Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 12. maí 1990 Páll Eiríksson aðstoðaryfirlögregluþjónn rifjar upp samskipti lögreglunnar við hermennina á stríðsárunum og ástandið: Jónas frá Hriflu fyrstur að vara við „ástandinu“ Hemám íslands og hemámsárin eru mikið til umræðu þessa daga, enda ekki að ástæðulausu þar sem 50 ár eru liðin frá því að fýrstu bresku herskipin lögðust að landi í Reykjavíkurhöfn. Páll Eiríksson, aðstoðaryfiríögregluþjónn í Reykjavík, er annar tveggja elstu starfandi lögreglumanna í lögreglunni í Reykjavík eftir 47 ára starf, en hann hóf störf 1. febrúar 1943. Páll er vel kunnugur samskiptum lögreglu við hemámsliðið á þessum tíma. Þegar Tíminn heimsótti hann sat hann við skrífborð sitt í höfðu- stöðvum lögreglunnar við Hverfisgötu með dagbók lögreglunnar opna á 10. maí 1940. „Nei því miður er mjög lítið bókað þennan dag af atburðum tengdum hemáminu.“ Páll tekur upp dagbók lögreglunnar frá þessum tíma og les fyrstu bókun aðfaranótt 10. maí 1940. „Kl. 3.40. tilkynnti lögregluþjónn númer 50 að sæist til fjögurra herskipa sigla inn á ytri höfnina. Sjást ekki þjóðarein- kenni.“ Meira er ekkert bókað um þetta og hjá dagvakt lögreglunnar þennan dag er ekki neitt sérstakt bókað. Það er ekki fyrr en um kvöldið, er Jónas Jónsson alþingismaður, Jónas frá Hriflu, hringir á stöðina: Páll les áfram: „Klukkan 20.42 þá hringdi á stöðina Jónas Jónsson alþingismaður og óskar hann eflir að skilað yrði til lögreglustjóra frá sér, að hann óski eftir að lögreglan spomi við því að krakkar og unglingar hangi utan í her- mönnum þeim sem hér em í landi. Taldi hann þetta þjóðinni til ósóma og það sama gilti fyrir lögregluna að skipta sér ekki af þessu. Magnús Eggertsson varðstjóri talaði við lögreglustjóra og skýrði honum frá þessu og lögreglustjóri taldi ekki ástæðu til þess að skipta sér af þessu að svo stöddu.“ Páll sagði að annað hafi ekki verið bókað fyrr en þá löngu seinna, þegar lengra var um liðið frá hemáminu. „Það kemur fljótlega fram að lögreglan hefúr afskipti af hermönnum og þá svo til eingöngu út af kvenfólki. Það var geysilega mikil athygli sem þessir menn fengu þegar þeir komu hingað. Eins og margoft hefúr komið fram þá vom ungar stúlkur og eldri einnig afskaplega uppteknar af þessum mönnum. En illindi milli Islendinga og Bret- anna vom ekkert sérstaklega mikil. Það kom jú oft fyrir að það skarst í odda og úr urðu slagsmál, en þá oftar en ekki vegna ölvunar og kvenfólks.“ — Hvemig var andrúmsloftið í bænum á þessum ámm? „Eg tel að það hafi verið mjög gott. Þá var bærinn það lítill, ég segi kannski ekki að all- ir hafi þekkst, en maður var ekki búinn að vera lengi í lögreglunni þegar maður komst að því að ef maður kom inn á skemmtistað borgaralega klæddur, þá þekktist maður og sagt: þama er ein löggan. Þegar maður var á gangi niður í bæ, vom þar iðulega á gangi betri borgarar, eins og sr. Bjami, Olafúr Þorsteinsson læknir, Ólafur TTiors og fleiri mætir menn, sem tóku ofan fyrir manni. Maður heilsaði þeim vissulega, því Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri lagði mikla áherslu á að það væri betra að gera „honor“ þúsund sinnum of ofl en einu sinni of sjaldan. Hann vildi að lögreglan gerði kveðju fyrir þeim er væm betri borgar- ar.“ í fúskaravinnu hjá Bretanum — Hvað varstu gamall þegar þú byijaðir í lögreglunni 1943? „Eg var tuttugu og eins árs. Aður hafði ég unnið í Bretavinnunni frá haustinu 1941. Við vorum kallaðir trésmiðir eða gjaman fúskarar, þ.e. þeir menn sem unnu hjá Bret- anum. Það var mikill hörgull á smiðum og allir sem vom bankhagir, vom teknir sem smiðir við braggasmíði. Mín fyrstu kynni af hermönnunum vom frá þessum tíma. Eg vann úti á flugvelli, þá í nokkuð stómm vinnuflokki sem þar var.“ — Fúskarar og ekki fúskarar, til hvors hópsins taldist þú? „Það var þannig að þeir sem vom alveg hreinir fúskarar áttu ný verkfæri. Glansandi sagir og harnra, en ég átti gamlan hamar, gamla sög og hefil, sem þá vom aðalverk- færin. Nú, þegar ég kom í þennan vinnu- flokk þá héldu allir að ég væri vanur smiður. Þar sem það gæti ekki átt sér stað að fúskari kæmi með gömul verkfæri. Eg held nú að þetta hafi kannski eitthvað lyft mér við smíðina. Bretavinnan var fræg fýrir það að vera leti- vinna og alveg hörmung hvemig menn unnu. Það var kannski ekki síður Bretunum að kenna. Ég man eftir tilfelli þegar við vor- um úti á flugvelli og áttum að ldæða gólf í bragga, en efnið vantaði. Verkstjórinn sagði okkur að við yrðum að vera inni í braggan- um og mættum ekkert fara út, því yfirmenn hersins máttu ekki vita af því að það vantaði efni. Þama vorum við í tvo daga, nánast all- ur hópurinn, verkefnalausir. Hvers vegna spýtumar vantaði veit ég ekki. Svona vom þessi vinnubrögð. Frægt var að yfirleitt var ein skófla ætluð hverjum tveim við skurð- gröft og þar ffarn eftir götunum. Þetta breyttist með kananum, hann var harðari. Það var meira aðhald hjá þeim og mjög vel unnið. Við lentum í því einu sinni þegar verið var að segja mönnum upp í flokknum sem ég var í að við vomm teknir tveir og áttum að smíða borð fyrir einhveija yfirmenn. Það sátu yfir okkur tveir yfirmenn á meðan við vorum að smíða borðið og nátt- úrlega bogaði af okkur svitinn, þar sem ekk- ert var gefið eftir. Þetta varð þó til þess að okkur var ekki sagt upp.“ Upp úr sauð á friðardaginn — Hvemig var að vera í lögreglunni á þess- um ámm, ffam að stríðslokum? „Þegar ég byija í lögreglunni var mikið af hermönnum í bænum og herlögreglumaður var alltaf á stöðinni hjá okkur sem fór með í útköll þegar vitað var að hermenn vom ann- ars vegar. Hvað útbúnaðinn varðar þá var gamli búningurinn ekki sá liðlegasti. Jakk- inn var hnepptur upp í háls, með axlaról þar sem við bámm stórar kylfúr á nætumar.“ — Samskiptin við hermennina og borgar- ana á þessum tíma? „Ekki er hægt að segja annað en þau hafi verið nokkuð góð. Afskiptin sem lögreglan þurfti að hafa vom gjaman vegna ölvunar. Það var ekki mikið um róstur sem beinlínis mátti rekja til hermannanna, en á friðardag- inn sauð upp úr. Það misstu nánast allir stjóm á sér á ffiðardaginn, bæði íslendingar og hermenn. Það segir frá því í dagbók á þessum tíma að nánast í hverri einustu versl- un í miðbænum og upp eftir öllum Lauga- veginum hafi rúður verið brotnar. Þar vom hermenn framarlega. Nú svo slagsmál milli Islendinga og Englendinga. Það vom aðal- lega Englendingar, því Ameríkönunum var ekki sleppt lausum á ffiðardaginn. Ég veit ekki af hverju, kannski af ótta við að þeir fæm að berja á Bretunum. Það var mikill fjöldi í miðbænum þessa tvo daga sem ólæt- in stóðu yfir og lögreglan þurfti að beita táragasi og kylfum til að skakka leikinn." — Hefurðu heyrt frá þínum fyrmm sam- starfsmönnum hvemig hemámið gekk fýrir sig og næstu dagar þar á eftir vom? „Þegar landið var hemumið var Agnar Kofoed lögreglustjóri á Laugarvatni að þjálfa lögreglumenn og Einar Amalds fúll- trúi lögreglustjóra. Það hefúr komið fram að hann hafði afskipti af hermönnum sem fóm að stjóma umferð í Hafnarstræti og Pósthús- stræti. Hann óskaði eftir því að þeir væm ekki að sinna umferðarstjóm. En yfirleitt komu ekki upp mikil vandræði sem lögregl- an þurfti að hafa afskipti af. Ég varð ekki var við að herinn hafi eitthvað verið að skipta sér af störfum lögreglu. Kaninn hafði lög- reglustöð í Tryggvagötu og það var mjög góð samvinna okkar í milli þegar á þurfti að halda.“ Kallaöir út vegna hermanns í fjósi „Við lentum í því tveir, ég og Oskar Ola- son, fýrrverandi yfiriögregluþjónn, að vera kallaðir að býlinu Útskálum inn við Elliðaár, þar sem Ameríkani var eitthvað að vesenast í fjósinu. Þegar við komum inn i fjósið hljóp hann út á tún og við á qftir, þar sem við náð- um honum. Hermaðurinn sem var þama inn- frá var á jeppa og herlögreglumaðurinn sem var með okkur í for sat með honum í jeppan- um niður á stöð. Þegar við komum niður á Laugaveg stoppar jeppinn og herlögreglu- maðurinn kemur til okkar og segir að þetta sé örugglega misskilningur og að hermaður- inn sé saklaus. Hann er ekki fýrr kominn að bílnum hjá okkur fýrr en strákur brennir af stað og við á eftir. Hann fór inn í Norður- mýrina, þar sem við misstum af honum og fundum jeppann síðan mannlausan. Síðar kom í ljós að hann var í kamp sem var við Háteigsveginn. Út úr þessu urðu réttarhöld og við Óskar þurftum að mæta fýrir herrétt vegna þessa til sakbendingar og við gátum bent á rétta strákinn. í þessum réttarhöldum voru miklar serimóníur. Við þurftum að ganga þar fýrir marga áður en við komumst til sjálfs dómarans." Vegna þessa varð til vísá sem hér fýlgir: „Efað þetta úrvals* lið iðkar kálfasmiði hverju œtliþá úrhrakið í Ameriku ríði." I * Roosevelt Bandaríkjaforseti hafði lofað Islendingum úrvalsliði hermanna. Ástand á skauta- svellinu á Tjörninni — Hvemig voru samskiptin milli lögreglu og þeirra kvenna sem voru í svokölluðu ástandi? „Þegar ég byrjaði höfðu þær ekkert hom í síðu lögreglunnar. Auðvitað fannst þeim óþarfa afskipti vera höfð af sér, en það var engin fjandskapur út í lögregluna. Ég er ekki frá því að á sumum sviðum hafi verið gert meira úr þessu en efni stóðu til. Það var ráð- in hjúkrunarkona, Jóhanna Knudsen, til að fýlgjast með þessu og hún var afskaplega ströng. Henni fannst nú nánast að þetta væri alveg hroðalegt ástand. Jóhanna sendi lög- reglustjóra bréf 1944 þar sem hún lýsir ástandinu á skautasvellinu á Tjöminni. Hún lýsti ástandinu á svellinu sem mjög slæmu. Þama séu hermenn og ungar stúlkur á skaut- um og af þvi geti hlotist kunningsskapur. Hún fór fram á að lögreglustjóri beitti sér fýrir bættri lýsingu á tjöminni og að þar yrði settur lögreglumaður á vakt til að hafa eftir- lit með velsæminu. Hvort hann varð við þessu veit ég nú ekki. Þetta var svo strangt að það var nánast tekið til þess ef stúlka tal- aði við hermann. Það er fjarri því að þessar stúlkur hafi allar verið beint í ástandinu. Á þessum tímum var ekki mikið um sam- komur en af og til héldu Kennaraskólinn og Samvinnuskólinn dansæfingar, eins og það hét þá. I þá daga sátu stúlkumar á bekkjum meðfram veggjunum. Ég fór oft á þessar dansæfingar á báðum stöðum og yfirleitt vom fleiri stúlkur en strákar, auk þess sem strákamir vom eitthvað feimnir að bjóða upp. Maður tók eftir að sömu stúlkumar sátu á bekkjunum allt kvöldið og seinna sá ég þessi andlit, en þá vom þær margar hveijar komnar með hermenn upp á arminn." Ekki breyting heldur bylting — Hvað hefur breyst á þessum 47 ámm síðan þú byijaðir í lögreglunni? „Ég held að það sé ekkert sem ekki hefur breyst. Það má segja að ekki hafi orðið breyting heldur algjör bylting og vafalaust er margt til góðs. Einhvem veginn er það svo að ég held að fólk meti ekki þessa breyt- ingu eins og hún hefur orðið til góðs. Það var að vísu mun færra í lögreglunni á þess- um ámm, en þegar maður gengur ffamhjá Pósthússtræti 3, þar sem lögreglustöðin var, þá rifjast upp fýrir manni að þegar ég var að byrja þá þóttu þetta mikil salarkynni. En undir það síðasta var húsnæðið orðið mjög þröngt. Þegar við flytjum á Hverfisgötuna, 1972, þá fannst manni þetta vera feikna geimur. Setustofúmar hér þóttu mjög stórar og sérstaklega þeir eldri kviðu fýrir að fara úr þrengslunum niður ffá og hingað inneftir. Ekki bara þeir eldri, því það kom á daginn að almennt vildu menn heldur sitja á setu- stofúnni í fangageymslunni, þar sem hún var minni og meira í líkingu við það sem gerðist niður í Pósthússtræti, þar sem menn sátu nær hver ofan í öðmm.“ — Hefúr viðmót fólks breyst einnig? „Já, það hefúr breyst. Vissulega vom óspektir, þá sérstaklega á gamlárskvöld. Ég rakst á gamlar skýrslur um gamlárskvöld allt aftur til 1938. Þá em skrílslætin svo mikil að í einu tilfellanna er því líst hvemig nokkrir menn koma að leigubílstjóra sem sat i bíl sínum niðri við höfn og bám bílinn að bryggjusporðinum, þannig að hjólin stóðu fram af þegar lögreglan kom að. Ætlunin var einfaldlega að henda bílnum og manninum í höfnina. Nú á seinni árum hafa unglingar miklu meira handa á milli en þá og þetta ástand í miðbænum sem við em að tala um núna á sér ekki hliðstæðu ffá fýrri tíma. Á þessum ámm gengu menn rúntinn sem kall- að var, hring eftir hring ef gott veður var, en að einhveijum dytti í hug að bijóta rúðu eða henda flösku, var ffáleitt. Agnar B. Óskarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.