Tíminn - 02.06.1990, Page 7

Tíminn - 02.06.1990, Page 7
Laugardagur 2. júní 1990 Tíminn 7 einhverrar alvarlegrar misklíðar milli Morgunblaðsins og forystu Sjálfstæðisflokksins, sem engin dæmi em reyndar um, heldur er gefið í skyn, að Morgunblaðið sé svo frjálst og óháð Sjálfstæðis- flokknum að að gæti hvenær sem því sýndist snúið við sínu pólit- íska blaði, jafnvel farið að styðja hvaða flokk sem væri, ef ritstjóm- inni bæri svo við að horfa. Rit- stjórar Morgunblaðsins geta kannski skrökvað svona firrum um ráðningarkjör sín og völd að sjálfum sér, en þessu trúir ekki nokkur heilvita maður. Ritstjórar Morgunblaðsins hafa engan rétt til þess að ganga á neinn afgerandi hátt gegn Sjálfstæðisflokknum, heldur er þeim ætlað að styðja hann eftir mætti. Færi nú svo að Morgunblaðsmenn teldu sig þurfa að snúast gegn Sjálfstæðisflokkn- um myndu þeir fljótlega komast að raun um hver sé þeirra afmark- aði reitur í heimi stjómmálanna. Frelsi Morgunblaðsins til and- stöðu við Sjálfstæðisflokkinn er háð þeim augljósu takmörkunum sem leiðir af því að blaðið er óað- skiljanlegur hluti af flokknum og flokkskerfinu. Yfirlýsingar rit- stjómar Morgunblaðsins um að blaðið sé óháð í stjómmálum stenst alls ekki. Morgunblaðið er pólitiskt vopn Sjálfstæðisflokks- ins. Það er engu minna „flokks- blað“ en önnur dagblöð hér á landi sem tengjast stjómmálaflokkum með einum eða öðmm hætti. Munurinn er aðeins sá að þau dag- blöð fara ekki í launkofa með tengsl sín með flokkana, en leitast engu síður en Morgunblaðið við að vera vettvangur almennrar þjóðmálaumræðu, þ. á m. opin fyrir aðsendum greinum án tillits til skoðana sem í þeim em. Vel skrifaðar blaðagreinar em áreið- anlega jafhkærkomin sending Tímanum, Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum sem Morgunblað- inu, enda löngu liðin tíð að íslensk blöð vísi greinarhöfundum á dyr af því einu að skoðanir þeirra fara ekki saman við skoðanir blað- anna. Atvinnurógur gegn dagblöðum Það er lítill greiði við lýðræðið í landinu og rangt mat á afstöðu ís- lenskra blaða til tjáningarfrelsis hins almenna borgara að ásaka til- tekin dagblöð um pólitíska rit- skoðun og einhæfhi í efnisflutn- ingi af því einu að þau kannast við stöðu sína á vettvangi stjómmála, en leyna henni ekki. Slíkar ásak- anir em eigi að síður ótrúlega al- gengar í umræðum um fjölmiðla- mál og hafa ekki minnkað við það þótt íslensku blöðin hafi hvert af öðm og í vaxandi mæli reynt að varast einhæfhi pólitískrar blaða- mennsku án þess að slaka á um meginstefnu sína og viðhorf til þjóðfélagsmála. I raun og vem em ásakanir um fmmstæða ritskoðun- arstefhu íslensku dagblaðanna hreinn atvinnurógur og mætti þess vegna ræða fyrir dómstólunum, þótt það verði annars það síðasta sem höfundur þessa Tímabréfs myndi leggja til í umræðum um fjölmiðlamál. Hins vegar er tími Fegrun og ræktun í sumrí og sól. til kominn að áhugamenn um fjöl- miðlun, bæði fjölmiðlafræðingar og blaðamenn og aðrir sem láta sig slík mál varða, taki sig nú til að snúa við þeim villandi umræðum sem eiga sér stað um dagblaðaút- gáfuna i landinu í þeim anda sem hér hefur verið getið. Vandi íslenskrar blaðaútgáfu felst ekki í þjóðmálastefhu blaðanna eða meintum háska af því að þau tengist stjómmálaflokkum. Þvert á móti mætti leiða að því rök að það sé talsverð trygging fyrir frumkvæði og fjölbrcytni í dag- blaðaútgáfu að stjómmálaflokkar og þjóðmálahreyfingar hafa vilja til þess að standa þar að baki. Það er auk þess hluti af athafnafrelsi að þjóðmálahreyfingar og hvers kyns lýðræðislegur félagsskapur geti stundað útgáfustarfsemi án þess að eiga yfir höfði sér ásakan- ir um áróðursmisferli og sérstakar hvatir til ritskoðunar. Slíkar ásak- anir er auðvelt að hafa i ffammi, ef svo vill verkast, gagnvart hvaða blaðaútgáfu sem er, og gildir þá einu hvort hún er einkarekin af auðjöffi ellegar hlutafélagi sem saman stæði af fleiri eða færri auðmönnum, sem á að vera það óskafyrirkomulag sem margir sjá fyrir sér í blaðaútgáfu eða fjöl- miðlarekstri yfirleitt. Þótt hér verði síður en svo lagst á móti því að eignamenn og hlutafélög veiji fé sínu til blaðaútgáfu, ef þeim býður svo við að horfa, er ástæða til að andmæla svo grófri frekju sem það er að banna ætti öðmm að koma nærri fjölmiðlarekstri en auðmönnum og samtökum þeirra. Með því væri vegið að athafna- ffelsi og tjáningarffelsi og stofhað til einokunar á því sviði mann- legra athafna, sem snerta grund- vallaratriði mannréttinda og lýð- ræðislegs ffelsis. Auðmannafjöl- skyldumar í Reykjavík verða ekki afþólitíseraðar með því einu að þær láti skrásetja áróðurstæki sín í hlutafélagaregistrið. Arvakur h/f heldur áfram að vera máttarstoð Sjálfstæðisflokksins eins fyrir því. íslensk dagblöð Eins og dæmið af Morgunblað- inu sýnir, sem að formi til er rekið af hlutafélagi, en er annars partur af valdakerfi stærsta stjómmála- flokksins í landinu, er engin trygg- ing fyrir þvi að blöð í eigu auð- manna og gróðafyrirtækja endi ekki í klónum á eiginhagsmuna- pólitik þeirra sem að þeim standa. Slíkt hefur gerst bæði fyrr og siðar um allan heim og átti sinn þátt í því að þjóðmálahreyfingar og stjómmálaflokkar áttu ekki annars úrkosti en að víkka umræðuvett- vang þjóðfélagsins með því að stofha til blaðarekstrar að eigin ffumkvæði, sem bryti niður einok- unaraðstöðu „virtra stórblaða“ eins og einkablöð blaðakónganna hafa verið nefhd þessu heimatil- búna gæluheiti sem hver étur upp eftir öðrum í fullkomnu gagnrýn- isleysi á það, hvemig starfað er í blaðaheiminum. Þau blöð sem eiga rót sína í þjóð- félags- og stjómmálahreyfingum á Norðurlöndum, því að þangað stendur Islendingum næst að leita samanburðar, hafa átt ómældan þátt í þvi að móta almenna lýð- ræðisvitund og hugsanafrelsi sem náð hefur að vaxa í þessum lönd- um og gert stjómarfar og stjóm- skipun þjóðfélaganna manneskju- legra en almennt gerist í heimin- um. Þessi blöð hafa að sjálfsögðu tekið breytingum í áranna rás og vaxið ffá skoðanahörku uppmna síns án þess að nein breyting yrði á meginviðhorfum þeirra í þjóðfé- lagsmálum. I rauninni er það þetta sem íslensku dagblöðin, sem óneitanlega hafa tengst stjóm- málaflokkum ffá upphafi vega, hafa verið að gera hvert af öðm á síðustu ámm. Vissulega er Morg- unblaðið í þessum hópi og hefúr jafhvel haft um þetta virðingar- verða forgöngu, sem það má vera hreykið af án þess að blindast af slíkum offnetnaði að það geri meira úr tengslarofum sínum við Sjálfstæðisflokkinn en raun ber vitni. Eftir lestur Reykjavíkur- bréfs 27. f.m. hefur Morgunblaðið gefið fúllt tilefhi til þess að skin- helgi þess í sínum eigin málum sé gerð að umtalsefhi. Tilefnið mætti auk þess verða til þess að áhuga- menn um blöð og blaðamennsku kynntu sér sem best ritstjómar- stefhu íslenskra dagblaða og vör- uðust þá hleypidóma sem algengir em gagnvart tilteknum blöðum, þær ásakanir að þau útiloki allt það efni sem ekki er til lofs og dýrðar tilteknum stjómmálaflokk- um. Svo augljóst sem það er að slíkur atvinnurógur skaðar þau blöð sem fyrir honum verða, er einnig verið að vega að athafha- og málffelsi í landinu eins og sýnt hefúr verið ffam á hér á undan. Tíminn getur sagt fyrir sitt leyti að blaðið leggur megináherslu á að vera fféttablað og opinn umræðu- vettvangur. Þótt ekki sé farið í launkofa með þjóðmálastefhu blaðsins og hún sé þar sótt og var- in, er öllum heimill aðgangur að Tímanum með vel skrifaðar grein- ar um hvaða efni sem vera skal. Hið sama á við um Alþýðublaðið og Þjóðviljann. Morgunblaðið á ekkert einkatilkall til þess að segj- ast þjóna sem opinn umræðuvett- vangur á íslandi fram yfir önnur dagblöð. Þaðan af siður á það nokkum rétt til þess að auglýsa sig sem „ópólitískt" blað, ef önnur blöð eiga að vera pólitísk. Morg- unblaðið tilheyrir valdakerfi Sjálf- stæðisflokksins og á að kannast við það án afsökunar og yfirklórs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.