Tíminn - 02.06.1990, Side 6

Tíminn - 02.06.1990, Side 6
6 Tíminn Laugardagur 2. júní 1990 TÍMINN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu I 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Listahátíð Hálfsmánaðar listahátíð í Reykjavík hefst í dag, hin tólfta í röðinni á tuttugu árum. Á listahátíð eru vafalaust skilyrði til að láta allar listgreinar njóta sín og einskorða hátíðarhaldið ekki við afmarkaða þætti þeirra, enda virðist svo vera um listahátíðimar í Reykjavík að þar sé lögð áhersla á fjölbreytni ásamt viðleitninni til þess að dagskráin sé vönduð ífá listrænu sjónarmiði. Þótt íjölbreytni listahátíðar sé einkennandi fyrir þá steftiu sem á bak við hana býr er ekki þar með sagt að þar sé hægt að sjá og heyra allt milli himins og jarðar eins og opnaður hafí verið stórmarkaður í heimslistinni með öllum hugsanlegum undirdeild- um. Eigi að síður samanstendur dagskrá hátíðarinn- ar af fjölbreyttri tónlist, athyglisverðum myndlistar- sý'ningum og sviðsverkum, sjónleikjum og listdansi. Á listahátíðum er bókmenntum hins vegar ekki sinnt að ráði, ef frá em taldar hátíðar- og skálaræður borg- arstjórans í Reykjavík og menntamálaráðherrans, sem mikið hvílir á um framkvæmd listahátíðar og fjárhagslega ábyrgð. Þar sem engin listgrein sómir sér eins vel á hátíðum sem tónlistin, fer ekki hjá því að á listahátíð gætir mikillar fjölbreytni í kórsöng, sinfóníuhljómleikum, einleik á hljóðfæri, djassuppfærslum og menningar- legum poppsöng. Myndlistin setur einnig mikinn svip á listahátíð að þessu sinni, að sumu leyti í upp- riQunar- og sögusýningarstíl eins og sést af því að Listasafh Islands heldur yfírlitssýningu á verkum ffanska súrrealistans André Masson, sem látinn er fyrir nokkmm ámm, og er ekkert nýnefni í listinni lengur, en ffóðlegt að kynnast á íslandi þar sem súrrealismi er ffemur fágætur og heldur meinleysis- legur á síðari ámm. Framlag Kjarvalsstaða er einnig í anda upplýsinga- stefnunnar, því að þar er sett upp yfirlitssýning á ís- lenskri höggmyndalist ffá upphafi til ársins 1950. Þar em ekki aðeins verk effir Einar Jónsson, Ás- mund og Sigurjón, sem em alþekktir og löngu „ins- titúeraðir“, heldur má þar líka sjá verk eftir Ríkarð Jónsson, Gunnfríði og Guðmund ffá Miðdal, en um ffamlag þeirra til íslenskrar listar orti eitthvert þjóð- skáldið: „Sykki það í myrkan mar / mundu fáir gráta“. En eitthvað líkt var kveðið yfír svokölluðum „nýlistarmönnum“ fyrir 10-12 ámm, sem þá hneyksluðu æmkæra borgara og stjómendur lista- safna með látbragðsleik og skringilegheitum sem þeir kölluðu uppákomur og settu saman listaverk úr hinum aðskiljanlegustu efhum og í óvæntum form- um af margs kyns fyrirferð, aðallega utandyra. Ný- listarmennimir em nú virðulegir miðaldra menn, en hafa í tilefni dagsins helgað sér Þingholtin í Reykja- vík og Tjamarsvæðið til þess að rifja upp listbrögð sín ffá því fyrr á ámm. Enginn vafí er á því að íslensk listmenning hefur dafnað vel á síðustu áratugum og listahátíð því sjálf- sagður hlutur í menningarlífinu. Sé svo að listahátíð- ir marki ekki tímamót í hvert sinn sem þær em haldnar, þá gera þær mannlífið eigi að síður notalegt og em mörgum kærkomnar. Q k^UMARSVIPUR færist óðum yfir landið og ekki annars von en að vel muni ára þá stuttu gróðrar- tíð sem islenska sumarið er í sam- anburði við suðlægari lönd. En ís- lenska sumarið nýtur þess að sól- argangur er langur og eykur gróð- urmátt umfram það sem ella væri. Þess vegna má fljótt sjá mun á grassprettu og tijágróðri frá degi til dags þegar hlýviðri, birta og væta haldast í hendur og frost löngu farið úr jörðu. Ef þannig ár- ar verður mikið úr sumrinu og ánægjulegt að njóta viðbrigðanna frá rysjóttum vetri eins og hann var frá áramótum og langt fram á vor. En svo bjartsýn sem við leyfum okkur að vera um sumartíðina, er einnig vert að horfa björtum aug- um á bættan þjóðarhag. Að undan- fómu hafa orðið mikil umskipti í efnahagsafkomu þjóðarinnar, sem þakka má árangursríkum efna- hagsráðstöfunum stjómvalda, góðum markaðsskilyrðum erlend- is og viðskiptabata. Þjóðhagshorf- ur hafa auk þess og ekki síst verið taldar góðar vegna þess víðtæka samkomulags sem tekist hefur milli ráðandi þjóðfélagsafla um samstiga þróun efnahags-, at- vinnu- og kjaramála fram á síðari hluta næsta árs. Þetta samkomulag felur m.a. í sér að tryggja skuli viðunandi verðlagsþróun með það að markmiði að verðbólgan hjaðni og nái að haldast til frambúðar á því stigi sem gerist meðal við- skiptaþjóða okkar. Það hefur frá upphafi verið ljóst að vandasamt kynni að vera að framkvæma verðhjöðnunarstefh- una og árangur næðist ekki nema ýtrasta aðhalds væri gætt af þeim sem ráða verðlagsþróuninni. I þessum efhum var vel af stað farið og með sýnilegum árangri, þannig að framfærsluvísitalan hélst innan áætlaðra marka. Nýleg athugun á vegum Þjóðhagsstofhunar bendir hins vegar til þess að vísitölu- hækkanir á næstunni geti orðið meiri en áætlað var. Þessi spá hlýt- ur að valda áhyggjum og gerir þá kröfu til þeirra sem stóðu að febrúarsamkomulaginu að þeir ræði stöðuna af ábyrgðarkennd og fullri alvöru, svo að almenningur geti treyst því að enn sé samstaða um að framfylgja verðhjöðnunar- stefnunni. Byggðastefna Þótt mikið sé talað um það nú, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hlotið góða útkomu í sveitarstjómar- kosningunum og að hann hafi náð árangri sínum vegna óvinsælda ríkisstjómarinnar, þá er margt við slíka fullyrðingu að athuga. Góð útkoma Sjálfstæðisflokksins í kosningunum byggðist fyrst og fremst á því að flokkurinn hafði sigrast á sjálfum sér, náð sér eftir klofninginn fyrir þremur ámm. Forystuflokkur ríkisstjómarinnar, Framsóknarflokkurinn, kom einn- ig mjög vel út úr kosningunum. Má fullyrða að flokkurinn hafi nú traust og ömggt fylgi á landsmæli- kvarða, þótt greina megi mun á fylgi flokksins eftir landshlutum. Styrkur Framsóknarflokksins á landsbyggðinni utan höfuðborgar- svæðisins kom greinilega í ljós í þessum kosningum. Slíkt þarf ekki að koma á óvart, heldur er staðfesting á því að landsbyggðar- fólk setur von sína á að Framsókn- arflokkurinn haldi uppi baráttu- málum þess í þeirri hörðu keppni sem nú á sér stað um byggðaþró- unina í landinu, sem er pólitískt og efhahagslegt vandamál, sem mik- ilvægt er að verði rætt af alvöru og raunsæi í því umróti sem nú á sér stað í þjóðfélaginu. I því efhi verður vafalaust að endurmeta margt sem varðar framkvæmd byggðastefhu, en vara verður við því að breyta því höfuðmarkmiði byggðastefiiunnar að landið hald- ist í byggð eins og landkostir segja til um, að ísland verði ekki einnar borgar ríki. Ekki er að efa að um þetta verða átök og deilur. Vax- andi markaðshyggja, dvínandi fé- lagshyggja og ffáhvarf frá þjóð- ræknishugsjónum eru áberandi fé- lagsleg og pólitísk einkenni líð- andi stundar og eru í eðli sínu andstæð allri áætlunargerð, þar á meðal markaðri byggðastefnu. Gera verður ráð fyrir því að þessar andstæður skerpist með hverju ári sem Iíður nema byggðamál verði tekin til rækilegrar umfjöllunar, nánast sem uppgjörsmál innan stjómmálaflokkanna, þar sem menn þora að láta skerast í odda. Þetta er ekki sagt til þess að hvetja til öfga og illinda um svo vand- meðfarið mál eins og byggða- stefnan er að verða, heldur hið gagnstæða: Að byggðastefnu- menn í öllum flokkum hafi einurð til þess að halda sínum málstað fram af festu og að markaðs- hyggjumenn, sem em að verða mikils ráðandi í landinu og setja mark sitt á flesta stjómmála- flokka, slái af um kenningafestu og lögmálstrú, þegar landsbyggð- arstefhan á í hlut. Skiiihelgi Morgunblaðsins Morgunblaðið hefur sannarlega vaðið fýrir neðan sig þegar það notaði Reykjavíkurbréf daginn eftir sveitarstjómarkosningamar til þess að lofa sjálft sig fyrir ópói- itíska ritstjómarstefhu sína og eigna sér einu blaða viljann til þess að vera vettvangur lýðræðis- legrar umræðu í landinu. Frá sjónarmiði Morgunblaðsins var þeim mun meiri ástæða til að heíja lofið um sjálft sig fýrir að vera óháð stjómmálaflokkum að sjaldan hefur verið augljósara en í nýafstaðinni kosningabaráttu að það er sem vita mátti ákaft stuðn- ingsblað Sjálfstæðisflokksins. Hafi svo verið, að fleiri en sjálf- stæðismenn hafi tekið áskomn Morgunblaðsmanna um að blaðið sé öllum opið — áskomn sem Morgunblaðið notar á annarra kostnað í auglýsinga- og áróðurs- skyni — var eftirtektarvert að blaðið herti þeim mun frekar stuðning sinn við Sjálfstæðis- flokkinn sem aðsendar greinar urðu fleiri. Þetta var svo áberandi að engum gat dulist, ef menn höfðu fýrir því að lesa blaðið af gagnrýni. Morgunblaðið hafði því varann á og hafði svörin tilbúin fýrirfram. Afsökunartónninn í Reykjavíkur- bréfi ber það með sér að ráða- mönnum Morgunblaðsins er ljós tvískinnungurinn í ritstjómar- stefnu sinni, orðin em eitt, ffarn- kvæmdir annað. Eftir að hafa mælt út í dálksentímetrum hversu rúmffekar aðsendar greinar um stjómmál hafa verið í blaðinu að undanfömu og hver hlutur annarra greinarhöfúnda en sjálfstæðis- manna er í því efni segir Morgun- blaðið: „Það hefur væntanlega ekki farið ffam hjá lesendum Morgunblaðs- ins, að blaðið hefur veitt Sjálf- stæðisflokknum öflugan stuðning í þessari kosningabaráttu. Þess hefur orðið vart að einhveijir hafa talið ósamræmi milli þessa stuðn- ings og fýrri yfirlýsinga af hálfu Morgunblaðsins þess efnis að blaðið teldi sig málsvara þeirra gmndvallarhugsjóna sem Sjálf- stæðisflokkurinn berst fýrir en ekki málgagn Sjálfstæðisflokks- ins.“ Síðan kemur mærðarfúll langloka, sem á að vera útskýring á því hvað það sé að vera „mál- svari“ gmndvallarhugsjóna flokksins án þess að vera „mál- gagn“ hans. Þessum útskýringum má líkja við þá gamalkunnu sam- líkingu að fara eins og köttur kringum heitan graut. Kjaminn í málinu á að vera sá að engin form- leg tengsl séu milli Morgunblaðs- ins og Sjálfstæðisflokksins og boðskipti þar af leiðandi engin. Hvomgt hafi yfir hinu að segja. Á yfirborðinu má láta eins og þetta fái staðist, en undir niðri er það blekking, eða réttara sagt: Svona er Morgunblaðshræsnin uppmáluð. Þótt því sé borið við, að Morgunblaðið sé gefið út af sérstöku fýrirtæki en ekki flokks- samtökum, getur ekki vafist fýrir nokkmm manni að Morgunblaðs- útgáfan er hluti af valdakerfi Sjálf- stæðisflokksins. Lýsing Morgun- blaðsins sjálfs á því, hvemig sam- skiptum þess við önnur valdaöfl í þessu kerfi sé háttað, kann að vera rétt svo langt sem hún nær, en hún snertir ekki kjama málsins, þ.e.a.s. pólitísku tengslin eins og þeim er fýrir komið. Árvakur h/f Hlutafélagið Árvakur, sem gefúr út Morgunblaðið, er hluti af grónu valdabákni Reykjavikuríhaldsins, að líkindum elsta og styrkasta stoðin í valdakerfi flokksins. I rauninni er það meiri háttar bí- ræfni þegar Morgunblaðsmenn fá sig til þess að afneita tilveru sjálfs sín innan þessa valdakerfis og ætla að láta líta svo út að þeir eigi þar engan hlut að frekar en þeim sjálf- um sýnist. Á einum stað í um- ræddu Reykjavíkurbréfi segir svo: „Kjaminn ... er einfaldlega sá að ritstjórar Morgunblaðsins taka ákvarðanir um afstöðu blaðsins til flokka, einstaklinga og málefna alveg óháð því hvaða afstöðu for- ystumenn eða trúnaðarmenn Sjálf- stæðisflokksins taka. Þetta hefur við og við leitt til nokkurra árekstra milli Morgunblaðsins og forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins sem ekkert er við að segja.“ I þessum tilvitnuðu orðum er ekki aðeins að finna vafasöm hreysti- yrði eins og það að komið hafi til

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.