Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Föstudagur 8. júní 1990
MINNING
Bændaminning
I litlu sveitarfélagi er mikill missir að
hverjum þegn sem hverfur af þessu
jarðlífssviði og þó að sá sem það ger-
ir sé kominn á effi ár og hafi skilað
dagsverki sínu að fullu er söknuður-
inn engu síður sár og þó sárastur
þeim sem næst standa.
Síðan, þessi fagra og búsældarlega
sveit, hefúr nú á tæpum mánuði á
þessu stillta og blíða vori, sem kom
eftir óvenju snjóþungan vetur, misst
þijá aldraða bændur, sem allir voru
fæddir hér, lifðu og störfúðu hér öll
sín manndómsár og skiluðu afkom-
endum sínum betri býlum en þeir
tóku við. Allir höfðu þeir hætt bú-
skap og fengið hann í hendur sonum
sínum en fylgdust þó gjörla með hon-
um svo og sveitar- og landsmálum.
Með fáum orðum langar mig að
minnast þeirra, en þeir eru:
Oddur Skúlason, bóndi í Mör-
tungu, andaðist þann 17. apríl sl. og
var jarðsettur frá Prestsbakkakirkju
28. april. Oddur var fæddur í Mör-
tungu 6. mars 1913, sonur hjónanna
Skúla Jónssonar og Rannveigar Ei-
ríksdóttur, búenda þar. í Mörtungu
ólst Oddur upp og þar var allur hans
starfsdagur. Snemma vandist hann
öllum sveitastörfúm og sérlega var
hann laginn við allar skepnur og þó
einkum sauðfé. Oddur var mikill
náttúruunnandi og skynjaði vel sam-
spil gróðurs og næringarþarfar bú-
fjárins sem öll afkoma bóndans
byggist á. Oteljandi munu ferðir hans
hafa verið um heiðalöndin til cftirlits
með búfénu, hvort sem það var að
vori til meðan æmar vom látnar bera
úti 1 haganum eða í vetrarhríðum og
snjó til að bjarga sínum eigin kindum
eða annarra, því að í Mörtunguland
hefúr löngum leitað fé af öðmm bæj-
um vegna landshátta og landsgæða.
Það var honum sönn gleði og ánægja
þegar honum hafði tekist að bjarga
sínum mállausu vinum undan hríð og
jafnvel dauða, enda ofl einu og bestu
launin.
Oddur kvæntist eftirlifandi konu
sinni Ástu Ólafsdóttur árið 1942 og
hófú þau þá búskap í Mörtungu í fé-
lagi við foreldra hans. Síðar bjó hann
í félagi með Steingrími bróður sínum
þar til fyrir fáum ámm að hann lét
búið í hendur syni sínum Ólafi og
konu hans Guðríði Jónsdóttur.
Ég þakka Oddi góð og traust kynni
og votta eftirlifandi eiginkonu, systk-
inum, bömum, tengdabömum og
öðram vandamönnum dýpstu samúð.
Hann hefúr nú hafið þá ferð sem allra
bíður og mun af þeim sjónarhóli líta
yfir fjöllin sem geyma spor hans í sól
og sumaryl jafnt sem í svartnættisbyl
hins íslenska vetrar.
Páll Bjarnason, bóndi í Hörgsdal,
var fæddur þar 26. október 1915.
Foreldrar bans vom Bjami Bjamason
bóndi og hreppstjóri þar og Sigríður
Kristófersdóttir. Páll ólst upp hjá for-
eldrum sínum í stómm systkinahópi
og eins og þá var títt tók hann fljótt til
hendi við öll bústörf eins og þau
gerðust á þeim tíma. Hann gerðist þar
bóndi um 1950 og kvæntist þýskri
konu, Elsu Bock, sem var ein af
fýrstu þýsku konunum sem til íslands
komu eftir hörmungar síðustu heims-
styijaldar. Páll var góður bóndi og
ekki síst hafði hann áhuga fyrir að
nýta véltækni þá sem hingað barst
eftir stríðsárin, er innflutningur drátt-
arvéla hófst. Má minnast þess að um
allmörg ár fór hann hér um sveitina
með dráttarvél og jarðtætara til að
auka og efla túnræktina fyrir sveit-
unga sína meðan vélakostur var ekki
eins almennur og hann er nú 1 dag.
Ég þakka Páli góð kynni og votta
eftirlifandi eiginkonu, bömum og
öðmm vandamönnum samúð mína.
Páll andaðist 8. maí sl. og var jarð-
settur ffá Prestsbakkakirkju þann 15.
mai.
Helgi Eiríksson.
Elstur bændanna þriggja sem hér er
minnst var Helgi Éiríksson, bóndi á
Fossi. Hann var fæddur á Fossi alda-
mótaárið 1900, þann 17. júní, og
hefði því orðið níræður þann dag ef
hann hefði lifað það. Eins og þá var
títt um unglinga fór hann snemma að
vinna á búi foreldra sinna, Eiríks
Steingrímssonar og Guðleifar Helga-
dóttur, er þá bjuggu á hálfúm Fossin-
um. Systkinin vom mörg og heimilið
stórt svo að marga þurfti að metta,
gestagangur mikill og öllum veitt af
rausn og ekki gerður mismunur á
hver gesturinn var. Helgi var bráð-
þroska, ákveðinn og áræðinn og vildi
Páli Bjamason
fljótt vera þar í flokki sem nokkuð
reyndi á þrek og þor. Á yngri ámm
stundaði hann nokkuð sjómennsku;
mun honum hafa líkað allvel sá
starfi, enda eftirsóttur af þeim sem
útgerð stunduðu og skipum stýrðu
sökum dugnaðar og karlmennsku.
Svo fór þó að sveitin hans sigraði og
liann gerðist bóndi á Fossi. Hann
kvæntist Guðrúnu Bjömsdóttur og
reistu þau sér nýbýli úr landi Foss og
nefndu Stuðlafoss, fyrsta nýbýlið úr
hálfri Fossjörðinni, þar sem Helgi
hafði áður búið með systur sinni og
bræðmm. Síðan hafa verið stofhuð
tvö önnur nýbýli úr jörðinni.
Á Stuðlafossi byggðu þau sér bæ og
fluttu með sér þangað glaðværð,
gestrisni og reisn sem einkenndi
gamla bæinn á Fossi. Margar era
minningar þaðan, sem ylja munu um
ókornna tíð; minningar um húsbónd-
ann ræðinn um menn og málefhi,
fróðan um gamla tíma og hvergi
smeykan að segja meiningu sína,
hvort sem það var um það sem gerst
hafði í fortíð eða nútíð og honum féll
ekki í lands- eða sveitarstjómarmál-
um, því þar fylgdist hann vel með
Helgi Eiríksson
alla tíð. Oft endaði það líka með
skemmtilegri sögu frá gömlum dög-
um. Munu margir fleiri en ég minnast
þar ánægjulegra stunda.
Helgi var alla tíð hraustur maður og
í mínum augum ekki ósvipaður því
sem ég hefi ímyndað mér fommenn
vora. Fyrir nokkrum ámm missti
hann mikið sjón en hélt henni að
hluta, og á síðasta vetri kenndi hann
þess meins er varð honum að aldur-
tila.
Ég held að Helgi hafi verið gæfú-
maður. Hann eignaðist góða konu og
með henni tvö böm, Guðleifú og
Bjöm, sem reyndust honum vel í ell-
inni og gerðu honum kleift að flytjast
á annað tilvemstig frá býlinu og
sveitinni sem hann unni. Ég votta
þér, Guðrún mín, Lilla og Bjössi,
mína dýpstu samúð og Helga þakka
ég órofa tryggð og vináttu frá fyrstu
kynnum.
Helgi var jarðsettur frá Prestsbakka-
kirkju þann 18. maí að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Ólafur J. Jónsson,
Teygingalæk
Umbylting Gorbachev
Time birti 4. júní 1990 svör M. Gorb-
achev, forseta Ráðstjómarríkjanna,
við framlögðum spumingum frá
blaðamönnum þess. I upphafi fúndar
með þeim sagði forsetinn: „Á þessu
stigi þörfnumst við aðeins stutts
tíma, nokkra mánuði, til að stíga
merkileg skref, sem í sjálfú sér marka
þróunarskeið til stýrðs (regulated)
markaðsbúskapar ... í mörgum lönd-
um hefur þróun fúllfleygs markaðs-
búskapar tekið aldir. Hjá okkur verða
eitt eða tvö næstu ár örasta breyting-
arstigið á þróunarskeiðinu ... í fáum
orðum sagt, þá er um að ræða stefnu-
breytingu, sem að umfangi er sam-
bærileg október-byltingunni, því að
verið er að setja eitt efnahagslegt og
félagslegt líkan í stað annars.“
I svömm sínum sagði Gorbachev
forseti m.a.: „Vendilega höfúm við
hugleitt, hvert við eigum að halda ...
við höfúm afráðið róttæk viðbrögð,
þó samt á gmndvelli sérkenna hag-
kerfis okkar. Flestir hagfræðingar á
Vesturlöndum telja okkur fara rétt að.
Við getum ekki einfaldlega innleitt
líkan annarra. Sú var tíð, að við
reyndum að þröngva líkani okkar
upp á aðra ... Við munum hverfa ffá
ríkis- eignarhaldi og koma á hlutafé-
lögum, leiguábúð eigna, samstarfs-
fyrirtækjum og einkaatvinnu. í stór-
um dráttum mun einkaatvinna taka til
þeirra, sem vinna í eigin búðum eða á
eigin jarðarskikum. A þróuðum Vest-
urlöndum er uppi margs konar útlist-
un á markaðsbúskap. Til dæmis er í
Bandaríkjunum frjálslegur háttur á
hafður, en meira er um afskipti ríkis-
ins 1 sumum evrópskum löndum, svo
sem í Frakklandi og á Norðurlönd-
um, og talsverður hluti atvinnulífs í
almanna eigu. En jafnvel í þeim
löndum er allt starfrækt að markaðs-
reglum.“
„Hafa ber í huga, að í Ráðstjómar-
rikjunum em allnokkrar verksmiðjur,
sem einfaldlega bera sig ekki. Þær
þurfa að skipuleggja starfsemi sína
upp á nýtt. Endurþjálfa þarf starfs-
fólkið. Margir verða að leita nýrrar
atvinnu. Af þeirri ástæðu emm við að
setja upp félagslegt vemdarkerfi til
að koma því fólki yfir millibilsskeið-
ið. I Bandaríkjunum og á flestum
þróuðum Vesturlöndum vinnur flest
í Bandarikjunum og Japan var eldis-
lax seldur á 7-8 $ kílóið 1988, en
ffaman af 1990 á 5,00-5,50 $ kílóið.
Að undanfömu hefúr árleg neysla
eldislax verið í Japan um 300.000
tonn, í Evrópu um 100.000 tonn og í
Bandaríkjunum um 50.000 tonn. í
Evrópu hefúr markaðurinn vaxið um
10% á ári að undanfömu, en horfúr
þykja á lækkandi verði. í Financial
Times 9. febrúar 1990 (bls. 32) sagði:
„I fyrrasumar seldu heildsalar í París
og London fyrsta sinni lax ódýrar en
þorsk. Síðan hefúr gnægð lax haldið
verði hans niðri, svo að allmörg lax-
eldisfélög í Bresku Columbíu hafa
lagt upp laupana og rikið hefúr hlaup-
ið undir bagga í Noregi, helsta fram-
leiðslulandinu."
Hyundai hægir á ferö
Hyundai Excel hlaut 1986 skjótastan
framgang, sem útlend bílategund hef-
ur nokkm sinni fengið á bandarískum
markaði, en hann var á lægra verði en
sambærilegir miðlungi stórir japansk-
fólk í þjónustugeiranum, en tveir
þriðju hlutar mannafla okkar em í
framleiðslugeiranum. Okkar bíður
mikið starf við útvíkkun þjónustu-
geirans. Við munum líta til annarra
landa, þegar við tökum til við það.
Okkur finnst við vera hluti af heims-
menningunni og við viljum vera líf-
rænn hluti hennar á efnahagssvið-
ir bílar. Og hinn suður-kóreski ffam-
leiðandi, Hyundai Motor Co., setti
upp samsetningarverksmiðju í Kan-
ada. Utan Suður-Kóreu seldust
405.000 Hyundai-bílar 1988, en
215.000 1989 (og varð þá sala þeirra
fyrsta sinni meiri heima fyrir en utan-
lands). Þeim samdrætti veldur þrennt:
Hækkandi verð á bílunum sakir
hækkaðs innlends ffamleiðslu- kostn-
aðar, en laun í bílaverksmiðjunum
munu hafa hækkað um 20% þrjú ár í
röð; hækkandi gengi won gagnvart
dollar; og tiltöluleg tæknileg stöðnun
bílanna (1 samanburði við japanska
keppinauta þeirra).
I sumar setur Hyundai Motor Co. á
markað eins konar sportbíl, Hyundai
Scope, en að hönnun hans hefúr verið
unnið í þijú ár. Þá hyggst félagið
veija 2,6 milljörðum $ til að endur-
nýja tækjakost sinn og að reisa þriðju
bílasmiðjuna í Ulsan. Að auki mun
það í ár veija 270 milljónum $ til
rannsókna.
Stígandi
inu.“
„... tæknilegar lfamfarir ýta undir
leit að nýjum formum efnahagslegrar
forsagnar og skipulagningar. Gamla
kerfið hafnaði tæknilegri upphafn-
ingu. Nú, með því að hverfa til mark-
aðskerfis, ætlum við að hafa ríkisfýr-
irgreiðslu um örvun vísinda og
mennta, og við ætlum líka að um-
breyta landvamariðnaði okkar svo,
að beini þjóðfélagi okkar á braut vís-
inda og efnahagslegra framfara. —
Perestroika hefúr þegar vakið fólk
okkar. Það hefúr breyst. Við höfúm
nú annað þjóðfélag. Við föllum aldr-
ei aftur til baka ... perestroika er við-
hlítandi endahnútur á 20. öldina."
Stígandi.
Lækkandi verö
á eldislaxi
Deutsche Bank
kemur ár sinni
fyrir borö
Deutsche Bank, stærsti banki
Þýskalands, hyggst opna 100 útibú
í Austur-Þýskalandi 2. júlí nk., eftir
að Austur-Þjóðveijar hafa tekið upp
vestur-þýska markið. Gerir Deut-
sche Bank sér vonir um að ná til sín
um þriðjungi bankaviðskipta í
Austur- Þýskalandi, en vænst er, að
innstæður í bönkum þar nemi um
60 milljörðum dollara. Deutsche
Bank er nú sjötti stærsti viðskipta-
banki í EBE-löndum, næst á eftir
Crédit Agricole, Banque National
de Paris, Barclays Bank, Crédit Ly-
onnais og National Westminster
Bank.
Síðustu ár hefúr Deutsche Bank
kostað kapps um að víkka athafna-
svið sitt utan lands. í því skyndi
hefúr bankinn keypt eða aukið
eignarhlut sinn í útlendum bönkum.
I desember 1986 keypti bankinn á
600 milljónir $ ellefta stærsta við-
skiptabanka Italíu, Banca d’Amer-
ica & d’Italia af BankAmerica
Corp. í San Francisco. Og um það
leyti keypti bankinn líka þau 25%
hlutabréfa 1 European Asian Bank í
Hamborg, sem hann átti ekki, af
Creditanstalt Bankverein í Austur-
ríki og gaf honum nýtt nafn, Deut-
sche Bank (Asia) A.G.
I desember 1987 náði Deutsche
Bank fúllu eignarhaldi á Sociade de
Investimentos S.A., portúgölskum
verslunarbanka, en kaupverðið var
ekki gefið upp.
í júlí 1988 tilkynnti Deutsche
Bank væntanleg kaup sín í Argent-
ínu á 29 útibúum úr Bank of Amer-
ica. I Argentínu hefúr Deutsche
Bank átt viðskipti í meira en 100 ár.
í apríl 1989 jók Deutsche Bank
eignarhlut sinn í Banco Commerci-
al Transatlantico í Barcelona úr
39% í 67%.
í júlí 1989 setti Deutsche Bank
upp Europáische Hypothekenbank í
Luxembourg.
Fáfnir.