Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.05.1990, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 26. maí 1990 íhalds- og Vettvangsstefnan falla saman eins og flís við rass: Hverja geta bíllausir kosið í borgarstjórn? „Á leið í Laugardalslaugina í hádeginu sé ég oftar en ekki stressaða menn undir stýri, neytandi allra bragða og brjótandi allar reglur til þess að komast á bílnum upp að dyrum, þótt nóg sé af bílastæðum í 50 til 100 metra fjariægð. Erindi þeirra í Laugardalinn? Jú, til þess að skokka“. Þennan ágæta brandara heyrði undirrituð nýlega. Vafasamt er hins vegar að skipulagssmiðir Reykja- víkurborgar komi auga á grínið. Á teikniborðum þeirra miðast allt við það að hver maður reki öll sín erindi á einkabfl—en fari í gönguferðir eftir „programmi“ á úti- vistarsvæðum. Tveir ólíkir hópar „göngumanna“ Ráðamenn Reykjavíkur virðast aldrei hafa áttað sig á þeim grund- vallarmun sem skiptir borgarbúum í tvo ólíka hópa „göngumanna". I fyrri flokkum er fólk sem gengur daglega, hvemig sem viðrar, til vinnu, í skóla, búðir, banka og bíó, skemmstu leið — og úr og í strætó, ef langt er að fara. Þennan flokk fylla m.a. öll böm og unglingar undir 17 ára og meginhluti kvenna yfir miðj- um aldri (samanber könnun í Félags- vísindastofnunar sem leiddi í ljós að aðeins 10% kvenna yfir 67 ára ekur bíl. Fjöldi annarra er bíllaus af ýms- um ástæðum, tilneyddir og/eða af fijálsu vali. Síðari flokkinn fyllir fólk sem aldr- ei notar fætur sínar ótilneytt utandyra — nema kannski eftir „programmi“ eða I skipulagðri „heilsurækt". Sá hópur ærist, geti hann ekki lagt bílum sínum upp við - - helst upp á — tröppur húsa þeirra sem hann fer á milli. Sá hópur leggur t.d. þvers og kruss jafnt á gangstéttir og götur í Miðbænum fremur en að ganga úr Kolaporti. Þörfin fyrir alla stöðu- mælana er vegna þessa hóps, því ella léti hann bíla sína standa frá morgni til kvölds framan við hveija búð og banka. Þessi hópur hímir frekar í bílalestum tímunum saman heldur en að ganga í nokkrar mínútur, jafnvel á Ieið í útivist í Bláfjöll. Þeir koma líka úr þessum hópi sem aka á Öskjuhlíð eða í Elliðaárdal í heilsubótargöngu með hundinn, til að láta hann skíta í skjólsælli laut. Við þennan hóp miðast allt skipulag Reykjavíkur: Fleiri bílastæði — og útivistarsvæði með enn fleiri bíla- stæðum. Er ekki eitt síðasta kosn- ingaloforð Davíðs um fjölda bíla- stæða á Öskjuhlíð — umkringd skiltaskógi: „Hundum bannað að skíta?“ Svo undrast menn hvað varð af „lífmu“ í Gamla bænum. „Gamaldags“ hagfræði I hinstu kveðju Jónasar Haralz bankastjóra til gamals vinar og granna mátti lesa að hvað bestar Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimlli Sfmi Hatnarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavfk GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Ingvi Jón Rafnsson Hólsgötu 23 92-37760 Njarðvfk Krístinn Ingimundarson Faxabraut4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata26 93-71740 Stykkishólmur ErlaLámsdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvfk LindaStefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 Isafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvfk Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavfk Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-3132 Hvammstangi Friðbjörn Nielsson F(fusundi12 95-1485 Blönduós Snorri Bjamason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-35311 Slglufjörður Sveinn Þorsteinsson Hliðarveig 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstíg 18 96-24275 skrifstofa Skipagata 13 (austan) 96-27890 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavik Sveinbjörn Lund Brúargerði 14 96-41037 Ólafsfjörður HelgaJónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aöalbraut60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu44 97-31289 Egilsstaðlr Páll Pétursson Árskógar 13 97-1350 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi7 97-21136 Neskaupstaður BirkirStefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður ÓlöfPálsdóttir Mánagötu31 97-41167 Eskifjörður Þórey Dögg Pálmadóttir Svínaskálahlíð19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Ojúplvogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16 A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún51 98-34389 Þorlákshöfn ÞórdísHannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyri Jón Ólafur Kjartansson Eyjaseli 2 98-31293 Laugarvatn Halldór Benjam í nsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur JónínaogÁrnýJóna Króktún 17 98-78335 Vfk Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut29 98-12192 1 » \ W mk Mi WUí \ minningar átti hann frá gönguferðum þeirra lengst sunnan úr Kópavogi til vinnu í Miðbæ Reykjavíkur. Þessar uppbyggjandi gönguferðir, andlega jaftit og líkamlega, áttu hagfræðingar þessir daglega um árabil. Fremur fúndið hagfræði í því að labba leiðar sinnar en að aka á milljónabílastæði í Miðbænum og aftur þaðan í göngu- ferðir á útivistarsvæðum? Svona „furðufuglum" gerir enginn ráð fyrir í Reykjavík. Við gatnagerð er nú æ algengara að engar gangstétt- ir séu meðfram götum — t.d. vel þekkt fyrirbæri i nýju Hálsahverfi. Gangandi vesalingar hafa þar um tvennt að velja: Klofa snjóskafla eða ösla aurinn utan akbrautanna. Ellegar ganga á götunum og láta ökumenn ausa yfir sig drullugusunum í vætutíð og salt/tjörupækli á vetrum. í gönguferö meö „taxa“...? Athygli vekur að stefna Nýs vett- vangs fellur þama að Davíðsstefn- unni eins og flís við rass, samkvæmt grein Guðrúnar Jónsdóttur í Þjóðvilj- anum s.l. þriðjudag. „Ganga er holl og góð hreyfing, en þá skiptir miklu máli ef hægt er að ganga um falleg svæði á góðum göngustígum. Við hyggjumst beita okkur fyrir gerð „gönguleiða" um borgina og borgar- landið á mörkum Reykjavíkur, eins og í Heiðmörk og víðar". Ekkert er hér minnst á að auðvelda öldruðum að reka erindi sín gangandi í búðir eða banka, án þess að hætta lífi og limum. Gönguferðir á sérstök- um göngustígum t.d. uppi í Heið- mörk eru aðalatriðið. Bíllausir gætu kannski tekið þangað „taxi“ í heilsu- bótargöngumar. Hvort t.d. starfsmenn Coca Cola, ÁTVR, Stöðvar 2 og Tímans komast gangandi heim til sín I Hraunbæinn eftir vinnu, eða í strætó í Rofabæ, án þess að vaða aur í ökla skiptir ekki máii? Nei, nei, auðvitað aka allir í og úr vinnu. Málið er að aka í gönguferð á góðan stíg, t.d. niður í Elliðaárdal. „Stofufangar“ án borgar- fulltrúa Þeir sem ganga til að komast leiðar sinnar eiga lítið val um fúlltrúa f borgarstjóm Reykjavíkur. Þeir mega áffarn galla sig gúmístígvélum og mannbroddum til að komast um þau borgarhverfi sem bílamönnum einum em ætluð. Margir úr eldri hluta þessa hóps sitja í „stofufangelsi" dijúgan hluta ársins ffemur en að hætta lífi og limum á gangstéttum þöktum snjór- uðningum af „kappakstursbrautun- um“ sem bílistar einir „eiga“ og ráða. Þeirra á meðal er gamla fólkið í Þingholtunum, sem svipt hefúr verið eina samgöngutæki sínu — Leið 1 — sem nú ku ekki lengur komast um hverfið? Nei, götumar hafa ekki mjókkað. Vegna þess að bílum er lagt þar þvers og kruss um allar götur kemst gamla fólkið í Þingholtunum ekki lengur með strætó í Domus Medica og Tryggingastofnun. Bíll- ausir í helmingi gömlu Reykjavíkur — milli Skúlagötu og Hringbrautar, ffá Lækjartorgi á Barónstíg — hafa nú aðeins á „tvo jafn fljóta" að treysta. Hjóla maö s|énum — dkfci í skáta Nýr vettvangur hefúr líka hjólreiða- stefnu: „Sumir vilja hjóla sér til heilsubótar, og viljum við að þeim verði auðveldaðar hjólreiðaferðimar með sérstökum hjólastígum. Hug- mynd okkar er að gera hjólastíga með allri strandlengju höfúðborgar- svæðisins". Er hér verið að skipuleggja hjóla- stíga fyrir fólk til að komast beinustu leið í vinnu eða skóla, eins og víða em við allar götur í útlöndum? Nei, nei í skólann skulu nútíma nemendur auðvitað allir aka. Þeir geta svo sett hjólið í skottið og keyrt niður að sjó í hjólreiðatúr. Við skólana vantar hins vegar fleiri bílastæði. Kolféllu á Pressu-prófinu Próf Pressunnar á þekkingu ffam- bjóðenda leiddi m.a. í ljós að enginn þeirra vissi hvemig komast mætti leiðar sinnar i strætó um borgina sem þeir keppast um að fá að stjómá. Skipulag almenningssamgangna borgarinnar er þeim ókunnugt um og enn ffekar hvemig það best gæti þjónað bíllausum borgumm. Hins vegar undrar þá oft hve fáir ferðast með strætó, m.a.s. ffítt um Lauga- veginn. Enginn skilur, að sá ætlaði að skreppa niður á Laugaveg með strætó í matartímanum, en þurft hefur að bíða 2svar til 3var í 15-25 mínútur, vegna þess að vagninn er án tíma- áætlunar, hann skreppur frekar í Kringluna næst. Eða var það kannski alltaf ætlun þeirra sem umsmíðuðu leiðakerfið? - HEI Sumir || spara sér leigubíl airir taka enga áhxttul UMFERÐAR RÁÐ Eltir einn -ei aki neinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.