Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1990, Blaðsíða 4
4 'Tíltiinn Of ^Cáúgárcíaðafl16?jQtií'ííð90 FRETTAYFIRLIT BÚKAREST - Þúsundir námamanna yfirgáfu Búkar- est höfuðborg Rúmeníu, með lestum. Þeir höfðu í 38 klukkustundir ætt jum götur borgarinnar til .stuðnings Jóni lliescu eftir að ólæti í borginni kostuðu að minnsta kosti 5 menn lífið. Talsmaður stjórnarinnar sagöi að allir námamennirnir hefðu farið í gærkvöldi. BRUSSELL - NATO hafn- aði tilboði Sovétmanna um viðræður sem stefndu að því að fjarlægja öll skammdræg kjamorkuvopn frá Evrópu. Talsmenn NATO í Brussel sögðu þó að leiðtogar aðild- am'kjanna myndu ræða til- boðið á fundi í London í næsta mánuði. MOSKVA - Að sögn Yuri Maslyukov, sem situr í fram- kvæmdastjórn kommúnista- flokksins, hafa Sovétmenn ákveðiö að senda jarðgas til Lithaugalands. Sendingam- ar eiga að hefjast um helg- ina. PRAG - Vaclav Havel for- seti Tékkóslóvakíu og leið- togar Borgaravettvangs sögðust vera nálægt því að tilnefna nýja rfkisstjórn eftir mikinn kosnigasigur um síð- ustu helgi. GBORPLAY, Líberia - Leiðtogi uppreisnarmanna I Líberíu, Charles Taylor, hót- aði að leggja undir sig höf- uðborgína Monróvíu innan nokkurra klukkustunda ef samningaviðræður við rík- isstjón Samúels Doe færu út um þúfur. COLOMBO - Öryggissveit- ir á Sri Lanka hófu gagnsókn og náðu aftur á sitt vald 5 af þeim 20 lögreglustöðvum sem skæruliðar Tamíla her- tóku i vikunni. WASHINGTON - Verðbólga hjaönar í Bandaríkjunum og innflutningur til landsins hef- ur minnkað. Þetta hefur orð- ið til þess að dregið hefur úr viöskiptahalla landsins. Sumir sérfræðingar óttast að kreppa sé i aðsigi ef haldið verður áfram af sama krafti að berjast gegn verbólgu. UTLOND Hryðjuverkamönnum smalað saman í A- Þýskalandi: Morðingjar Herrhausens gripnir í A-Þýskalandi í gær handtóku Austur-Þjóðverjar sjö Vestur-Þjóðverja sem taldir eru vera borgarskæruliðar. Vestur- Þjóð- verjar hafa í áratug leitað þeirra og talið þá hafa starfað í Rauðu her- deildinni (RAF). Meðal hinna hand- teknu voru Barbara Meyer, Horst Meyer og Sabiene-Elke Callsen sem handtekin voru á járbrautarstöð í Leipzig í gærmorgun. Alls hafa niu menn úr RAF-hópnum verið hand- teknir í Austur-Þýskalandi á aðeins lOdögum. Flestir þeirrp. eru konur. Lögreglu- menn telja að hjónin Barbara og Horst Meyer hafi stjórnað aðgerðum borgarskæruliða í Vestur- Þýskalandi eftir 1980. Meðal annars er talið að þau hafí skipulagt morðið á Alfred Herrhausen í nóvember á síðasta ári en Herrhausen var forstjóri Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands, og var einn valdamesti bankamaður Þjóðverja. Rauða herdeildin RAF var öflugust í V-Þýskalandi á áttunda ára- tugnum og stóð fyrir sprengingum, bankaránum og morðum á stjórn- málamönnum. I upphafi níunda ára- tugarins voru flestir leiðtogar RAF látnir eða í fangelsum en þá telja lög- reglumenn að Meyer-hjónin hafi haf- ist handa. V-Þjóðverjar telja að um 30 RAF-menn hafí leitað hælis í A- Þýskalandi og að um 20 leiki enn lausúm hala eftir handtökumar að undanförnu. Inge Viett sem sökuð er um morð og mannrán var handtekin fyrr í þessari viku og Susanne Al- brecht sem sökuð er um að hafa tekið þátt í morði bankamanns frá Frank- furt 1977 var fangelsuð nokkrum dögum fyrr. 011 virðast hin ákærðu hafa lifað eðlilegu lífi í A-Þýskalandi. Þau hafa unnið venjuleg störf og lifað eðlilegu fjölskyldulífi. Að sögn vestrænna embættismanna höfðu mörg þeirra fengið ný nöfn og þau nutu vemdar STASI, fyrrverandi öryggislögreglu • Iandsins, á valdatíma kommúnista. Alfred Herrhausen. Hann var vinur Kohls kanslara, leiddi stærsta banka V-Þýskalands og stjórnaði stærsta iðnaðarhringi landsins. Sennilega hefur enginn einn maður verið jafn valdamikill á efnahagssviðinu eins og þessi maður. Tákn níunda áratugarins í New York: Trump samsteypan getur ekki borgao í gær tilkynntu talsmenn Trump- samsteypunnar í New York að fyrir- tækið myndi ekki borga 20 miíljón dollara afborgun af lánum sínum. Þetta kom á óvart og sýndi hve fjár- hagsvandræði milljarðamæringsins Donalds Trumps eru orðin alvarleg. Trump verður 44 ára í dag, laugar- dag. Gagnvart íbúum New York- borgar var hann tákn um stíl níunda áratugarins. Hann byggði nýtísku skýjakljúfa í borginni og lifði eins og kvikmyndastjarna. Á meðal eigna hans eru Plaza-hótelið og „Trump- Tower" sem er skýjakljúfur við 5. breiðgötu í New York. Trump komst nýlega í fréttir heimspressunnar vegna skilnaðarmáls síns og konu sinar Ivönu en undanfarið hafa birst fréttir um alvarleg fjárhagsvandræði hans. Trump er ekki gjaldþrota enn og reynir hann nú að komast að sam- komulagi við banka og skuldunauta um greiðslur af lánum. A- Þýskaland: Eignum skilað Austur- og Vestur-Þjóðverjar hafa komist að samkomulagi um að skila aftur landi og eignum sem komm- únistar tóku eignamámi. Eignunum verður skilað til fyrri eigenda eða til erfingja þeirra. Landi sem opinberir aðilar nota nú verður ekki skilað en greiddar verða bætur. Eignir sem Sovétmenn tóku eignamámi frá lokum seinna striðs ftara að stofhun A-Þýskalands munu haldast í eigu ríkisins. Þetta er viðbót við samning rikj- anna um efhahagssamruna 1. júlí en eftir var að ná samkomlagi um of- angreind atriði. í samningnum er reynt að koma til móts við margvís- lega hagsmuni stjórnvalda, fyrri eigenda, núverandi leigjenda og þeirra sem hafa fjárfest í eignum sem á að skila. Donald Trump. Hann á afrnæli í dag. Frambjóðandi Jeltsins náði ekki kjöri: HÓGVÆR UMBÓTA KOSINN MAÐUR Þing Rússlands kaus í gær hógvær- an umbótamann í embætti forsætis- ráðherra en hafhaði róttækum stuðn- ingsmanni Boris Jeltsins. Ivan Silayev, 60 ára verkfræðingur, fékk 163 atkvæði af 239 í annarri umferð kosninganna. í fyrri umferð fékk Silayev 119 atkvæði og skorti að- eins eitt atkvæði til að ná 50% at- kvæða og löglegri kosningu. Fram- bjóðandi sem studdi róttækar um- bótatillögur Jeltsins fékk aðeins 86 atkvæði sem var talsverður ósigur fyrir Jeltsin. Jeltsin sýndi samstarfs- vilja sinn með hógværum umbóta- mönnum þegar hann sagðist vilja styðja Silayev fyrir seinni atkvæða- greiðsluna. Silayev sagði, eftir að hann var kjörinn forsætisráðherra, að hann styddi umbætur og að hann væri opinn fyrir öllum hugmyndum um að bæta hag Rússa. „Ég mun sanna það fyrir ykkur að ég er ekki íhaldsmaður" sagði hann. Mandela segir að vel gangi að tala við ráðarrienn: Viðskiptabann haldist áf ram Ferðalag Nelsons Mandela um Iiciminn er mí hálfhað. Hann reynir aö fá ríkisst j óruii til að aflétta ekki viðskipta- banni á S-Afríku og sagði Mandela í ga-i - að honum hefði orðið vei ágengt. Á þlaða- itianiiafundi i Róni sagðist hami ekki óttast að ráðamenn Efnati agsbandal ugs Evrópu sem hittast 25. júni myndu draga úr viðskiptaþvÍDgunum síuum. ítalir taka við for- mennsku EBE fyrsta júlí og halda iieuni na-stu sex man- uöi. Mandela sagði aö forsa-t- isráðhcrra ítaiíu, Giniio Andreotti, væri algcrlcga á sama máli og hann uia að E vr- ópurikin ícttu ekki að slaka á cfnahagsþvinguiiuin sínuiii fyrst um sinn. Einbættisineini ítala sögðu að Androtti hefði heitið Mandcla og Þjóðft elsis- ráði Afríku (ANC) aðláta víta uin hugsanlegar breytiagar á afstöðu Eviópubatidalagsiiis en þeir sögðu að Andreotti hefði ckki hcitiö akvcðnum stuðningi við efnahagsþving- anir. Mandcla og aðrir ráða- nienn ANC sögðust hafa feng- ið Jákv«eðar undirtekör i ön- um þeim lömlum sem þeir hefðu heimsðtt. Þeir hafa heimsótt Frakkland, Sviss og V- Þýskalandi en þrátt fyrír góðar móttiikur hafa ráða- menn þessaia landa ekki skuldbundið sig á iicinu hárt til að styðja málstað ANC. Mandcla gckk á fund pálans i Rðni í gærmorgun. Mandcla lct vel af viðra-ðum sinum við hann cn páfinnn iicfur for- dæmt aðskilnaðarstefnuna í S- Afríku hurkalega. Þegar Man- dcla var spurður hvórt páfuiii hefði bcðið afríska þjóðarráöið uin að fordæina notkun of- bcldis svaraði Mandela: „Uans hcilaglciki skilur ástandið mun bctur en sumir ykkar. ilanii fðr ekki fram á neitt slikt."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.