Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.06.1990, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 2. júní 1990 Knattspyrna: ATLI Fyrirliði landsliðsins í knattspymu, Atli Eðvaldsson, hefur gengið til liðs við vesturbæjarliðið KR í knatt- spymu. Þeim sem sáu landsleikinn á móti Albönum þarf ekki að segja hversu mikill gífurlegur styrkur KR- ingum er í Atla Eðvaldssyni. Atli hefur að undanfömu spilað með tyrk- neska liðinu Genclerbirligi, en í kjöl- far breytinga hjá liðinu fékk Atli sig lausan og ákvað að leika með KR- ingum í sumar. Atli verður orðinn löglegur 13. júní og leikur væntan- lega sinn fyrsta leik með KR gegn FH á heimavelli sínum við Kapla- skjólsveg. -PS Lýsing þriggja drengja á viðskiptum við lögregluna eftir landsleikinn: „Lömdu hann með kylfu þar sem hann lá handjárnaður“ Áverkar á líkama Magnúsar eru greinilegir., Annars vegar mar á öxl eft- ir lögreglukylfu og hins vegar gibsumbúðir um handiegg en vegna bólgu var ekki hægt að sjá á röntgenmyndum hvort um brot væri að ræða. Þrír af piltunum með „græjumar" sem lögreglan setti út á í upphafi. Frá vinstrí; Þorsteinn Gíslason, Haraldur Dungal og lengstth. Hákon Aðal- steinsson. „Ég var hissa á að Maggi skyldi standa uppréttur eftir þetta. Þeir keyrðu hann niður í götuna, hand- jámuðu hann með hendur fyrir aftan bak, þrýstu höndunum á honum fram og lömdu hann með kylfunni hvað eftir annað í síðuna." Þannig lýsir Þorsteinn Gíslason meðferð lögreglunnar á einum af fé- lögum slnum. Þorsteinn er einn af þremur sem þurftu að gista fanga- geymslur lögreglunnar eftir landsleik Islendinga og Albana. Hann og tveir félaga hans, Haraldur Dungal og Há- kon Aðaisteinsson, höföu samband við Tímann og kvörtuðu undan „ótrúlegum fantaskap" Reykjav- ikurlögreglunnar og báðu um að fá að greina itá málavöxtum eins og þeim kom atburðurinn fyrir sjónir. Tíminn féllst á það. Drengjahópurinn sem lögreglan haföi afskipti af telur tíu manns. Þeir segjast hafa verið í góðu sambandi við íslenska landslið- ið undanfarin ár sem dyggir stuðn- ingsmenn og eftir leikinn á miðviku- dag hafi meðlimir landsliðsins komið og þakkað þeim sérstaklega fyrir góðan stuðning i leiknum. - En hver var aðdragandinn að átök- unum? Lögreglan hefur bent á að það fólk sem varð vitni að atburðinum hafí ekki þekkt aðdragandann að handtökunni. „Við komum á völlinn með fána sem við höföum búið sjálfír til,“ seg- ir Haraldur. „Þetta var flagg á stöng og á það var skrifað „Duty free club“. Þegar við komum á völlinn klukkan sjð voru um 150 manns mættir i stúk- una. Við sýndum þeim fánann. Það hlógu allir að þessu og fannst þetta fyndið. Siðan lokuðum við fánanum. Lögreglan kom tii okkar og spurði hvað stæði á fánanum og við sögðum honum það. Lögreglumaðurinn tók hann af okkur og henti honum fram af stúkunni. Við bjuggum til annað flagg á A-4 blað. Þá kom löggan aft- ur og sagði „Strákar, þið megið þetta ekki, K.S.Í. vill þetta ekki“. Vtð hlýddum og hann fór með blaðið og allir voru sáttir við þessi málalok. Svo byijaði leikurinn. Það hefur verið talað um að við höf- um hent bjórdósum inn á völlinn,“ bætir Hákon við. „í gleðinni þegar við skoruðum fyrra markið duttu tvær niður. Ekki inn á völlinn heldur á steypuna fyrir neðan stúkuna. Hins vegar komu þijátiu til fjörtíu sfykki fljúgandi úr stúkunni fyrir ofan okk- ur.“ - Voruð þið mikið dnikknir sjálfir? „Við vorum með eina kippu á mann, sex dósir af bjór, sem við drukkum frá klukkan sjö til tiu um kvöldið.“ Eftir að leiknum lauk fóru drengim- ir niður þar sem gengið er undir stúk- una og fengu fánann afhentan. Þaðan fóru þeir út á planið og þar kom að sendibflstjóri á Toyota Hiace sendi- ferðabfl og bauð þeim far. , JHann segir við okkur. Jnn strákar ég skutla ykkur á Gaukinn,“ segir Haraldur. „Við fórum siðan inn i bil- inn, ánægðir með að þurfa ekki að biða eftir strætó og vorum búnir að keyra 20 til 30 metra þegar lögreglan stoppar okkur fær skráningarskírtein- ið hjá bílstjóranum og visar síðan öll- um út. Bílstjórinn haföi ekki Ieyfi til að flytja svona marga farþega en það var nóg pláss fyrir okkur þar sem við sátum á gólfinu aftur í bílnum. Eftir að út var komið varð að sam- komulagi milli drengjanna að ganga að næstu biðstöð og taka strætisvagn niður í bæ. Þeir voru málaðir islensku fánalitunum í ffaman, veifandi is- lenskum göngufána og „syngjandi áffam ísland", þegar lögreglan haföi enn afskipti af þeim. Auk göngufán- ans voru drengimir með þokulúður, „duty ffee fánann“ og stóran íslensk- an fána sem var saman vafinn. ,Án þess að segja nokkuð þrífrir lögreglumaður f fánastöngina, en Maggi sem hélt á fánanum vildi ekki sleppa og spurði af hveiju hann vildi fá fánann,“ segir Haraldur.“ Lög- reglumaðurinn sagði þá að við vær- um að vanvirða islenska fánann og sagði okkur að koma með hann eins og skot. Maggi neitaði. Þá keyrði lögreglumaðurinn Magga niður í göt- una, lagðist af öllum sínum þunga með hnéð á milli herðablaðanna á honum og öskraði á lögregluþjóna sem komu að: „Mig vantar aðstoð, sendið tvo bíla með látum!“. „Maggi kallaði til okkar: „Strákar hjálpið mér, hann er að kæfa mig“, og ég kom að og bað þá að hætta þessu" segir Þorsteinn. ,Jiinn lög- reglumannana sló til min og sagði mér að hætta þessu og fara i burtu. Þetta var mótorhjólalögga og ég sló flötum lófa ofan á hjálminn hjá hon- um. Þá var ég gripinn, handjámaður og mér hent inn i bíl. Ein löggan leit inn i bflinn og sagði við félaga sinn sem hélt mér: „Ef hann hreyfir sig aftur, þá berðu hann meö kylfunni í magann“. , j>á hlupum við hinif“ segir Hákon. „Okkur leist ekki lengur á blikuna.“ Fimm af umræddum tiu drengjum voru siðan færðir á lögreglustöðina. Einn var beðinn að koma með sem vitni. Hann var leiddur inn i lög- reglubíl en datt út aftur, að sögn drengjanna, vegna þess að inni í bíln- um voru átök á milli lögreglunnar og þess sem var handjámaður fyrstur. Vitnið var þá gripið og fært i hand- jám líka og þurfti að borga 5.000 kr. sekt fyrir mótþróa við lögreglu dag- inn eftir. Tveim var síðan sleppt um nóttina, en Þorsteinn, Magnús og vitnið gistu fangageymslur þar til um miðjan dag daginn eftir. Þorsteini var gert að greiða 20.000 króna sekt og Magnúsi 40.000 krónur. Drengimir þrír sem ræddu við Tímann vora mjög bitrir út í lögregluna og ásök- uðu hana um 'fantaskap að ástæðu- Iausu. Þorsteinn lýsir því þannig þeg- ar verið var að fara með Magnús í lyftu á milli hæða á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. „Lyftugöngin era ber og engir vegg- ir á lyftunni sjálfri. Þeir tóku Magga i handjámunum, héldu i hnakkann honum og þrýstu andlitinu upp að steinveggnum á með lyftan rann á mili hæða.“ -ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.