Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 20
 AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 _ (jármál eru o^r S HtBBBBÉHHBBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, S(MI: 688568 Sigrún Magnúsdóttir skipar 1. sæti á lista Framsóknar- flokksins við borgarstjórnarkosn- ingarnar 26. maí n.k. Siöareglur fyrir borgar- fulltrúa og embættismenn Tíniiiin LAUGARDAGUR 26. MA11990 Breytt lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum: |v JA_ AJ IV F LE RAI ÍR| Við þinglok vom samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem miða að því að takmarka vinnu bama og ungmenna við hættulegar aðstæður. Bam er nú skilgreint í lögunum sem einstaklingur innan 16 ára aldurs, en áður var miðað við yngri en 14 ára. Með ungmennum eráttvið unglinga 16og 17 ára. Tilgangur- inn með þessarí lagabreytingu er einkum sá að draga úr slysahættu við vinnu bama og ungmenna. Eftir lagabreytinguna er skýrar en starfa. Og ekki má láta böm á aldr- áður kveðið á um hvers konar vinnu er heimilt að ráða böm og ungmenni til. En í lögunum segir að ekki megi ráða böm yngri en 14 ára nema til léttra, hættulítilla inum 14 og 15 ára, né heldur yngri vinna við hættulegar vélar og við hættulegar aðstæður. Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlits ríkisins sagði að brýnt hafi verið orðið að samræma ákvæði laga um vemd bama og ungmenna. Ekki er langt síðan að nýfermd 14 ára stúlka missti hand- legg við öxl, er hún var án þjálfun- ar og tilsagnar látin vinna við fisk- vinnsluvél. Vinna stúlkunnar við vélina var ekki ólögleg samkvæmt eldri lögunum. Stjóm vinnueftirlitsins er ætlað að setja leiðbeinandi reglur um hvað tcljist létt, hættulítil störf, hættuleg- ar vélar og hættulegar aðstæður, að höfðu samráði við bamavemdarráð Islands. Eyjólfúr sagði verið væri að vinna að þvi að skilgreina nánar hvað talið væri hættulegt og hvað ekki. Þess má geta að stofnunin hefur undanfarin ár auglýst að ekki megi ráða böm til starfa, s.s. við uppskipun, við vélar er valdið geta slysi, þar sem hættuleg efhi em meðhöndluð eða störf er hafa í for með sér andlegt og líkamlegt álag sem geti hamlað vexti þeirra og þroska. Aðspurður sagði Eyjólfúr að sem betur fer væri ekki hægt að segja að mikið hafi borið á því að böm væm í erfiðri og hættulegri vinnu. Hann sagði að hins vegar kæmu alltaf við og við slys fyrir þar sem sannast að böm, kannski 14 til 15 ára em látin vinna við hættulegar aðstæður sem ekki em i samræmi við þeirra þroska og reynslu. „Af því verða hörmuleg slys sem leiða til þess að þau bíða þess ekki bætur það sem eftir er ævinnar. Það vilja menn stöðva," sagði Eyjólfúr. Miðað við skráð slys hjá Vinnu- eftirliti ríkisins hafa alvarlegustu slysin á bömum og ungmennum orðið við landbúnaðarvélar og fisk- vinnsluvélar. —ABÓ Svavar Egilsson hjá Arnarflugi segir að fyrirtækið njóti trausts hjá almenningi: Fimm vom fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur er varð milli tveggja b'rfreiða á gatnamótum Gultteigs og Hraun- teigs á þriðja tfmanum aðfaranótt fimmtudags. Bifreiðin nær á myndinni var ekið vestur Hraunteig en bifreiðin, sem er við Ijósastaurinn á gatnamótunum, var ek- ið norður Gullteig. Eins og sjá má var áreksturinn mjög haiður, en bfllinn nær stöðvaðist ekki fýrr en á kyrrstæð- um bfl nokkuð frá þeim stað þar sem áreksturinn varð. Þau fimm sem voiu í þeim bfl, voru flutt á sjúkrahús og þurfti ökumaðurinn að gangast undir aðgerð, en hann slas- aðist á fótum. Meiðsli hinna voru minni. Ökumaður hins bflsins slapp Iftt meiddur. —ABÓ/Tfmamynd Jóhann Hansen Emerald Air í loftið í nóv. Svavar Egilsson hjá Amarflugi seg- ir að bókanir hjá flugfélaginu í sumar séu mjög góðar og allt stefúi i að upp- selt verði í flestar ferðir. Hann segir að erfiðleikar félagsins síðustu vik- umar hafi ekki komið niður á far- þcgafjöldanum. Svavar telur að fólk hafi enn mikið traust á fýrirtækinu. „Það hefur verið lagt gífúrlegt kapp á það af vissum aðilum að koma Am- arflugi á kné. Mér sýnist hins vegar að viðskiptamenn okkar standi mjög vel með félaginu og skilji vel hvaða ástæður liggja að baki þeim óþægind- um sem þeir hafa orðið fyrir,“ sagði Svavar í samtali við Tímann. Sem kunnugt er af fréttum hyggst Amarflug hefja samstarf við norður- írska flugfélagið Emerald Air. Krist- inn Sigtryggsson framkvæmdastjóri Amarflugs er nú erlendis að ræða við forráðamenn Emerald Air. Flugfélag- ið hefúr enn sem komið er ekki hafið formlega starfsemi. Svavar Egilsson sagði að undirbúningur að stofúun fé- lagsins hefði staðið í tvö ár. Það hefúr þegar fengið vilyrði íyrir nauðsyn- legum leyfúm, jjar með talið flug- rekstrarleyfi. Svavar sagði að gengið yrði frá allri pappírsvinnu á næstu mánuðum. Stefnt er að því að Emer- ald Air hefji áætlunarflug í nóvember á þessu ári. Tíminn þangað til verður notaður til markaðssetningar og ann- arrar undirbúningsvinnu. Svavar sagði að fjársterkir aðilar stæðu að írska flugfélaginu og að fjármögnun félagsins væri í höfn. -EÓ Bókasöfn fella niður sektir vegna vanskila Eldsvoði á Siglufirði: Maður fluttur á sjúkrahús Gamall maður var fluttur á sjúkrahús eftir að eldur hafði komið upp í húsi hans við Eyrar- gðtu á Siglufirði síðdegis í gær. Maðurinn var enn á sjúkrahúsi á Sigluflrði þegar síðast fréttist í gærkvöldi. Lögreglu barst til- kynning um eldinn kl 16:20 og logaði þá á efri hæð hússins og hafði myndast mikill reykur. íbú- ar á neðri hæð voru strax beðnir um að yfirgefa húsið en slökkvi- starf gekk greiðlega. Eldsupptök eru ókunn en talið er að útvarps- tæki, sem stóð á borði á efri hæð- inni, geti átt þar nokkra sök, því eldurinn var mestur I kringum það. - BG Tugir þúsunda lánsbóka frá bóka- söfrium landsins eru í vanskilum og til aö ráða bót á því, gangast bókasöfri landsins fyrir sektalausri viku. Þá er hægt að skila inn bók- um sem eru komnar í vanskil án greiðslu sektar. Þetta kom fram hjá Onnu Sigríði Einarsdóttur hjá Bókasafni Hafnarflarðar í samtali við Tímann. Að þessu sinni standa öll bókasöfn í landinu fyrir sektarlausri viku dagana 28. maí til 2. júní. Anna sagði að einsk- is yrði spurt þegar lánþegar kæmu með vanskilabækur, né heldur sektir inn- heimtar. Hægt er að skila vanskila- gögnum í næsta safn, þótt þau tilheyri safúi annarstaðar á landinu. Hér gefst fólki, sem af einhverjum ástæðum hef- ur ekki skilað bókum á réttum tíma, kjörið tækifæri til að létta á gömlum syndum. Anna sagði að í Hafúarfirði væri mik- ið af bókum, hljómplötum og geisla- diskum í vanskilum. „Þessu má skila í næstu viku þegjandi og hljóðalaust og labba út aftur.“ Hún sagði að hér væri ekki eingöngu um trassaskap að ræða. „Það er svolítið um að fólk flytji úr stað og óvart fer bókasafnsbók með í kassa. Við vonumst til þess ef fólk lu- mar á bók með kjalmerkingu i hillu hjá sér, að það smygli henni inn á safnið. Menn þurfa ekki að gefa eina einustu skýringu og tökum glöð við öllum bókum“, sagði Anna að lokum. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.