Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 5. apríl 1990 Skorin upp herör gegn ópíumrækt í Búrma með aöstoö Bandaríkjamanna Eins og kunnugt er eru Bandaríkjamenn mjög áhugasamir um aö útrýma eiturlyfjum af sínum heimaslóðum. Þeir hafa aðallega beint spjótum sínum að þeim sem rækta efnið til eit- uríyfjaneyslunnar og þeim sem dreifa þeim. Þannig hafa þeir haft mikil afskipti af þeim ríkjum Suður-Ameríku þar sem ræktun kókaplöntunnar er hvað mest Og nú eru þeir komnir til samstarfs við búrmönsk yfirvöld í þeim tilgangi að stemma stigu við geysimikilli ræktun ópíumvalmúans þar í landi. Hins vegar virðist erfiðara að fást við það, sem sumum sýnist und- irrót vandans, þ.e. eftirspum neytenda sem síst fer dvínandi. Búrma hefur lengi veríð Vesturlandabúum lokað land að mestu. Þar ríkir mikil fátækt og 1988 var gerð tilraun til uppreisnar. Þó að þáverandi einræðisherra Ne Win hafi þá hrökklast frá völdum og eftirmaður hans Sein Lwin tekið við, eru hermenn þó alls staðar á ferli og fýlgjast með gerðum almennings. Eiturlyf borin á bál í Rangoon Ramman þef af miklum eldi legg- ur yfir Rangoon, borgina sem pa- góður og musterisklukkur setja svip sinn á. Eidurinn er viðvörun til lögbrjótanna sem halda sig í hlíðunum til norðausturs, þar sem mestur hluti ópíums í heiminum vex. Svo er að sjá sem Búrmamenn ætli nú að skera upp herör gegn eiturlyfjaræktinni. Sljólegir hermenn gæta bálsins, sem brennir til ösku 334 milljóna dollara virði af úrvalsheróíni, ásamt Khin Nyunt, háttsettum meðlim herstjórnarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem upptæk eiturlyf eru brennd opinberlega í Búrma. Þetta er líka í fyrsta sinn sem yf- irvöld í Búrma hafa haft samstarf við bandaríska eiturlyfjalögreglu. Bandaríkjamenn gera sér vonir um að öskuleifamar verði upphafið að samdrætti á stöðugum straumi her- óíns til Vesturlanda. Mikilvægt að velja tímann rétt til herferðarinnar Það er mikilvægt að velja tímann rétt. Nú standa í blóma langleggj- aðir ópíumvalmúarnir í rökum og skógivöxnum Shan-ríkjunum. Það er búist við metuppskeru. Næstu vikurnar verður skorið upp og gætu afurðimar orðið 2,500 tonn af hráópium. Þegar ættbálkamir sem búa í hlíð- um Búrma hafa safnað saman óp- íuminu verður það flutt á asnalest- um til landamæra Thælands, undir vernd vopnaðra varða. Komið til Thælands á að selja það alþjóðleg- um eiturlyfjasölum frá Hong Kong, Bangkok og Singapore, eða vinna það frekar á staðnum í mor- fín og heróín, sem síðan á að flytja um víða veröld. Viðskipti með mikið af efninu em í höndum Khun Sa, hins illræmda eiturlyljakóngs í Shan. Með haust- inu birtist það á götum London og New York. Þetta ógreiðfæra svæði, þar sem landamæri Búrma, Laos og Thæ- lands mætast, er þekkt undir nafn- inu Gullni þríhyrningurinn. Fram- leiðslan er langmest í Búrma og hefur tvöfaldast síðan 1988 vegna hagstæðs veðurfars og samvinnu herstjórnarinnar og ræktenda óp- íumsins. Stjórnin gerði þetta sam- komulag gegn því að uppreisn gegn henni yrði hætt og til að tryggja sér stuðning innbyggjar- anna. En þrátt fyrir þetta samkomulag gerir Angelo Saladino, starfsmaður bandarísku eiturlyíjalögreglunnar í Rangoon, sér vonir um að brennan á eiturlyfjunum hafi sýnt löngun búrmanskra stjórnvalda til að taka þátt í alþjóðlegu átaki til að eyða ópíumræktun —jafhvel þó að álit- ið sé að sumir búrmanskir ættbálk- ar séu í bandalagi við herinn. Nú virðast Búrmamenn hafa góða ætlun Vestrænir stjómarerindrekar em á sama máli. Þeir segja að rétt eins og endranær virðist Búrmamönn- um takast að framkvæma tvo and- stæða hluti samtímis. En þeir bæta því við að hvað varði eiturlyf sé helst að sjá að í þetta skipti hafi yf- irvöld góða ætlun á prjónunum. Bandaríski eiturlyfjalögreglumað- urinn Saladino segir að Nyunt hafi beðið um alþjóðlega hjálp við að þurrka út eiturlyfin og gefið Salad- ino leyfi til að fara með hermönn- um til Shan- ríkjanna en þangað hefúr Vesturlandabúum ekki verið leyft að fara í marga áratugi. Til- gangur ferðarinnar var að fylgjast með tilraunum búrmanska hersins til að hindra eiturlyfjaræktina. Þetta var óvenjuleg bón. Tengslin við Bandaríkin hafa ekki verið sér- lega vinsamleg síðan herinn bældi niður harðri hendi óróann í landinu 1988. Bandaríska eiturlyfjalögregl- an hefur árum saman barist fyrir því að fá að láta meira til sín taka í Búrma en hefúr til þessa ekki haft erindi sem erfiði vegna einangrun- arstefnunnar sem rekin hefur verið í Búrma. Þangað til herinn kæfði allan mótþróa í landinu fékk Búrma smáQárhagsaðstoð frá Bandaríkj- unum til að sprauta eitri á ópíum- uppskeruna. En gagnrýnisraddir voru uppi sem sökuðu Búrma- mennina um að sprauta á hvað sem fyrir var og nota eitrið sem vopn gegn uppreisnaröflum með því að eyðileggja matvælaræktun. Hætt var við þetta verkefni eftir að herinn hafði aftur hrifsað völdin og lýðræðislega hreyfingin undir stjórn námsmanna var afmáð á Sein Lwin, forseti Búrma hefur nú sýnt iit á því að hafa sam- starf við Bandaríkjamenn um að uppræta eiturlyfjastarfsemi ( Búrma. Grunur leikur þó á að samningur sé í gildi milli sljóm- valda og Khun Sa, eiturlyfja- kóngs í Shan-héraði. hrottalegasta hátt. Enn, því sem næst einu og hálfu ári seinna, eru samskipti landanna ekki góð og enn hafa Bandaríkin ekki tekið upp fjárhagsaðstoðina á ný. Uppreisnin í fjöllunum að fjara út Viðleitni Búrmamanna til að þurrka út eiturlyfjaræktunina kem- ur á sama tíma og uppreisnarhópar sem berjast við herinn, en þar er fremstur í flokki Búrmanski kommúnistaflokkurinn sem nýtur stuðnings Kínverja (BCP), hafa ýmist hætt uppreisnartilburðunum eða eru að því komnir að bíða ósigur. Flokksforingjamir em í útlegð í Kína en þeir lægra settu hafa náð samkomulagi við yfirvöld í Rango- on sem veitir þeim leyfi til að fara frjálsir ferða sinna í Búrma. Sumir þeirra, sérstaklega Kok- ang- Kínverjarnir sem ráku eitur- lyfjadeild BCP, eru farnir að stunda viðskipti og kaupa land í Mandalay, fyrrum konunglegri höfuðborg Búrma. Nú ríkja þar blómatímar. Verð á landi hefur hækkað upp úr öllu valdi og álitið er að mikið af nýju ríkidæmi í borginni sé fengið í viðskiptum með eiturlyf. Fall kommúnista hefur hins veg- ar, í fýrsta sinn síðan landið hlaut sjálfstæði, veitt búrmanska hemum aðgang að afskekktum svæðum í Shan- ríkjunum, þar sem mest af ópiuminu er ræktað. Bandaríski eiturlyfjalögreglumaðurinn Salad- ino segir að nú hafi Vesturlandabú- ar einstakt tækifæri til að ná sam- komulagi um að koma böndum á eiturlyfjaviðskiptin. Hann álítur að herstjómin myndi fallast á alþjóðlega stefnuskrá um aðstoð í eiturlyfjamálum, þar sem í stað eiturlyfjaræktunar yrði boðið upp á menntun og löggæslu. „Við verðum að gripa tækifærið meðan það gefst,“ segir hann. Efamenn hafa bent á að herstjóm- in hafi hrakið öll vestræn ríki frá sér með því að bæla mótmælendur niður grimmdarlega og að fangelsa aðalandstöðuforingjana fýrir kosn- ingamar í maí, þær fyrstu í 30 ár. Ríki sem annars vildu gjama veita hjálp séu ófús til þess í þessu and- rúmslofti kúgunar. Hvað gerir eitur- lyfjakonungurinn allsráðandi? Það er ekki gott að segja hvaða hlutverki Khun Sa, sögufrægur óp- íumkonungur Asíu, gegnir. í fýrra bámst fréttir um að yfirvöld Búrma og Thælands hefðu komist að sam- komulagi um að hann leyfði flutn- inga á tekkviði um yfirráðasvæði sitt gegn því að eiturlyfjaviðskiptin væra óhindrað. Þar sem yfirvöld í Búrma era í brýnni þörf fýrir peninga hafa þau samþykkt að selja milljóna dollara virði af tekkviði til Thælands. Það kann að vera að tekksamningamir séu of mikilvægir báðum löndun- um til að þau falli frá þeim og Khun Sa geti þannig haldið áffam viðskiptum sínum afskiptalaust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.