Tíminn - 12.05.1990, Side 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu,
S 28822
.HinrœeruoKtorW'
UERflBRtfAtfMSKim
SAMUINNUBANKANS
SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMI: 688588
PÓSTFAX
TÍMANS
687691
LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM
Kringlunni 8-12 Sími 689888
„Ég held aö ferðamannaþjónusta á íslandi fyrir blinda væri
ákaflega áhugavert verkefni fýrir okkur. Hugsum okkur td.
mann, sem á blindan venslamann - bam eða eiginkonu.
Hann hlýtur að hugsa, hvert hann geti farið með hinn blinda í
sumarfríinu og hann gæti hugsaö sem svo, „auðvitað til fs-
lands“.
Á íslandi höfum við fjölmarga
möguleika fyrir blint fólk, sem það
getur aldrei kynnst annars staðar, til
dæmis hestasport," sagði dr. Snorri
Ingimarsson á aðalfundi Útflutn-
ingsráðs í gær, en Snorri hafði, einn
þriggja lækna, framsögu um á hvem
hátt mætti nýta séríslenska þekkingu
í læknavísindum og heilbrigðisþjón-
ustu til að afla útflutningstekna í
þjóðarbúið.
Snorri Ingimarsson ræddi í þessu
sambandi um skynjun blindra á um-
hverfínu, og hvemig hún ræðst af
fötlun þeirra og sagði: Blint fólk
gæti, þegar heim kemur, sagt frá því,
hvemig það lærði að hlusta eftir
ganginn tölt, hvemig það fór hönd-
um um og fann, að íslenski hesturinn
var miklu minni, en það haföi hald-
ið.“
Hann ræddi síðan um ýmsa aðra
möguleika, sem hægt væri að bjóða
blindu fólki upp á að kynnast á ís-
landi og skemmtun af margvíslegu
tagi. Þá væri einnig þess að gæta, að
hægt væri í þessu samhengi að
stofna til fjölda starfa fyrir einmitt
blint fólk og fatlað hér heima og
gefa þannig lífi þess aukið mikil-
vægi og innihaldð.d. „Við gætum
verið með blinda og fatlaða leið-
sögumenn,“ sagði Snorri. Þá gætu
fleiri en blindir notið íslenska hests-
ins að áliti Snorra. Hann kvaðst hafa
kyrrnt sér nýlega reiðskóla fyrir fatl-
aða, sem starfræktur er í Bretlandi.
„Það er engin spuming, að við eig-
um að opna dyr fyrir fólki, sem býr
við einhvers konar fötlun og sérhæfa
okkur í því, að geta veitt ferða-
mannaþjónustu á þessu sviði,“ sagði
hann.
Snorri benti einnig á, að milljónir
manna í Evrópu og víðar þjáðust af
ofnæmi fyrir fijókomum, sem mikið
er af í lofti á vorin. Þetta fólk þjáist
verulega vegna þessa, bólgnaði upp,
ætti erfitt með að halda augum opn-
um og erfitt með öndun auk fleiri
óþæginda. Þetta fólk þyrfti yfirleitt á
þungri lyfjameðferð að halda á
hveiju vori.
„Hér á landi höfúm við ekki þessi
vandkvæði með fijó. Þama gæti því
falist möguleiki á að vera með með-
ferðar- eða dvalartilboð fyrir þetta
fólk,“ sagði hann.
Snorri benti ennfremur á, að því er
spáð að f Evrópu muni um 50 millj-
ónir manna látast á næstu sextíu ár-
um af völdum tóbaksreykinga einna.
Allt þetta fólk er þegar fætt. Heil-
brigðisyfirvöld leggja nú alls staðar
mikla áherslu á að draga úr reyking-
um og hér á íslandi væri mögulegt
að bjóða upp á meðferð, - bjóða fólki
upp á að koma til íslands I hreina
loftið til þess að hætta að reykja.
Þörfin væri vissulega fyrir hendi.
, JBugmyndinni um að íslensk heil-
brigðisþjónusta gæti orðið leið til
verðmætasköpunar hefur verið varp-
að ffarn. Heilbrigðisstéttimar eru til-
búnar í slaginn,“ sagði dr. Snorri
Ingimarsson að lokum. —sá
mam
Verkfræðingar telja mörgu áfátt í umræðu um áhættu-
saman atvinnurekstur. Það sem skortir nú er:
ítarleg fræðsla
öflugt eftirlit
„Fundurinn beinir því til stjóm- manna í þjóðfélaginu, að þeir láti
málamanna og annarra ráða- þekkingu og staðreyndir sitja i
fyrirrúmi, þegar þeir taka ákvarð-
anir varðandi mannvirki og starf-
semi, sem getur haft hættu í för
með sér fyrir allan almenning og
umhverfiö yfirieitL"
Ofanritað er hluti af ályktun, sem
samþykkt var á almennum félags-
fundi Verkfræðingafélags íslands á
dögunum. Tilefni hans var sá tilfinn-
ingahiti, sem að mati félagsstjómar
hefur einkennt almennar umræður
eftir að hættuástand hefur skapast,
sbr. brunann á ammoníaksgeymi
Áburðarverksmiðjunnar fyrir
skömmu.
Almenn vanþekking á staðháttum
og viðbrögðum hefði komið í ljós,
þegar atvikið í Áburðarverksmiðj-
unni gerðist og tilfinningahiti hefði
síðan einkennt umræðu og viðbrögð
manna og gert illt vcrra.
Verkfræðingafélag íslends telur, að
sérhver hugsandi maður eigi kröfu á
fræðslu um áhættuþætti í umhverf-
inu og slíkri ffæðslu beri að miðla á
þeim tíma, þegar engin hætta er á
fcrðum. Slíkt hafi ekki verið gert.
í ályktun fundarins segir ennffemur,
að ráðamönnum beri að gæta þess,
að öllum reglum og eftirliti, sem
varðar rekstiu- og starfsemi, sem get-
ur haft í för með sér hættu fyrir al-
menning, verði ffamfylgt út í hörgul.
—sá
Vestfirskir sjómenn:
Hásetar og
vélstjórar
hafa samið
Félög hást'ta og vélstjóra á
Vestfjörðum undlrrituðu sam-
komulag við útvegsmenn á Vest-
fjörðum í fyrrinótt, en samning-
urinn er á svipuðum nótum og
beildarsamningar annarra
launþega i landinu. AIls var
skrifað undir tólf atriði, sem
tengjast sérkröfum sjómanna,
en þó heildarniðurstaðan hafi
verið í samræmi við núfl-samn-
ingana, fefst helsti ávinningur
sjómannauna í því, að hnikað er
tif þelrri tengingu, sem verið
hefur á milli launa sjómanna
annars vegar og olíuverðs hins
vegar. Þetta atriði hefur verið
cin af aðalkröfum sjómanna alls
staðar á landinu í nokkrum sið-
usfu sanmingum, en hin svo-
kallaða sérsfaka kostnaðarhlut-
deild fylst í því, að hækki oliu-
verð umfram ákveðin mörk
skerðist aflahlutur sjómann-
anna.
Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur:
Fullkomió
mengunar-
mælitæki
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hef-
ur nú eignast fullkomið tæki til þess
að fylgjast með loftmengun í borg-
inni. Tækin mæla stöðugt og eru
niðurstöðumar sendar sjálfkrafa
símleiðis til stjómtölvu heilbrigðis-
eflirlitsins.
Þetta tækir gerir það að verkum,
að nú er í fyrsta skipti hægt að mæla
samstundis, hvers konar mengun og
hversu mikil mengun er í borginni.
„Þetta em beinar mælingar og þess
vegna vitum við strax, hversu mikil
mengunin er og allar breytingar,
sem á henni verða. Við þurfum ekki
að bíða í langan tíma eftir niður-
stöðu mælinganna, heldur sjáum
við stöðuna strax og getum sagt,
hvað er að,“ sagði Lúðvík Gústafs-
son hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja-
víkur.
Þessi mælingartæki em í vagni og
því færanleg á milli staða, sem er
mikill kostur. Lúðvík sagði, að
meiningin væri að mæla á tveimur
stöðum í borginni, sem eiga að gefa
góða heildarmynd af mengunar-
málum hér. „Síðan verður auk þess
farið á nokkra staði, t.d. Hlemm-
torg, þar sem vitað er um mikla
mengun, sem er auk þess staðbund-
in,“ sagði Lúðvík.
Lúðvík taldi þetta vera mjög mik-
ilvægt skref, hvað varðar mengxm-
armælingar hér á landi. Slík tæki
Lúövík Gústafsson við mengunarmælitækið. Tímamynd: Ami Bjama.
hafa verið notuð lengi í öllum ná- Til að bytja með verður vagninn
grannalöndunum með góðum ár- staðsettur í Fossvogi, en þar fara
angri. „Það er tími til kominn, að fram mengunarrannsóknir vegna
við förum að fylgjast betnr með ” fyrirhugaðar Fossvogsbrautar. Þeg-
þessum málum,“ sagði Lúðvík að ar því lýkur taka við reglubundnar
lokum. mælingar í borginni.-hs.