Tíminn - 12.05.1990, Page 17

Tíminn - 12.05.1990, Page 17
Laugardagur 12. maí 1990 bvr\r\\io i Mnr Létt spjall á laugardegi Leikskólinn - Grunnskólinn Laugardaginn 12. maí n.k. kl. 10.30 verður létt spjall að Grensásvegi 44. Umræðuefni er: Leikskólinn - Grunnskólinn. Sigrún Magnúsdóttir Aslaug Selma Oóra Brynjólfsdóttir Þorsteinsdóttir Áslau^ Brynjólfsdóttir fræðslustjóri, Selma Dóra Þorsteinsdóttir, for- maður Fóstrufélags íslands, og Kristinn Halldórsson foreldri ræða málin. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi stjórnar umræðunni. Allir velkomnir. B-listinn í Reykjavík Hafnarfjörður - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 25 er opin alla virka daga frá kl. 15.00-19.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Auk þess er opið hús öll kvöld frá mánudegi til föstudags. Símar: 51819 - 653193 - 653194. Lítið inn og takið með ykkur gesti. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin Selfoss - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Eyravegi 15, alla virka daga kl. 16.00-22.00, laugardaga kl. 10.00-13.00. Sími 22547 og 22955 Allir velkomnir. - Heitt á könnunni. Framsóknarfélag Selfoss Dalvík - Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Framsóknar- og Vinstri manna er í Jónínubúð. Opið alla virka daga kl. 20-22 og laugardaga kl. 17-19. Sími 96-61850. H-listinn Garðabær - Kosningaskrifstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins að Goðatúni 2 er opin alla virka daga frá kl. 17-19 og laugardaga frá kl. 13-15. Sími 46000. Sandgerði - Kosningaskrifstofa Kosningastarfið í fullum gangi. Opið hús að Strandgötu 14 alla virka daga kl. 20.00-22.30, um helgar kl. 14.00-19.00. Allir velkomnir. Alltaf heitt á könnunni. Sími 92-37850. B-listinn. Hafnarfjörður Fundur verður haldinn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Boðaðir eru aðal- og varamenn ásamt frambjóðendum flokksins. Umræðuefni: Kosningabaráttan. Stjórnin. Keflavík Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnargötu 62 er opin daglega kl. 15.00-22.00. Sími 11070. REYKJANES Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 17-19, sími 43222. KFR. Vestmannaeyjar Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum er að Kirkjuvegi 19 og er opin frá kl. 16-19. Sími 98-11004. Akureyri Skrifstofa Framsóknarflokksins er að Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga frá kl. 13.00-19.00. Kosningastjóri er Sigfríður Þorsteinsdóttir. Síminn er 96-21180. Kvikmyndastjörnur framtíðar? Hér má sjá nokkrar myndir af fallegum og skemmtilegum krökkum, en þau tóku öll þátt í módel-keppni hjá tímaritinu GLOBE og voru í efstu sætunum. Það er sameiginlegt hjá þeim öllum að þau hafa áður reynt fyrir sér í fyrirsætustörfum og jafnvel auglýsingamyndum og kvikmynd- um. Það er alveg eins líklegt að hér séum við að kynnast einhverri af stórstjörnum framtíðarinnar. Verðlaunin voru ekki há í keppninni hjá Globe, aðeins 50 dollarar til hvers barns sem birt var mynd af, - en það voru birtar 10 myndir, þó við sjáum þær ekki allar. En engu að síður er þetta áfangi á leið þeirra að takmarkinu að verða eftirsótt sem módel eða kvikmyndir. Bradley Suntich er aðeins fjögurra ára. Hann á heima í Holly Hill í Florida. Hann hefur meðfæddar leikgáfur og er óþreytandi í að sitja fyrir hjá Ijósmyndara. Hann er duglegur að synda og fer með afa sínum í sund og golf, og á m.a.s. sínar eigin barna-golfkylfusett! Tera Beth Varney er orðin heimsvön dama. Hún er 8 ára og á heima í Chatta- roy í Vestur-Virginíu. Hún heillar dómara á keppnum sem hún hefur tekið þátt í og syngur og dansar svo hún kemst alltaf á verðlaunapall. Tera Beth hefur unnið ferðir til Hawaii, Ba- hamaeyja og til Flor- ída, og auðvitað fyrir mömmu sína líka Stacey Mracek er bara 5 ára, en hún er dömuleg með stráhatt og hanska. Henni þykir mjög spennandi að punta sig fyrir myndatökur, en annars er mest gaman að hjóla og að hjálpa pabba sínum að gefa kúnum, en hann er bóndi nálægt Hay Springs í Nebraska í Bandaríkj- unum. Toni Lynn Walsh, 5 ára, í Delta í Colorado, finnst gaman að þykjast vera fullorðin og leika leikrit. Hún hefur fengið módel- verðlaun og ætlar að leggja það starf fyrir sig „þegar hún er orðin stór“. Alison Koytek er 7 ára og á heima í Dupont, Pennsylvania í Bandaríkjunum. Hún er ákveðin í að verða leikkona og dansari þegar hún verður stór. Alison hefur þegar hlotið nokkur verð- laun í fegurðarsamkeppnum barna og á tískusýningum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.