Tíminn - 02.06.1990, Qupperneq 4
4 Tíminn
FRETTAYFIRLIT
MOSKVA - Efnahagsleg
borgarastyrjöld virðist vera (
aðsigi í Sovétrlkjunum. Lönd
og landsvæði hafa neitað að
flytja matvörur til annarra
staða ( Sovétríkjunum og
sala á neysluvörum hefur
verið takmörkuð. Þing Hvíta-
Rússlands hefur mótmælt
verðhækkunum eins og ná-
grannar þeirra ( Úkraínu
höfðu áður gert. Efnahags-
áætlun Gorbatsjovs er
ástæðan fyrir þessum óróa.
JÓHANNESARBORG -
Stjórn S-Afríku hefur lagt til
aö aðskilnaði kynþátta í veit-
ingahúsum og skemmtigörð-
um verði hætt. Þessu hafa
hvítir öfgamenn mótmælt en
stuðningur svartra manna er
volgur.
A-BERLÍN - Austur-Þjóð-
verjar sögðust myndu hætta
allri landamæragæslu við
borgarmörkin 1. júlí. Þar
með verður borgin samein-
uð á ný en 30 ár eru liðin frá
þvf að Berlínarmúrin klauf
borgina í tvo hluta.
SAO-PAULO - Forseti
Brasilíu, Fernando Collor de
Mello, á nú ( erfiðleikum
vegna verkfalls hafnarverka-
manna. Lög sem hann vildi
setja um stéttarfélög voru
felld á þingi Brasilíu.
BRUSSEL - V-Þýskaland
og Lúxemborg bönnuðu inn-
flutning á kjöti frá Bretlandi
vegna vaxandi áhyggja af
„kúaæði". Áður höfðu Frakk-
ar bannaö kjötinnfluting.
Þessi þrjú rlki eiga á hættu
að Efnahagsbandalagið lög-
sæki þau.
HAVANA - Kúbumenn
segjast vera þess fullvissir
að Sovétmenn muni ekki
láta undan þrýstingi Banda-
ríkjamanna um að minnka
efnahagsstuðning viö þá.
Þeir hafa þó áhyggjur af efn-
hagsástandi Sovétríkjanna
og ætla að búa sig undir
minni stuðning þess vegna.
MONRÓVÍA - Forseti
landsins Samúel Doe sagð-
ist ekki taka þátt í næstu
kosningum og bað Banda-
ríkjamenn um hjálp til að
binda endi á 6 mánaða
gamla uppreins ( landinu.
Bandaríkjastjórn hefur sent
herskip til að bjarga 1100
Bandaríkjamönnum frá land-
inu ef þess gerist þörf.
MOSKVA - Tveir „hengi-
vagnar“ féllu til jarðar úr 20
metra hæð. 15 menn dóu og
45 slösuðust er þetta gerðist
í miðborg Tbilisi höfuðborgar
Georgíu.
Laugardagur 2. júní 1990
iUTLOND
Moldavía og Rússland samþykkja sjálfstæði Lithauga:
Jeltsin ræðir
við Landsbergis
Bóris Jeltsin á Rauða torginu. Maðurínn sem er að breyta Sovétríkjun
um á meðan Gorbatsjov er i Bandaríkjunum.
Borís Jeltsin, hinn róttæki nýi
forseti Rússlands, hitti forseta
Lithauga á föstudag og
ræddu þeir um leiðir til að
vinna saman gegn viðskipta-
banni Sovétstjómar á Lit-
haugaland.
Hin opi'ibera fréttastofa Lithauga
ETA hafði eftir forseta landsins, Vy-
tautas Landsbergis, að viðræðumar
mörkuðu upphaf samskipta við rúss-
neska sovétlýðveldið og að þau sam-
skipti lofuðu góðu. Rússland og
Moldavía viðurkenndu formlega á
fimmtudag rétt Lithauga til sjálf-
stæðis. Þessi lönd ögra nú tilraunum
Gorbatsjovs við að lífga við efnahag
Sovétríkjanna og að halda þeim sam-
einuðum. Jeltsin sagði á miðvikudag
að hann væri reiðubúinn að sjá
Eystrasaltslöndum fyrir olíu og öðr-
um nauðsynjum. Þrátt fyrir þetta er
ekki ljóst hvemig á að koma vömm
til Eystrasaltslandanna. Jámbrautar-
starfsmenn em undir beinni stjóm
sovésku stjómarinnar. Lithaugum
heíúr ekki tekist að senda kjöt með
jámbrautum til Síberíu í skiptum fyr-
ir olíu. Talsmaður þings þeirra, Rita
Dapkus, sagði að ef Jeltsin reyndi að
nota jámbrautir til að flytja vömr til
Lithaugalands myndi hann lenda í
beinni deilu við Gorbatsjov. „Allt fer
eftir því á hvom þeirra jámbrautar-
starfsmenn munu hlusta“.
Þing Moldavíu lýsti yfir áhuga á
viðskiptatengslum við Lithauga.
Dapkus sagði að það gæti þó haft
meiri þýðingu að þingið hefði ákveð-
ið að senda sendiftilltrúa til Vilníusar.
Hún vonaði að fleiri fæm að dæmi
þeirra. Ekkert
vestrænt ríki hefur hingað til viður-
kennt sjálfstæði Lithauga.
V-þýska stjómarandstaðan:
Mun líklega
samþykkja
sameiningu
Nú virðist nokkuð ömggt að v-
þýskir sósíaldemókratar muni sam-
þykkja samning um efnahagssam-
runa þýsku rikjanna.
„Bundesratið“, efri deild þingsins,
lauk á fostudag fyrstu umræðu um
samninginn án þess að samþykkja
hann eða hafha honum.
Leiðtogar krata virðast ánægðir með
að Helmut Kohl kanslari hefur hafið
viðræður við þá um hugsanlegar ráð-
stafanir til að draga úr gjaldþrotum
og atvinnuleysi í A- Þýskalandi en
þetta var eitt af því sem ágreiningur
var um.
Leiðtogi krata, Hans-Jochen Vogel,
sagði að horfúr væm nú betri á að
fúllt samkomulag næðist í þinginu.
Hann sagðist hafa kosið að gefa ekki
út yfirlýsingu um hvort kratar myndu
fella eða styðja samninginn fyrr en
að loknum viðræðum við Kohl, en
kanslarefhi þeirra, Óskar Lafontaine
hefúr þegar gefið út yfírlýsingu um
að ekki megi fella samninginn undir
neinum kringustæðum.
Samningurinn hefur komið sósíal-
demókrötum í vanda. Þeir hafa viljað
notfæra sér áhyggjur V- Þjóðveija af
þvi hve sameiningin verður dýr en
vegna allsheijarkosninganna í Þýska-
landi næsta vor hafa þeir ekki viljað
sfyggja a-þýska kjósendur með því
að stöðva samning sem gerir þeim
kleyft að fá ný v-þýsk Mörk í stað
verðlausra peninga sinna.
Leiðtogafundurinn:
Gorbatsjov segir
viðræður ganga vel
Gorbatsjov sovétleiðtogi sagði í gær
um viðræður sínar og Bushs banda-
rikjaforseta að vel gengi í viðræðum
um fækkun langdrægra kjamorku-
flauga.
„Ég get strax sagt að þessi leiðtoga-
fúndur verður mikilvægur en hve
mikilvægur hann verður ræðst á
morgun“ sagði Gorbatsjov eftir
tveggja klukkustund fúnd þar sem
hann og Bush ræddu 50% fækkun
langdrægra kjamorkuflauga.
Meginviðfangseftii fúndarins er að
ræða fækkun kjamorkuvopna en auk
þess var var búist við að forsetamir
myndu undirrita ýmsa samninga í
gærkvöldi. Þessir samningar em um
efnavopn, kjamorkuvopnatilraunir,
skipti á námsmönnum, um friðsam-
lega notkun kjamorku, um rannsókn-
ir á flugi og rannsóknir á hafinu.
í dag munu þeir ræðast við óform-
lega í sumarbústaði bandaríkjaforseta
í Camp David. Bush sagðist telja að
leiðtogamir væm að ná samkomulagi
um efnavopn og sagði að ameríska
þjóðin myndi líta á það sem merkan
áfanga. Fyrr um daginn ræddu leið-
togamir ýmis ágreiningsmál sín og
þar á meðal um sameiningu Þýska-
lands. Bandariskir embættismenn
virtust ekki vera jafn bjartsýnir og
þeir sovésku um árangur af þeim við-
ræðum.
Bandarikjamenn hafa reynt að láta
Sovétmenn sættast á aðild Þýskalands
að Nató með því að bjóða þeim ýmis-
legt í sárabætur. Þar á meðal er talað
um að styrkja CSCE sem er nefnd 35
Evrópuþjóða um samvinnu og öryggi
í Evrópu. Sú nefnd eða ráð setti sam-
an Helsinki sáttmálann 1975 um
mannréttindi og landamæri í Evrópu.
Sovétmenn vilja gjaman að þessi
nefnd komi í staðinn fyrir NATÓ og
Varsjárbandalagið en Bandaríkja-
menn vilja ekki leggja niður NATÓ
heldur efla pólitíska þýðingu þess.
Frá undirbúningi fundaríns. She-
vardnadze og Baker, utanríkis-
ráðherrar rísaveldanna.
Bandaríkin beittu
neitunarvaldi sínu:
Samskiptum BNA
og PLO lokið
Leiðtogar Palestínumanna slitu tengsl
sín við Bandaríkjastjóm í gær eftir að
hún beitti neitunarvaldi gegn ályktun
um að senda fúlltrúa Sameinuðu þjóð-
anna í könnunarferð til herteknu
svæða ísraels. Þar með er lokið óform-
legum viðræðum Bandarikjastjómar
við PLO ssm hófust 1988 en stjóm
ísraels hefur harðlega gagnrýnt þær.
Fjórtán af fimmtán fúlltrúum á fúndi
öryggisráðsins greiddu atkvæði með
því að senda þriggja manna sendi-
nefnd til hemumdu svæðanna sem
skildi leita leiða til að vemda Palest-
ínumenn en neitun Bandarikjanna ger-
ir þá ályktun að engu. Fastafulltrúi
BNA vísaði til nýlegrar árásar skæm-
liða þegar hann rökstuddi afstöðu sína.
Austur-Þjóðverjar tiikynntu á Stelnberg, sagði að rekstri vers- Iélegt og að tæki i verinu væru
fðstudag að þeir myndu loka ins yrði endanlega hætt innan ekki nðgu góð. Sérfræðingar
stærsta kjarnorkuveri sinu en mánaðar. Hann sagði að vanda- hafa varað við að samskonar
sérfræðingar hafa sagt að í því mól hefðu komið upp við rekst- slys gæti orðíð (verinu og varð í
leynist „Tsjernobyl-slysahætta“. ur versins en umhverflssérfræð- kjarnorkuverinu i Tsjernobyl í
Kjarnorkuverið er í Greifswald ingar sögðu í skýrslu í siðasta Ukrainu 1986 þegar geislavirkt
og liggur nærri strönd Eystra- mánuði að verið væri hættulegt úrfelli barst um alla Norður-
salts. Umhverfisraálaráðherra og því bæri að loka strax. Þeir Evrópu.
A-Þjóðverja, Karl-Hermann sögðu að öryggiskerfl þess væri