Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugarclagur 26. maí 1990 Þóra Hjaltadóttir: Laumuspil stjórnvalda Svarbréf til Tómasar Ég ætla að byija á þvi að þakka þér viðleitni þína til að bjarga okkur Akureyringum og Eyfirðingum frá ógninni miklu, álveri. En nú vill svo til að við eigum ennþá hér á svæðinu þó nokkum hóp manna sem ég treysti til að meta áhrif svo stórfellds atvinnu- rekstrar hér inn á svæðið, fyrir utan þess ástands sem ég og minir félag- ar verðum illilega vör við í okkar dagiega starfi. Þú, Tómas, og aðrir andstæðingar álvers, verðið að átta ykkur á því að búið er að ákveða að inn í landið komi erlendir aðilar með stóriðjubúskap, um það er breið pólitísk samstaða. Spumingin í dag er hvar stóriðjunni verður val- inri staður. Hvert bam gerir sér grein fyrir því að erlendu aðilamir ætla að græða á álveri staðsettu hér á landi, annars hefðu þeir ekki áhuga á landinu, en við Islendingar græðum líka, eins og sést á útreikningum Þjóðhags- stofnunar varðandi hagvöxt á næstu ámm. Þú, Tómas, segir í bréfi þínu til mín m.a. að verktakar tapi á álveri vegna undirboða. Önnur var reynsl- an þegar hitaveitan hér var byggð, en eftir að samdráttur hófst komu undirboðin. Þar kunnu þeir ekki fótum sínum forráð en hafa nú von- andi lært af reynslunni. Ég tek heilshugar undir með þér að Eyjafjörður er fallegur en álver myndi síður en svo hræða ferða- menn í burtu. Þeir munu ekki vita af þessum atvinnurekstri hér út með firðinum, m.a. vegna þess að eng- um dettur í hug að mála bygging- amar í stíl við Straumsvíkurverið. En með tilkomu nýs afls inn í at- vinnulífið og Ijármagns á svæðið mun allt verða hér með meira lífi og því eftirsóknarverðara að koma hér. Þó gott sé alltaf að kasta ábyrgð yfir á aðra blóraböggla, í þínu til- felli rikisvaldið, þá ráða þeir því miður takmarkað yfir því hvað út- lendingar vilja kaupa til að láta í sig og á. Þess vegna er svo illa komið fyrir t.d. Alafossi, hráefni þurfa að fá eitthvað fyrir sinn snúð, launþeg- amir hjá fyrirtækinu fá umsamin laun og síðast en ekki síst þá kaup- um við neytendur á íslandi peysur sem em næst okkar kaupgetu og styrkjum þannig því miður það sem kalla má þrælavinnu í löndum með lægri lífskjör en hér gerist. Varðandi fiskvinnsluna okkar þá hafa einmitt stjómvöld og hags- munaaðilar í sjávarútvegi spymt við fótum og vilja stýra fiskveið- um. Það bitnar á afkomu fólks um stundarsakir. En menn verða að gera sér grein fyrir þeirri öm þróun sem á sér stað í fiskvinnslu sem öðmm greinum atvinnulífsins, tæknin tekur störfm af mannshönd- inni, tæplega viljum við að stjóm- völd hamli þeirri þróun. I þessari atvinnugrein sem öðmm minnkar þörfin á mannafla og munu trúlega verða enn hraðari breytingar á næstu árum. Þótt hér yrði sett upp verksmiðja til að fullvinna sjávar- aflann þá myndi slík verksmiðja ekki kreíjast aukins mannafla frá því sem nú er, en koma þó í veg fyr- ir að fækkun yrði eins mikil og fyr- irsjáanlegt er. Pókerspil Kannski má nefna samningagerð „pókerspil" en samningar manna á milli era ein af réttindunum sem fylgja lýðræðisþjóðfélaginu. Skrif Ég tek heilshugar undir með þér að Eyja- fjörður er fallegur en ál- ver myndi síður en svo hræða ferðamenn í burtu. Þeir munu ekki vita af þessum atvinnu- rekstri hér út með firðin- um, m.a. vegna þess að engum dettur í hug að mála byggingarnar í stíl við Straumsvíkur- verið. En með tilkomu nýs afls inn í atvinnulíf- ið og fjármagns á svæðið mun allt verða hér með meira lífi og því eftirsóknarverðara að koma hér. þín um laumuspil stjómvalda í allri samningagerðinni bera vott um að þú þekkir ekki mikið til slíkra starfa yfirhöfuð. Það hættulegasta sem samningamenn geta gert á ákveðnu stigi er að leggja öll spil á borðið og eyðileggja þannig alla samnings- stöðu. Eg er þó sammála um þá undirstöðu sem íslenskir lögffæð- ingar hafa og að þar þurfi að verða breyting á, ekki þjóna þeir hags- munum okkar almennings svo bermilega. Trúgirni eða raunsæi Það má vera að við sem teljum að hér skuli álver vera staðsett séram yfirmáta trúgjöm, þar sem við telj- um að mengunarhætta sé hverfandi, ef þá nokkur, miðað við nýjustu tækni í mengunarvömum. En hvað svo sem misjafnt má segja um stjómvöld þá hafa þau útbúið og samþykkt reglugerðir um mengun- arþáttinn og þó svo að allir Akur- eyringar og Éyfirðingar hrópuðu í kór á álverið yrði það ekki sett nið- ur hér kæmi í ljós að það væri skað- legt. Færastu sérfræðingar, bæði innlendir og erlendir, hafa ekki af- skrifað Eyjafjörðinn vegna meng- unar, ef svo væri væra þeir ekki að eyða tíma sínum í að kanna þessi mál hér. Við sem viljum fá hingað álver, eða a.m.k. vera með sem fysilegur kostur fyrir slikan atvinnurekstur hér á svæðinu, hugsum að sjálf- sögðu um þá hugsanlegu mengun sem getur stafað af slíkum atvinnu- rekstri. Við bíðum eins og aðrir eft- ir niðurstöðum úr mengunarmæl- ingum og við neitum að bera saman álverið í Straumsvík við nýtt og fullkomið álver. Við, sem viljum ál- verið hingað, viljum sjá Akureyri og nágrenni stækka og blómstra og að hér verði eftirsóknarvert að búa. Okkur finnst óþarfi að allir búi á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum líka að þeir sem háskólinn okkar út- skrifar setjist hér að og fái vinnu við sitt hæfí. Ég hef sterka trú á því að ef meng- unarsérffæðingar komast að þeirri niðurstöðu að hér sé óhætt að reisa 200 þús. tonna álver, og í framhaldi af því yrði það reist hér, þá muni af- komendur okkar brosa breitt að allri þessari umræðu sem nú á sér stað, líkt og við brosum að forfeðr- um okkar sem vildu ekki símann, þar sem fuglamir dæju á símalínun- um, eða rennireiðina, eins og bif- reiðin var nefnd um svipað leyti og innflutningur á henni hófst hér fyrr á öldinni, vegna hættunnar sem stafaði af henni. Guðbjörg Emilsdóttir: Kvennalistinn býður fram í Kópavogi Kvennalistinn býður nú í fýrsta sinn fram til bæjarstjómar í Kópavogi. Markmið Kvennalistans er að gera viðhorf, reynslu og menningu kvenna að stefnumótandi afli í samfélaginu. Konur hafa á síðustu árum aukið að mun þátttöku sína í at- vinnulífi og stjómmálum en samt skortir enn á að þær hafi áhrif til jafns við karla. Framboð til bæjarstjómar er ein þeirra leiða sem við viljum fara til að auka áhrif kvenna og bæta stöðu þeirra. Með því viljum við tryggja að kvennapólitík eigi sér málsvara í bæjarstjóm Kópavogs. I bæjarstjóm Kópavogs sitja nú 8 karlar og 3 konur og þó svo að við séum sammála um og viljum alls ekki gera lítið úr því sem gert hefur verið i Kópavogi á liðnum áram, teljum við greinilegt að áhrifaleysis kvenna gæti við stjómun bæjarins. Börn í lausagangi Á kosningaskrifstofuna til okkar koma margar konur. Það sem þær spyija um er ekki hvað ætlið þið að gera fyrir mig þegar þið erað komn- ar í bæjarstjóm, þær spyrja hvað ætlið þið að gera fyrir bömin mín. Hér á dögunum var sýndur þáttur í sjónvarpinu sem einhverra hluta vegna hefur ekki fengið mikla um- ræðu í fjölmiðlum. Þetta er að mínu mati einhver sá þarfasti þáttur sem sjónvarpið hefur látið gera og eiga þau sem að stóðu þakkir skildar. Þar var tekið á mjög svo viðkvæmu máli hjá okkur Islendingum, en það er lausaganga bama. Oft hefur ver- ið rætt um lausagöngu fénaðar og hrossa og reynt hefur verið að fmna lausn á því máli. Er ekki tími til kominn að við tökum fyrir alvöra á lausagöngu bama í þjóðfélaginu? Eða er sú venja að hleypa skepnum fijálst á beit út í ógirtan hagann svo íost í hugum okkar og menningu að okkur sé fyrirmunað að hugsa öðra- vísi, þó svo um bömin okkar, fram- tíð lands okkar, sé að ræða en ekki skepnur? Við vitum öll að (jölskyldurnar eiga í vök að veijast. Það þarf lang- an vinnudag beggja foreldra, hvað þá einstæðra mæðra, til að ala önn fyrir fjölskyldum. Böm era lang- tímum saman ein á báti og í lausa- gangi líkt og búféð. Þjóðfélagið hefur ekki komið á móts við aukna atvinnuþátttöku kvenna og líða mörg böm fyrir það. Þessu viljum við Kvennalistakonur í Kópavogi breyta. Við viljum að gert verði átak í Kópavogi og skrefið tekið til fiills í að veita bömum bæjarins það öryggi sem þau eiga rétt á. Við viljum vara við hugmyndum sjálfstæðismanna um að auka vist- un bama í heimahúsum. Vistun bama í heimahúsum hefur gengið misvel og hafa margir foreldrar, sem þurft hafa að notfæra sér það, búið við óöryggi í vistun bama sinna. Þar að auki er það mun dýr- ara fyrir foreldra. í augum okkar era þeir með þessari hugmynd sinni að vísa konunum inn á heimilin aft- ur, enda hentar það vel núna þegar atvinnuleysi hefur aukist. Fylgjum málunum eftlr Fylgjum málunum eftir Mörg önn- ur mál era ofarlega í hugum okkar kvennalistakvenna í Kópavogi, fleiri en hér er hægt að nefna. Vissulega era „gömlu flokkamir" með mörg okkar hjartans mál á sinni stefnuskrá líka. Ég efast ekki um að konumar sem kjósa að starfa með „gömlu flokkunum" leggja sig ffam um að fylgja þessum málum eftir en störf þeirra hljóta alltaf að vera bundin þeim flokkum sem þær era fulltrúar fyrir. Konur hafa alltaf þurft að beijast fyrir sínum réttind- um sjálfar. Kvennalistinn hefur ratt brautina á mörgum sviðum en ég tel það ekki nóg. Við eigum að halda áffam og fylgja málum okkar eftir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.