Tíminn - 09.05.1990, Page 5

Tíminn - 09.05.1990, Page 5
Miövikudagur 9. maí 1990 Tíminn 5 Sorpstöðin í Grafarvogi til umræðu í borgarráði. Mótmæli Grafarvogsbúa loks komin fram: Lýsa áhyggjum vegna nálægðar sorpstöðvar Á fundi borgarráðs í gær lagði Sigrún Magnúsdóttir fram bókun, þar sem þess var krafist, að Davíð Oddsson borgarstjóri greindi borgaiTáði frá efni bréfs, sem honum barst september sl. frá stjóm íbúasamtaka Grafarvogs. í bréfinu varályktun fundarsam- takanna frá 16. september gegn sorpböggunarstöð í Gufunesi. Tilvera þessa bréfs hefur ekki faríð hátt og Davíð veríð sakaður um að stinga því undir stól, með því að leggja ekki sjálft bréfið fram og kynna borgarfulitrúum, hvað í því stóð. Davíð borgarstjóri bókaði á eftir Sig- rúnu og segir i hans bókun, að bókun Sigrúnar og allur málatilbúnaður Fram- sóknarmanna í máli þessu sé með ólík- indum og sýni ekki bara málefnafátækt heldur málefnaörbiigð. Bréfi þessu hafi hann aldrei stungið undir stól, ffá því hafi hann skýrt í boig- arráði og boigarstjóm. Jafhffamt hafi í ffamhaldi af bréfinu verið kallaður sam- an fiindur með stjóm Ibúasamtaka Graf- arvogs og farið yfir málið. Fundurinn hafi farið ffam og ffá honum skýrt í boigarstjóm og boigarráði. Boigarstjóri minnti á, að gerður hafi verið bæklingur í samráði við íbúasam- tökin og honum dreift í hús í Grafarvogi. Jafhffamt hafi verið efnt til kynningar og sýningar í heila viku í félagsmiðstöð hverfisins. Aldrei hafi því verið setið á bréfinu og Framsóknarmenn hefðu getað fengið að sjá það, hvenær sem var þá sjö mánuði, sem liðnir em síðan það var sent Davíð lagði síðan hið umrædda bréf ffam á fundi ráðsins. I hinu umdeilda bréfi stjómar íbúasam- takanna segir, að mótmælt sé fýrirhug- aðri byggingu böggunarstöðvar í Gufu- nesi og minnt er á maig yfirlýst loforð boigaryfirvalda um að athafnasvæði sorpvinnslu boigarinnar í Gufunesi skuli lokað sem slíku árið 1990. í trausti þess hafa íbúamir ffam til þessa sætt sig við ýmis óþægindi, sem sorp- haugunum fýlgja, einkum mikilli um- ferð og óþrifum á og meðffam daglegum akstursleiðum vegna foks af bílum á leið á haugana í Gufiinesi. Verði böggunarverksmiðjan sett niður við áburðarverksmiðjuna í Gufiinesi, hljóti bílaumferð að og ffá hverfinu að aukast enn. Einnig sé hætt við, að meng- un ffá stöðinni komi til með að angra íbúa í Grafarvogi, einkum í Ffamrahverfi og Fögmbrekku (Austurfold og Vestur- fold). Jafnffamt sé hætt við, að áburðar- verksmiðjan verði fastari í sessi þar en áður, en hún sé nú þegar hættulega ná- lægt byggð. Einnig sé hætt við að ná- lægð böggunarstöðvarinnar í Gufunesi spilli stórlega útivistarsvæði og golfVelli, sem ætlunin er að komi ofan í núverandi sorphauga, aðeins steinsnar ffá áburðar- verksmiðjunni. Sama máli gegni um strandlengjuna í næsta nágrenni. Sigrún Magnúsdóttir lét bóka, að bókun og málflutningur boigarstjóra væri í sama anda og allur hans málfiutningur er jafnan gagnvart boigarfhlltrúum stjóm- arandstöðunnar, að allt hjá þeim sé á misskilningi og málefnafátækt byggt Augljóst væri, að boigarstjóra hefði brugðið við að fá bréf stjómar íbúasam- takanna og gert „samkomulag“ við iM\tPAU]hliyL Nýlegt dæmi um þaö sem talað er um í mótmælabréfi íbúasamtaka Grafarvogs. Rusl af vörubíl fýkur á flutningabíl sem kemur úr gagnstæðri átt. Tímamynd; Pjetur stjómina eða þáverandi formann félags- ins öllu heldur. Það veki óneitanlega at- hygli, að sá hinn sami og þá var formað- ur félagsins sé nú orðinn kosningastjóri Sjálfstæðisfiokksins í Grafarvogi. Sigrún Magnúsdóttir lagði síðan fram tillögu, um að ffamkvæmdir verði stöðv- aðar við böggunarstöðina nú þegar og íbúum Grafarvogs gefinn kostur á að koma skoðunum sínum um staðsetningu hennar á ffamfæri með lögformlegum hætti samkvæmt skipulagslögum. Til- laga Sigrúnar var felld með öllum greiddum atkvæðum. —sá Framfærsluvísitalan 144,4 stig - 8,5% verðbólga febrúar-maí: Rétt aðeins undir „rauða strikinu“ Framfærsluvísitalan í maí reyndist 144,4 stig, eða öriítið undir þeim 144,5 stiga viðmið- unarmörkum, sem gengið var út frá í kjarasamningunum í febrú- ar s.l.. Þá þrjá mánuði, sem síð- an eru liðnir, hefur verðlag hækkað um 2,05%, eða sem svara mundi til 8,5% verðbólgu á heilu árí. „Það má segja, að þetta hafi tekist furðanlega", sagði Guðmundur J. Guðmundsson form. Verkamanna- sambandsins í samtali við Tímann. „Ffins vegar þarf fólk að vera ákaf- lega vakandi gagnvart verðhækk- unum, sem virðist vanta dálítið á hjá almenningi. Eins held ég, að það þurfi að athuga innflutnings- verslunina mjög vel. A hinn bóginn hefur þetta aldrei - sem ég man eftir - haldið jafh vel og nú. Þar segja vextimir (lækkun vaxta) m.a. til sín. En það þarf ákaf- lega virkt aðhald og má hvergi slaka á. Hún er ekki unnin þessi orr- usta, enda er þetta alveg á grens- unni“, sagði Guðmundur J.. Vísi- töluhækkunin milli apríl og maí var 0,9% og stafar að stærstum hluta af útgjaldaliðum, sem hækka árstíða- bundið á vorin. Nær helmingurinn (0,4%) skrifast á heimilisbílana, þ.e. hækkun á iðgjöldum. Þá kemur nú inn árleg hækkun á sólarlanda- ferðum og sömuleiðis á áhöldum og fleiru tilheyrandi garðyrkju. Hins vegar stafar aðeins 0,1% af hækk- uninni nú af verðbreytingum á mat- vælum. Framfærsluvísitalan var síðast sett á 100 í maí vorið 1988. Verðlag (vísitalan) hefur því hækkað um 44,4% að meðaltali á sléttum tveim árum. Þar af varð um 24% hækkun á einu ári fýrir „þjóðarsáttina" í febrúar s.l., eða nær þrisvar sinnum meiri verðbólga, heldur en síðan samið var um hana. Það er hins vegar verulegur munur á hvað ein- stakir liðir í vísitölugrundvellinum hafa hækkað mikið síðustu 2 árin. Póstur og sími á heiðurinn af minnstri hækkun, aðeins 18% á tveim árum. Þá kann einhverjum að þykja at- hyglivert, að búvörur háðar verð- lagsgrundvelli hafa hækkað hvað minnst, eða um 36,4% þessi tvö ár og aðrar innlendar matvörur 1% meira. Innfluttar matvörur hafa á hinn bóginn hækkað um 55,6% á sama tíma. I heild hefur matvöru- liðurinn hækkað um 39% á tímabil- inu og telst nú um 39.000 kr. á mán- uði hjá „vísitölufjölskyldunni“ (um 11.320 kr. á mann að meðaltali). Opinber þjónusta, m.a. rafmagn og hiti (37,4%) og húsnæðiskostnaður (40,9%) hafa sömuleiðis hækkað talsvert minna en vísitalan í heild. Því er hins vegar aldeilis öfugt far- ið með bílakostnaðinn. Liðurinn; nýr bíll, varahlutir og bensín hefur hækkað um tæp 59%. í heild hefur kostnaður vegna heimilisbílanna hækkað um 48,6% og reiknast nú um 32.000 kr. á mánuði hjá „vísi- tölufjölskyldunni". Skófatnaður, vefnaðarvörur, hús- gögn og ýmisskonar heimilisbún- aður ásamt með veitingahúsa- hót- elþjónustu og kostnaði vegna utanlandsferða eru allt liðir, sem hafa hækkað frá 53 til 63% síðustu 2 árin. Má af þessu ráða, að kaupmáttar- rýmun síðustu 2ja ára (sem reiknuð er út ffá ffamfærsluvísitölunni) get- ur hafa komið misjafnlega þungt niður á fólki eftir lífsmáta þess. Verðhækkanir hafa greinilega komið af miklum þunga niður á fjölskyldum, sem reka 2-3 bíla, eru „veikir fýrir" húsgögnum og öðrum húsbúnaði, stunda veitingahús og telja utanlandsferðir meðal brýn- ustu lífsnauðsynja. Þeir hófsömu og heimakæru, sem gera sér dagamun með því að grilla á svölunum, spjalla við vinina í síma eða bjóða þeim í mat úr ís- lenskum landbúnaðarafurðum hafa á hinn bóginn getað snúið töluvert á „verðbólgudrauginn" - að ekki sé nú talað um, ef þeir eru einnig bíll- ausir. - HEI Steingrímur Hermannsson: Styður friðar- viðleitni Egypta Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra er nú í opinberri heimsókn í Egyptalandi. Hann hefur meðal annars átt fund með Hosni Mubarak forseta landsins. Steingrimur segist styðja ffiðarviðleitni Egypta, sem hann segir hafa sýnt mikið hugrekki í baráttu fýrir ffiði í Mið- Austurlöndum. ,Á fundi okkar Mubaraks ræddum við cinkum ástandið í Mið-Austur- löndum. Mubarak greindi mér itarlega ffá sínum hugmyndum um hvemig mætti tryggja ffið milli ísraelsmanna og Palestínumanna. Fyrir fundinn hafði ég kynnt mér vel ffiðartillögur hans og Bakers utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mubarak lagði mikla áherslu á að Bandaríkjamenn styddu ffiðarviðleitni hans. Eg tjáði honum, að við legðum mikla áherslu á, að öryggi Israels væri tryggt. Ég sagði, að við treystum okkur ekki til að viðurkenna Palestínuríki fýrr en þessi mál væra lengra komin og hann sagðist skilja það mjög vel. Ég tjáði honum, að við styddum ffamkomnar hugmyndir um alþjóðlega ráðstefhu milli Israels- og Palestínumanna. Ég tel, að slíkur fiindur sé eðlilegt næsta skref í málinu. Þá sagði ég honum, að á Islandi væru menn afar hneykslaðir á því ofbeldi, sem beitt hefur verið á hemumdu svæðunum. Við teljum, að þessu verði að linna. Ég sagði Mubarak, að ég dáð- ist að því hugrekki, sem Egyptar hafa sýnt við að reyna að leysa þetta mál. Sadat, fyrrverandi forseti Egyptalands, fór á sínum tíma til ísraels og ávaipaði þingið. Egyptar hafa viðurkennt ísrael og einangraðust þess vegna um tíma meðal Arabaríkja. Þeir hafa þvi teygt sig mjög langt. Ég sagði honum, að ég hygðist hitta Arafat og Mubarak fagnaði því. Hann sagði Arafat mjög sanngjaman og hug- rakkan mann. Mubarak minnti á, að Arafat hefur gengið miklu lengra í yf- irlýsingum sínum um að viðurkenna Israelsríki og fordæma hryðjuverk, en stór hópur af hans mönnum getur sætt sig við. Mubarak sagði óttast, að ef samning- ar tækjust ekki fljótlega, næðu öfgaöfl meðal Palestínumanna undirtökunum. Hann lýsti einnig áhyggjum út af því, ef Shamir nær undirtökunum í ísrael. Annars talaði Mubarak mjög jákvætt um ísraelsmenn og sagði, að menn yrðu að lifa saman sáttir. Við ræddum síðan almennt um ástandið í Mið-Austurlöndum og ég spurði hann um vopnauppbyggingu ír- aks. Hann sagði, að ísrael þyrfti ekki að óttast hana. Irakar og fleiri þjóðir væra hins vegar hræddir um að upp úr slitnaði á milli ísraels og Palestínu- manna og harðlínumenn í Israel næðu völdum. Leiðrétting Ranglega var sagt í fiétt í blaðinu í gær af landsmóti hestamanna, að Hjalti Pálsson væri formaður framkvasmda- nefhdar mótsins. Formaður hennar er Sveinn Guðmundsson á Sauðárkióki, enda mótið haldið í hans heimahéraði; að Vindheimamelum. -sá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.