Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. júní 1990 Tíminn 5 Búist við að tillaga um að breyta deildum Sambandsins í sex hlutafélög verði samþykkt í dag: Samvinnuhreyfingin stendur á krossgötum Tap á rekstri Sambandsins varð 751 milljón kr. á síðasta ári en var 1.157 milljón kr. árið 1988. Þá er búið að taka tillit til annars vegar fymingar fastafjármuna um 342 milljónir, niðurfærslu við- skiptakrafna um 336 milljónir, gengistaps og verðbóta langtíma- lána að fjárhæð 936 milljónir, og hins vegar hagnaðar af eigna- sölu upp á 282 milljónir kr. og verðbreytingatekna sem nema 1.218 milljónum. Fjármagnsmyndun rekstrar var neikvæð um 428 milljónir, en árið áður var hún neikvæð um 485 milljónir. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir alls 12.446.927 þús. kr. Skuldir nema alls 10.740.684 þús kr. Þessar upplýsingar komu fram í skýrslu Guðjóns B. Ólafssonar for- stjóra Sambands ísl. samvinnufélaga á aðalfundi þess er hófst i gærmorgun en lýkur í dag. Þessi aðalfundur er að líkindum tímamótafundur í sögu Sambandsins því að fyrir honum ligg- ur að greiða atkvæði um tillögu stjóm- ar þess um að leggja Sambandið niður í núverandi mynd og stofha sex hluta- félög um starfsemi deilda þess. Miklar umræður urðu um tillöguna og breytingartillögur við hana komu fram. Atkvæðagreiðslu um hana var frestað þar til í lok aðalfundar í dag en sérstök fimm manna nefnd fjallaði um hana í gærkvöld og í morgun. Búast má við að tillagan verði samþykkt en fram kom í máli flestra sem tóku til máls og rætt var við, að tillagan þyrfti að ná ffam af illri nauðsyn, vegna bágrar stöðu Sambandsins. Fram komu áhyggjur fjölmargra fúndarfúlltrúa af því að með því að breyta deildum Sambandsins í hluta- félög ættu samvinnumenn á hættu að missa starfsemi þeirra úr höndum sér og í hendur þeirra sem ætíð hafa vilj- að samvinnuhugsjónina feiga. Gunnar Hallsson ffá KEA á Akureyri hélt þessu sjónarmiði ffam og lýsti sig mótfallinn stjómartillögunni. Hann sagði að samvinnuhreyfingin væri eina von íslands til að koma í veg fyr- ir að erlent fjármagn yfirtæki íslensk fyrirtæki þegar ísland gengi í Efna- hagsbandalagið. Bjarga yrði því Sam- bandinu fyrir alla muni, enda væri í raun fjárhagslegt sjálfstæði íslendinga í veði. Jafnffamt gagnrýndi hann harkalega það sem hann kallaði for- stjóraeinræði í stjómun Sambandsins og það hefði sýnt sig að núverandi for- stjóra væri yfirstjóm þess ofviða. Magnús Finnbogason á Lágafelli var talsmaður þeirra sjónarmiða, sem margir létu í ljósi, að hlutafélagaform- ið væri illskásti kosturinn í núverandi stöðu. Hann væri enginn sérstakur að- dáandi hlutafélagaformsins en það væri eins og í Framsóknarvistinni að sögnin hefði verið sögð og spila yrði spilið samkvæmt henni. Gallinn væri sá að hlutafélagaformið byði ákveðinni hættu heim: „Við er- um að gefa fjölskyldunum 15 kost á að eignast þetta líka. Það er afskap- lega mikill vandi í mínum huga, hvemig á að ganga þannig ffá hnútum að almannavaldið - landsbyggðin - haldi sinum rétti, en fjármagnið drottni ekki í gegn um hlutafélaga- kerfið. í mínum huga er þetta stærsti vandinn. Eg get ekki betur séð en að hlutafélagaformið, ef það er ekki al- veg sérstaklega niðumjörvað, að það opni leið fyrir fjölskyldumar 15 að eignast þetta allt“, sagði Magnús og fleiri lýstu yfir sömu skoðun. Sé litið til rekstrar Sambandsins fyrir fjármagnsliði, sést að hann batnaði umtalsvert ffá því árið 1988 og varð hagnaður af honum 204,5 milljónir kr. en 1988 var tap af rekstrinum 174,4 milljónir. Batinn nam því 378,9 millj. kr. Guðjón B.Ólafsson þakkaði þetta mikilli söluaukningu, einkum í út- flutningi, milli ára auk aðhaldsað- gerða. Sé litið á einstakar deildir Sambands- ins þá er fyrst að nefna Sjávarafúrða- deild. Þar gekk sjálfúr reksturinn sam- kvæmt áætlun og jafhvel betur. Halli varð þó 37 milljónir, einkum vegna þess að 150 milljónir kr. voru lagðar til hliðar vegna vafasamra viðskipta- krafna. Rekstur Skinnaiðnaðarins tókst að bæta verulega milli ára. Velta jókst um 12%, ffamlegð um 26% og launa- kostnaður mmnkaði. Niðurstaðan varð eins og gert hafði verið ráð fyrir; 22 milljónir kr. Búist hafði hins vegar verið við því að hagnaður yrði af rekstri Búvöm- deildar um 8 millj. Það gekk ekki eftir og varð tap um 400 þús. kr. Þrátt fyrir að velta deildarinnar yrði 14% ffam yfir áætlun og ffamlegð um 10%, þá hækkaði launa- og rekstrarkostnaður 30-35% meir en gert hafði verið ráð fyrir. Rekstur Verslunardeildar var áffam erfiður. Velta hennar dróst saman að raungildi og launa- og rekstrarkostn- aður varð hærri en áætlað hafði verið. Áætlun gerði ráð fyrir 131 millj. kr. hagnaði fyrir fjármagnsliði en reyndin varð 99 millj. kr. tap. Heildartap deild- arinnar varð 479 millj. kr. Afkoma Búnaðardeildar var einnig verri en áætlað hafði verið. Gert var ráð fyrir 17 millj. kr. hagnaði en reyndin varð tæplega 85 millj. kr. tap. Rekstrartap Skipadeildar varð 116 millj. kr í stað áætlaðs 80 millj. kr. hagnaðar. Umsvif Skipadeildar jukust þó talsvert en tapið varð einkum vegna gengismismunar, hærri vaxtagjalda og rýrari vaxtatekna en gert var ráð fyrir. Ólafúr Sverrisson stjómarformaður Sambandsins flutti skýrslu stjómar. Hann sagði að skuldir Sambandsins hefðu aukist um 2,1 milljarð á síðasta ári og á sömu braut yrði naumast hald- ið áffam; spyma yrði við fótum og snúa taprekstri í hagnað og grynna á skuldum. Ólafur rakti ástæður þess að Sambandið hefúr orðið að afskrifa umtalsverðar fjárhæðir hjá skuldu- nautum sínum eða breyta í hlutafé í tengslum við fyrirgreiðslu Hlutafjár- sjóðs. Þá greindi hann ffá sölu Sam- vinnubankans, stofnun Jötuns hf. ný- lega og erfiðri afkomu Verslunar- deildarinnar. Ólafúr ræddi síðan sérstaklega af- komu Álafoss, Islandslax, loðdýra- ræktenda og tap Sambandsins vegna þátttöku í rekstri þeirra. Hann kvað rekstur Álafoss hafa gengið illa allt ffá upphafi um áramótin 1987-1988. Ála- foss hafi nú verið endurskipulagður með aðstoð Hlutafjársjóðs. Stjómarformaður ræddi síðan áhyggjur stjómarmanna af slæmri stöðu Sambandsins, bókanir um það efni á stjómarfúndum og hver við- brögð hefðu verið til þessa af hálfú stjómenda þess og sagði síðan: „Þing- heimur þessa eldhúsdags samvinnu- hreyfingarinnar á rétt á því að fá að vita, að stjóm Sambandsins hefúr gert alvarlegar og sennilega dæmalausar athugasemdir við rekstur og fjárhags- stöðu Sambandsins. ..Þess ber að geta að bæði forstjóri og ffamkvæmdastjórar Sambandsins sitja fúndi Sambandsstjómar og heyra bókanir stjómarinnar í hveiju máli og hafa því tækifæri til að gera athuga- semdir. ..Stjómin hefúr gefið stjómendum Sambandsins í daglegum rekstri starfsffið allt tímabilið milli Sam- bandsfúnda 1989-1990. Hefði sá tími satt að segja mátt nýtast betur heldur en raun hefúr á orðið. -sá Síðasta verk fráfarandi borgarstjómar var að samþykkja einróma 250 þús. kr. styrk til G-samtakanna. Borgarstjórn samþykkir styrk til G-samtakanna. Kjörtímabilið úti: Síðasti fundur borgarstjórnar Borgarstjóm samþykkti í gær sam- hljóða tillögu ffá Kristínu Á. Ólafs- dóttur um að borgin styrkti G-sam- tökin með 250 þús kr. ffamlagi, en borgarráð hafði áður ákveðið að vísa umsókn samtakanna um styrk til næstu fjárhagsáætlunar borgarinnar. Borgarstjómarfundurinn í gær var síðasti fúndur ffáfarandi borgar- stjómar, en nýkjömir borgarfúlltrúar munu taka sæti sín á næsta fúndi sem haldinn verður eftir tvær vikur. Magnús L. Sveinsson, ffáfarandi forseti borgarstjómar, ávarpaði gömlu borgarstjómina í lok fúndar og þakkaði gott samstarf á liðnu kjör- tímabili og óskaði fúlltrúum velfam- aðar um ókomin ár. Hann gat þess að allir borgarfúlltrúar nýliðins kjör- tímabils hefðu verið í kjöri við borg- arstjómarkosningamar 26. maí sl. og allir þeirra náð kjöri sem borgarfull- trúar eða varaborgarfulltrúar. Sigur- jón Pétursson þakkaði forseta réttláta og röggsama fiindastjóm á kjörtíma- bilinu og hlý orð í garð borgarfull- trúa. —sá Viðskiptaráðherra boðar breytingar á fjárfest- ingalánasjóðum á ársfundi Iðnlánasjóðs: Ríkisvernd hætt f máli Jóns Sigurðssonar, við- skiptaráðherra, á ársfundi Iðn- lánasjóðs í gær kom fram að hann telur tímabært að stjómvöld af- nemi ýmis fríðindi eða opinbera aðstoð sem fjárfestingalánasjóðir hafa nú samkvæmt lögum. Nefndi hann í því sambandi skattlagn- ingu, að eðlilegt værí að fjárfest- ingalánasjóðir yrðu skattiagðir með svipuðum hætti og viðskipta- bankamir. Einnig nefndi viðskiptaráðherra að afnema bæri ríkisábyrgðir á lánum þessara sjóða og eðlilegt væri að þeir leituðu eftir sameiningu í stærri heildir sem atvinnuvegasjóðir. For- maður Félags íslenskra iðnrekkenda, Viglundur Þorsteinsson, benti á sér- stöðu Iðnlánasjóðs sem byggður væri upp fyrir framlög iðnrekenda og iðn- aðarmanna og væri mjög sterkur. Réttara væri að einkavæða sjóðinn en að sameina hann örðum hálfopinber- um fjárfestingalánasjóðum. Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlána- sjóðs, gerði hins vegar fjárhagsstöðu íslenskra iðnfyrirtækja að sérstöku umtalsefhi í ræðu sinni. „Það fer ekki ffam hjá þeim, sem fjalla um lánsum- sóknir fýrirtækja, hversu eigið fé þeirra er almennt lítið og hversu víða það hefúr minnkað á liðnum árum vegna erfiðari reksturs“, sagði Bragi. Hann sagði vaxandi skuldbreytingar- umsóknir bera vott um þessa þróun, en alls skuldbreytti sjóðurinn 225 m.kr. á síðasta ári, sem var 112% hækkun milli ára. „Þótt skuldbreyt- ingar séu oft nauðsynlegar þá bjarga þær engu hjá fyrirtækjum með lítið eða ekkert eigið fé, sem þar að auki eru rekin með tapi“, sagði Bragi. Slæma stöðu lántaka má einnig sjá af því að nær 37 m.kr. í fjárfestinga- lánum voru endanlega afskrifaðar, sem var 130% hækkun milli ára. Framlag Iðnlánasjóðs í afskriftar- reikning útlána hefur verið hækkað úr 1% í 3% af útlánum (121 m.kr. á s.l. ári). Jafnffamt fer sjóðurinn var- lega í að reikna sér dráttarvexti til tekna. I fyrra var tekjufærslan aðeins rúm 50%. Niðurstöðutala efnahagsreiknings Iðnlánasjóðs var 10.334 m.kr., sem er um 42% hækkun frá fyrra ári. Eigið fé var 2.391 m.kr. í árslok, sem var nær 27% hækkun milli ára. Þakkaði Bragi þessari traustu eiginfjárstöðu (rúmlega 23%) að sjóðurinn hafi átt greiðan aðgang að lánsfé til starfsemi sinnar með hagstæðustu markaðs- kjörum. Að sögn Braga hefúr aukning skuld- breytinga og vanskila rýrt þátt eigin fjármögnunar í ráðstöfunarfé sjóðs- ins og gert hann háðari lántökum. Tekin lán voru 1.036 m.kr. á árinu og voru þau uppistaðan í nýjum lánveit- ingum sjóðsins. Iðnlánasjóður hafði um 81 m.kr. tekjuafgang á árinu. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.