Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.05.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur d 2. maíM 890 -1 Tírfllnh 'a7 að kenna sambúð Alþingis og fjölmiðla. Fram að fjölmiðla- byltingunni, sem hófst ekki endilega með sjónvarpssend- ingum heldur þegar fjölmiðlar vildu fara að hafa áhrif á stjóm- málamenn og flokka með því sem liðsoddar þeirra kölluðu „fijálslyndi“. Fram að þeim tíma höfðu stjómmálamenn lif- að í einskonar vemduðu um- hverfi. Flokksblöðin sáu um að tíunda ágæti þeirra og flytja mál þeirra til almennings. Andstæð- ingar notuðu sín blöð til að skamma þá og sverta og gera grín að þeim, og helst að taka sem hlálegastar myndir af þeim, svo sem eins og þegar þeir vom að pissa. Þótt margt væri gróft og grátt í þessum leik var það alltaf huggun harmi gegn að það var alltaf andstæðingurinn sem lét eins og fifl, og varla við því að búast að nokkur tæki mark á því. Þetta vemdaða umhverfi var alltaf viðráðanlegt. Þegar stjómmálamenn fóm svo í auknum mæli að fást við aðila, sem átti að vera hlutlaus, og gaf sig út fyrir að vera fijálsari og óháðari en aðrir, kom til klunna- legra aðferða við að fá stjóm- málamanninn til að hlýða ein- hverri sérviskunni og helst af yfirlýstri en óttablandinni und- irgeftii. Sjónvörp em auðvitað fijálsust og óháðust allra, og þar mættu stjómmálamenn fyrst umtalsverðri tilætlunarsemi við tækið. Það var til þess tekið, og sýnir viðhorfíð, að þegar maður nokkur var að fara i upptöku á hundleiðinlegum kjaftaþætti var hann beðinn síðast allra orða að gera allt vitlaust. Þar var verið að tala um þarfir tækisins. Stofnun fyrir ákvæðisvinnu? Þrátt fyrir það nána samlíf sem stjómmálamenn hafa tamið sér við fjölmiðla, em þeir samt leið- ir og svekktir yfir því, að ekki skuli sýnd af þeim skynsamlegri mynd. Af þeim ástæðum ræða þingmenn núna um talsmann Alþingis. Á það hefur verið bent að hann yrði þeim alveg vita gagnslaus. Þá er ljóst að í breyttum heimi em sum þing- mál ekki upp á marga fiska. Þau ókjör af ffumvörpum, sem af- greidd em á hveiju þingi í ekki stærra eða umsvifameira þjóð- félagi en hér er, teljast til undr- unarefha. Ef ekki er alltaf verið að afgreiða frumvörp koma gagnrýnendur og segja að ekk- ert sé verið að gera á Alþingi. Þingmenn virðast eiga að vera sítalandi á löngum þingfúndum svo þeir vinni fýrir kaupinu sínu. Spuming er hvort Alþingi á að vera stofhun fyrir ákvæðis- vinnu. Álíta má að meirihlutinn vilji það ekki. Nú er verið að brydda á því, samhliða því að þingið er orðið svo þreytt á mglandi umfjöllun að það vill talsmann, að opna beri stjómarstofhanir upp á gátt fyrir Qölmiðlum. Þama er F- köppunum lifandi lýst. Eflaust em einhverjir svo smeykir við kappana að þeir þora ekki annað en opna ráðuneytin. En þeir sem búa við pólitískt forræði í einu og öllu, eins og nútímamaður- inn gerir, getur varla óskað þess að flölmiðlamir birti meira úr pólitíkinni en þeir gera. Þeir sem halda hins vegar að fjöl- miðlun sé að liggja á skráargati hvers manns og við dyr hvers ráðuneytis em varla að hugsa mikið um nauðsynlega upplýs- ingu vegna almennings. Þeir em að hugsa um skerminn eða hvað þau nú tól heita, sem sú nýja ævintýramennska heitir sem lengi var ekki annað en góð og gild fféttamennska. r Ur þingflokki vegna blaðs Sé eitthvað bogið við virðingu Alþingis, sem er alveg vafamál og gæti bara verið tilbúningur fyrir tækin, er alveg ljóst að þingmenn þurfa þar einhveiju að svara. í eitt þúsund og sextíu ára þingsögu okkar hafa þess orðið mörg dæmi, að orðið hafi slarksamt á þingi, ekki einvörð- ungu vegna þess að þing vom haldin undir bem lofti lengi vel og stundum rigndi, heldur líka vegna þess að innlendir og út- lendir höfðingjar vom ríklund- aðir. Síðan þingið komst í hús á síðustu öld og var ekki lengur „haukþing á bergi“, fer engum sögum af róstusömu þinglífi. Þingveislur em meira að segja orðnar hæglætissamkomur, þar sem laglega hagorðir menn gamna sér við vísnagerð. Síð- ustu fjöldaumsvif í kringum þing urðu 30. mars 1949, eða skömmu eftir að Jósep Stalín af- þakkaði Marshallaðstoð. Og svo gerðist það í vor, að einn þingmaður Alþýðuflokks- ins taldi að Alþýðublaðið hefði skrifað sig út úr þingflokknum. Slík uppákoma er óvenjuleg vegna þess að þótt fjölmiðlar vilji gjaman ráða einu og öllu, hafa þeir ekki enn vald til að skáka mönnum úr þingflokki. En málið er athyglisvert fyrir þær sakir, að það sýnir ofurvið- kvæmni fyrir fjölmiðlum. Kost- ur væri að taka sér dæmi James Callaghan og segja þeim á pen- an hátt að þegja, eða sem betra er að taka ekki mark á þeim þegar þeir fara með vitleysu. Þingmenn þurfa engum að svara, eða standa reikningsskil gerða sinna nema kjósendum. Það er ljóst að virðing Alþingis næst ekki með talsmanni þings- ins, vegna þess að hann yrði sniðgenginn af báðum, en skorti eitthvað á hana gætu ráðherrar og þingmenn prófað að sýna meiri hörku á skerminum og vera fátalaðri um mál sem eru meira og minna ófrágengin. Nógu margir tala um veðrið nú þegar, og ekki á það bætandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.