Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 9
i.vr.vT O ,A~ N. s.C' Laugardagur 26. maí 1990 Tíminn 9 Vaxtamunur minnkað um 3% frá áramótum Nafnvextir bankanna á inn- og útlánum hafa lækkað frá rúmlega 8% og upp í tæp 18% frá því í júlí í fýrra — og útlánsvextimir mun meira en inn- lánsvextimir. Vaxtamunur hefur því lækkað. Samkvæmt mati peninga- máladeildar Seðlabankans hefur raunvaxtamunur útlána og innlána lækkað um 3% frá síðustu áramótum, segir í Hagtíðindum þar sem fjall- að er um vaxtalækkanir að undanfömu. Til dæmis um vaxtalækkunina má benda á að ársvextir af einnar milljónar óverðtryggðu skuldabréfi hafa lækkað úr 350.000 kr. í fýrrasumar niður í 140.000 kr. á ári, verði verðbólgunni, og þar með nafnvöxtunum ekki hleypt á skríð á ný. Og vextir á 200 þús.kr. víxli úr 17 þús. niður í tæp 7 þús. kr. miðað við þríggja mánaða víxil. Fra afhendingu gjafarinnar, talið frá vinstri: Jónas Pálsson rektor, Ragna Steinarsdóttir bókavörður, Ragnar Þorsteinsson kennari 1938, Guðrún Freysteinsdóttir, Gils Guðmundsson kennari 1938, Þórhildur Sigurðardóttir bókavörður og Þuríður J. Kristjánsdóttir, fv. prófessor við KHÍ. Kennaraháskóli íslands: Árgangur1938 gefur peninga Fulltrúar þeirra er luku kennaraprófi árið 1938 færðu Kennaraháskóla Is- lands höfðinglega gjöf fyrir skömmu, til minningar um Freystein Gunnars- son, skólastjóra Kennaraskólans. Um er að ræða hagnað af útgáfu á Kvæð- um Freysteins, samtals 351.206 krón- ur. Böm Freysteins, þau Guðrún og Sigmundur, veittu leyfi til útgáfú á kvæðum foður síns af þessu tilefni og kom bókin, Kvæði, út haustið 1987.1 maí 1988 afhentu fúlltrúar árgangsins Kennaraháskólanum 150 þúsund króna ávísun, með von um að nokkrir fjármunir bættust við síðar, þegar uppgjöri væri að fullu lokið. Því upp- gjöri lauk nú í maí og reyndist hagn- aður af útgáfúnni nema 351.206 krónum og vom því 201.206 krónur afhentar 9. maí sl. í desember sl. var keypt til bóka- safns Kennaraháskólans úrval af út- gáfúbókum íslenskra bókaforlaga á því ári og hefúr nú verið ákveðið að láta hanna bókamerki sem verður sett í þær bækur og aðrar sem keyptar kunna að verða fyrir þessa peninga- gjöf. Eyjafjörður: „Go-kart“ bílar við Hrafnagil í næsta mánuði er stefnt að því að hefja gerð 150 m „Go-kart“ bíla- brautar við Hrafnagil í Eyjafirði. Til að byrja með verða 4 bensínknúnir bílar til ráðstöfúnar á svæðinu, en undirtektir leiða í ljós hvort farið verður út í að byggja stærri braut og Qölga bílunum. Það er nýstofnað hlutafélag á Akureyri, Milljón hf., sem stendur fyrir gerð brautarinnar. Sigurpáll Bjömsson, einn aðstand- enda fyrirtækisins, segir að ekki verði gengið endanlega frá samning- um fyrir en eftir kosningar. Munnleg- ir samningar hafa verið gerðir, en ný hreppsnefnd í Hrafnagilshreppi verð- ur að leggja blessun sína yfir samn- inginn. Sigurpáll segir að bílabrautin verði sett upp á túni rétt við Blóma- skálann Vín. Þar em aðstæður hinar bestu og ekki nema u.þ.b. 15 cm nið- ur á fast. Jarðvegsskipti verða því ekki mikil, og reiknað er með að það taki ekki nema viku að ganga ffá und- irlagi og malbika brautina. Stofn- kostnaður er áætlaður 800-900 þús- und að meðtöldum bílunum. Sigurpáll segir að bráðabirgðaað- staða verði gerð til að byrja með, meðan undirtektir almennings em kannaðar. Hins vegar séu möguleikar á að stækka brautina og fjölga bílum ef svo ber undir. Upphaflega sótti Milljón hf. um svæði fyrir bílabrautina hjá Akureyr- arbæ, en svæðið sem þeir fengu út- hlutað þar þótti ekki henta fyrir starf- semi sem þessa. Því var leitað til hreppsnefndar Hrafnagilshrepps og segir Sigurpáll að þar hafi þeir mætt góðum skilningi og velvilja. Því er allt útlit fyrir að hægt verði að þeysa um á Go-kart bílum á Hrafnagili í sumar. hiá-akureyri Að sögn Seðlabankans höfðu fulltrú- Júlí Sept. Apríl ar banka og sparisjóða undir lok 1989 1989 1990 marsmánaðar lýst þeirri skoðun að verðbólga væri þá þegar komin niður Innlán: % % % á það stig sem ætla megi að hún verði næstu mánuði, þ.e. 5-7%. Vaxtalækk- Alm. sparib. 16,4 11,2 3,0 un í byijun apríl hafi mótast af þess- Ob.innl.sérkj. 29,5 22,2 9,0 ari skoðun. Fari ffam sem horfir megi ætla að ffekari vaxtabreytingar vegna Útlán: þróunar verðbólgu verði litlar sem engar næstu mánuði. Aðrir þættir, Ov.tr.skuldabr. 35,0 31,8 14,0 svo sem lánsfjáreftirspum, kunni Víxl.forvextir 33,9 27,5 13,7 hins vegar að hafa áhrif á vextina. Viðsk.víxl.f.v. 32,9 29,1 15,8 Seðlabankinn sýnir nokkur dæmi um lækkun meðaltals nafnvaxta á þrem tímapunktum: Innlánsvextimir hafa því lækkað frá 8,2 til 13,2% ffá júlí í fyrra. Útláns- vextimir hafa á sama tíma lækkað um 13,3-13,8% á víxlunum og upp í 17,8% á skuldabréfúnum. Enda vaxtamunur inn- og útlána minnkað um 3% síðustu mánuðina sem áður greinir. Yfir heildina er munurinn þá minni. Raunvaxtamun heildareigna og heildarskulda banka og sparisjóða segir Seðlabankinn hafa minnkað um 1,4% ffá áramótum til byijunar apríl, eða úr 5,9% í 4,5%. í þessu fellst að mati bankans vem- leg lækkun vaxtamunar. Hafi því orð- ið snögg umskipti í rekstrarskilyrð- um banka og sparisjóða á skömmum tíma, sem hljóti að knýja á um að dregið verði úr rekstrarkostnaði þeirra. Sú lækkun bindiskylduhlut- falls, sem fram fer um þessar mundir, auðveldi bönkunum jafnframt að lækka vaxtamun útlána og innlána. - HEI FINNSK SÓFASETT í sérflokki. - Leður í fjórum litum. Ennfremur ítölsk sófasett Ath. Verslunin er flutt í ÁRMÚLA 3 Hallarmúlamegin. Fjórir fallegir litir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.