Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 5. apríl 1990 Titninri MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin ( Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Augiýsingasími: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttstjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Þúsund ár Alþingi samþykkti í fyrri viku tillögu til þings- ályktunar um samningu rits um kristni á íslandi í þúsund ár. Eftir 10 ár verða 1000 ár liðin frá því að kristni var lögtekin sem íslenskur trúarsiður og þá miðað við að þann atburð hafi borið upp á árið 1000, sem vel má þó hafa verið ári fyrr, þótt hér verði ekki tekin afstaða til hvort réttara sé frekar en gert sýnist í ályktun Alþingis og greinargerð með henni, nema hvað kirkjuþing, kirkjuráð og þjóð- kirkjan hafa ávallt miðað við að kristnitökuaf- mælið skuli haldið hátíðlegt árið 2000. Þessi ákvörðun Alþingis, sem felur það í sér að þingið skuli standa fyrir og kosta samningu rits um kristni og áhrif hennar á þjóðlíf og menningu Islendinga í þúsund ár verður að skoða sem sér- stakt framlag Alþingis til þess að minnast svo sögulegrar samþykktar sem það var að verða við tillögu Þorgeirs Ljósvetningagoða um að afnema heiðni í áföngum, en lögfesta kristni til frambúð- ar. Samkvæmt þingsályktuninni munu deildarfor- setar og forseti sameinaðs þings skipa þrjá menn í ritstjóm kristnisögunnar og auk þess ritstjóra, sem m.a. hefúr það verkefni að ráða höfúnda að verkinu í samráði við ritstjómina. Verður að telja þetta skynsamlega verkaskiptingu og heppilegri en að þingforsetar hafí bein afskipti af höfunda- ráðningum. Svo er einnig íyrir mælt í ályktun þingsins að þingforsetamir skuli hafa samráð við biskup Islands um val á ritstjóra og ritstjómar- mönnum. Með því er lögð áhersla á tengsl Al- þingis og þjóðkirkju að því er varðar þenna þátt væntanlegra hátíðarhalda í tilefni afmælis kristni- tökunnar. r I greinargerð með tillögu til þingsályktunar um væntanlega kristnisögu er þess getið sem rétt er, að Alþingi samþykkti þegar árið 1986, að fmm- kvæði þáverandi deildarforseta og forseta sam- einaðs þings, Þorvalds Garðars Kristjánssonar, að fela þingforsetum að vinna að athugun á því með hvaða hætti yrði af hálfu Alþingis minnst þúsund ára afmælis kristnitökunnar. Hugmyndin um samningu kristnisögu átti þá þegar mestan hljóm- gmnn sem æskilegasta minnismerkið um þennan atburð. Núverandi þingforysta heíur tekið þessa hugmynd upp og er það vel. Akvörðunin um að semja kristnisöguna minn- ir eigi að síður á að fleira verður að gera til há- tíðabrigðis af þessu tilefni. Forsætisráðherra hef- ur þegar tekið það mál að sér og skipað forseta Islands, handhafa forsetavalds og biskup íslands í starfshóp til að undirbúa þátt ríkisvaldsins í slík- um hátíðarhöldum. Þótt ástæðulaust sé á þessu stigi að ræða einstaka þætti þess máls, kemur ekki annað til greina en að atburðarins verði minnst á Þingvöllum með viðeigandi hátíðarbrag. GARRI Falinn jökli á vald Næsta föstudag verður opnuð sýning í Norræna húsinu um ein- hvem merkasta vísindamann þess- arar aldar, Þjóðvcijann Alfred Weg- ener, sem kom meö landrekskraminguna og gjörbreytti í einu vetvangi hugmyndum manna um meginlöndin, um royndun íjalla og um eldgos ogjaröhræringar. Fyr- ir utan að vera afburða snjöll og sönn í öllum aðalatriðum, var Weg- ener-kenníngin hluti af stærri hugs- un, scm hcfur verið í mótun síðan. Hún felst í kenningunni um stór- sprengjuna (Big bang) scm upphaf að alheimi. Samkværot þvi er heim- urinn staddur einhvers staðar í miðri sprengingu, og á því væntanlega eflir að falla saman síðar, en jörðin, eins og heitir hnettir, erenn á þenslu stigi í samræmí víð útþenslu heims- ins með sina hcitu og kulnuðu hnetti. Þýskur snillingur Alfred Wegener var hiuti af þess- um hygmyndum og í sumum tilfell- um smiður þeirra, en var að auki merkur jöklafræðingur ogprófessor í stjam- og veðurfræði. Landreks- kenningin kom fyrst fram i fyrir- lestri sem Wegener hclt 6. apríl 1912, en hlaut ekki almenna viður- kenningu fyrr en á öðrum áratug eft- ir miðja öldina. Wegener var einn af þessum stóru þýsku snillingum, sem var fús til að leggja á sig óhemju erfiði til að vinna visindunum gagn. Hann kom tvisvar til íslands og kynntíst þá Jóni frá Laug og varð vinur hans. Gait Jón frá Laug hon- um kynnin með því að skíra son sinn í höfuð hans. Gott samband var alla tíð á milli ekkju Wegeners, Elsu Köppen Wegener, og afkomenda Jóns frá Laug, en ekkjan andaðist fyrir nokkru. Wegcner kom tvisvar til íslands. í fyrra skiptið kom hann 1912 og dvaldi þá hér i hálfan mánuð við að reyna íslenska hesta. Hér var hann ásamt J.P. Koch og fór í æfíngaferð á hestum frá Akureyri ásamt Koch og Vígfusi Sigurðs- syni suöur yfir Vatnajökul til Esju- fjalla og til baka aftur og voru þeir aðeins 16 tlma á jökli, sem verður að kallast hröð ferð, jafnvel nú á véiaöld. Eftir þetta höfðu þeir vetur- setu á Græniandsjökii 1912-13 og héldu vestur yfir jökulinn sumarið 1913. Hvarf á afmælinu Sýníngin Alfred Wcgener og lan- drekskenningin verður opnuð 6. april. Þá eru líðin sextíu ár frá því Grænlandsfarið Diskó kom til Reykjavíkur til að taka 25 hesta og þrjá ísienska leiðangursmenn í þýskan Grænlandsleiðangurinn undir stjóm Alfrcds Wegener. ís- iendingamir þrír voru Jón Jónsson frá Laug, Guðmundur Gíslason, iæknir og Vigfús Sigurðsson sem hafði verið með Wegener í ferðum 1912. Lagt var á Grænlandsjökul frá botni Kamarujukfjarðar um 100 km. norður af Diskó-eyju með 120 tonn af farangri. Reist var veðurathugun- arstöð 400 km. inni á jöklinum í þrjú þúsund km. hæð, scm þeir kölluðu Eismitte (Miðjökul). Vélsleðar sem átti að nota brugðust, reyndust m.a. of bensínfrekir og varð að reíða síg á hundasleða og skíði. í september- lok hélt leiðangur af stað með vistir tii Eísmitte, og komst Wegener á leiðarcnda við þriðja mann eftir 40 daga ferð. Vístirnægðu ekki fyrirþá fimm menn sem nú voru í stöðinni og héldu þeir Wegener og eksimó- inn Rasmus Willumsen til baka. Þeir lögðu upp í 54 stiga frosti á fimmtíu ára afmælisdegi Wegéner 1. nóvem- ber 1930 og fórast báðir. Mikil leit var gerð að þeim og tók Jön frá Laug þátt í henni. Lik Rasmusar fannst aldrei. En lík Wegener fannst að iokum nær tvö hundrað kiló- metra frá jökulröndinn og var sýni- legt að Rasmus hafði gengíð vel frá þvf. Þannig hafði þessi þýski garpur falið sig jöklinum á vaid að lokum, kannski ómeðvitaður um þá viður- kenningu sem beið hans fyrir að hafa fyrstur manna gert þá merki- legu uppgötvun, að löndin rekur. Garri VITT OG BREITT Ríkisrekin afrek Efnahagur og stjómkerfi Þýska alþýðulýðveldisins er ein rjúkandi rúst eftir nær hálfrar aldar stjóm kommúnista. Ungt fólk flúði landið í slíkum mæli að landauðn blasti við. Að lokum brast allt þetta graut- fúna hugmyndakerfi og hrandi sam- an. Eftir stendur hnípin þjóð í vanda og helsta bjargarvon hennar eru skyldmennin í Þýska sambandslýð- veldinu. Flestum ætti að vera ljós hvem- ig umhorfs er í Austur-Þýskalandi eftir að okinu var létt af þjóðinni. Mannvirki að hruni komin, atvinnu- fyrirtæki ekki samkeppnisfær við <sjálf sig, mengunin langt yfir öllum hættumörkum og böm ólust upp í umhverfi þar sem þau gátu aldrei dregið að sér hreint loft. Fúi og rotnun blasir hvarvema við og lífsskilyrði almennings eru verri en jafnvel mestu kommaand- stæðingar þorðu að gera sér í hugar- iund. Eitt var það sem stóð upp úr hinu kommúnistiska pestsarbæli. Austur- þýska afrekstfólkið i keppnisíþrótt- um. Afbragösstjórn- un afreka Valdhafamir sem eitraðu jafnvel andrúmsloftið í ríki sínu skörtuðu þeirri hugmyndafræði að rikisrekið afrekskfólk bæri hróður Flokksins vítt og breitt um veröldina. Grannhyggin fifl gleyptu við og klöppuðu ríkisreknum íþróttaafrek- um lofí lófa. Kommúnistamir launuðu þess- um lífakkerum hugmyndafræðinnar vel. Trygg og góð laun, hús að búa í, ferðalög til útlanda, gjaldeyristekjur og leyfi til að versla í dollarabúðum. Gladiatorar Flokksins þurftu ekki að kvarta, enda var hvergi til sparað við þá í „íþróttaaðstöðu" heldur. Þegar hinir illa þokkuðu komm- únistar voru reknir úr bælum sínum urðu margar íþróttahetjur þeirra fyr- ir hnjaski. Heima fyrir var þessi for- gangslýður hreint ekki eins vel þokkaður og af var látið. Þessi hlaupandi og sprellandi auglýsinga- skilti Flokksins reyndust síður en svo ástsæl meðal fjöldans, sem bið- ur um mannréttindi og lágmarkslífs- gæði sér til handa, ekki afreksárang- ur örfárra sýningareintaka. I Rúmeníu vora útvaiin stúlku- böm tekin og gerð að þrælum. Vitað er um eina sem alþýðuleiðtoginn gaf Bokassa keisara í Mið- Afríku- lýðveldinu til dægrastyttingar. Aðrar voru fengnar í hendur temjuram sem sem þræluðu bömun- um út nær allan sólarhringinn áram saman og urðu stúlkumar liðugar. Afreksbömin hlutu ómælda að- dáun og peninga margs konar á íþróttamótum. Vilja nú ekki affeksunnendur ambátta gjöra svo vel og kynna sér ofurlítið hvemig búið var að böm- um almennt í Afreksmannalandi og hvaða verði aðdáun þeirra var keypt? Kommúnista- ávarp Nú hefiir einn af kommúnista- flokkunum á Alþingi íslendinga gert tillögu um enn fullkomnari op- inberan rekstur á íþróttaafrekum en tíðkast hefur til þessa. Hún felst í því að setja nokkra tugi afreksmanna á ríkislaun og á að borga þeim eins og háskólakennur- um. Kommúnistagreyin sem era staðnaðir í úreltri hugmyndafræði halda að með svona ríkisrekstri fáist meiri íþróttaafrek og að þau komi volaðri þjóð eitthvað við. Þessar kommapíslir era heldur ekkert að hugsa um skattgreiðendur eða ríkissjóðinn og það munu allir hinir ríkishyggjumennimir sem sitja á Alþingi ekki heldur gera þeir fara að smaþykkja enn frekara keppnis- íþróttabákn á kostnað hins opinbera. Allir dr. Josephamir í íþróttaaf- rekahreyfíngunni era annað hvort svo fáfróðir eða óheiðarlegir að fela ávallt eins og mannsmorð, að utan kommúnistaríkjanna eru keppnis- íþróttir ekki reknar af opinberam aðilum. Boltaleikjalið austan hafs og vestan og út og suður era hlutafé- lög og rekin sem gróðafyrirtæki. A Islandi eru ríki og sveitarfélög rukkuð um afrekakostnaðinn. Þar að auki verða lítil böm að fá peninga hjá foreldrum sínum til að borga æf- ingartíma í íþróttahúsum félaganna. Það er ekki fyrr en þau komast á af- rekaskrána að dæmið snýst við. íslensku afrekaliðin hafa efni á að kaupa dýra atvinnumenn frá út- löndum til að leika og því efnaðri sem þau era er hægt að kaupa dýrari atvinnumenn til að beijst til afreka- sigurs yfir liðinu í næsta þorpi. Ríkisrekin íþróttaafrek eru stolt þjóðarinnar eins og í Austur- Þýska- landi og Rúmeníu og víðar og þar sem hugmyndafræðin um opinberan rekstur er eins sósíalísk hér á landi og raun ber vimi ættu allir aðdáend- ur afreksíþrótta og afrekslistafremd- ar að steinhalda kjafti hvenær sem BAKNIÐ ber á góma, óæskilega skattheimtu og aumlega afkomu rík- issjóðs. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.