Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 5
OGGI í i6ÍTi .5 r 'lUpoLlóp-lB-' Laugardagur 12. maí 1990 nnimíT -L Tíminn 5 UTLOND Ræða samvinnu í sjálfstæðisbaráttu: LITHAUGAR. LETTAR 0G EISTAR HITTAST Forsetar Eystrasaltsríkjanna þríggja ætla að hittast í dag og ræða samvinnu sín í milli. Þeir munu leita sameiginlegra leiða til að endurheimta sjálfstæði ríkja sinna. Fundurinn mun aðeins standa i einn dag. Leiðtogamir vilja tengja betur saman efnahagskerfi Iandanna og gera þau betur í stakk búin til að standast efnahagsþvinganir Sovét- stjómarinnar. Ráðherra Eista, Endel Lippmaa, sagði að reynt yrði að koma á eins náinni samvinnu og frekast væri unnt, en einnig vildu menn koma í veg fyrir að mismun- andi hagsmunir rikjanna yllu ágrein- ingi. Forsetamir þrír, Landbergis frá Lit- haugalandi, Gorbunov frá Lettlandi og Ruutel frá Eistlandi, hafa ekki hist síðan lönd þeirra lýstu yfir sjálfstæði en fúndurinn verður haldinn í Tallin, höfúðborg Eistlands. Dagskrá fúnd- arins hefúr ekki verið gerð opinber en eistneskur blaðamaður sagði Reuter að forsetamir þrír myndu end- urvekja „Eystrasaltsráðið“, ráðgjaf- arþing landanna, sem starfaði milli stríða. Á því þingi myndu sitja þrír háttsettir stjómmálamenn, einn ffá hveiju landi. Gorbatsjev hefúr hafnað ráðagerð- um Eistlendinga um sjálfstæði í áföngum, hann hefúr ekki enn látið opinberlega í ljós álit sitt á sams kon- Vasasímar kynntir í BNA innan árs Innan árs ætlar fyrirtæki í New York að reyna nýja tegund farsíma sem eiga að vera minni, ódýrari og með rafhlöð- um sem endast lengur en nú tíðkast. Forstjóri fyrirtækisins Millicom Inc, Shelby Brian, sagði í viðtali við Reut- er í gær að þetta væri ekki aðeins ný tegund farsíma, heldur væri þetta „næsti síminn“. Símamir nota nýtt fjarskiptakeríi sem enn er hvergi í notkun en Millicom hefúr fengið leyfi til að setja það upp í Bretar áminna Rúmena Bretar lýstu í gær yfir áhyggjum sín- um við Rúmena vegna ffétta af óeðli- legum gangi kosningabaráttunnar í Rúmeníu en fyrstu ftjálsu kosning- amar eiga að fara þar ffam 20. maí. Fulltrúi breska utanríkisráðuneytis- ins sagði að fregnir af ofbeldi og hót- unum í garð stjómarandstæðinga væru sérstaklega kvíðvænlegar. Vegna þeirra hafa stjómvöld í BNA ákveðið að kalla heim timabundið sendiherra sinn ffá Búkarest. Bretar hvöttu rúmensk stjómvöld til Pólverjar munu ekki krefjast Vilníusar Utanrikisráðherra Póllands, Krzyszt- of Skubiszewski, sagði i blaðaviðtali í gær að Pólveijar hygðust ekki krefjast þess að fá aftur landsvæði sem þcir misstu til Sovétmanna eftir seinni heimsstyijöld. Skubiszewski var í einkaerindum í London og ræddi þar við breska blaða- menn um landamæri Póllands. Við lok semna stríðs fluttist Pólland f vesturátt. Pólveijar misstu landsvæði til Sovét- rikjanna en hlutu í staðinn land ffá Þjóðveijum. Vilníus, höfúðborg Lithaugalands, til- Búast má viö að sjálfstæðisbar- átta Eystrasaltsríkjanna hafi or- sakað nokkrar andvökunætur hjá Gorbatsjev. ar ráðagerðum Letta ffá 11. maí en hann hefúr sem kunnugt er sett Lit- hauga í viðskiptabann vegna sjálf- stæðisyfirlýsingar þeirra ffá 11. april síðastliðnum. Vestrænir fféttaskýrendur telja að Eystrasaltsríkjunum sé lífsnauðsyn að efla samvinnu sína ef þeim á að takast að losna við sovésk yfirráð. Saman geta löndin séð sjálfum sér fyrir 70% af eigin þörfúm en olíu- skortur er alvarlegasta vandamálið sem þau eiga nú við að glíma. Olía er unnin úr jörðu í Eystrasaltslöndunum og reyna Lithaugar nú að auka vinnslu sína eins og kostur er. Annar Lithaugi kveikir í sér Lithaugi liggur nú alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hafa kveikt i sér. Atburðurinn átti sér stað við landamærastöð á landamærum Sovétríkjanna og Ungverjalands. Að sögn ung- versku fréttastofunnar MTI hellti maóurinn yfir sig spritti og kveikti í. Hann er alvarlega slasaður og Uggur á gjörgæslu. Annar Lithaugi, Stanislovas Zhemaitis, dó 26. aprfl eftir að hafa kveikt i sér fyrir utan Bols- hoi lelkhúsið í Moskvu. Zhem- aitis var 52 ára bifvélavirki sem hafði nýlega misst vinnuna. Hann skildi eftir sig bréf þar sem hann Sagðist ekki geta lifað lengur vegna efnahagsþvingana Sovétmanna. Houston og Orlando þar sem símamir verða reyndir innan árs. Fyrirtækið vonast til að geta stækkað fjarskipta- kerfi sitt og að það verði notað um all- an heim með tíð og tíma. Fjarskiptakerfið notar hærri tíðni en núverandi farsímakerfi sem gerir símaframleiðendum kleift að smíða minni síma sem nota minni orku. Hins vegar draga nýju símamir skemmra og símafélög þurfa að setja upp fleiri senda. að gera allt sem þau gætu til að tryggja öryggi frambjóðenda og reyna að stuðla að fijálsri og heiðar- legri kosningabaráttu. Bretar hvöttu einnig þá sem nú standa fyrir mót- mælum í Búkarest til að hefja við- ræður við stjómvöld og reyna að komast að samkomulagi við þau. Fulltrúi bráðabirgðastjómar Rúm- ena í London sagði að Rúmenar hefðu litla reynslu af lýðræði en þeir myndu reyna allt til að tryggja fijáls- ar og heiðarlegar kosningar. heyrði Póllandi ffarn til 1939 en Sku- biszewski sagði að Pólveijar gerðu engar kröfúr til hennar og að þeir myndu ekki emu sinni krefjast minni háttar breytinga á landamæmm sínum. Hann sagðist styðja sjálfstæðiskröfúr Lithauga og hann sagðist hafa sýnt þeim meiri stuðning en aðrir ráðamenn í Evrópu, sem hefðu ekki viljað taka á móti ráðhemim Lithauga sem opin- berir fúlltrúar ríkisstjóma sinna. Það hefði hann hins vegar gert þegar hann tók á móti utanríkisráðherra Lithauga- lands, Algirdas Saudargas. fjilawrap rúllupökkunarvélar frá UNDERHAUG Á aðeins örfáum árum hefur SILAWRAP rullu- pökkun- arvélin valdið byltingu í pökkun þurrheys og vot- heys og eru nú í notkun yfir 9000 vélar víða um heim og fer stöðugt f jölgandi, enda er hún ein eftirsóttasta pökkunarvélin á markaðnum. ffilawrap er langmest selda pökkunarvélin á íslandi. SUSSÚ3P Viðurkennd hágæða vara. Reynd á Hvanneyri og mörgum öðrum slíkum stofnunum víða um heim. Vélarnar eru tengdar á þrítengi eða dregnar. Fást í ýmsum útfærslum. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000 M tiðs 0$jnq

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.