Tíminn - 02.06.1990, Side 9
Laugardagur 2. júní 1990
Tíminn 9
Rætt við Sigurð Geirsson,
- forstöðumann Húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar:
Þetta eru vissar
„persónunjósnir“
„Hann er í símanum og fimm aðrir bíða á
línunni, svo ég held að það sé útilokað að
þú náir sambandi við hann í dag.“ Þetta
svar fékk Timinn hjá Húsnæðisstofhun
þegar fyrst var reynt að ná í Sigurð Geirs-
son, forstöðumann Húsbréfadeildar stoín-
unarinnar. Er þetta kannski lýsandi dæmi
um áhuga fólks á húsbréfakerfmu? „Þeir
sem búnir eru að leggja inn umsókn eru að
hringja og gá hvemig gengur. Við erum nú
að fá inn alla þá sem hafa verið að bíða eft-
ir að komast inn í kerfíð, 500 til 600 manns.
Þetta kemur okkur ekkert á óvart, því við
höfum vitað í nokkra mánuði að núna
mundi koma holskefla umsókna — þó að
vísu sé þetta nokkru meira en við áttum von
á,“ svaraði Sigurður.
Húsbréfakerfið tók gildi í nóvember síð-
astliðnum, en þó aðeins fyrir ákveðinn hóp,
þ.e. fólk sem sótt hafði um lán frá Bygging-
arsjóði ríkisins á ákveðnu tímabili og var
þar í langri biðröð. Nú ffá 15. maí varð hins
vegar öllum sem kaupa notaðar íbúðir
heimilt að sækja um fyrirgreiðslu í hús-
bréfakerflnu. Og margir hafa áhuga á að
kynna sér hið nýja kerfi, eins og glöggt
kemur ffam í þessu helgarviðtali við for-
stöðumann Húsbréfadeildar, Sigurð Geirs-
sons. Ekki virðast þó allir hafa áttað sig á
því hve Húsbréfakerfið er í grundvallarat-
riðum ólíkt eldra lánakerfi Húsnæðisstofn-
unar. Þar þýðir t.d. ekki (enda þarflaust) að
sækja um til að komast í „röðina" til vonar
og vara. Og öfúgt við eldra kerfi, þar sem
há lán virðast „seld“ á allt upp í hálfa millj-
ón króna, er t.d. ekki um neina vaxtaniður-
greiðslu að ræða í húsbréfakerfi, heldur
munu vextir húsbréfanna (affoll) ráðast á
5 ármagnsmarkaðnum.
Sækja um til vonar og vara
Ætla þá allir þessir 500-600 sem sent
hafa inn umsóknir á skömmum tíma að
kaupa sér íbúð á næstu vikum?
- Allir segjast ætla að selja og kaupa. En
reynslan undanfama mánuði er sú að að-
eins um 25% fara í raun í íbúðarkaup áður
en 4 mánaða gildistími umsóknanna rennur
út. Astæðan? Margir sækja um í þessu kerfi
á líkan hátt og í hinu, þ.e. til að komast í
biðröðina. Þeir átta sig ekki á að biðröðin
er ekki sú sama i þessu kerfi.
Einnig er töluvert um að fólk sé að fá mat
á greiðslugetu sinni til að sjá hvað það gæti
gert, án þess að vera sérstaklega með
ibúðakaup i huga. Þetta kostar fólk ekki
neitt nema að safna saman gögnum og
koma þeim til okkar og margir virðast for-
vitnir um stöðu sína.
Síðan er fjöldi fólks sem ætlar sér að
kaupa — en samt ekki fyrr en það er búið
að selja núverandi íbúð sem það nær oft
ekki að gera áður en þessir fjórir mánuðir
eru liðnir. Þá þarf fólk aftur að fá mat.
Mikil breyting
Hefur kannski margur enn ekki áttað
sig á afgerandi mun á þessu nýja og hinu
eidra kerfi?
— Þetta er það mikil breyting að það tek-
- Allir segjast ætla að selja og kaupa.
En reynslan undanfarna mánuði er sú
að aðeins um 25% fara í raun í íbúðarkaup
áður en 4 mánaða gildistími umsóknanna rennur út.
Ástæðan? Margir sækja um í þessu kerfi
á líkan hátt og í hinu, þ.e. til að komast í biðröðina.
Þeir átta sig ekki á að biðröðin
er ekki sú sama í þessu kerfi.
ur nokkum tíma að fólk átti sig almennt á
því hvemig húsbréfakerfið virkar. Eðlilega
hringja því margir og spyija. Við emm að
tala hér um verðbréfaviðskipti, sem margir
em svolítið á varðbergi gagnvart. Og lán-
veitingar, sem em kannski ekki beinar lán-
veitingar. Það er i rauninni seljandinn sem
er að lána en ekki stofnunin. Við erum bara
að aðstoða fólk að koma þessum skulda-
bréfum í peninga án þess að þurfa að selja
þau með þeim affollum sem annars mundu
gilda um almenn fasteignaverðbréf á verð-
bréfamörkuðum.
Margir ætla í 6
til 9 millj. íbúð
Fólk sem á íbúð, allt frá 2ja herbergja og
upp úr, og ætlar að stækka við sig segir Sig-
urður fjölmennast í hópi húsbréfaumsækj-
enda. Meðalverð ibúða sem það stefni á að
kaupa liggi líklega á bilinu 6 og upp í 9
milljónir. Enda gefi húsbréfakerfið fólki
færi á að komast í endanlegu íbúðina fyrr
en ella, eða í færri skrefúm en áður. „Við
skulum líka vona að fólk geri það af meira
öryggi en áður,“ sagði Sigurður.
Enginn þolir 25 ára þrældóm
Margir þeirra sem nú sjá opnast leið í
„draumahúsið“ eignuðust sjálfsagt nú-
verandi íbúð með skorpuvinnu í nokkur
ár og óverðtryggðum iánum í óðaverð-
bólgu. Gera þeir sér grein fyrir hve stór
munurinn er að búa í skuldlitlu/iausu
húsnæði og hins vegar stöðugum afborg-
unum í 25 ár?
— Eflaust eru margir sem gera sér ekki
fúlla grein fyrir því hvað það er að þurfa að
borga stöðugt af milljónalánum i fjölda ára
fram í tímann. En á móti kemur, að við
stillum greiðslugetunni þannig upp, að
greiðslur séu fremur hóflegar og fólk geti
tekið hlutunum heldur rólega, fremur en að
við séum að stilla upp 25 ára þrældómi fyr-
ir fólk. Það hreinlega gengur ekki.
Það hefúr sýnt sig að flestir geta lagt tölu-
vert á sig í takmarkaðan tíma; Eitt ár, sum-
ir tvö og kannski upp í 3 til 5 ár. En að þeim
tíma liðnum er fólk búið að vera. Slíkt ger-
ir enginn í 25 ár.
Sumir óánægðir
Teiur fólk sig ráða við meira en ykkar
mat segir tii um? Eða kemur því kannski
á óvart hvað mat ykkar er hátt?
— Fólki virðist ekki koma á óvart hvað
við teljum greiðslugetu þess mikla og
margir vilja ekki taka svo stór lán. A hinn
bóginn hringja menn öðru hveiju sem eru
mjög óánægðir með mat sem þeir hafa
fengið — telja sig ráða við talsvert meira.
Sumir segjast t.d. vera að borga húsaleigu á
35-40 þúsund kr. — mun hærri en við met-
um greiðslugetu þeirra. Við biðjum þá við-
komandi að koma með kvittanir til okkar. I
sumum tilfellum höfum við hækkað matið,
en í öðrum tilfellum getur fólk ekki sýnt
okkur fram á að það stæðist slíkar greiðslur
til frambúðar.
■ ■■ vilja „gleyma“ lausa-
skuldunum
Það er líka mjög algengt að menn telji
saman eignir sínar og dragi aðeins frá
skuldir áhvílandi á fasteigninni. „Mismun-
inn nota ég til að borga upp í aðra eign,“
segja þeir. Þeir líta þá kannski alveg fram
hjá lausaskuldum upp á hálfa til hálfa aðra
milljón sem ekki hvíla á húsinu. „Eg ætla
bara að færa það yfir á hina eignina og nota
alla peningana,“ segja þeir. Við reiknum
greiðslugetuna hins vegar út frá hreinni
eign, þ.e. að frádregnum öllum skuldum.
Persónunjósnir?
Skýra menn þá frá öllum sínum skuld-
um?
— Við höfúm mjög gott tæki til að fylgj-
ast með því: Skattskýrsluna. Þar reyna
flestir að auka skuldir fremur en minnka, til
að lækka eignaskattsstofninn.
Er fólk orðið sátt við þetta nýja fyrir-
komulag, þ.e. að þurfa að uppiýsa um
aliar sínar tekjur og eignir og færa sönn-
ur á að það geti í raun borgað lánin?
Einhver hefur nefnt þetta persónunjósn-
ir.
— Þetta eru vissar persónunjósnir. Við fá-
um eflaust ekki fúllar upplýsingar ffá fólki
um alla hluti. Menn gefa jafnvel ekki upp
allar tekjur sínar. Fólk sem fengið hefúr
lágt mat kemur stundum eftir á með hina og
þessa launaseðla.
Hvað með „gráu tekjurnar“?
Svo er alltaf spumingin hvað við eigum að
gera við þessa með „gráu tekjumar“. Alltaf
öðm hveiju koma menn sem segjast hafa
miklu hærri tekjur — bara tekjur sem ekki
eru gefnar upp til skatts. Við því höfum við
eiginlega staðlað svar: Viðkomandi er
spurður hvort hann ætlist til að þjóðfélagið
fari að veita honum fyrirgreiðslu út á tekjur
sem hann borgar ekki af til þjóðfélagsins.
Það verður yfirleitt fátt um svör. En starf-
andi hjá ríkisstofnun finnst manni það ansi
hart að að fólk skuli ætlast til að þessi ríkis-
stofnun fari að veita þeim fyrirgreiðslu út á
tekjur sem það er að svindla undan annarri
ríkisstofnun.
Við heimtum staðfestingu á öllu slíku.
Tekjur sem menn geta ekki staðfest, hafa
þeir ekki í okkar augum.
70-80% viö samning...
Hvað um þá sem bara ætla að selja?
Hringja þeir í sama mæii?
— Þeir hringja unnvörpum. Bæði ef þeir
búast við slíku tilboði eða eftir að hafa
fengið húsbréfatilboð í hendur. Þeir vilja
vita hvemig þetta virkar og átta sig betur á
hvað þeir fá endanlega út úr sölu með þess-
um hætti.
Að sögn Sigurðar getur kauptilboð gegn
húsbréfum verið kannski 5-10% hærra í
raun en hefðbundið tilboð upp á sama verð
með útborgun dreift á heilt ár. Vegna þess
að með húsbréfum fær seljandi jafnvel 70-
80% söluverðsins í hendur þegar við samn-
ing.
Framhjá grundvallarreglu?
Nú mun rætt um að taka inn í húsbréfa-
kerfið fólk á gamia biðlistanum, sem bú-
ið er að kaupa íbúð fyrir 1,2,3 árum og
þá án þeirrar grundvaliarreglu að fá
mat á greiðslugetu?
— Þetta mun eitthvað til skoðunar í fé-
lagsmálaráðuneytinu, en meira veit ég
ekki.
Er ekki slæmt að fara fram hjá grund-
vallarreglum í nýju kerfi?
— Persónulega finnst mér það. Því
greiðslumat fyrir íbúðarkaup er ein af
grundvallarreglum húsbréfakerfisins. Auk
þess sem þetta mundi verða mjög erfitt í
vinnslu. Hvemig getum við t.d. vitað hveij-
ar af núverandi skuldum manns með at-
vinnurekstur eru vegna íbúðarkaupa fyrir
einhverjum árum og hveijar vegna at-
vinnurekstrarins? Þetta getur því orkað tví-
mælis.
Með vinnukerfi okkar reynum við að
fylgjast með því að um raunveruleg fast-
eignaviðskipti sé að ræða, en ekki „gervi-
viðskipti" og höfum neitað um fyrir-
greiðslu ef vart verður við að menn setja
upp svona „gerviviðskipti".
Heiður Heigadóttir