Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.04.1990, Blaðsíða 20
MAR: 680001 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR © UERÐBRÉHtVIBSKIPn Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688S68 PÓSTFAX TÍMANS 687691 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíniinn FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 Kjaradeilan í álverinu í Straumsvík í höfn. Samningarnir bornir upp í dag: Alsamningarnlr bræddir o O c saman á 27 klukkutímum Samningur starfemanna í álverinu og viðsemjenda þeirra voru undirritaðir, með fýrirvara um samþykki félagsfundar hjá ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í gær, eftir tuttugu og sjö klukkustunda samningalotu. Samningamir veröa bomir undir félagsmenn verkalýðsfélaganna í álverínu í dag. Gylfi Ingvarsson yfirtrúnaðar- maður starfsmanna í álverinu sagð- ist í samtali við Tímann vera nokk- uð sáttur með niðurstöðuna, en heldur viljað að samkomulagið hefði verið gert þeirra í milli án að- stoðar sáttasemjara, þar sem bilið á milli deiluaðila hafi ekki verið það mikið. „Mér finnst það eðlilegra að málin séu kláruð þannig,“ sagði Gylfi. Hann sagði að þetta endurspeglaði kuldann á milli aðila, þetta væru ekki bara núllsamningar, heldur einnig gerðir á núllgráðunni. „Það var mjög kalt á milli okkar,“ sagði Gylfi. Hann sagði að með hliðsjón af öllu, þá hafi þeim fúndist að þeir væru búnir að ná því sem þeir ætl- uðu sér að ná út úr deilunni. „Hún fór allt of langt. Þetta var ekki deila til að fara með í þessa hörku. Það var búið að marka leiðina og VSÍ hefði átt að skuldbinda ísal til að fara þá leió sem þeir höfðu sjálfir markað í samningum á almennum markaði," sagði Gylfi. Einar Guðmundsson ffam- kvæmdastjóri ísal sagðist í samtali við Tímann ekkert vilja tjá sig um samningana og sagði að ekki væri búið að taka það saman hvaða kostnaðarauka samningurinn heíði í fór með sér. Aðspurður sagði hann að ekki væri búið að taka neinar ákvarðanir um hvenær ál- verið yrði keyrt upp á ný og ekki lægi fyrir hvenær sú ákvöröun yrði tekin, en líklega færi það eftir nið- urstöðu félagsfúnda verkalýðsfé- laganna í álverinu. Hann sagði að ekki væri fýrirsjáanlegt að skemmdir hlytust af niðurkeyrslu í álverinu, en óneitanlega væri um ffamleiðslutap að ræða. Gylfi sagði að samkomulag hafi verið gert um að efúislegt innihald samningsins yrði fyrst upplýst fyrir starfsmönnum á fúndum í dag. Hann sagði að mótun á heildar- kjarasamningi hafi verið langt komin, áður en tillaga sáttasemjara kom ffam til að leysa þau ágrein- ingsatriði sem eftir voru. Viðræður um hagræðingarmál sagði hann hafa losað þann hnút sem samning- amir voru komnir í og þurft aðstoð sáttasemjara við lokafrágang á deilunni. Gylfi sagði að því fylgdi einhver færsla á mönnum innan ál- versins, en engar uppsagnir yrðu því samfara. Agreiningurinn milli deiluaðila fólst einkum í þeim meiningum starfsmanna um framlengingu á gildandi kjarasamningi. Að söng Gylfa er um að ræða sömu hækkun og aðrir launþegar hafa þegar sam- ið um, en eingreiðslumar vom inni í gildandi kjarasamningi. „Það var gmndvallarafstaða okkar að þau ákvæði væm inni eftir sem áður, því annars væmm við að lækka í launum,“ sagði Gylfi. Eingreiðsl- umar sem deilt var um verða áfram í samningnum og hljóða upp á 1,8% af heildarlaunum ársins, þó að lágmarki 20 þúsund krónur, en em að meðaltali um 45 þúsund krónur. Gylfi sagði aðspurður að ummæli forstjóra álversins á dögunum, hafi ekkert komið inn í viðræðumar. „Það er fáheyrt að forstjóri skuli rakka niður starfsfólk sitt í tengsl- um við viðkvæma og snúna kjara- deilu," sagði Gylfi. Forstjóranum hefur verið sent bréf þar sem óskað er eftir því að hann dragi ásakanir sínar til baka og geri það á sam- bærilegum stað og hann kom þeim á framfæri. „Hann hefúr ekki gert það ennþá. Við verðum bara að vona að hann sjái að sér. Hann er að manni meiri, finnst mér ef hann gerir það,“ sagði Gylfi. —ABÓ Stærsti hópur „leyfisleysingja" sem hingað hefur komið sendur með næstu vél til baka: Tólf Búlgörum vísaó úr landi Baldur, hln nýja Breiðafjarðarferja, afhent eigendum sínum full búin á Akranesi f gær. Bættar samgöngur yfir Breiðafjörð með tilkomu nýrrar ferju: Baldri hleypt af stokkunum Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi afhenti nýja Breiðafjarð- arfeiju um miðjan dag í gær. Feijan, sem hlaut nafnið Baldur, mun leysa nafna sinn flóabátinn Baldur af hólmi, sem siglt hefúr á Breiðafirði sl. 22 ár. Ferja nýja getur flutt allt að 200 far- þega, 25 fólksbila og þijá stærri bíla í einni ferð. Hún er hönnuð til þess að ferja allar stærðir fólks- og flutinga- bifreiða sem leyfðar eru á íslenskum vegum, en siglingatími nýja Baldurs yfir Breiðaíjörð veður tveir og hálfúr klukkutími. Það er mun skemmri tími en hægt var að bjóða upp á með eldri feijunni. í sumar verður Baldur í áætlun með tvær ferðir á dag, alla daga, milli Stykkishólms og Bijánslækjar. Kom- ið verður við í Flatey í báðum ferð- um. - ÁG Tólf manna hópi frá Búlgaríu var snúið til baka til heimalands síns af Útlendingaeftirlitinu á mánudag. Þetta er stærsti einstaki hópur, sem vísað hefúr verið frá landinu til þessa, en ásókn leyfislausra útlend- inga inn í landið, hefur aukist undan- farin misseri. Búlgaramir, komu til íslands frá heimalandi sínu með það fyrir augum að vinna hér á landi, án þess þó að hafa í höndum dvalarleyfi, né at- vinnuleyfi. Þeir gátu engar haldbærar skýringar gefið á því hvers vegna Is- land hefði orðið fýrir valinu, en líkur má leiða til þess að það hafi stafað af því að Island, eitt Norðurlandanna, krefst ekki Visaáritunar frá Búl- görskum ferðamönnum. Að sögn talsmanns Útlendingaeftir- litsins hefur ekki verið algengt að hingað komi hópar fólks í þeim til- gangi að setjast hér aö tímabundið eða til langffama, án tilskilinna leyfa. Þess eru þó dæmi og er umræddur hópur sá stærsti, sem um ræðir hing- að til. Afgreiðsla þessa máls var með hefðbundnum hætti, en í tilfellum sem þessu er fólk sent sömu leið og það kom; til baka með fýrstu vél. Tímanum er ekki kunnugt um ná- kvæmlega hvenær búlgarski hópurinn kom til landsins en ljóst er að hann hafði einhveija viðdvöl hér áður en hann var sendur til baka. ÁG Búið að mála yfir biskup? í gær var fýrirhugað að mála yfir myndina af Ólafi Skúlasyni, bisk- up Islands, sem í nokkra daga hef- ur prýtt einn vegg Veitingahússins Tunglsins í Reykjavík. í síðustu viku fór skrifstofúsljóri biskups- stofú fram á það við Vilhjálm Svan, ffamkvæmdastjóra Tungls- ins, að myndin yrði fjarlægð. í gær var ekki búið að því en ætlun- in var að mála yfir myndina síðar um daginn. Eins og kunnugt er af fréttum Tímans var fýrst máluð mynd af forseta Islands á vegginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.