Tíminn - 02.06.1990, Page 14
26 Tíminn
Laugardagur 2. júní 1990
Grafíksýning í Ásmundarsal
Þar sýna Dagrún Magnúsdóttir, Guðr.
Nanna Guðmundsdóttir, íris ingvarsdóttir
og Þórdís Elín Jóelsdóttir. Þær útskrifuð-
ust úr grafikdeild M.H.Í. vorið 1988 og
eru meðlimir myndlistarhópsins „Affam
veginn".
Sýningin stendur til 4. júní og er opin
daglega kl. 14:00-18:00.
Útivist um helgina
Sunnudag, 3. júní. Kirkjuvogsbás- Blás-
íðubás. Gengið mcðfram ströndinni frá
Kirkjuvogsbás að Blásíðubás og síðan
upp á Skálafcll. Brottför kl. 13:00 ffá
Umferðarmiðstöð-bensínsölu.
Mánudag, 4. júní. Bergtcgundarferð.
Gengið ífá Mógilsá að Esjubcrgi.
Hofsvík-Kjalamestangar. Gengin strand-
lcngjan mcðfram Hofsvík og að Kjalamc-
stöngum.
Brottför í báðar ferðimar kl. 13:00 ffá
Umfcrðarmiðstöð- bcnsinsölu. Stansað
við Árbæjarsafn og við kaupfélagið í
Mosfellsbæ.
Félag eldri borgara
Lokað vcrður í Goðhcimum, Sigtúni 3, á
morgun, sunnudaginn 3. júní.
Samtök um byggingu
tónlistarhúss
Samtök um byggingu tónlistarhúss munu
standa fyrir 28 tónlcikum á næstu vikum.
í dag vcrða tónlcikar með ungum tónlist-
armönnum í íslensku ópemnni kl. 13.30 í
tcngslum við Listahátíð í Garðabæ. Kl.
17. verða tónlcikar með Sinfóníuhljóm-
sveit íslanda í Háskólabíói. Einl: Andrcj
Gavrilov. Em þeir tónlcikar í tengslum
við Listahátíð í Reykjavík.
Konur í Austurstræti
í dag, laugardaginn 2. júní, opnar Alda
Stcinsdóttir sýningu í Gallerí 8 sem opin
vcrður yfir hvítasunnuhelgina. Sýningin
vcrður opin frá kl. 14-18 alla dagana.
Gallerí 8 cr nýlcgt gallerí scm cr til húsa
1 Austurstræti 8-10.
Alda hcfur á undanfömum árum haldið
nokkrar einkasýningar hér hcima og er-
lcndis og auk þess tekið þátt i nokkmm
samsýningum. Meginviðfangscfni sýn-
ingarinnar nú um hvítasunnuhclgina er
konur. Myndimar, sem em stórar, em
málaðar í vatns- og akrýllitum.
Fermingarbörn í Hraungeröis-
kirkju á hvítasunnudag
kl. 13.30
Anna Þórðardóttir, Þorleifskoti
Amar Sigmarsson, Langholti
Brynjar Hauksson, Súluholti
Ingvar Hjálmarsson, Langsstöðum
Sigurður Guðjónsson Skyggnisholti
Viðja Hrund Hreggviðsdóttir, Langholti
Fermingarbörn í Villingaholts-
kirkju annan hvítasunnudag
kl. 14.00
Eiríkur Steinn Kristjánsson, Fcijunesi
Hilda Ríkharðsdóttir, Brciðholti
Ingi Öm Guðmundsson, Heiðarbæ
Magnþóra Kristjánsdóttir, Forsæti
Ragnar Ragnarsson, Vatnsholti
Þómnn Elva Bjarkadóttir, Mjósyndi
Dagsferðir Ferðafélagsins
um hvítasunnu
Sunnudag 3. júní, kl. 13.00: Sog —
Hvcrinn eini — Oddafell. Létt gönguferð
— mikil náttúmfegurð. Gönguleiðin ligg-
ur um svæði vestan í Núpshlíðarhálsi í
Reykjancsfólkvangi. Vcrð kr. 1.000.
Mánudagur 4. júni kl. 13.00: Svínaskarð.
Svínaskarð er gömul þjóðleið sem liggur
milli Móskarðshnjúka og Skálafell yfir í
Kjós. Verð kr. 1,000.
Fyrsta gróðurferð vorsins vcrður farin í
reit Ferðafélagsíns'f Hciðmörk miðviku-
daginn 6. iúní kl. 20.00 ffá umfcrðarmið-
stöðinni. Okeypts fetð.
Laugardaginn 9, júni verður hin árlcga
fcrð á Njáluslóðjr. Bjottför kl. 9.00
Helgarferðir til Þórsmcrkur cm famar um
hvetja helgi og miðvikudagsferðir hefjast
13. júní. Notalcg gistiaðstaða í Skag-
fjörðsskála — öll nauðsynleg þægindi —
náttúmfegurð og kyrrð.
Helgina 8.-10. júní vcrður boðið upp á
göngu yfir Eyjafjallajökul í hclgarferð ti!
Þórsmerkur. Gengin verður Skcijaleiðin.
Missið ekki af jökulgöngu mcð reyndum
fararstjómm. Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal báðar nætur. Lcitið upp-
lýsinga um ferð” til Þórsmerkur á skrif-
stofunni, Öldugi u 3.
Guðsþjóm
prófastsd
Árbæjarkirl
Hátíðarguðsþj.
11 árdegis. Orj
juðmundur Þe
ur í Reykjavíkur-
ii á hvítasunnu
990
:ta hvítasunnudag kl.
ikari Jón Mýrdal. Sr.
nsson.
Áskirkja
Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag kl.
14. Sr. Ámi Bcrgur Sigurbjömsson.
Borgarspítalinn
Hátíðarguðsþjónusta hvitasunnudag kl.
10. Sr. Sigfinnur Þorleifsson.
Breiðhol tskirkj a
Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag kl.
11. Oranisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli
lónasson.
Dómkirkjan
Hvítasunnudag: Hátíðarmessa kl. 11.
Altarisganga. Sr. Jakob Ágúst Hjálmars-
son. Messa kl. 14. Sr. Hjalti Guðmunds-
son. Annar dagur hvítasunnu kl. 11. Há-
tíðarmcssa. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Dómkórinn syngur við allar mcssumar.
Organisti Martcinn H. Friðriksson.
Viðeyjarkirkja
Hátíðarmessa annan dag hvítasunnu kl.
14. Sr. Þórir Stcphenscn. Sungnir vcrða
hátíðarsöngvar sr. Bjama Þorsteinssonar.
Landakotsspítali
Helgistund á hvítasunnudag kl. 13. Svala
Niclscn syngur. Organleikari Birgir Ás
Guðmundsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson.
Hafnarbúðir
Hclgistund á hvítasunnudag kl. 14. Sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson.
Elliheimilið Grund
Guðsþjónusta kl. 10 á hvítasunnudag. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Fella- og Hólakirkja
Hvítasunnudag: Hátíðarguðsþjónusta kl.
11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Org-
anisti Guðný Margrét Magnúsdóttir.
Fríkirkjan í Reykjavík
Hvítasunnudag kl. 14 hátíðarguðsþjón-
usta. Einsöngvarar Alda Ingibcrgsdóttir
og Þuríður Sigurðardóttir. Orgcllcikari
Pavel Smid. Miðvikudag 6. júní ld. 7:30
morgunandagt. Sr. Cecil Haraldsson.
Grafarvogsprestakall
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 í Félagsmið-
stöðinni Fjörgyn. Hátíðarsöngvar sr.
Bjama Þorsteinssonar fluttir. Organisti
Sigríður Jónsdóttir. Þriðjudaginn 5. júní:
Ársafmæli safnaðarins. Stofnað vcrður
safnaðarfélag. Fundarstaður: Félagsheim-
ilið Fjörgyn kl. 20. Allir Grafarvogsbúar
velkomnir. Kaffiveitingar. Sr. Vigfus Þór
Ámason.
Grensáskirkja
Hátíðarmessa kl. 11 á hvítasunnudag.
Organisti Ámi Arinbjamarson. Jóhann
Möllcr syngur einsöng. Þriðjudag:
Kirkjukaffi i Grensási. Biblíulestur kl. 14.
Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup flytur
annan biblíulesturinn af fjórum sem fjalla
um postulasöguna. Heitt á könnunni og
heimabakað. Allir velkomnir. Miðviku-
dag: Hádegisvcrðarfundur fýrir eldri
borgara kl. 11. Fimmtudag: Almenn sam-
koma kl. 20.30. UFMH. Laugardag kl.
10. Biblíulestur og bænastund. Prestamir.
Hallgrimskirkja
Hvítasunnudag: Hátíðarguðsþjónusta kl.
11. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Mótcttu-
kór Hallgrimskirkju syngur mótcttuna
Lobct dcn Hcrren eftir J.S. Bach. Organ-
isti Hörður Áskclsson. Messa kl. 14. Inga
Bachmann syngur cinsöng. Sr. Karl Sig-
urbjömsson. Annan hvítasunnudag:
Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sig-
urbjömsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Landspítalinn
Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjömsson.
Háteigskirkja
Hámcssa kl. 11 hvítasunnudag. Sr. Am-
grímur Jónsson. Hámessa kl. 11 annan
hvítasunnudag. Sr. Tómas Sveinsson.
Kirkjuóperan Abraham og Isak eftir John
Speight sýnd á annan hvítasunnudag kl.
21 og þriðjudag 5. júní kl. 21. Kvöldbæn-
ir og fýrirbænir cm i kirkjunni á miðviku-
dögum kl. 18.
Hjallaprestakall í Kópavogi
Hátiðarguðsþjónusta í Digrancsskóla
hvítasunnudag kl. 11. Sr. Ólafur Jóhanns-
son. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson verð-
ur í sumarleyfi á næstunni og þjónar sr.
Ólafur Jóhannsson í hans stað. Sóknar-
nefndin.
Kópavogskirkja
Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag kl.
14. Guðsþjónusta kl. 11 annan hvíta-
sunnudag. Sr. Þorbcrgur Kristjánsson.
Langholtskirkja
Kirkja Guðbrands biskups. Hátíðarguðs-
þjónusta. Sr. Þórhallur Heimisson.
Laugarnesprestakall
Hátíðarmessa kl. 11. Altarisganga. Sig-
ríður Gröndal syngur ásamt kirkjukór
Laugamcskirkju. Kyrrðarstund í hádcg-
inu á fimmtudögum, orgclleikur, fýrir-
bænir, altarisganga. Léttur hádegisvcrður
í safnaðarheimilinu eftir stundina. Sókn-
arprcstur.
Neskirkja
Guðsþjónusta kl. 11 á hvítasunnudag. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson. Guðsþjón-
usta kl. 11 á annan hvítasunnudag. Sr.
Frank M. Halldórsson. Organisti Rcynir
Jónasson. Miðvikudag: Fyrirbænamcssa
kl. 18.20. Sr. FrankM. Halldórsson.
Seljakirkja
Guðsþjónusta í Seljahlið hvítasunnudag
kl. 11 árdegis. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson. Prestur Irma Sjöfn Óskarsdóttir.
Sóknarprcstur.
Seltjarnarneskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 á hvítasunnu-
dag. Elísabet F. Friðriksdóttir syngur cin-
söng. Organisti Gyða Halldórsdóttir.
Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Opið hús fýrir foreldra ungra bama
fimmtudag kl. 15. Takið bömin með.
Kirkja óháða safnaðarins
Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag kl.
11. Organisti Jónas Þórir. Sr. Þórstcinn
Ragnarsson.
Fríkirkjan í Hafnarfírði
Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag kl.
11. Sr. Þórhildur Ólafsdóttir mcssar. Org-
anisti og kórstjóri Kristjana Þ. Ásgcirs-
dóttir. Safhaðarstjóm.
Gaulverjabæjarkirkja
Messa hvítasunnudag kl. 14. Fcrming.
Sóknarprcstur.
Stokkseyri
Messa annan hvítasunnudag kl. 14.
Sóknarprestur.
Úrval - 5. hefti 49. árg., maí '90
Maíhefti Úrvals er nýkomið út. Það
eru um 100 bls. af fjölbreyttu efni. Á
forsíðu er mynd sem kölluð er: Rigningar-
dagur við Arnarstapa á Snæfellsnesi. Af
efni má nefna m.a. Umhverfisvemd af lífi
og sál, þar sem fjallað er um regnskóga
og þá góðu tískubylgju frá Hollywood að
vinna að vernd þeirra. Næst kemur þýdd
hundasaga: Tíkin BLANDA og afstaða
föður míns. Grein er um leikarann Jack
Nicholson, sem kallaður er „geðþekkur
skrattakollur".
Vísindi fyrir almenning: lþróttamenn
upp á líf og dauða. Sú grein fjallar um
íþróttir til foma og í nútíðinni og verðmæt
verðlaun sigurvegara.
Lengsta grein í þessu hefti er um hina
svonefndu „tölvusnápa" (Hacker Spy),
en svo er nefnd sú persóna sem með leynd
kemst með tölvu sinni í fjarsamband við
aðrar tölvur eða tölvukerfi. „Hackcr"
hefur einnig verið nefndur „tölvurefur" á
íslensku.
Margar aðrar greinar og sögur eru í
heftinu, skop, krosstölugátao.fl. Ritstjóri
er Sigurður Hreiðar.
Tímaritið GEÐVERND
l.tbl. 21.árg.
Tímaritið „Geðvernd" er nýkomið út.
Dr. Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur
er ritstjóri þess, en aðalefni blaðsins að
þessu sinni fjallar um þunglyndi, orsakir
þess og afleiðingar, ásamt meðferð við
því.
Þessi útgáfa er liður í átaki Geðvernd-
arfélagsins gegn þunglyndi, og birtast þar
margar fróðlegar og athyglisverðar grein-
ar.
Útsölustaðir blaðsins eru hjá Bóka-
verslun Sigfúsar Eymundssonar og Bók-
sölu Stúdenta.
Samviskufangar
Mannréttindasamtökin Amnesty Int-
ernational vilja vekja athygli almennings
á máli þessara samviskufanga. Amnesty
vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf
til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á
bekk með þeim, sem berjast gegn mann-
réttindabrotum á borð við þau, sem hér
eru virt að vettugi.
Islandsdeild Amnesty gefur einnig út
póstkort til stuðnings föngum mánaðar-
ins. Hægt er að gerast áskrifandi að
þessum kortum með því að hringja til
skrifstofunnar, Hafnarstræti 15, virka
daga frá kl. 15-18 í síma 16940.
Malawi
Thoza Khonje, 42 ára svæðisstjóri malaw-
íska sykurfyrirtækisins. Honum er haldið
án dóms og laga í Mikuyu fangelsinu í
Zomba.
Thoza Khonje er frá norðurhluta Mal-
awi, en starfar í suðurhluta landsins.
Hann var handtekinn, ásamt tveimur
vinum sínum, 28. febrúar 1989 í Nehalo
verslunarmiðstöðinni. Talið er að ríkis-
stjórn lýðveldisins hafi fjölda uppljóstrara
á sínum snærum og virðist einn þeirra
hafa heyrt ummæli Khonje um nýlega
fyrirskipun lífstíðarforsetans Kamuzu
Banda, um að senda kennara frá norður-
hluta landsins til síns heima. Khonje
sagði að slíkt myndi leiða til hruns
menntakerfisins, því meirihluti kennara
er frá norðurhluta Malawi. Þessi ummæli
voru túlkuð sem gagnrýni á lífstíðarfor-
setann og urðu til þess að Khonje var
handtekinn ásamt félögum sínum. Hand-
takan var á sama tíma og Banda forseti
kom af stað nýjustu herferð sinni gegn
íbúum frá Norður-Malawi. Þeir hafa
verið sakaðir um að hafa í hyggju að
ganga úr ríkjasambandi við Malawi og
fyrir tilraun til að þróa eigin efnahagskerfi
og skaða þar með aðra hluta landsins.
Gefið var í skyn að kennarar frá Norður-
Malawi, sem ynnu í mið- og suðurhluta
landsins, slægju slöku við kennsluna.
Fyrirskipun Banda forseta um að flytja
kennara til norðurhlutans kom ekki til
framkvæmda, að því er virðist vegna
sömu ástæðna og Khonje hélt fram.
Amnesty er kunnugt um 13 aðra Mal-
awibúa frá norðurhluta landsins sem
handteknir voru í ársbyrjun 1989 við
svipaðar kringumstæður. Þeir eru allir
samviskufangar. Á meðal þeirra eru opin-
berir starfsmenn, kennarar, námsmenn
og einn læknir. Þeir virðast vera í haldi
samkvæmt öryggisreglugerð landsins frá
1965. Fyrirskipanir um varðhald á að
endurskoða á 6 mánaða fresti, en þetta er
sjaldan gert og fólk er haft í haldi í
ótakmarkaðan tíma án dóms og laga.
Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og
farið fram á að Thoza Khonje verði
tafarlaust látinn laus. Skrifið til:
His Excellency the Life President
Ngwazi Dr. H. Kamuzu Banda
Office of the President and the Cabinet
Private Bag 388
Liliongwe 3
Malawi
Sovétríkin
Pavel Solovyov, 38 ára gamall meðlimur
í Hvítasunnusöfnuði. Hann var dæmdur
í þriggja ára fangelsi fyrir að halda
trúarsamkomu undir beru lofti.
Pavel Solovyov var handtekinn í febrú-
ar 1989 eftir að hafa leitt unglinga syngj-
andi sálma um einn af almenningsgörðum
Slavyansk í Úkraínu. 3. mars 1989 sakaði
dómstóll í Donetsk hann um „meinfýsin
spellvirki" skv. 206. grein úkraínsku
hegningarlaganna. 18. grein alþjóðlega
sáttmálans um borgaralegan og stjóm-
málalegan rétt tiyggir rétt einstaklingsins
til að stunda trú sína opinberlega eða í
kyrrþey, einn eða í hópi annarra. Frá því
1988 hafa sovésk yfirvöld haldið því fram
að fólk sé ekki handtekið fyrir trúariðkun
sína. Með því að saka einstakling um
„meinfýsin spellvirki“ er viðkomandi
refsað fyrir að „raska ró almennings
vísvitandi og sýna þjóðfélagslegt virðing-
arleysi". Þetta hafa sovésk yfirvöld oft
notað til að refsa fyrir friðsamlegar að-
gerðir sem þau sætta sig ekki við. Amnes-
ty telur að fangelsun Pavel Solovyov
brjóti í bága við rétt hans til trúfrelsis og
lítur því á hann sem samviskufanga.
Hvítasunnusöfnuðurinn er kristilegur
trúflokkur bókstafstrúarmanna sem festi
rætur sínar í Rússlandi í byrjun þessarar
aldar. í trú safnaðarins eru mörg atriði
sem stangast á við þær ströngu reglur sem
sovésk yfirvöld hafa sett um trúariðkun.
Á síðastliðnum 20 árum hafa tugir Hvíta-
sunnusafnaðarmanna lent í fangelsi fyrir
að boða trú sína eða fyrir að neita að
gegna herþjónustu.
Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og
farið fram á að hann verði tafarlaust
látinn laus. Skrifið til:
Yu Reshetov
Head of the Human Rights Section
USSR Ministry of Intemational AfTairs
pr. Kalinina 9
Moscow
USSR/Sovétríkin
Myanmar
Nay Min, 42 ára gamall lögfræðingur, var
handtekinn 21. október 1988 í Yangon
(áður Rangoon) stuttu eftir að herinn
framkvæmdi valdarán og kom á herlögum
í landinu. Fregnir herma að hann hafi
verið dæmdur í 14 ára fangelsi vegna
fréttaskýringa sem hann sendi BBC og
fyrir að „hafa undir höndum rit sem lýstu
andstöðu við ríkisstjórnina“.
Eftir valdaránið lagði ríkisstjómin
bann við opinberri gagnrýni á stjómina
og við fjöldasamkomum, þ.e.a.s. þar sem
fimm eða fleiri koma saman. Opinberir
fjölmiðlar sögðu að Nay Min væri í haldi
fyrir að senda „upplognar fréttir og
rógburð" til BBC í ágúst og september
1988. Opinberir fjölmiðlar segja að Nay
Min „hafi orðið óánægður með ríkis-
stjórnina eftir að hafa heyrt sögusagnir í
tengslum við óeirðimar í mars og apríl
1988“. Hér er skírskotun til staðhæfmga
um að öryggissveitir hafi myrt friðsama
mótmælendur á þessu tímabili. Óopin-
berar fregnir herma að Nay Min hafi
verið í nánum tengslum við leiðtoga
lýðræðissinna er þeir stóðu fyrir mótmæl-
um 1988.
Fregnir herma að Nay Min hafi verið
leiddur fyrir rétt 7. og 21. nóvember. í
síðara skiptið kvartaði hann yfir slæmri
meðferð og bað um að verða lagður inn á
sjúkrahús, en beiðni hans var neitað. Um
síðir var hann leiddur fyrir herrétt, en
herdómstólum var komið á fót samkvæmt
herlögum í júlí 1989. Málsmeðferð fyrir
slíkum dómstólum er einfölduð; réttur
einstaklingsins til vamar er mjög tak-
markaður og ekki er hægt að áfrýja til
hærri dómstóls. Allt þetta er brot á
alþjóðareglum um sanngjörn réttarhöld.
í október 1989 bárust fregnir um að Nay
Min hefði verið dæmdur í 14 ára erfið-
isvinnu samkvæmt lögum um neyðarráð-
stafanir frá 1950. Hann var fundinn sekur
um að hafa „sent upplognar fréttir og
rógburð til BBC“ og fyrir að „hafa undir
höndum rit sem lýstu andstöðu við ríkis-
stjórnina".
Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og
farið fram á að Nay Min verði tafarlaust
látimvlaus og án skilyrða. Skrifið til:
Gen. Saw Maung
Prime Minister and Minister of
Defence and of Foreign Affairs
Ministers’ Ofiice
Yangon
Union of Myanmar