Tíminn - 08.06.1990, Blaðsíða 15
' "•Föstúda£júr8'. "júhT "1990
interRent
Europcar
Upplýsingai gefa:
MÁLMIÐJAN HF.
SALAN HF.
Sími 91-680640
| jj|j[ [
Ert þú að hugsa um að
byggja t.d. iðnaðarhúsnæði,
verkstæði,
áhaldahús, gripahús,
bílskúr eða eitthvað annað?
Þá eigum við efnið fyrir þig.
Uppistöður, þakbitar og lang-
bönd eru valsaðir stálbitar og
allt boltað saman á byggingar-
stað. Engin suðuvinna, ekkert
timbur. Allt efni í málmgrind
galvaniserað.
MALMH
Knattspyrna:
Sigur KR-stúlkna
KR-stúlkur hófu íslandsmótið í 1.
deild af krafti, með öruggum sigri á
Skagastúlkum 3-1 á KR-velli á mið-
vikudagskvöld. Leikurinn var
skemmtilegur á að horfa og vel leik-
inn. Fyrir KR-stúlkur skoruðu þær
Guðný Guðnadóttir, Jóna Kristjáns-
dóttir og Helena Olafsdóttir. Fyrir
Skagastúlkur minnkaði Karitas Jóns-
dóttir muninn með fallegu marki.
Sanngjam KR- sigur í skemmtilegum
leik.
HM á Ítalíu:
Flug og
fótbolti
Farþegar hjá þremur flugfélðg-
um á hinum lengri leiðum fá
tækifæri fil að horfa á knatt-
spyrnu í lofthui á ineðan á HM í
knattspyrnu stendur.
Það eru AJifalia, Svissair og
KLM, sem ætla að bjóða við-
skiptavinum upp á þessa nýjung.
Alitalia ætlar að sýna aDa leiki
itaiska liðsins og einnig að velja
úr aðra leiki með tilliti til áfanga-
staðar. KLM og Svissair ætla
hins vegar að sýna valda kafla úr
leikjum gærdagsins.
—reuter
Knattspyrnu-
glæpamanns
stíft leitað
Lðgreglan á Englandi er þessa
dagana að skoða mál hins 34 ára
knattspyrnuáhugamanns og
firægasta „knattspyrnuglæpa-
manns“ Breta, Scarrotts frá
Notthingham. Scarrott, sem hlot-
ið hefur 40 dóma fyrir otbeldi á
knattspyrnuleikjum og er
fremstur Breta á því sviði, er nú
tahn vera staddur á ítahu og vera
á leið ti) Sardimu þar sem Eng-
iendingar spiia.
Talið er að Scarrott hafi skrifað
tveimur kunningjum sínum
pðstkort þar sem á stóð: „Guð
blessi drottninguna. Sendi Iðg-
reglunni ásfarkveðjur“. Þá segist
hann einnig njóta dvaiarinnar á
Íalíu.
Yfirvöld í báðum lðndun eru í
viðbragðsstððu, þar sem Scarrott
er á Usta yfir 100 hættuiegustu
knattspyrnuáhugamenn, sem
sendur var ítölum til glöggvunar,
um mönnum fyrir utan HM.
Scarrott býr í Notthingam og er
einlægur aðdáandi Notthingham
Forrest-liðsins. Hann hefnr með-
ái annars látíð flúra nafil liðsins á
neðri vörina. -PS
Scarrott - Með Nottingham
Forrest flúrað á neðri vör.
Knattspyrna:
Schuster látinn
fara frá Real M.
Bemd Schuster hinn kunni fyrrver-
andi v-þýski landsliðsmaður hefur
fallist á að fara frá Real Madrid til að
rýma fyrir hinum rúmenska lands-
liðsmanni Gheoghe Hagi, sem að
John Toschack festi kaup á í síðustu
viku. A Spáni gilda þær reglur að að-
eins mega leika þrír útlendingar. með
hveiju liði og fyrir hjá Real Madrid
eru þeir Hugo Sanchez, hinn mexí-
kanski og argentínski vamarmaður-
inn Oscar Ruggieri. Það varð úr að
láta Bemd Schuster fara og að sögn
stjómarformanns Real náðu þeir vin-
samlegu samkomulagi við Schuster
og slíta samningi hans einu ári áður
en hann rennur út. Þetta þurfti nú
ekki að koma Þjóðverjanum á óvart,
því að þegar Toschack keypti Rúm-
enann þá tilkynnti hann Schuster það,
að hann mætti fara að leita sér að
vinnu annars staðar. —reuter
HM á Ítalíu:
Klinsmann
vill byrja
Jurgen Klinsmann hefur fengið sig
fullsaddan af undirbúningi undir HM
á Ítalíu og vill ólmur fara að hefja
mótið hið snarasta.
Hann segir: „Við eram búnir að vera
saman í tvo mánuði og það er ekki
stuttur tími. Ég er ekki þessi mann-
gerð sem get talað um fótbolta í tvo
mánuði og það er kominn tími til að
boltinn fari að rúlla“.
Fyrsti leikur V-Þjóðverja er á sunnu-
dag og em Júgóslavar þeirra fyrstu
mótherjar.
Bikarkeppni:
Breyttir
leiktímar
Breyta hefur þurft leiktímum á
nokkmm leikjum í Bikarkeppninni á
laugardag. Ástæður em ýmsar, sem
ekki verður farið út í hér, en þeir leik-
tímar sem breytt var fara hér á eftir:
Föstudagur
Sindri-Þróttur N kl 20.00
Neisti-Tindastóll kl 20.00
Laugardagur
Fylkir-Þróttur 15.00
BÍ-Haukar 13.00
Stokkseyri-Afhirelding 11.30
Staöan
í 1. deild
Fram...
KR.....
ÍBV....
Valur..
FH .........4 2 0 2
Stjaman.....4 2 0 2
Víkingur....4
ÍA .........4
Þór.........4
Fram-KA.............4-0
Bikarkeppnin:
UBK-Snæfell..............3-0
Knattspyma 1. deild:
Stórsigur Framara
Bikarmeistarar Fram tylltu sér í
toppsæti 1. deildar í gærkvöldi með
stórsigri á íslandsmeisturum KA á
Laugardalsvelli, 4-0, eftir að hafa
haft eitt mark yfir í hálfleik. KA
menn áttu aldrei möguleika í fima-
sterka Framara. Ríkharður Daðason
skoraði eina mark fyrri hálfleiks. í
síðari hálfleik skomðu þeir Amljótur
Davíðsson á 65 mín og Guðmundur
Steinsson á 65 mín og 88 mín. KA
fékk vítaspymu í síðari hálfleik en
Birkir Kristinsson varði hana og er
þetta önnur vítaspyman sem hann ver
og hefur hann ekki enn fengið á sig
mark á þessu íslandsmóti.
KA situr enn í botnsætinu og er án
stiga og er nú útlitið að verða svart
hjá íslandsmeisturum og Meistumm
meistarana.
JEPPA-
HJÓLBARÐAR
Hankook
hágæðahjól-
barðar frá
Kóreu á lágu
verði.
Hraðar hjól-
barðaskiptingar
235/75 R15 kr. 6.650.
30/9,5 R15 kr.6.950.
31/10.5R15 kr. 7.550.
33/12,5 R15 kr. 9.450,
BARÐINN hf.
Skútuvogi 2, Reykjavík
Símar: 91-30501 og 84844.
BILALEIGA
með útibú allt í kringum
landið, gera þér mögulegt
að leigja bíl á einum stað
og skila honum á öðrum.
Reykjavík
91-686915
Akureyri
96-21715
Pöntum bíla erlendis
Knattspyma:
Jafnt hjá Belgum
Belgíumenn eru nú að leggja
iokahönd á undirbúning sinn fyr-
ir HM eins og önnur lið. Á mið-
vikudag léku þeir síðast undir-
búningsleik sinn fyrir keppnina
og voru Pólverjar mótherjar
þeirra á heimavelli þeirra fyrr-
nefndu í Brusscl. Niðurstaðan
var jafntefli, 1-1, eftir að Pólverj-
ar höfðu haft yfir í hálfleik, 0-1.
Það voru Pólverjar sera komust
yfir strax á 16. minútu með glæs-
legu marki Jacek Siober eftir ein-
leik frá miðju vallarins. Belgar
náðu að jafna á 52. mínútu og var
þar Marc Emmers, þeirra bestí
maður í Ieiknum, að verki eftir
mistök í vörn Pólverja. Eftir
inarkið pressuðu Belgarnir stíft
en náðu ekkl að knýja fram sigur.
Bclgarnir teika sinn fyrsta ieik i
HM næstkomandi þriðjudag, en
þá mæta þeir Suður-Kóreu.
—reuter