Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 5. apríl 1990 Tíminn 17 Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum Skrifstofa kjördæmissambands Framsóknarmanna á Vestfjörðum, Framsóknarfélags (safjarðarog ísfirðings að Hafnarstræti 8 á isafirði verður fyrst um sinn opin frá mánudegi til föstudags frá kl, 13 til kl. 17. Síminn er 94-3690. Keflavík - Fram-orðið Frambjóðendur flokksins til bæjarstjórnarkosninganna verða til viðtals á hverju kvöldi fram að kosningum að Hafnargötu 62, Keflavík. Keflvíkingar eru hvattir til að koma og kynna sér stefnu flokksins og ræða málin. Frambjóðendur Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Hverfisgötu 25 alla virka daga milli kl. 17 og 19, laugardaga frá kl. 10 til 13.00. Sími 51819. Allir velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Kópavogur - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið er í fullum gangi. Opið hús alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 laugardaga frá kl. 10.00-13.00. Sími 41590. Framsóknarfélögin í Kópavogi REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547. Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Selfossi Norðurland eystra Skrifstofa Framsóknarflokksins Hafnarstræti 90, Akureyri er opin alla virka daga frá kl. 16-19, sími 96-21180. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Borgnesingar - Nágrannar Spilum félagsvist í Félagsbæ föstudaginn 6. apríl kl. 20.30. Annaö kvöldið í þriggja kvölda keppninni. Framsóknarfélag Borgarness. May May Ali er lík pabba sínum i útliti og einbeitni May May Ali — dóttir Muhamm- ads Ali, sem varð þrisvar sinnum heimsmeistari hnefaleikamanna í þungavigt, —■ líkist um margt föður sínum. Hún er greinilega mjög lík honum í andlitsfalli, brosið er það sama, segja kunnugir og svo er hún ákveð- in og einbeitt í að ffamkvæma það sem hún ætlar sér. Ali segist hafa látið boxhanskana sína ganga til May May, því að hún ætli að berjast til sigurs á sínum vettvangi sem skemmtikraftur og fyrirsæta. May May hefur þegar gefið út plötu og er að vinna að plötualbúmi með fleiri lögum. En sl. þijú ár hef- ur hún unnið fyrir sér sem gaman- leikari á skemmtistöðum, um leið og hún er að stunda nám i háskóla í Kalifomíu í kvikmyndum og leik- list. Hún segir, að þetta hafí byrjað hjá sér með þvi að skólasystkini hennar í Fíladelfiu hafi manað sig til að sækja um að koma fram á skemmti- stað þar í borg. Það gekk mjög vel og þegar May May kom til Los Angeles fór hún að leita fyrir sér með vinnu á klúbbum og skemmti- stöðum meðtfam náminu, — „og ég hef ekki verið bauluð út af sviðinu enn þá,“ sagði May May í blaðavið- tali. Annars segir hún að skólinn hafi forgang hjá sér. Hún sé „góður nem- andi“. May May er líka mikill íþróttaunnandi og heför sjálf mikið stundað íþróttir í skóla, einkum þó körfubolta, enda er daman nærri 6 May May að grinast með hattaúrvel: Á hún að prófa þá alla, — eöabaraeinn fetáhæð. ' einu? Listamaöur í San Diego málaði þessar myndir af May May og Muhammad All, pabba hennar, en hann gaf May May þær í afmælisgjöf Á plötuumslaginu er mynd af May May og platan heitir „Satisfaction", og er nefnd eftir Rolling Stones- laginu, sem hún syngur „á sinn hátt“ Muhammad Ali (hann hét reyndar þá Cassi- us Clay) með litiu dóttur sína hana May May

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.