Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 26. maí 1990 Garðsláttur Tökum aö okkur að slá garöa. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoöum og gerum verötilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumariö. Upplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymið auglýsinguna. Útboð Styrking Djúpvegar 1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 4,5 km, fyllingar 5,300 rúmmetrar og burðarlag 11,000 rúmmetrar. Verki skal lokið 1. ágúst 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 28. maí 1990. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánudaginn 11.júní 1990. Vegamálastjóri. Utboð Klæðingar á Vesturlandi 1990 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Helstu magntölur: Yfirlagnir 40.000 fermetr- ar, tvöföld klæðing 130.000 fermetrar, efra burðar- lag 12.000 rúmmetrar og neðra burðarlag 10.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 1. september 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 29. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 5. júní 1990. Vegamálastjóri. Útboð Yfirlagnir 1990 - Malbikun Reykjanesbraut w<m 9 Vegagerö ríkisins óskar eftirtilboðum í ofangreint " verk. Helstu magntölur: Útlögn 105.000 fermetrar, mal- bik 6.300 tonn. Verki skal lokið 1. september 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 28. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 11. júní 1990. Vegamálastjóri. III Útsýnishús á Öskjuhlíð verður til sýnis almenningi sunnudaginn 27. maí kl. 14-17. Lokað Vegna jarðarfarar Magnúsar E. Guðjónsson- ar framkvæmdastjóra verða skrifstofur okkar að Háaleitisbraut 11 lokaðar eftir hádegi mánudaginn 28. maí nk. Samband íslenzkra sveitarfélaga Lánasjóður sveitarfélaga Innheimtustofnun sveitarfélaga Bjargráðasjóður Dr. Þór Jakobsson: w X-Sigrún: X-lsland Miðvikudaginn nú í vikunni átti ég því láni að fagna að sjá foður- landið okkar skarta sínu fegursta. Eg vildi að fleiri hefðu verið með mér að njóta fegurðarinnar sem við mér blasti, ekki síst Reykvíkingar sem ég hugsaði til syðra, á hlaup- um eða þeysireið um götur og torg höfuðborgarinnar. Mér hafði gefist tími til að bregða mér austur í Landsveit í Rangárvallasýslu til að huga að girðingu eftir veturinn. Ekki var seinna vænna að gera við girðingar, sauðburður kominn vel á veg í sveitinni og kindumar að nálgast forboðin lönd með nýfædd lömb sín. Það var skínandi bjart, sól skein í heiði. Fjöllin í sýslunni mynduðu hállhring, Skarðsfjall, Búrfell, Hekla, Torfajökull, Reynifell og Eyjafjallajökull, en í suðurátt þandist sléttlendið út uns það rann út í hafið. Vestmannaeyjar vörðu sjóndeildarhringinn handan við sundið. Hekla gamla gnæfði við himin í austri og bar af öllu í heið- ríkjunni. Endurskin sólargeislanna í bröltum snævi þöktum hlíðunum var svo sterkt að engu var líkara en eldfjallið lýsti af sjálfu sér. Er ég hafði lokið verkinu í sam- vinnu við Kristján bónda í Stóra- Klofa, heilsað öðru heimafólki og þegið góðgerðir hjá Hrefnu Krist- jánsdóttur í Stóra-Klofa, þurfti ég því miður að kveðja og hraða mér til Reykjavíkur. En á heimleiðinni varð mér sem oftar hugsað til þess hve brýnt það er að ígrunda skipulag ísíands í heild sinni. Hve vesöl yrði ekki Reykjavík án landsins, nánast eins og skoppandi afhöggvinn haus. Af þessum sök- um er öflugur stjómmálaflokkur úti á landi sem ber gæfú til að skynja timanna tákn og ný not fyr- ir landið — óbyggðir, sveitir, strendur og hafið úti fyrir — nauð- synlegur í höfuðborginni einnig. Ætla má að Framsóknarflokkur- inn geti allra flokka helst gegnt þessu víðtæka hlutverki. Það er því vissulega átæða til að vinna að ömggri fótfestu Framsóknar- flokksins hér í Reykjavík. Önnur ástæða er til að styðja framboðslista Framsóknarflokks- ins í þessum kosningum. Sigrún Magnúsdóttir er í fremstu röð stjómmálamanna og einn hæfasti umsækjandi um traust borgarbúa sem völ er á. Það er okkur hinum sem emm á listanum mikið kapps- mál að kjósendur átti sig á þessu. Það mætti lengi þylja afrek hennar I „mjúku“ málunum svonefndu, en það er mér hins vegar sérstakt ánægjuefni að hugsa til þess hve djarflega hún hefur undanfamar vikur hamrað á nauðsyn þess að kannaðir yrðu möguleikar á byggingu alþjóðlegrar umskip- unar- og fríverslunarhafnar í Reykjavík. Höfúðborg Islands gæti í framtíð- inni orðið miðstöð siglinga og um- svifa við Norður-Atlantshaf, Norð- ur-íshaf og norðurhluta Kyrrahafs. í stað þess að dragast inn í óvissu róstusamrar Evrópu næstu áratuga ætti Island að stefna að því að verða í miðju ffamtíðarviðskipta Ameríku og Asíu. Sigrún Magnús- dóttir hefúr nú þegar komið þessari stórkostlegu hugmynd áleiðis í borgarstjóm við hrósverðar undir- tektir þar og undanfarið kynnt hana almenningi af einurð ogbjartsýni á ffamtíð Reykjavíkur. Þannig vísar B-Iistinn í Reykja- vík, með Sigrúnu Magnúsdóttur í fararbroddi, veginn í tvöföld- um skilningi. Hann minnir Reykvíkinga á hlutverk þeirra á íslandi öllu og íslendinga á hlut- verk íslands og stöðu í hinum stóra heimi. BÆNDUR: Nú eru síöustu forvöð á að staðfesta pantanir í NEW HOLLAND bindivélar og rúllubindivélar á tilboðsverði. Tilboðsverð Rétt verð NEW HOLLAND 570 heybindivél kr. 600,000 kr. 6^000 NEW HOLLAND 575 heybindivél kr. 640,000 kr. 7/^000 NEW HOLLAND 835 rúllubindivél kr. 740,000 kr. 8^,000 Frestur til að staðfesta pantanir á þessu hagstæða tilboösverði rennur út 31. maí. k. Vinsamlegast staðfestið pantanir hið fyrsta þar sem um takmarkað magn véla er að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.