp til laga um skipan prestakalla og prófastsdæma og starfs- menn Þjóðkirkju íslands, flutt af dóms- og kirkju- málaráðherra. Málið er til meðferðar í þingnefnd og kemur til umræðu þingdeildarinnar að nefhdarstörf- um loknum. Þetta frumvarp hefur lengi verið á döfinni og reyndar verið kynnt í tvennu lagi, annars vegar sem ffumvarp til prestakallalaga og hins vegar frumvarp til laga um starfsmenn þjóðkirkjunnar. Nú eru þess- um málefnum gerð skil í einu ffumvarpi eftir ítarleg- an og vandaðan undirbúning, sem staðið hefur yfir í mörg ár. Jón Helgason kirkjumálaráðherra skipaði á sinnr tíð nefnd til þess að endurskoða skipan presta- kalla og prófastsdæma. Sú nefhd skilaði áliti 1 októ- ber 1988. í ffamhaldi af því skipaði Halldór Ás- grímsson, sem þá var kirkjumálaráðherra, nefnd til þess að yfirfara frumvarpsdrög að lögum um starfs- menn þjóðkirkjunnar, sem leiddi til þeirrar niður- stöðu að allt þetta efni, sem varðar skipulag og starf- semi þjóðkirkjunnar, skyldi fellt í einn lagabálk. Auk þess sem þetta þingmál hefur hlotið ágætan undirbúning af hálfu ráðherraskipaðra nefnda og kirkjumálaráðuneytisins, var Qallað um það á kirkjuþingi 1988 og prófastafundi og prestastefnu 1989, svo að ekki skorti á að þetta ffumvarp væri fullunnið til ffamlagningar á Alþingi í haust er leið, og ástæða til að fagna því að núverandi kirkjumála- ráðherra, Óli Þ. Guðbjartsson, hefur tekið málið upp á sína arma. Þegar efhi þessa ffumvarps er skoðað er sýnt að ekki er verið að gera neinar stórbyltingar á skipan prestakalla og prófastsdæma. Hvað það snertir má segja að fylgt sé sögulegri hefð um öll aðalatriði, sem felur það m.a. í sér að nauðsynlegt hefur þótt í einn tíma og annan að endurskoða einstök atriði prestakallaskipunarinnar í samræmi við þróun þjóð- félagsins, þ. á m. búsetuþróun. í þeirri endurskoðun sem hér er mælt með er fylgt viðurkenndum raunsæ- issjónarmiðum í þessu efni, að prestakallaskipun sé ekki óumbreytanleg. Hið sama gildir um prófasts- dæmi og mörk þeirra, eðlilegt getur verið að breyta þeim og aðlaga þörfum tímanna. Vert er að benda á að í þessu frumvarpi er hafnað hugmyndinni um þijú biskupsdæmi í landinu. Hins vegar er gert ráð fyrir að embætti vígslubiskupa verði efld og gerð virðingarmeiri með því m.a. að vígslubiskupar hafi aðsetur á hinum fomu biskups- stólum, Skálholti og Hólum. í ffumvarpinu er verk- svið vígslubiskupa ákveðið og jafhffamt því sem þeir yrðu prestar Skálholts- og Hólastaða skulu þeir njóta aðstoðar annarra presta sem eykur svigrúm þeirra til að gegna biskupsstörfum að því marki sem þeim er ætlað það. Miðað við þann góða undirbúning sem þetta ffum- varp hefur hlotið, er Alþingi ekki annað sæmandi en að fjalla um það af fyllsta áhuga og gera það að lög- um á þessu þingi, án mikilla breytinga. Það orð má ekki leggjast á Alþingi, að kirkjumál lendi þar í und- andrætti. GARRI Vegna umræðu og þeirra breyt- inga sem verið er að gera á salt- iisksölu fslendinga, þykir ástæða «1 að mlnna hér á ræðu sem Ólar- ur Thors flutti á landsfundi Sjáir- stæðisflokksins 1953, þegar óskað var breytinga a fyrirkomulagi saltfisksöiu vegna beiðni SÍS um að fá að selja saltfisk frambjá Sölusamlagi íslenskra Ðskfram- leiðenda, S.f.F. Samband isL sam- vinnufélaga hafði haft utnráð yflr 16% af salflskframlciðslunni 1950, en aðcins 3% 1951. Sam- bandið er í SÍF og mun t. d, hafa haft umráð yflr 20%-2S% af salt- fiskframleiðslunni 1987 svo dærni sé tekiö. Heimskuleg Beiðni SÍS varð Ólafi Thors hvatning til að fara yflr sölumál saltflskframleiöslunnar á lands- fundinum 1953, en hann þekkti þá sögu glogglega, enda búinn að vera einn af framkvæmdastjórum stærsta útgerðarfélags landsins. Ifann sagði m.a.í ræðu sinni: „Mér er vel kunnugt uni aðdrag- anda þeirrar fclagsstofnunar (SÍF) og vik nú stuttlega að hon- um í því skyni að kasta skýrara Ijósi yfír málið. Ura og eftir 1930 átti saltfisksala íslendinga við mikla örðugleika að stríöa. Útflytjendur voru þá margir og samkeppni aí hendi sumra þeirra miskunnarlaus, fá- vis og hörð. Höfðu sumir það eitt sjónarmið að græða sjálflr á flsk- sölunni alveg án hliðsjónar af hagsmunum flskframleiðenda. Ég vann um þessar mundir hjá h.f. Kveldúlfi, sem þá var í senn stærsta útgerðarfélag landsins og langstærsti fiskútflytjandinn. Flutti félagið þegar best lét út 3 flska af hverjum flmm, scm voru á land dregnir. Við þóttumst kunna góð skil á fisksölu, og man ég aldrei til að við töpuð- um fé á henni. En þar kom þó að við töldum okkur nauðsvnlegt. að afsala okk- ur gróða flsk- verslunarinn- ar ti) þess með hætti að forðast hin miklu og sí- vaxandi töp útgerðar okkar, töp, sem stöfuðu af því, að vegna heimskulegrar og öfyrirleitinnar samkeppni uin fisksöluna af hendi þeirra sem engra beinna út- gerðarhagsmuna höfðu að gæta, lækkaði fiskverðið langt umfram nauðsyn með óhóflegum undir- boðum. Og að sjálfsögðu keyptu erlendir flskkaupmenn að öðru jöfnu af þeim, sem lægst bauð. Samstööuleysi á okkar kostnaö Þannig studdist Ólafur Thors við eigin reynslu, þcgar hann sem stjórnmálamður lagði áherslu á að sala eins aðila á saltfiski til út- landa væri affarasælust. Til árétt- ingar á nauðsyn stofnunar Sam- „Og loks, trúir nokkur því að undantekingarlitið hefðí hver ein- asti íslenskur fiskframleiðandi fallíst á þessa skipan af frjálsum vilja, cins og þeir gcrðu, nema því aðeins að þörfin hefði verið brýn og augljós?" Síðar sagði Ólafur Thors: „Er það ekki nokkuð augljóst, að þegar rnargir íslenskir fisksalar reyna að selja vöruna einum og sama aðila, jíá er sú samkeppni- sorusta seljenda háð á kostnað ís- lenskra flskframleiðenda. Hinn erlendí kaupmaður biður átekta, etur seljendunum saman og kaup- ir svo loks af þeim, sem lægst verðið býður.“ Þannig vék Ólafur Thors aftur og aftur að þvi í ræðu sinni, að nteö ÖIlu væri ástæðulaust að láta undan beiðni SÍS um sölu á salt- fiski utan Samlagsins. Eins og fyrr segir er SÍS gildur meðlimur SÍF og hefur verið það um langan aldur, þannig að reynslan af sam- síöðunni hefur ekki brotnað á því fyrirtæki. Nú sækja nýir aðilar að þessari grónu samstöðu, sem hef- ur hjálpað okkur við að halda uppi flskverði erlendis. Það er næsta sérkennilegt að þurfa að vekja upp orð Ólafs Thors til að sýna hvert samstöðuleysið i fisk- sölumálum getur leitt. Hann hafði reynsluna frá Kveldúlfi og þekkti til þeirra tíma sem voru í þessum markaðsmálum áður en Samlagið var stofnað. Víssi hvaö hann sagði Vegna þess deilumáls sem þá var á döfinni sagði Ólafur Thors að það væri: „...hreint tilræði við sjávarútveginn að rjúfa þessi varnarsamtök útvegsmanna11. Orð hans eru jafn gild í dag og þau voru á landsfundinum 1953. Menn verða einhvern tíma að draga lærdóma af sögunni, eink- um ef hún er ekki um löngu liðna atburði. Engar þær uinbyltingar hafa orðið í grundvallaratriðum fisksölumála, að þær réttlæti að eyðileggja fyrir Sölusamlagi ísl. fiskframleiöcnda, Ólafur Thors spáði eftirfarandi á landsfundin- urn fyrir þrjátíu og sjö árum: „Um saltfisksöluna vil ég að lok- um segja það, að mín spá er sú, aö verði núverandi skipan brotiu niður mun af þvi leiða glundroða og mikið Qárhagslegt tjón, en sú dýra reynsla mun koma vitinu fyrir menn og neyða þá til að taka þessa skipan upp að nýju.“ Garri VITT OG BBEITT ! A-þjóð í mengun íslendingum er gjamt að bera sig saman við aðrar þjóðir og þykjast góðir að standa þeim jafnfætis eða framar. Oftast er viðmiðunin við það fólk sem næst okkur býr og mest viðskipti eru við. Að sjálf- sögðu skömm við fram úr öllum öðmm á þeim sviðum sem þjóðar- stoltið rís hæst, að minnsta kosti þangað til á hólminn er komið, svo sem eins og í handboltaspili og blautlegri lagasmíð. Og nú hefur enn einu sinni sannast að við látum hvergi hlut okkar í samanburði við viðmiðunarþjóðim- ar. Mengunin á fjörum landsins er engu minni en hjá öðrum Evrópu- þjóðum sem em í nábýli við hafið. Við stöndum meira að segja framar að því leyti að hér era fjörumar skolpmengaðri en meðal fjölmennu iðnrikjanna i Vestur-Evrópu og hér em betri lífsskilyrði fyrir rottur og salmonellu en á öðrum evrópskum Qömm. Mest er mengunin og sýkingar- hættan í þéttbýli og hefiir höfuð- borgarsvæðið algjöra sérstöðu hvað varðar úrgangsefnin frá riflega helmingi þjóðarinnar. Þar geta ráðamenn ekki drullast til að veita klóökunum alla leið út í sjó. Enda er aldrei tyrir því hugsað í skipulagi, fremur en umferðaræð- um, fyrr en allt er komið í stakasta óefni og vandinn nær óleysanlegur. Þeirra er framtíðin Eiturefna- msl- og skítafram- leiðslan er mun meiri í fátæku iðn- rikjunum í Austur-Evrópu en í riku Rottur og salmonellu- mávar í fjörum okkar iðnríkjunum í Vestur- Evrópu. En ljóst er að við emm A- land í fjörus- óðskap hvað sem annarri mengun líður. Islendingar em sem sagt engir eft- irbátar viðmiðunarþjóðanna í því að subba út umhverfi sitt og stendur hvaða iðnriki sem er á sporði við að þjarma svo að lífríkinu og breyta náttúrunni nagdýram og þarmagerl- um svo i vil, að þeirra er framtíðin. Að þessu leytinu em Frónbúar vel gjaldgengir í efnahagsklúbbum stöndugu ríkjanna, sem eiga við mengunarvandamál að stríða og hafa engin efhi á að halda lífríkinu i kringum sig í einhvers konar jafn- vægi. Hér þarf enginn að bera kinnroða fyrir því að firamleiðsla og neysla sé ekki kominn á það stig að að nán- asta umhverfi beri ekki stóran skaða af. Bruðl og gróði Vel er hægt að taka undir með vandamálasmiðum ríku landanna, að efnahagslífið þoli ekki harkaleg- ar mengunarvaranir, þar sem heilu verksmiðjunnar og atvinnugreinam- ar muni ekki risa undir að hægt verði á framleiðslunni. Hvemig færi t.d. fyrir umbúða- framleiðslunni eða átöppunarfa- brikkum úðabrúsa ef umhyggja fyr- ir viðgangi lífríkisins yrði látin ganga fyrir bmðli og gróðaflkn? Ibúar höfuðborgarvæðisins em svo miklir umhverfisvemdunarsinnar að þeir vilja hvergi láta Iosa sorp í sínu nágrenni, en dettur aldrei í hug að reyna að draga eitthvað úr sorpfram- leiðslunni. Þess i stað skattyrðast sveitastjórar hveijir við aðra og hóta hver um sig að míga í skóinn sinn svo út úr fljóti. Lítil skemmtun heíur verið af þeim uppákomum þótt stráksskapinn hafi eklci vantað. Það er með ólíkindum hve ekki fjölmennari þjóð en Islendingar em geta sóðað út allt sitt umhverfi. Girðinga- og alls kyns mannvirkja- ræksni era út um öll foldarból, kló- ök við enda ofna flæðarmáls inni í höfhum og uppi í skrúðgörðum og veiðarfæri og alls kyns úrgangur úr skipum sem og af öskuhaugum era á íjömm um alla strandlengjuna. Fjömskoðun Evrópuþjóða leiðir í ljós leiðir í ljós að íslendingar em engir eftirbátar annarra í mengun og eiga þar samleið með Evrópu. Það hlýtur að vera vatn á myllu þeirra sem rugla vilja reitunum með stóm iðnríkjunum og taka upp þeirra gjaldmiðil siði og háttu. Allt er þetta að verða eins, líka sóðaskapurinn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.