Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. maí 1990 Tíminn 7 Frambjóðendur leitast við að ná sambandi við sem flesta í kosningabaráttunni. Vinnustaðafundir eru tíðir og reynt er að ná til sem flestra starfs- og aldurshópa. Á mydinni er Sigrún Magnúsdóttir á fundi með eldri borgurum. Tfmamynd: ge. bænum eða mold kemst í vatns- leiðslur, að nær öll okkar hvers- dagslega tilvera byggist á að bæjarstjómir standi i stykkinu og að nægilegt vatn eigi ávallt greiðan aðgang ofan í klósett og niður úr þeim og þaðan út í hafsauga. Enginn kýs alræði yfir sig Samvinna og samhugur bæjar- búa er hveiju sveitarfélagi nauðsynlegt til að því famist vel. Því er það að meirihluta- flokkar verða að varast að beita ofríki og yfirgangi til að um- deild mál nái fram að ganga. Það er enginn að kjósa yfir sig alræði þótt einhver framboð f einstaka sveitarfélögum nái meirihluta. Mikið kjörfylgi og völd sem því fylgja verður því að fara með gát. Eins verða forráðamenn sveit- arfélaga að varast að fara offari hver við annan í skjóli þess að þeir séu að gæta hagsmuna um- bjóðenda sinna. Nágrannarígur milli sveitarstjóma kann yfir- leitt ekki góðri lukku að stýra og er yfirleitt ekki í neinni þökk hins almenna borgara. Dæmi um hvemig ekki á að standa að ákvörðunum sem varða fleiri en eitt sveitarfélag er deilan um Fossvogsbraut. Hún á sér langan aðdraganda og er engum aðila til sóma. Akveðið er, í einhveijum hálf- kæringi að virðist vera, að leggja hraðbraut eftir dalbotnin- um og á að vera nauðsynleg samgöngubót. Siðan em skipu- lögð hverfi og lóðum úthlutað beggja vegna dalbotnsins og ásakanir fara að ganga á víxl um að freklega sé farið að ganga á hraðbrautarlandið og gerða samninga um nýtingu dalsins. Málið hefúr æxlast með þeim ólíkindum að landfrek hrað- braut er komin í gegnum þröngt íbúðahverfi og áætlanir em uppi um að grafa aðra hraðbraut und- ir þá sem fyrir er og enn er ver- ið að breikka. Hótanir um að skrúfa fyrir nauðþurftir annars vegar og að sturta sorpi yfir ibúðabyggð hins vegar bera stjómvisku meirihlutanna lélegt vitni. Hér er týnt til dæmi um hvem- ig ekki á að stjóma málefnum sveitarfélaga og hve illa getur farið þegar nágrannar kjósa heldur að sitja yfir hlut hvers annars en að leysa málin með samkomulagi því þegar til lengdar lætur em það ávallt hagsmunir stjómenda sem íbúa sveitarfélaga, að friður haldist á milli þeirra og að sameiginleg málefhi séu leyst á þann veg að báðir eða allir aðilar megi vel við una. Skæklatog Dugmiklir stjómendur em oft seigir að skara eld að köku sinna byggðarlaga og sjást ekki alltaf fyrir í þeim efnum. Þeir líta á það sem skyldur sínar og hlut- verk að ná sem mestum ffam- kvæmdum og fjármagni til sín og em þá keppinautamir önnur sveitarfélög, sem einnig reyna að ná sem stærstum bita af kö- kunni. I svona átökum sjást menn ekki ávallt fyrir og hagkvæmn- issjónarmið verða oftar en ekki undir í þeirri samkeppni. Stórir draumar um uppbygg- ingu og eflingu byggðarlaga verða stundum að martröð þeg- ar engin dæmi ganga upp og það sem auka átti hagsæld og fagurt mannlíf verður að skuldasúpum sem ffemur draga þrótt úr íbú- unum og fyrirtækjum þeirra en að efla skilyrði til ánægjulegrar og ábatasamrar búsetu. Atvinnulíf og þjónusta hlýtur að taka mið af þeim skilyrðum sem hvert byggðarlag og íbúar þess bjóða upp á. Hver byggð hefúr til síns ágætis nokkuð og færi vel að menn færu að hyggja að hvaða þætti atvinnulífs og mannlífs bæri einkum að leggja áherslu á að þróa til að gera bú- setu eftirsóknarverða, en varast einhliða eftiröpun byggðarlaga þar sem allt önnur skilyrði ráða atvinnuháttum og þjónustu- brögðum. Mönnum verður að lærast að náttúrulegt umhverfí og nýting auðlinda er ekki nákvæmlega eins hvar sem er á landinu og að hveiju byggðarlagi og þjóðfé- laginu i heild famast best að hver búi sem best að sínu og nýti gæði lands og sjávar á hvað hagkvæmastan hátt. Hér er ekki verið að boða neina einangrunarstefhu því eðlilega eiga sveitarfélög og landshlutar að hafa með sér mikla og víð- tæka samvinnu um öll sameig- inleg málefhi og þar er af nógu að taka þótt hver sveitarstjóm- areining hyggi fyrst og ffemst að sínum eigin viðgangi á sviði atvinnumála og þeirrar þjónustu sem allt daglegt líf nútíma- mannsins byggist á. Búsetuþróun Það hvílir ekki síst á sveitar- stjómum og þeim ákvörðunum sem þær taka hvort byggðaþró- un á Islandi heldur áffam á þann veg að hér verði nánast eitt borgríki og búseta um landið allt leggist niður. Höfúðborgarsvæðið er sá se- gull sem fólk af öllu landinu leitar til og em bölsýnismenn famir að sjá ffam á landauðn annars staðar. Hvemig á þessari þróun stend- ur og hvað veldur því að höfúð- borgarsvæðið togar og laðar unga sem gamla til sín, hefúr í rauninni aldrei verið svarað á fullnægjandi hátt. Það er talað um atvinnuástand, samgöngur, þjónustu, skemmt- anir, skóla og fleira í þeim dúr og em ávallt dregnar mjög ein- litar ályktanir af því hvers vegna fólk sækir í samkeppnina og streituna fyrir sunnan. Dæmi em um að fólk flýr þá staði þar sem atvinnan er hvað mest, vinnudagurinn lengstur. Dæmi em um byggðarlög sem hafa eins góðar samgöngur við þjónustu- og markaðssvæði höfúðborgarinnar og er eigi að síður kvartað um að atvinnulíf fari dvínandi og döngunin að hverfa úr mannlífinu og er jafh- vel kvartað um ónóga þjónustu, þótt erfitt sé að benda á á hvaða sviðum hana skortir. Hér em engin einföld mál á ferðinni og er rekja á ástæður og benda á lausnir og leiðir til úr- bóta á enginn að láta sér einhver gmnnhyggin svör nægja. Klisjumar duga ekki lengur. Valkostir Ef einhver alvara fylgir því að halda verði jafhvægi í byggð landsins, svo notuð sé gömul og slitin klisja, verða menn að fara að átta sig á því að þorp er ekki borg og að atvinnuhættir og lífs- tíll em, og eiga að vera, með dá- lítið öðrum hætti í fámennari byggðarlögum, en þar sem ríf- lega helmingur landsmanna hefúr kosið að parraka sig á landssvæði sem nemur eins og meðalhreppi að stærð. Hvor lífsstíllinn býður upp á eftirsóknarverðara mannlíf er matsatriði og valkostimir em fyrirhendi. Sífelldur samanburður á bú- setu úti á landi og á höfúðborg- arsvæðinu hefúr síst orðið til að draga úr röskuninni. Svo þverstæðukennt sem það er, em það fyrst og ffemst svona samanburðarfræðingar sem vilja veg landsbyggðarinnar sem mestan, sem reka áróðurinn fyrir að fólk flytji sem flest og fyrst á höfúðborgarsvæðið. Þar standa sveitarstjómarmenn ffamarlega í flokki. Þessir áróðursmenn fyrir borg- ríki prédika seint og snemma hve búsældarlegt sé í Reykjavík og næsta nágrenni. Þar er auður- inn samankominn. Þar er háa kaupið. Þar er þjónustan. Þar er menningarlífíð og þar er yfír- leitt allt það sem gerir lífíð eftir- sóknarvert. Svo er gerður samanburður og heima hjá þessum hávæm smalamönnum, sem reka suður, og þar skortir allt og ffamtíðin er svört. Nær væri að menn vendu sig á að draga ffam kosti sinna byggðarlaga og benda á þann góða lífsstíl sem þau kunna að geta boðið upp á. Úti á landi fer mestöll verð- mætasköpun ffamleiðsluat- vinnuveganna fram. Þeir sem auðinn skapa verða sjálfír að sjá um að hann renni ekki allur úr byggðarlögunum þar sem hann verður til. Auðurinn fer ekki eins sjálf- krafa suður og margir þeirra góðu manna vilja vera láta. Þetta atriði þarf að skoða eins og mörg önnur sem snúa að byggðaröskun og skæklatogi um bita af kökunni góðu. En þau mál þarf öll að athuga í nýju ljósi og leita heiðarlegra svara en láta ekki ágiskanir og ásak- anir duga sem brúklega niður- stöðu. En í dag er kosið og menn og flokkar bítast innbyrðis um kjörfylgi og þau völd sem kjós- endur afhenda þeim sem þeir treysta best til að fara með mál- efhi sín. í kjörklefanum leggja kjósend- ur lóð sín á þá vogarskál sem ráðið getur hvaða lífsstíl þeir kjósa sér. Sumir kjósa einræði, aðrir valddreifingu, sumir sam- keppni, aðrir samvinnu og enn aðrir láta smekk sinn á skjáand- litum ráða hvar þeir krossa. En þar sem að i dag er kosið um land allt verða sigurvegarar margir og margvíslegir og von- andi bera flestir gæfú til þess að velja sér fúlltrúa sem bera hag heildarinnar fyrir bijósti og trúa á samvinnu sveitunga og sveit- arfélaga og bera sáttarorð milli manna og hugmynda. Það gera þeir sem kjósa fúll- trúa Framsóknarflokksins og megi kjósendum og ffambjóð- endum vel famast.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.